Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  103. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS MEISTARALEG- UR SKORTUR Á SPÉHRÆÐSLU VIÐ URÐUM EINS OG VILLIDÝR Á VELLINUM 49 ÍÞRÓTTIR 44-47FINNA VINNU 8 SÍÐUR Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Komdu og gerðu frábær kaup. Sérsníðum dýnur í öllum stærðum Víða um land tók fjölmenni þátt í árlegri hátíð- ardagskrá á baráttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí. Þetta var í 97. sinn sem farið er í kröfu- göngur hér á landi frá því sú fyrsta var gengin árið 1923. Haldnar voru samkomur og baráttu- fundir á um 30 stöðum á landinu þar sem for- ystufólk verkalýðshreyfingarinnar ítrekaði mik- ilvægi samstöðu verkalýðsins, sem væri undirstaða þess að krefjast bættra lífskjara. »2 Morgunblaðið/Hari Gengið fylktu liði í kröfugöngum verkalýðsins í 97. sinn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lungnakrabbamein hafa batnað umtalsvert á síðustu tveimur áratug- um. Þetta kemur fram í vísindagrein rannsóknarhóps á Landspítala og við Háskóla Íslands sem birtist ný- lega í Annals of Translational Medi- cine. Þar kemur m.a. fram að gera megi ráð fyrir því að um 90% sjúk- linga séu á lífi ári eftir aðgerð en áð- ur var hlutfallið 75%. „Ástæður fyrir þessari jákvæðu þróun eru sennilega margþættar en þyngst vegur sú staðreynd að sjúk- lingarnir greinast fyrr og með smærri æxli auk þess sem greining þeirra og mat á útbreiðslu er ná- kvæmari. Þá sýndi rannsóknin að 99% sjúklinga lifa aðgerðina af sem telst mjög góður árangur í alþjóð- legum samanburði,“ segir í fréttatil- kynningu frá rannsóknarhópnum. Rannsóknin náði til 650 sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð á lunga vegna lungnakrabbameins á árunum 1991 til 2014. Fyrsti höfund- ur greinarinnar er Hannes Halldórs- son kandídat en Tómas Guðbjarts- son, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, stýrði rannsókninni. Margt jákvætt að gerast Tómas sagði í viðtali við Morgun- blaðið að margt jákvætt hefði gerst varðandi meðferð sjúklinga með lungnakrabbamein að undanförnu. Byrjað var að framkvæma blaðnám með brjóstholssjá (VATS) um síð- ustu áramót hér á landi. Þær aðgerð- ir falla því utan þess tíma sem rann- sóknin náði til. Í VATS-aðgerð er hægt að fjarlægja allt lungnablaðið í gegnum 4 sentimetra langan skurð með aðstoð sjónvarpsmyndavélar. Gangi allt að óskum er hægt að út- skrifa sjúklinginn 2-3 dögum eftir aðgerð. Áður var gerður 10-15 senti- metra brjóstholsskurður sem krafð- ist vikulangrar innlagnar á sjúkra- húsi. Einnig eru komnar nýjungar í geislameðferð lungnakrabbameina og ný líftæknilyf sem gefa góða raun. Tómas sagði mikilvægt að draga sem mest úr reykingum því þær valda um 90% lungnakrabbameina. Mikið betri lífslíkur nú  Lífshorfur sjúklinga með lungnakrabbamein hafa batnað umtalsvert  Gera má ráð fyrir að 90% sjúklinga séu á lífi ári eftir aðgerð, samkvæmt íslenskri rannsókn MÝmsar nýjungar… »4  „Við gerum ráð fyrir að þetta sé framtíðin, þótt það verði ef til vill ekki á allra næstu árum,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands (LGH), um öflugan dróna sem nú er flogið frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða tilraunaverkefni í samvinnu LHG og Siglingaöryggisstofnunar Evr- ópu (EMSA). Drónanum fylgir 16 manna hóp- ur tæknimanna og flugmanna sem stýra drónanum um gervihnött. »6 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Dróninn Flogið frá Egilsstöðum. Tilraunaflug dróna frá Egilsstöðum  Lögum samkvæmt þarf hver ný ríkisstjórn að gera fjármálastefnu til fimm ára og birta í framhaldinu, ár hvert, fjármálaáætlun sem út- færir markmið fjármálastefnunnar. Gangrýnendur benda á að þó þetta fyrirkomulag eigi að stuðla að meiri aga í fjármálum ríkisins þá sé mjög lítið svigrúm gefið í fjár- málaáætlun. Eins byggist áætlunin á hagvaxtarspám sem reynslan kennir að leiti sjálfkrafa í átt að stöðugleika og geti ekki sagt fyrir um upp- og niðursveiflur. »24 Of lítið svigrúm í fjármálaáætlun  Sendinefnd á vegum utanríkis- ráðuneytisins heldur til Tókýó í byrjun næsta mánaðar þar sem við- skiptasamráð á milli Íslands og Jap- an verður til umræðu sem vonir standa til að leiði til fríverslunar- samnings á milli ríkjanna. Í umfjöllun um málið í Morgun- blaðinu í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að slíkur samningur hafi verið vilji ís- lenskra stjórnvalda í meira en ára- tug. Þetta mikilvæga fyrsta skref sem nú verði stigið sé afrakstur mikillar vinnu hér heima og gagn- kvæms vilja frá Japan að auka sam- skipti ríkjanna enn frekar. »6 Ræða við Japan um fríverslunarsamning bbbbm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.