Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 44
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
www.gilbert.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !
SIF NART 1948
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Tímabilið hefur gengið ótrúlega vel,
verið eitt ævintýri,“ segir handknatt-
leikskonan Lovísa Thompson sem lék
afar stórt hlutverk í liði þrefaldra
meistara Vals í handknattleik á
keppnistímabilinu sem lauk á sunnu-
daginn var. Lovísa kom til Vals á síð-
asta sumri eftir að hafa yfirgefið upp-
eldisfélag sitt, Gróttu, þar sem hún
var einnig sigursæl og varð m.a. þre-
faldur meistari 2015, þá 15 ára göm-
ul, Íslandsmeistari árið eftir og í sig-
urliði í Meistarakeppni HSÍ haustið
2016.
„Ég hef verið mjög heppin á ferl-
inum að vera á réttum stað á réttum
tíma og fengið að upplifa margt á
fáum árum. Mér finnst eins og það
hafi gerst í gær þegar ég varð Ís-
landsmeistari með Gróttu í fyrsta
sinn í meistaraflokki. Þá var ég að
ljúka grunnskóla. Nú er ég byrjuð í
námi í háskóla,“ segir Lovísa sem
verður tvítug síðar á þessu ári. Hún
leggur stund á nám í sálfræði við HÍ.
Lovísa var markahæsti leikmaður
Vals í deildarkeppninni með 107
mörk og skoraði einnig flest mörk
Valskvenna í úrslitakeppninni, 34.
Stærra hlutverk en ég bjóst við
Lovísa var ekki síður aðsópsmikil í
varnarleiknum þar sem hún lék afar
vel í annarri bakvarðarstöðunni. Hún
fékk lítið að hvíla sig í leikjum.
„Ég var afar sátt við mitt hlutverk
hjá Val sem var að vissu leyti stærra
en ég bjóst við vegna þess að það er
svo stutt síðan ég kom til félagsins
auk þess sem mikil samkeppni er inn-
an liðsins sem er vel skipað,“ sagði
Lovísa sem verður tvítug síðar á
þessu ári.
Sigurganga Vals byrjaði í bikar-
keppninni í byrjun mars þar sem liðið
vann afar sannfærandi sigur á Fram í
úrslitaleik. Síðan tók við sigur í deild-
arkeppninni og loks sex sigurleikir
og ekkert tap í úrslitakeppninni,
fyrst í undanúrslitum gegn Haukum
og síðan á móti meisturum tveggja
síðustu ára, Fram, í þremur úrslita-
leikjum.
Það hljóp tryllingur í okkur
„Það hljóp tryllingur í okkur. Við
urðum eins villidýr inni á leikvell-
inum,“ segir Lovísa þegar hún er
beðin að lýsa hvað hafi gerst innan
Valsliðsins sem vann öll mót tímabils-
ins á afar sannfærandi hátt, svo ekki
sé fastara að orði kveðið. „Frábær
varnarleikur smitaðist út í allt liðið
þannig að sóknarleikurinn fylgdi
með. Við urðum óstöðvandi og blanda
liðsins frábær þegar upp var staðið.“
Lovísa var aðeins 15 ára, hafði ekki
lokið námi í grunnskóla, þegar hún
skoraði sigurmark Gróttu í fjórða úr-
slitaleiknum við Stjörnuna vorið 2015
sem tryggði liðinu sinn fyrsta Ís-
landsmeistaratitil. Segja má að
markið gegn Stjörnunni hafi end-
anlega skotið Lovsíu upp á stjörnu-
himininn í kvennahandboltanum.
Gróttuliðið þá vann einnig þrefalt
eins og Valur gerði nú. Lovísa segir
ekki hægt að bera saman þessi tvö
lið. Til þess sé m.a. umgjörðin í kring-
um liðin ólík. „Þá var ég hluti af litlu
liði sem vann óvænt sinn fyrsta titil
fyrir lítið bæjarfélag og allt frekar
smátt í sniðum í kringum liðið. Um-
gjörðin hjá Val er allt öðruvísu og
stærri. Maður varð svo vel var við það
í kringum úrslitakeppnina þegar fleiri
lið félagsins eru á svipuðu róli. Leik-
menn ólíkra deilda skiptast á skoð-
unum og hvatningum þegar maður
mætir á æfingar og í leiki í Valsheim-
ilinu. Það er alls ekkert sjálfgefið hjá
svona stóru félagi.“
Mun fara til útlanda
Lovísa segir alveg víst að hún verði
áfram í herbúðum Vals á næsta
keppnistímabili enda hafi hún gert
tveggja ára samning við félagið á síð-
asta ári. Hún neitar ekki að hugurinn
stefni til útlanda til þess að leika hand-
knattleik í framtíðinni. „Ég vil halda
áfram að þróast með Valsliðinu og
vinna til verðlauna. Hinsvegar legg ég
svo mikla vinnu í handboltann að það
er alveg ljóst að einn góðan veðurdag
fer ég út til Evrópu til þess að spila
svo ég haldi áfram að þróast sem
handknattleikskona. Hvenær það
verður skýrist þegar fram líða stund-
ir,“ segir Lovísa. Óhætt er að segja að
lífið hjá henni snúist fyrst og síðast um
handbolta og hafi gert það árum sam-
an.
Hugsa ekki um annað
„Ég dró meira að segja úr náminu
til þess að geta lagt harðar að mér við
æfingar vegna þess að ég vissi ekki al-
veg í hvaða sporum ég stóð við kom-
una til Vals í fyrra. Ég hef lagt mikinn
metnað og vinnu í handboltann í vetur
og ætla að leggja enn meiri vinnu á
mig til þess að mæta enn sterkari til
leiks á næsta keppnistímabili.
Fyrir mér er handboltinn lífið. Ég
hugsa nánast ekkert um annað og
hef ekki gert það síðan ég byrjaði að
æfa handbolta níu ára gömul. Á þess-
um árum sem liðin eru hefur síst
dregið úr áhuganum eða metn-
aðinum sem er kannski skiljanlegt
þar sem mér hefur gengið vel. Þessu
til viðbótar hef ég verið svo heppin
að hafa alla tíð haft góða liðsfélaga
með mér til viðbótar við skilnings-
ríka foreldra sem mæta á alla mína
leiki og hafa alltaf gert.“
Systir Lovísu, Patricia Dúa, er 15
ára. Hún æfir einnig af sama metn-
aði og áhuga og stóra systir. Patricia
leikur með Gróttu, jafnt í handbolta
sem fótbolta. „Hún er mikil íþrótta-
kona og dugleg.“
Vonast eftir landsliðssæti
Þótt Íslandsmótinu í handknatt-
leik sé lokið þá er handknattleiksver-
tíðinni ekki lokið hjá Lovísu, eða það
vonar hún að minnsta kosti því fram-
undan eru tveir landsleikir í lok maí
og í byrjun júní, leikir við Spánverja
sem skera úr um hvor þjóðin öðlast
keppnisrétt á HM sem fram fer í
Japan í desember.
„Ég vona að ég verði valin í lands-
liðið. Það væri að minnsta kosti
skemmtilegt,“ segir Lovísa en nær
útilokað er að Axel Stefánsson gangi
framhjá henni við val á landsliðinu.
„Það væri mjög gaman að taka þátt í
undirbúningnum og leikjunum.
Landsliðshópurinn er flottur um
þessar mundir. Mikill metnaður.
Með góðri frammistöðu í leikjunum
tveimur þá gætum við tryggt okkur
sæti á HM. Það væri hrikalega
spennandi,“ sagði hin unga og frá-
bæra handknattleikskona Lovísa
Thompson.
Urðum eins
og villidýr
á vellinum
Lovísa Thompson varð þrefaldur
meistari í annað skiptið á ferlinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ógnandi Lovísa Thompson í hörðum slag við Ragnheiði Júlíusdóttur í ein-
um af úrslitaleikjum Vals og Fram en Valskonur unnu úrslitaeinvígið 3:0.
Spænska íþróttadagblaðið AS sagði
í gær að Christian Eriksen, danski
miðjumaður enska knattspyrnu-
félagsins Tottenham, væri búinn að
gera munnlegt samkomulag við
Real Madrid um að ganga til liðs við
félagið í sumar. Eriksen hefur verið
sterklega orðaður við Real Madrid
undanfarin ár en Manchester Unit-
ed hefur einnig mikinn áhuga á
leikmanninum. AS segir að Eriksen
ætli sér að hafna United til þess að
ganga til liðs við Real Madrid.
Eriksen á leið
til Spánar?
AFP
Seldur? Christian Eriksen gæti yf-
irgefið Tottenham í sumar.
HANDBOLTI
Grill 66 deild karla
Umspil, úrslit, annar leikur:
HK – Víkingur ...................................... 25:26
Staðan er 2:0 fyrir Víking.
Svíþjóð
Undanúrslit, annar leikur:
Alingsås – Kristianstad ...................... 28:25
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson
1 en Teitur Örn Einarsson ekkert.
Staðan er 2:0 fyrir Alingsås.
Danmörk
Undanúrslit, annar leikur::
Köbenhavn – Esbjerg ......................... 23:29
Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es-
bjerg.
Staðan er 2:0 fyrir Esbjerg.
Úrslit um sæti í úrvalsdeild, annar leikur:
Bjerringbro – Ajax.............................. 25:27
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 3 mörk
fyrir Ajax.
Ajax vann 2:0 og heldur sæti sínu.
Frakkland
Saint-Raphaël – Cesson-Rennes........ 29:27
Geir Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir
Cesson-Rennes.
Austurríki
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Klosterneuburg – Wels....................... 85:70
Dagur Kár Jónsson skoraði 11 stig fyrir
Wels, átti 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst
á 33 mínútum.
Staðan er 1:0 fyrir Klosterneuburg.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Milwaukee – Boston ......................... 123:102
Staðan er 1:1.
Vesturdeild, undanúrslit:
Golden State – Houston................... 115:109
Staðan er 2:0 fyrir Golden State.
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik ............ 18
Kórinn: HK/Víkingur – KR................. 19.15
Samsung-völlur: Stjarnan – Selfoss ... 19.15
Würth-völlur: Fylkir – Keflavík.......... 19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fjórði úrslitaleikur karla:
Hertz-hellirinn: ÍR – KR (2:1).................. 20
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, annar leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar (0:1) ..... 19
Í KVÖLD!