Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Ferðaskrifstofan VITA hefur sett í sölu sólarlandaferð í beinu flugi frá Egilsstöðum til Tenerife í haust, nánar tiltekið vikuferð 14. október næstkomandi. Um er að ræða leigu- flug hjá VITA, sem er dótturfélag Icelandair Group. Aðspurð segir Ásdís Péturs- dóttir, upplýsingafulltrúi Iceland- air, að þetta sé í fyrsta sinn sem flug sé í boði frá Egilsstöðum beint til Tenerife. „Til að sinna viðskiptavinum sín- um á landsbyggðinni hefur VITA reglulega boðið flug til ýmissa áfangastaða erlendis, bæði frá Ak- ureyri og Egilsstöðum, en hingað til hafa þetta aðallega verið borg- arferðir. Flug til Tenerife er því nýjung,“ segir Ásdís en áhuginn á fluginu frá Egilsstöðum er það mik- ill að nú þegar er orðið nánast upp- selt í ferðina til Tenerife. Frá Akureyri 3. janúar VITA er einnig með í sölu ferð til Tenerife frá Akureyri 3. janúar 2020. Að sögn Jakobs Ómarssonar, markaðsstjóra VITA, var einnig boðið upp á slíka ferð í fyrra. Hann vonast til þess að beint flug frá Akureyri og Egilsstöðum sé komið til að vera, ekki sé þó hægt að segja á þessu stigi hve oft verði boðið upp á slíkar ferðir. „Við höfum alla vega mikinn áhuga á að sinna viðskiptavinum á landsbyggðinni og bjóða þeim að fljúga beint í sólina,“ segir Jakob ennfremur. bjb@mbl.is Ljósmynd/Thinkstock Tenerife Austfirðingum gefst kostur á að fljúga beint frá Egilsstöðum. Frá Egilsstöðum til Tenerife í haust  Beint flug hjá VITA með Icelandair Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hefur lagt fram drög að tillögu að matsáætl- un vegna efnistöku úr sjó í Hellisfirði, sem gengur inn af Norðfjarðarflóa. Um yrði að ræða 500 þúsund rúm- metra efnistöku á tíu ára tímabili. Fyrirhugað svæði sést nánar á meðf. korti en tilgangur efnistökunnar er að safna efni til landfyllingar vegna upp- byggingar iðnaðar- og hafnarsvæða í Neskaupstað. Hafnarsjóður hefur um nokkurt skeið leitað að góðu efnistökusvæði sem gæti tekið við af núverandi svæði í botni Viðfjarðar, en þar er leyfi til efnistöku að renna út. Fram kemur í drögunum að mun hagkvæmara hafi reynst að nýta efni úr sjó en af landi. „Efni á landi í næsta nágrenni við Norðfjörð er af skornum skammti. Dalir eru margir þröngir og sjónræn áhrif vegna umfangsmiklar efnistöku, eins og þyrfti fyrir hafnarfram- kvæmdir, eru líkleg til að vera veru- leg,“ segir m.a. í tillögum hafnarsjóðs sem nú liggja frammi til kynningar. Anna Berg Samúelsdóttir, um- hverfisstjóri Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið hafa lagt í gríðarlegar náttúrufarsrannsóknir í tengslum við gerð nýtingaráætlunar fyrir hafsvæði við strendur Fjarðabyggðar. Leitað sé allra leiða til að hafa um- hverfisáhrif allra framkvæmda sem minnst. Þannig sé efnistaka úr sjó umhverfisvænni en á landi, ekki síst hin sjónrænu áhrif. Til þessa hefur töluvert af malar- efni verið tekið úr Norðfjarðará. Efn- istaka úr ánni, í því magni sem hafn- arsjóður leitar að, er talin geta skert veiðimöguleika árinnar, sem sögð er góð til veiða á sjóbleikju. Þá er ágæt- isgrjótnáma í hlíðinni fyrir ofan Nes- kaupstað og verður henni viðhaldið. Enginn annar kostur góður „Frekara framboð mögulegra efn- istökusvæða á landi fyrir fyllingarefni fyrir hafnarframkvæmdir, sem og aðrar slíkar framkvæmdir, er mjög takmarkað á svæðinu og enginn góð- ur kostur fyrirliggjandi með lausu jarðefni, möl og sandi, af þeirri stærð- argráðu sem hér er leitað að,“ segir ennfremur í gögnum málsins. Efnistaka úr sjó fer fram með dæluskipum, sem sigla með efnið til framkvæmdasvæða. Þannig var dýpkunar- og dæluskipið Galilei 2000 notað við efnistöku vegna landfylling- ar í Reyðarfirði fyrir fáum árum, en það ágæta skip hefur komið við sögu við dýpkun Landeyjahafnar. Drög að tillögu um matsáætlun hafnarsjóðs hafa verið í kynningu frá 24. apríl sl. á vef Fjarðabyggðar. Frestur til að leggja fram skriflegar athugasemdir er til og með 15. maí næstkomandi. Skortur á efni í landi kallar á efnistöku úr sjó  Fjarðabyggð með matsáætlun um efnistöku í Hellisfirði Efnistaka úr sjó í Hellisfi rði Vi ðf jö rð ur Norðfjörður Ba rð sn es He llis fjar ðar mú li Norðfjarðarflói Hel lisfj örð ur Neskaupstaður Kortagrunnur: OpenStreetMap Efnistaka við Sveinsstaðaeyri í Hellisfirði 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.