Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 10

Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600 Umboðsaðili CASE vinnuvéla á Íslandi Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þetta eru svik, ekki bóka, kaupa eða leigja neitt.“ Svona hljómuðu fyrstu orð starfsmanns í símaveri hjá endurskoðunarfyrirtæki í Slóv- eníu þegar blaðamaður hringdi til að spyrjast fyrir um leiguíbúðir á Íslandi. Ástæðan fyrir símtalinu er sú að endurskoðandi hjá fyrir- tækinu, kona að nafni Urha Polona, er skráð fyrir fjölda leiguíbúða á Íslandi, m.a. á fasteignavef mbl.is. Þessar íbúðaauglýsingar hafa verið nýttar til að svíkja hundruð þús- unda króna af grunlausum ein- staklingum í leit að leiguíbúð í Reykjavík. Morgunblaðið fjallaði ítarlega um leigusvindlið á miðvikudaginn og hafði í kjölfar- ið uppi á Urha Polona, sem fórnarlömb leigu- svindlsins töldu sig vera að eiga samskipti við. Í samtali við Morgunblaðið segir Polona hins vegar að vegabréfinu hennar hafi verið stolið, hún sé fórnarlamb persónustuldar og að nafn hennar sé núna skráð fyrir leiguíbúðum um alla Evrópu. Auglýsa íbúðir í Reykjavík Svindlarinn sem notaði nafn Pol- ona hafði samtals 380.000 kr. af vesturíslenskum hjónum sem töldu sig vera að greiða tryggingu fyrir íbúð við Hringbraut 65. Þá hafði hann/hún einnig 400.000 kr. af pólskri konu að nafni Adrianna Szuba sem taldi sig vera að greiða tryggingu fyrir leiguíbúð á Hverf- isgötu 8. Þá hefur Morgunblaðið einnig undir höndum tölvupósts- samskipti svindlarans við 29 ára gamlan íslenskan karlmann sem ætlaði að leigja íbúð í Bláhömrum í Grafarvogi. Hann hætti þó við að leigja íbúðina án þess að greiða neitt. Öll voru þau í samskiptum við einstakling sem sagðist heita Urha Polona og væri einstæð móðir frá Slóveníu en búsett erlendis. Í sam- skiptunum við vesturíslensku hjón- in sagðist hún búa í Berlín í Þýska- landi en í einu tilfelli í Dyflinni á Írlandi. Svindlarinn sagðist í öllum tilfellum hafa eignast íbúðina eftir skilnað og þar sem „hún“ væri bú- sett erlendis þyrfti að greiða trygg- ingu áður en hún flygi til Íslands til að sýna íbúðina og afhenda lykla. Airbnb myndi sjá til þess að trygg- ingarféð væri í öruggum höndum. Tilvonandi leigjendur voru þá send- ir inn á falsaða Airbnb-síðu, sem er afar lík alvöruheimasíðu leigurisans Airbnb. Þangað millifærði fólk í góðri trú háar fjárhæðir og hélt að Airbnb myndi geyma þær. Stuttu eftir að millifærslan var fram- kvæmd var sendur póstur um að ekkert yrði af leigusamningnum og að leigjendurnir gætu beðið um endurgreiðslu frá Airbnb, það gæti tekið tvær til þrjár vikur. Rétt er að taka fram að í skilmálum Airbnb er tekið fram að tryggingafé fáist endurgreitt innan þriggja daga. Í tölvupóstssamskiptum svindlarans vakti það athygli blaðamanns að hann/hún bauðst til þess að senda þeim mynd af vegabréfinu sínu afar snemma í ferlinu. Morgunblaðið hafði því uppi á konu að nafni Urha Polona sem er búsett í Slóveníu. Þegar hringt var í fyrirtækið og óskað eftir að ræða við Polona vegna leiguíbúða á Ís- landi sagði starfsmaður í símaveri samstundis. „Þetta eru svik, ekki bóka, kaupa eða leigja neitt. Þeir stálu vegabréfinu hennar.“ Hún gaf blaðamanni síðan samband við Pol- ona, sem sagði að undirritaður væri ekki sá fyrsti sem hefði haft uppi á henni. Fórnarlömb leigusvindlsins hefðu mörg hver fundið hana og fyrirtækið hennar eftir að svindl- arinn hefði hætt samskiptum við þau. Nafnið skráð fyrir tugum leiguíbúða um alla Evrópu Í samtali við Morgunblaðið segir Polona að vegabréfinu hennar hafi verið stolið fyrir um sex mánuðum. Hún starfar sem endurskoðandi hjá endurskoðunarfyrirtæki í Ljubljana í Slóveníu og tilkynnti stuldinn samstundis til lögreglunnar þar í landi. Hún byrjaði síðar að fá sím- töl og tölvupóst frá fólki víðsvegar frá í Evrópu vegna leiguíbúða. „Þetta er ekki bara í gangi á Ís- landi. Þetta er líka í gangi í Sví- þjóð, Tékklandi, Grikklandi, Finn- landi, Frakklandi og Bretlandi. Þetta eru yfir 10 lönd sem ég hef verið skráð fyrir íbúðum í,“ segir Polona. Hún segist hafa gert sitt besta hverju sinni til að segja fólki að borga ekki krónu og að um svindl sé að ræða ef það hefur náð í hana. Adrianna Szuba var ein þeirra sem höfðu samband við Pol- ona gegnum vinnunetfangið hennar eftir að svindlarinn hætti að svara Szuba. Morgunblaðið hefur undir hönd- um samskipti milli Polona og Szuba frá því í mars á þessu ári þar sem Polona svarar henni samstundis að greiða ekki neitt og að um svindl og persónustuld sé að ræða. Staðfestir það frásögn Polona. Það var hins vegar of seint þar sem Szuba hafði þegar greitt 400.000 krónur þegar hún fann vinnunetfang hjá „alvöru“ Polona. Polona segir að rannsókn málsins sé í gangi hjá lögregluyfirvöldum í Slóveníu en hún hafi fengið þau svör að lítið sé hægt að gera. „Hér í Slóveníu sagði lögreglan að hún gæti ekki hjálpað mér þar sem ég lenti ekki í neinu fjárhagslegu tjóni. Ég tapaði bara persónuskilríkjum en ekki fjármunum. Þeir hafa hins vegar verið í sambandi við al- þjóðleg lögregluyfirvöld vegna per- sónustuldarins og mér er sagt að það sé verið að rannsaka málið,“ segir Polona. Óskað var eftir við- brögðum vegna leigusvindlsins frá alþjóðadeild ríkislögreglustjórans á Íslandi en þau bárust ekki áður en Morgunblaðið fór í prentun. Víðtækt alþjóðlegt leigusvindl  Endurskoðandi frá Slóveníu, sem er skráður fyrir leiguíbúðum í Reykjavík sem notaðar hafa verið til að svíkja fé af fólki, segist vera fórnarlamb persónustuldar Ljósmynd/wikimedia commons Ljubljana Nafn Urha Polona hefur verið notað í að svíkja fé af fólki í leit að leiguíbúðum á Íslandi. Hún segir að vegabréfinu sínu hafi verið stolið í Slóv- eníu fyrir sex mánuðum og hún sé fórnarlamb persónustuldar. Fölsuð heimasíða Hér má sjá skjáskot frá vesturíslensku hjónunum. Vefsíðan er keimlík alvörusíðu Airbnb en um falsaða netsíðu er að ræða. Urha Polona Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í gær friðlýsingu Akur- eyjar í Kollafirði og er hún nú flokk- uð sem friðland. Verndargildi eyj- unnar er sagt ekki síst vera fólgið í mikilvægi hennar sem sjófugla- byggðar. Samhliða friðlýsingunni undirrit- aði Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri yfirlýsingu um samþykki land- eiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Guðmundur Ingi seg- ir að friðlýsing Akureyrar sé liður í því að vernda búsvæði lundans, sem sé í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta frið- lýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fugla- tegundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins,“ segir Guðmundur Ingi. Ljósmynd/Umhverfisráðuneytið Undirritun Guðmundur Ingi Guð- brandsson og Dagur B. Eggertsson. Akurey í Kollafirði nú friðlýst  Liður í að vernda búsvæði lundans Einkaleyfastofa mun fá heitið Hug- verkastofan þann 1. júlí næstkom- andi í framhaldi af lagabreytingu sem samþykkt hefur verið á Al- þingi. Í frétt á vefsíðu stofunnar er haft eftir Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Einkaleyfastofunnar, að breytingin muni fyrst og fremst gera stofnuninni betur kleift að auka vitund um hugverkaréttindi hér á landi og styðja betur við ís- lenska nýsköpun, iðnað og rann- sóknar- og þróunarstarfsemi. „Hugverk leika stórt hlutverk í við- skiptum, iðnaði og nýsköpun í dag og eru oft helstu verðmæti fyr- irtækja. Verndun hugverka skiptir þar lykilmáli til að ná árangri,“ seg- ir Borghildur. Fær heitið Hugverkastofan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.