Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Ferðaskrifstofan VITA hefur sett í
sölu sólarlandaferð í beinu flugi frá
Egilsstöðum til Tenerife í haust,
nánar tiltekið vikuferð 14. október
næstkomandi. Um er að ræða leigu-
flug hjá VITA, sem er dótturfélag
Icelandair Group.
Aðspurð segir Ásdís Péturs-
dóttir, upplýsingafulltrúi Iceland-
air, að þetta sé í fyrsta sinn sem
flug sé í boði frá Egilsstöðum beint
til Tenerife.
„Til að sinna viðskiptavinum sín-
um á landsbyggðinni hefur VITA
reglulega boðið flug til ýmissa
áfangastaða erlendis, bæði frá Ak-
ureyri og Egilsstöðum, en hingað
til hafa þetta aðallega verið borg-
arferðir. Flug til Tenerife er því
nýjung,“ segir Ásdís en áhuginn á
fluginu frá Egilsstöðum er það mik-
ill að nú þegar er orðið nánast upp-
selt í ferðina til Tenerife.
Frá Akureyri 3. janúar
VITA er einnig með í sölu ferð til
Tenerife frá Akureyri 3. janúar
2020. Að sögn Jakobs Ómarssonar,
markaðsstjóra VITA, var einnig
boðið upp á slíka ferð í fyrra.
Hann vonast til þess að beint flug
frá Akureyri og Egilsstöðum sé
komið til að vera, ekki sé þó hægt
að segja á þessu stigi hve oft verði
boðið upp á slíkar ferðir.
„Við höfum alla vega mikinn
áhuga á að sinna viðskiptavinum á
landsbyggðinni og bjóða þeim að
fljúga beint í sólina,“ segir Jakob
ennfremur. bjb@mbl.is
Ljósmynd/Thinkstock
Tenerife Austfirðingum gefst kostur á að fljúga beint frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum
til Tenerife í haust
Beint flug hjá VITA með Icelandair
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hefur
lagt fram drög að tillögu að matsáætl-
un vegna efnistöku úr sjó í Hellisfirði,
sem gengur inn af Norðfjarðarflóa.
Um yrði að ræða 500 þúsund rúm-
metra efnistöku á tíu ára tímabili.
Fyrirhugað svæði sést nánar á meðf.
korti en tilgangur efnistökunnar er að
safna efni til landfyllingar vegna upp-
byggingar iðnaðar- og hafnarsvæða í
Neskaupstað.
Hafnarsjóður hefur um nokkurt
skeið leitað að góðu efnistökusvæði
sem gæti tekið við af núverandi svæði
í botni Viðfjarðar, en þar er leyfi til
efnistöku að renna út.
Fram kemur í drögunum að mun
hagkvæmara hafi reynst að nýta efni
úr sjó en af landi.
„Efni á landi í næsta nágrenni við
Norðfjörð er af skornum skammti.
Dalir eru margir þröngir og sjónræn
áhrif vegna umfangsmiklar efnistöku,
eins og þyrfti fyrir hafnarfram-
kvæmdir, eru líkleg til að vera veru-
leg,“ segir m.a. í tillögum hafnarsjóðs
sem nú liggja frammi til kynningar.
Anna Berg Samúelsdóttir, um-
hverfisstjóri Fjarðabyggðar, segir
sveitarfélagið hafa lagt í gríðarlegar
náttúrufarsrannsóknir í tengslum við
gerð nýtingaráætlunar fyrir hafsvæði
við strendur Fjarðabyggðar.
Leitað sé allra leiða til að hafa um-
hverfisáhrif allra framkvæmda sem
minnst. Þannig sé efnistaka úr sjó
umhverfisvænni en á landi, ekki síst
hin sjónrænu áhrif.
Til þessa hefur töluvert af malar-
efni verið tekið úr Norðfjarðará. Efn-
istaka úr ánni, í því magni sem hafn-
arsjóður leitar að, er talin geta skert
veiðimöguleika árinnar, sem sögð er
góð til veiða á sjóbleikju. Þá er ágæt-
isgrjótnáma í hlíðinni fyrir ofan Nes-
kaupstað og verður henni viðhaldið.
Enginn annar kostur góður
„Frekara framboð mögulegra efn-
istökusvæða á landi fyrir fyllingarefni
fyrir hafnarframkvæmdir, sem og
aðrar slíkar framkvæmdir, er mjög
takmarkað á svæðinu og enginn góð-
ur kostur fyrirliggjandi með lausu
jarðefni, möl og sandi, af þeirri stærð-
argráðu sem hér er leitað að,“ segir
ennfremur í gögnum málsins.
Efnistaka úr sjó fer fram með
dæluskipum, sem sigla með efnið til
framkvæmdasvæða. Þannig var
dýpkunar- og dæluskipið Galilei 2000
notað við efnistöku vegna landfylling-
ar í Reyðarfirði fyrir fáum árum, en
það ágæta skip hefur komið við sögu
við dýpkun Landeyjahafnar.
Drög að tillögu um matsáætlun
hafnarsjóðs hafa verið í kynningu frá
24. apríl sl. á vef Fjarðabyggðar.
Frestur til að leggja fram skriflegar
athugasemdir er til og með 15. maí
næstkomandi.
Skortur á efni í landi
kallar á efnistöku úr sjó
Fjarðabyggð með matsáætlun um efnistöku í Hellisfirði
Efnistaka úr sjó í Hellisfi rði
Vi
ðf
jö
rð
ur
Norðfjörður
Ba
rð
sn
es
He
llis
fjar
ðar
mú
li
Norðfjarðarflói
Hel
lisfj
örð
ur
Neskaupstaður
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Efnistaka við
Sveinsstaðaeyri
í Hellisfirði
92