Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Óvissa tengd kjarasamningumhefur verið atvinnulífinu erf-
ið mánuðum saman. Allt frá síð-
asta hausti þegar óþarflega
harkalegt orðaskak á vinnumark-
aði fór að hafa neikvæð áhrif á
gangverk
atvinnu-
og efna-
hagslífs.
Gerðlífs-
kjarasamningsins 3. apríl sl. voru
mikil umskipti í þessu efni og gáfu
góða von um framhaldið.
Kjarasamningur Samtaka at-vinnulífsins og iðnaðar-
manna réttum mánuði síðar er
enn frekari staðfesting þess að
forsendur hafi skapast fyrir því að
óvissutímabili ljúki og að jafnvægi
og vöxtur geti verið á næsta leiti.
Í því sambandi má líka minna ánýleg orð seðlabankastjóra í
grein hér í blaðinu um að tölu-
verðar líkur séu á að forsendur
skapist fyrir lækkun vaxta á næst-
unni. Innan við þrjár vikur eru í
næstu vaxtaákvörðun, 22. maí.
Sú óvissa sem helst er uppi, eft-ir að 90% af almenna vinnu-
markaðnum hafa samið, eru
samningar við opinbera starfs-
menn. Augljóst er þó að samn-
ingar við opinbera starfsmenn
verða að fylgja þeim samningum
sem þegar hafa verið gerðir við
tvo þriðju hluta allra launamanna
í landinu.
Mikilvægt er að góður skiln-ingur verði á þessu og að
unnið verði hratt og af skynsemi
við að ljúka þeim samningum sem
eftir eru. Það er brýnt hagsmuna-
mál launamanna, raunar allra
landsmanna.
Línurnar hafa
verið lagðar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðræður eru hafnar milli ríkisins
og Reykjavíkurborgar um kaup
borgarinnar á Keldnalandinu. Þetta
er mikið byggingarland, sunnan við
Folda- og Húsahverfi í Grafarvogi.
Mögulegt er talið að allt að fimm
þúsund manna byggð verði í
Keldnalandi.
Viðræðurnar eru enn sem komið
er á frumstigi, að sögn Elvu Bjark-
ar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa
fjármálaráðuneytisins. Ekki sé
hægt að segja til um það á þessu
stigi hversu langan tíma viðræðurn-
ar muni taka.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
vegna lífskjarasamninganna á dög-
unum var kafli um ráðstöfun ríkis-
lóða fyrir íbúðir, þar á meðal fyrir
leigumarkað.
Átakshópur ríkisstjórnarinnar
um húsnæðismál, sem skilaði
skýrslu í janúar sl., taldi að Keldur
og eftir atvikum Keldnaholt gætu
nýst sem byggingarland þar sem
m.a. ákveðinn hluti íbúða yrði hag-
kvæmar leiguíbúðir fyrir tekjulága
og einnig almennar íbúðir og veittur
yrði afsláttur af lóðarverði. Aðrar
lóðir yrðu seldar á markaðsvirði.
Lagði hópurinn til að ríki og
Reykjavíkurborg kæmust að sam-
komulagi um að hefja skipulagningu
Keldnalands sem fyrst. sisi@mbl.is
Keldur Þar hefur tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði verið til húsa.
Viðræður hafnar
um Keldnalandið
Gæti rúmað 5.000 manna byggð
ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA
Allir velkomnir!
Karlmaður á fimmtugsaldri var í
gær dæmdur í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir að ráðast með of-
beldi að þáverandi sambýliskonu
sinni og dóttur hennar á að-
fangadag árið 2017.
Í ákæru var manninum gefið að
sök að hafa kýlt konuna með
krepptum hnefa í andlit og herðar,
rifið í hár hennar og sparkað í læri
hennar. Hann var einnig ákærður
að hafa kýlt dóttur konunnar ítrek-
að með krepptum hnefa í andlitið
og sparkað í andlitið á henni.
Sex mánaða dómur
fyrir heimilisofbeldi