Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 1

Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 2. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  103. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS MEISTARALEG- UR SKORTUR Á SPÉHRÆÐSLU VIÐ URÐUM EINS OG VILLIDÝR Á VELLINUM 49 ÍÞRÓTTIR 44-47FINNA VINNU 8 SÍÐUR Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Komdu og gerðu frábær kaup. Sérsníðum dýnur í öllum stærðum Víða um land tók fjölmenni þátt í árlegri hátíð- ardagskrá á baráttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí. Þetta var í 97. sinn sem farið er í kröfu- göngur hér á landi frá því sú fyrsta var gengin árið 1923. Haldnar voru samkomur og baráttu- fundir á um 30 stöðum á landinu þar sem for- ystufólk verkalýðshreyfingarinnar ítrekaði mik- ilvægi samstöðu verkalýðsins, sem væri undirstaða þess að krefjast bættra lífskjara. »2 Morgunblaðið/Hari Gengið fylktu liði í kröfugöngum verkalýðsins í 97. sinn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lungnakrabbamein hafa batnað umtalsvert á síðustu tveimur áratug- um. Þetta kemur fram í vísindagrein rannsóknarhóps á Landspítala og við Háskóla Íslands sem birtist ný- lega í Annals of Translational Medi- cine. Þar kemur m.a. fram að gera megi ráð fyrir því að um 90% sjúk- linga séu á lífi ári eftir aðgerð en áð- ur var hlutfallið 75%. „Ástæður fyrir þessari jákvæðu þróun eru sennilega margþættar en þyngst vegur sú staðreynd að sjúk- lingarnir greinast fyrr og með smærri æxli auk þess sem greining þeirra og mat á útbreiðslu er ná- kvæmari. Þá sýndi rannsóknin að 99% sjúklinga lifa aðgerðina af sem telst mjög góður árangur í alþjóð- legum samanburði,“ segir í fréttatil- kynningu frá rannsóknarhópnum. Rannsóknin náði til 650 sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð á lunga vegna lungnakrabbameins á árunum 1991 til 2014. Fyrsti höfund- ur greinarinnar er Hannes Halldórs- son kandídat en Tómas Guðbjarts- son, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, stýrði rannsókninni. Margt jákvætt að gerast Tómas sagði í viðtali við Morgun- blaðið að margt jákvætt hefði gerst varðandi meðferð sjúklinga með lungnakrabbamein að undanförnu. Byrjað var að framkvæma blaðnám með brjóstholssjá (VATS) um síð- ustu áramót hér á landi. Þær aðgerð- ir falla því utan þess tíma sem rann- sóknin náði til. Í VATS-aðgerð er hægt að fjarlægja allt lungnablaðið í gegnum 4 sentimetra langan skurð með aðstoð sjónvarpsmyndavélar. Gangi allt að óskum er hægt að út- skrifa sjúklinginn 2-3 dögum eftir aðgerð. Áður var gerður 10-15 senti- metra brjóstholsskurður sem krafð- ist vikulangrar innlagnar á sjúkra- húsi. Einnig eru komnar nýjungar í geislameðferð lungnakrabbameina og ný líftæknilyf sem gefa góða raun. Tómas sagði mikilvægt að draga sem mest úr reykingum því þær valda um 90% lungnakrabbameina. Mikið betri lífslíkur nú  Lífshorfur sjúklinga með lungnakrabbamein hafa batnað umtalsvert  Gera má ráð fyrir að 90% sjúklinga séu á lífi ári eftir aðgerð, samkvæmt íslenskri rannsókn MÝmsar nýjungar… »4  „Við gerum ráð fyrir að þetta sé framtíðin, þótt það verði ef til vill ekki á allra næstu árum,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands (LGH), um öflugan dróna sem nú er flogið frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða tilraunaverkefni í samvinnu LHG og Siglingaöryggisstofnunar Evr- ópu (EMSA). Drónanum fylgir 16 manna hóp- ur tæknimanna og flugmanna sem stýra drónanum um gervihnött. »6 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Dróninn Flogið frá Egilsstöðum. Tilraunaflug dróna frá Egilsstöðum  Lögum samkvæmt þarf hver ný ríkisstjórn að gera fjármálastefnu til fimm ára og birta í framhaldinu, ár hvert, fjármálaáætlun sem út- færir markmið fjármálastefnunnar. Gangrýnendur benda á að þó þetta fyrirkomulag eigi að stuðla að meiri aga í fjármálum ríkisins þá sé mjög lítið svigrúm gefið í fjár- málaáætlun. Eins byggist áætlunin á hagvaxtarspám sem reynslan kennir að leiti sjálfkrafa í átt að stöðugleika og geti ekki sagt fyrir um upp- og niðursveiflur. »24 Of lítið svigrúm í fjármálaáætlun  Sendinefnd á vegum utanríkis- ráðuneytisins heldur til Tókýó í byrjun næsta mánaðar þar sem við- skiptasamráð á milli Íslands og Jap- an verður til umræðu sem vonir standa til að leiði til fríverslunar- samnings á milli ríkjanna. Í umfjöllun um málið í Morgun- blaðinu í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að slíkur samningur hafi verið vilji ís- lenskra stjórnvalda í meira en ára- tug. Þetta mikilvæga fyrsta skref sem nú verði stigið sé afrakstur mikillar vinnu hér heima og gagn- kvæms vilja frá Japan að auka sam- skipti ríkjanna enn frekar. »6 Ræða við Japan um fríverslunarsamning bbbbm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.