Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Háreyðing – Lasermeðferð Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Tónleikarnir á laugardaginn bera merki þess að við erum á leið til Ungverjalands í tónleikaferðalag og af því tilefni frumflytjum við verkið Eld, sem samið var sér- staklega fyrir Kvennakór Reykjavíkur. Verkið er eftir ungverska tón- skáldið Peter Tóth, við texta Þórunnar Guð- mundsdóttur,“ segir Ágota Joó, stjórnandi Kvennakórs Reykjavík- ur, sem fagnar vorinu með lúðraþyt á vortónleikum í Langholtskirkju kl. 16 4. maí. Ágota segir að fyrri hluti tón- leikanna verði helgaður efni sem kórinn muni flytja í Ungverjalandi í júní. Meðal annars muni kórinn taka lag á ungversku. Eftir hlé breyti kórinn um takt og trompetleikur Ara Braga Karlssonar verði allsráð- andi. Á efnisskránni verði lög sem Andrews-systur, Guðrún Á. Sím- onar og Lady Gaga hafa sungið. Lögin verði flutt í polka, swing og boogie woogie og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ágota segir að kórinn verði hreyfanlegur í sumum lögunum og að stelpurnar í kórnum séu alveg magnaðar. Syngja í Nyíregyháza „Kvennakór Reykjavíkur er alltaf með tónleika á vorin og annaðhvort jóla- eða nýárstónleika. Það eru milli 40 og 50 konur sem syngja með kórnum. Í fyrra kom Peter Tóth tónskáld til okkar með námskeið og þá kom upp hugmyndin að því að fara í tónleikaferð til Ungverja- lands. Halda tónleika í kirkju með frábærum hljómburði í heimaborg Tóth í Nyíregyháza og svo aðra tón- leika í Zsinagógu sem breytt hefur verið í tónleikasal í einum fallegasta bæ Ungverjalands í vínhéraðinu To- kaj,“ segir Ágota sem ættuð er frá Ungverjalandi. Hún segir að þetta sé í annað skiptið sem hún fari með kórinn til Ungverjalands. Það þjappi hópnum saman að ferðast og syngja í erlendum borgum og hún greini mikla framför eftir slíkar ferðir. „Í Ungverjalandi eru mjög góðir kórar og það er gaman að syngja fyrir þá. Við ætlum að nota tækifær- ið, fara á námskeið, í vínsmökkun, skemmta okkur saman og safna minningum,“ segir Ágota Á tónleikunum á laugardaginn spilar hljómsveit skipuð Einari Scheving á trommur, Hávarði Tryggvasyni á kontrabassa, Vilberg Viggóssyni á píanó og Zbigniew Du- bik á fiðlu. Lúðraþytur á vori Öflugar Það er líf og fjör hjá Kvennakór Reykjavíkur sem fagnar vorinu í Langholtskirkju á laugardag. Á mynd- inni er kórinn, ásamt stjórnanda og undirleikara, að fagna góðum árangri í kórakeppni í Lloret de mar árið 2016.  Kvennakór Reykjavíkur sem er á leið til Ungverjalands í tónleikaferð fagnar vorinu með tónleikum og lúðraþyt Ágota Joó Stelpur í sókn nefnist sýning sem Kristín Þorkelsdóttir hefur opnað í Kirsuberjatrénu. „Ég sýni línuteikningar af stelpunum okkar í sókn og vörn. Í hitteðfyrra heill- aðist ég af leik þeirra og spilagleði. Nútímamyndavélar ná svo ótrúlegum augnablikum af þeim og frysta í loft- inu eins og sjá má á íþróttasíðum dagblaðanna. Hörður minn kveikti í mér og gaukar öðru hverju að mér úr- klippum. Ég stenst ekki freistinguna og læt pennann dansa á pappírnum. Skemmtunin felst í líkamsstöðum í lausu lofti sem útilokað er að sjá hjá standandi módeli,“ segir í tilkynningu frá listakonunni, en umræddur Hörð- ur Daníelsson er ljósmyndari og eiginmaður Kristínar. „Sókn og vörn á líka við mig sjálfa – hreyfihömluð eins og ég er orðin. Ég sæki gleði mína í myndlistariðkun við ólíkar aðstæður. Núna skemmta stelpurnar mér – í annan tíma mála ég árstíðirnar úti í garði. Ég geng um hverfið mitt og drekk í mig andrýmið og litina í kapp við pappírinn.“ Stelpur í sókn í Kirsuberjatrénu Kristín Þorkelsdóttir Nýjasta Marvel-ofurhetjukvik- myndin, Avengers: Endgame, hefur verið gífurlega vel sótt hér á landi og sáu hana samanlagt 30.400 manns á fyrstu fimm sýningar- dögum. Líkt og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu hefur engin kvikmynd í kvikmyndasögunni skil- að jafnmiklum miðasölutekjum á jafnstuttum tíma og myndin gerði á heimsvísu fyrstu fimm sýningar- daga, eða 1,2 milljörðum banda- ríkjadala. Á Íslandi skilaði myndin um 44 milljónum króna í miðasölu fyrstu fimm dagana og sló þar með við Star Wars: the Force Awakens sem átti metið hvað slíkar miða- sölutekjur varðar. Í tilkynningu frá Sambíóunum, sem sýna Avengers: Endgame, kemur fram að 84% allra þeirra sem fóru í bíó um nýliðna helgi hafi séð kvikmyndina. Kvikmyndin er sú síðasta í röð 22 Marvel-mynda sem saman mynda hina svonefndu Infinity Saga, eða Söguna endalausu, en sú fyrsta var Iron Man frá árinu 2008. Tengjast þessar myndir með ýmsum hætti, eins og Marvel-aðdáendur vita. Vinalegur Leikarinn Paul Rudd stillir sér upp með aðdáanda á frumsýningu Aven- gers: Endgame í Los Angeles 22. apríl sl. Hefnendur slógu met Stjörnustríðs AFP Annað hefti Tímarits Máls og menningar árins 2019 kom nýverið út og var helgað ný- afstaðinni Bók- menntahátíð í Reykjavík. Fjallað var um átta af erlend- um gestum há- tíðarinnar í heftinu og birtar nýjar þýðingar á sögum eftir tvær skáld- konur sem sóttu hátíðina heim, Lily King frá Bandaríkjunum og Samöntu Schweblin frá Argentínu. Auk þess geymdi það íslensk og þýdd ljóð, Soffía Auður Birgis- dóttir rýndi í skáldsögur Vilborg- ar Davíðsdóttur um Auði djúp- úðgu, Kari Grétudóttir greindi orðræðu um myndlist og Jón Karl Helgason fjallaði um klisjur kvik- myndaiðnaðarins um norræna vík- inga. Einnig voru umsagnir um sex nýjar bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Ritstjórar eru Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnars- dóttir. Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar Trevor Noah er einn þekkt-asti grínisti samtímans.Honum skaut upp ástjörnuhimininn þegar hann tók við þættinum The Daily Show af Jon Stewart fyrir fimm ár- um. Þar horfir hann á atburði líð- andi stundar í spéspegli og ádeilan er iðulega vægðarlaus. Í bókinni Glæpur við fæðingu rek- ur Noah uppvaxtarár sín í Suður- Afríku undir lok aðskilnaðarstefn- unnar, sem hvíti minnihlutinn í land- inu innleiddi og fylgdi til að halda völdum, og allar hennar mótsagnir. Aðskilnaðarstefnan fékk formlegt nafn, apartheid, árið 1948 þótt að- skilnaður hafi verið fyrir hendi fyrir það í Suður- Afríku. Í kjölfar- ið voru sett lög þar sem afmörk- uð voru svæði fyrir hvern kyn- þátt, sem þar mátti búa og reka fyrirtæki, en ekki fólk af öðrum kynþáttum. Niður- staðan var sú að 80% lands í Suður- Afríku voru á valdi hvíta minnihlut- ans. Til að gæta þess að aðrir reyndu ekki að seilast eftir landi þeirra voru sett skilríkjalög. Urðu þeir, sem ekki voru hvítir, að fram- vísa skilríkjum á svæðum, sem ekki voru ætluð þeim. Íbúum landsins var skipt upp í hvíta, svarta og þá sem voru bland- aðir. Síðar var bætt við sérstökum flokki fyrir Indverja og Pakistana og hóparnir höfðu mismikil réttindi. Noah rekur að Kínverjar hafi verið settir í flokk með svörtum, en af við- skiptaástæðum hafi Japanir verið Uppvöxtur í skugga aðskiln- aðarstefnu Endurminningar Glæpur við fæðingu – Sögur af suðurafrískri æsku bbbbn Eftir Trevor Noah. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. 364 síður. Angústúra, 2019. KARL BLÖNDAL BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.