Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 22
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sumarið heilsaði kylfingum með hlý- indum og helstu vandamál vallar- stjóra undanfarið hafa verið mikil spretta og að fá fólk til að slá flatir og brautir samhliða hefðbundnum vor- verkum. Í gær var opnað inn á flatir á nokkrum af vinsælustu völlunum. Ekki aðeins er það í fyrra lagi, heldur eru flatir og brautir í betra standi heldur en yfirleitt á þessum árstíma. Á heimasíðu Golfsambandsins má sjá yfirlit um hvenær flatir eru teknar í notkun á völlunum. Sumir eru löngu búnir að opna, en vellir eins og í Brautarholti, hjá GR á Korpúlfs- stöðum, GK á Hvaleyri, GKG í Leir- dal og á Setbergsvelli voru sumar- flatir teknar í notkun 1. maí. Í Grafar- holti verður opnað með innanfélags- móti á laugardag og miðað er við opnun 10. maí á Urriðavelli Golf- klúbbs Odds og á Bakkakotsvelli. Yfirleitt er opnað síðar á þeim völlum sem liggja nokkuð yfir sjávarmáli og þrátt fyrir góða tíð munar um hvern metra í hækkun. Hefðu getað opnað mun fyrr „Hér er staðan ótrúlega góð og ég man vart eftir öðru eins á þeim 25 ár- um sem ég er búinn að vera hér,“ seg- ir Ólafur Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði. „Miðað við sprettu og tíðarfar hefð- um við getað verið búnir að opna fyrir nokkru, en við treystum mikið á skólafólk og án þess höfum við ein- faldlega ekki komist yfir alla vinnuna þetta vorið. Nú er hins vegar komið að þessu og það er búið að slá brautir þrisvar sinnum og flatirnar sjö sinn- um. Ætli við séum ekki um sex vikum á undan því sem yfirleitt hefur verið hvað varðar gæði brauta og flata.“ Sömu sögu er að segja úr Eyjafirði að sögn Steindórs Kr. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akur- eyrar, sem einnig er formaður Sam- taka íþrótta- og golfvallarstarfs- manna. „Hérna fyrir norðan lítur þetta mjög vel út og ég man ekki eftir svona góðu ástandi valla á þessum árstíma,“ segir Steindór. Skoðar hagstæðustu spárnar „Veturinn var mildari fyrir gras- svæðin heldur en oftast áður og minna um hitasviptingar sem eru hvað verstar fyrir okkur, sérstaklega í nóvember og desember. Það sem skilur þetta ár síðan frá öðrum er hve milt og jafnt veðrið var í apríl. Við ráðgerum að fara inn á flatir á Jaðarsvelli um 10. maí. Það gæti verið um viku fyrr en í meðalári, en það sem munar mest um er hve ástand vallarins er almennt gott.“ Steindór segir að samkvæmt frétt- um sé ástand golfvalla við Eyjafjörð gott og menn séu „býsna brattir“. Sömu sögu sé að segja af knatt- spyrnuvöllum á Norðurlandi og Ólaf- ur segir það sama af fótboltavelli FH- inga í Kaplakrika, sá völlur hafi aldrei verið betri. Spurðir hvort ástandi valla hraki ekki hratt ef maí bjóði upp á norðan- átt og 6-8 gráður segja þeir báðir að nú sé spretta komin það vel á veg að mikið þurfi að gerast svo það komi verulegur afturkippur. Ólafur segir það meira áhyggjuefni ef kólni og dragi úr aðsókn því það kosti sitt að manna allar stöður á vellinum, veit- ingaþjónustu, verslun og annað sem fylgi fullum rekstri. Steindór segist gera út á bjartsýnina: „Ég skoða bara hagstæðustu spárnar hverju sinni og í heild eru menn ótrúlega ánægðir og bjartsýnir á sumarið.“ Sjálfboðaliðar leggja víða hönd á plóg við hreinsun fyrir sumarið. Hjá GKG var opnunarmót í gær og í bréfi til félagsmanna í vikunni mátti lesa eftirfarandi: „Það verður að segjast að vorið tók fram úr okkur nú í ár og erum við því ekki komnir eins langt með margt sem við hefðum viljað vera komnir lengra með. Því væri frá- bært að fá aðstoð allra þeirra sem vettlingi gætu valdið á þriðjudaginn til að koma öllu í lag fyrir opnun.“ Mikil spretta skapaði „vandamál“  Sérlega gott ástand á golfvöllum  Margoft búið að slá hjá Keili  Menn eru „býsna brattir“ í Eyjafirði Morgunblaðið/Hari Tiltekt Sjálfboðaliðar úr GR mættu á Korpúlfsstaðavöll í fyrrakvöld til hreinsunarstarfa eftir veturinn. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Ljósmynd/Jón Steinar Ragnarsson Sumar Kylfingur reynir við miðnæturfugl á sjöundu flöt í Hólsdal. Horft er út yfir gamla malarnámu í ármótum Leyningsár og Hólsár, sem lokað var með gerð golfvallar og útivistarsvæðis. Bærinn í Siglufirði í fjarska. Golfvellir landsins taka breytingum á hverju ári, nýir vellir koma til sög- unnar og framfarir eru áberandi þótt ekki sé horft nema tíu ár til baka. Nokkrar framkvæmdir innan- lands eru á teikniborði Edwins Roalds golfvallahönnuðar. Nefna má áform um nýjan golfvöll í Rifi í Snæfellsbæ og nauðsynlegar breyt- ingar á golfvellinum á Selfossi. Edwin segir að bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ hafi í desember sam- þykkt að útvega Golfklúbbnum Jökli nýtt svæði og fyrirhugað sé að gera nýjan rétt sunnan við Rif. Klúbburinn fær 10 milljónir árlega næstu fjögur ár til uppbyggingar á nýjum stað og hefjast framkvæmdir í sumar. Edwin segist vonast til að hægt verði að leika á nýjum braut- um þar sumarið 2022. Núverandi völlur í Snæfellsbæ er á Fróðá, aust- an við Ólafsvík, og þykir hann erf- iður í viðhaldi og rekstri. „Ég hef verið að hjálpa þeim í Jökli við að hanna nýjan völl og hef sjaldan séð hentugra svæði frá nátt- úrunnar hendi fyrir góðan golfvöll en þarna í Rifi,“ segir Edwin. „Sendinn jarðvegur, sandöldur og hólar minna um margt á vöggu golf- sins í Skotlandi og landslagið er ægifagurt. Þótt ekki séu stórar upp- hæðir til að spila úr held ég að með góðri skipulagningu, mikilli sjálf- boðavinnu og hugmyndaflugi gæti tekist að koma upp nógu mörgum brautum til að nýi völlurinn geti far- ið að þjóna samfélaginu betur en nú- verandi völlur. Verkefnið verður unnið í áföngum og stefnt er að því að sá í fyrstu brautirnar á næsta ári.“ Fyrirhugað er að færa þjóðveg- inn austur fyrir Selfoss og byggja nýja brú yfir Ölfusá. Það kallar á lagningu þriggja nýrra brauta á golfvellinum og eru framkvæmdir í fullum gangi. Þá nefnir Edwin golfvöllinn í Hólsdal í Siglufirði, en byrjað var að leika á honum í fyrra. Nú er fyrsta heila sumarið að hefjast þar og seg- ir Edwin spennandi að sjá hvernig völlurinn reynist, en mikið hafi ver- ið lagt í uppbygginguna. Þá verður nýtt vallar- og þjónustuhús tekið í notkun í sumar. Loks nefnir Edwin að í Þorláks- höfn hafi síðustu ár verið unnið í áföngum að því að byggja upp brautir í stað þeirra þriggja sem liggja næst sjónum, sem hafa átt undir högg að sækja vegna sand- burðar. Legu brauta hafi verið breytt og samhliða hafi tekist að stytta verulega gönguleið á milli þeirra. aij@mbl.is  Þrjár nýjar golfbrautir á Selfossi Spennandi völlur í Rifi undir Jökli m. M18 FUEL™ skilar afli til að saga á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu M18 FCHS Alvöru keðjusög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.