Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Háreyðing – Lasermeðferð
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Tónleikarnir á laugardaginn bera
merki þess að við erum á leið til
Ungverjalands í tónleikaferðalag og
af því tilefni
frumflytjum við
verkið Eld, sem
samið var sér-
staklega fyrir
Kvennakór
Reykjavíkur.
Verkið er eftir
ungverska tón-
skáldið Peter
Tóth, við texta
Þórunnar Guð-
mundsdóttur,“ segir Ágota Joó,
stjórnandi Kvennakórs Reykjavík-
ur, sem fagnar vorinu með lúðraþyt
á vortónleikum í Langholtskirkju kl.
16 4. maí.
Ágota segir að fyrri hluti tón-
leikanna verði helgaður efni sem
kórinn muni flytja í Ungverjalandi í
júní. Meðal annars muni kórinn taka
lag á ungversku. Eftir hlé breyti
kórinn um takt og trompetleikur
Ara Braga Karlssonar verði allsráð-
andi. Á efnisskránni verði lög sem
Andrews-systur, Guðrún Á. Sím-
onar og Lady Gaga hafa sungið.
Lögin verði flutt í polka, swing og
boogie woogie og allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi. Ágota segir að
kórinn verði hreyfanlegur í sumum
lögunum og að stelpurnar í kórnum
séu alveg magnaðar.
Syngja í Nyíregyháza
„Kvennakór Reykjavíkur er alltaf
með tónleika á vorin og annaðhvort
jóla- eða nýárstónleika. Það eru
milli 40 og 50 konur sem syngja með
kórnum. Í fyrra kom Peter Tóth
tónskáld til okkar með námskeið og
þá kom upp hugmyndin að því að
fara í tónleikaferð til Ungverja-
lands. Halda tónleika í kirkju með
frábærum hljómburði í heimaborg
Tóth í Nyíregyháza og svo aðra tón-
leika í Zsinagógu sem breytt hefur
verið í tónleikasal í einum fallegasta
bæ Ungverjalands í vínhéraðinu To-
kaj,“ segir Ágota sem ættuð er frá
Ungverjalandi. Hún segir að þetta
sé í annað skiptið sem hún fari með
kórinn til Ungverjalands. Það
þjappi hópnum saman að ferðast og
syngja í erlendum borgum og hún
greini mikla framför eftir slíkar
ferðir.
„Í Ungverjalandi eru mjög góðir
kórar og það er gaman að syngja
fyrir þá. Við ætlum að nota tækifær-
ið, fara á námskeið, í vínsmökkun,
skemmta okkur saman og safna
minningum,“ segir Ágota
Á tónleikunum á laugardaginn
spilar hljómsveit skipuð Einari
Scheving á trommur, Hávarði
Tryggvasyni á kontrabassa, Vilberg
Viggóssyni á píanó og Zbigniew Du-
bik á fiðlu.
Lúðraþytur á vori
Öflugar Það er líf og fjör hjá Kvennakór Reykjavíkur sem fagnar vorinu í Langholtskirkju á laugardag. Á mynd-
inni er kórinn, ásamt stjórnanda og undirleikara, að fagna góðum árangri í kórakeppni í Lloret de mar árið 2016.
Kvennakór Reykjavíkur sem er á leið til Ungverjalands
í tónleikaferð fagnar vorinu með tónleikum og lúðraþyt
Ágota Joó
Stelpur í sókn nefnist sýning sem Kristín Þorkelsdóttir
hefur opnað í Kirsuberjatrénu. „Ég sýni línuteikningar
af stelpunum okkar í sókn og vörn. Í hitteðfyrra heill-
aðist ég af leik þeirra og spilagleði. Nútímamyndavélar
ná svo ótrúlegum augnablikum af þeim og frysta í loft-
inu eins og sjá má á íþróttasíðum dagblaðanna. Hörður
minn kveikti í mér og gaukar öðru hverju að mér úr-
klippum. Ég stenst ekki freistinguna og læt pennann
dansa á pappírnum. Skemmtunin felst í líkamsstöðum í
lausu lofti sem útilokað er að sjá hjá standandi módeli,“
segir í tilkynningu frá listakonunni, en umræddur Hörð-
ur Daníelsson er ljósmyndari og eiginmaður Kristínar.
„Sókn og vörn á líka við mig sjálfa – hreyfihömluð eins og ég er orðin.
Ég sæki gleði mína í myndlistariðkun við ólíkar aðstæður. Núna skemmta
stelpurnar mér – í annan tíma mála ég árstíðirnar úti í garði. Ég geng um
hverfið mitt og drekk í mig andrýmið og litina í kapp við pappírinn.“
Stelpur í sókn í Kirsuberjatrénu
Kristín
Þorkelsdóttir
Nýjasta Marvel-ofurhetjukvik-
myndin, Avengers: Endgame, hefur
verið gífurlega vel sótt hér á landi
og sáu hana samanlagt 30.400
manns á fyrstu fimm sýningar-
dögum. Líkt og fjallað hefur verið
um í Morgunblaðinu hefur engin
kvikmynd í kvikmyndasögunni skil-
að jafnmiklum miðasölutekjum á
jafnstuttum tíma og myndin gerði á
heimsvísu fyrstu fimm sýningar-
daga, eða 1,2 milljörðum banda-
ríkjadala. Á Íslandi skilaði myndin
um 44 milljónum króna í miðasölu
fyrstu fimm dagana og sló þar með
við Star Wars: the Force Awakens
sem átti metið hvað slíkar miða-
sölutekjur varðar. Í tilkynningu frá
Sambíóunum, sem sýna Avengers:
Endgame, kemur fram að 84% allra
þeirra sem fóru í bíó um nýliðna
helgi hafi séð kvikmyndina.
Kvikmyndin er sú síðasta í röð 22
Marvel-mynda sem saman mynda
hina svonefndu Infinity Saga, eða
Söguna endalausu, en sú fyrsta var
Iron Man frá árinu 2008. Tengjast
þessar myndir með ýmsum hætti,
eins og Marvel-aðdáendur vita.
Vinalegur Leikarinn Paul Rudd stillir sér
upp með aðdáanda á frumsýningu Aven-
gers: Endgame í Los Angeles 22. apríl sl.
Hefnendur slógu met Stjörnustríðs
AFP
Annað hefti
Tímarits Máls
og menningar
árins 2019 kom
nýverið út og
var helgað ný-
afstaðinni Bók-
menntahátíð í
Reykjavík.
Fjallað var um
átta af erlend-
um gestum há-
tíðarinnar í heftinu og birtar nýjar
þýðingar á sögum eftir tvær skáld-
konur sem sóttu hátíðina heim,
Lily King frá Bandaríkjunum og
Samöntu Schweblin frá Argentínu.
Auk þess geymdi það íslensk og
þýdd ljóð, Soffía Auður Birgis-
dóttir rýndi í skáldsögur Vilborg-
ar Davíðsdóttur um Auði djúp-
úðgu, Kari Grétudóttir greindi
orðræðu um myndlist og Jón Karl
Helgason fjallaði um klisjur kvik-
myndaiðnaðarins um norræna vík-
inga. Einnig voru umsagnir um
sex nýjar bækur, svo fátt eitt sé
nefnt. Ritstjórar eru Elín Edda
Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnars-
dóttir.
Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar
Trevor Noah er einn þekkt-asti grínisti samtímans.Honum skaut upp ástjörnuhimininn þegar
hann tók við þættinum The Daily
Show af Jon Stewart fyrir fimm ár-
um. Þar horfir hann á atburði líð-
andi stundar í spéspegli og ádeilan
er iðulega vægðarlaus.
Í bókinni Glæpur við fæðingu rek-
ur Noah uppvaxtarár sín í Suður-
Afríku undir lok aðskilnaðarstefn-
unnar, sem hvíti minnihlutinn í land-
inu innleiddi og fylgdi til að halda
völdum, og allar hennar mótsagnir.
Aðskilnaðarstefnan fékk formlegt
nafn, apartheid,
árið 1948 þótt að-
skilnaður hafi
verið fyrir hendi
fyrir það í Suður-
Afríku. Í kjölfar-
ið voru sett lög
þar sem afmörk-
uð voru svæði
fyrir hvern kyn-
þátt, sem þar
mátti búa og reka fyrirtæki, en ekki
fólk af öðrum kynþáttum. Niður-
staðan var sú að 80% lands í Suður-
Afríku voru á valdi hvíta minnihlut-
ans. Til að gæta þess að aðrir
reyndu ekki að seilast eftir landi
þeirra voru sett skilríkjalög. Urðu
þeir, sem ekki voru hvítir, að fram-
vísa skilríkjum á svæðum, sem ekki
voru ætluð þeim.
Íbúum landsins var skipt upp í
hvíta, svarta og þá sem voru bland-
aðir. Síðar var bætt við sérstökum
flokki fyrir Indverja og Pakistana
og hóparnir höfðu mismikil réttindi.
Noah rekur að Kínverjar hafi verið
settir í flokk með svörtum, en af við-
skiptaástæðum hafi Japanir verið
Uppvöxtur í
skugga aðskiln-
aðarstefnu
Endurminningar
Glæpur við fæðingu – Sögur af
suðurafrískri æsku bbbbn
Eftir Trevor Noah.
Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.
364 síður. Angústúra, 2019.
KARL
BLÖNDAL
BÆKUR