Morgunblaðið - 04.05.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 04.05.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Vorfrakkar í úrvali Stærðir 36-52 Verð 22.980 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Gallabuxur Kr. 7.900 Str. 42-52 Litir: Svart og dökkblátt Kæru landsmenn, við úthlutum yfir 900 matargjöfum í hverjum mánuði. Reykjavíkurborg styrkir starfið um eina milljón króna árið 2019 Félagsmálaráðuneytið styrkir starfið um eina milljón árið 2019 Hjálpið okkur að hjálpa fátæku fólki á Íslandi. Margt smátt gerir eitt stórt. 0546-26-6609 kt. 660903-2590 Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 JUNGE heilsársjakkar Flottir í borgarferðina frá 19.900,- Margir litir Guðni Einarsson Freyr Bjarnason Þórunn Kristjánsdóttir Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífs- ins (SA) undirrituðu kjarasamning í fyrrinótt. Þar er m.a. kveðið á um styttingu vinnuvikunnar, ný deilitala fyrir dagvinnu sett fram, nýtt fyr- irkomulag yfirvinnu og nýtt launa- kerfi og auk þess er launatöxtum fækkað sem leiðir til hækkunar á lágmarkstöxtum. Kauptaxtar mánaðarlauna fyrir dagvinnu, lægstu launin, hækka á bilinu frá 90.000 og upp í 117.000 á samningstímanum. Almenn launa- hækkun er 68.000 krónur. Launa- töluhækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á mánaðar- laun, þ.e. föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Allir fá eingreiðslu upp á 26.000 krónur í maí 2019 verði samn- ingurinn samþykktur. Í samflotinu eru Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Byggiðn, Grafía, Matvís, Félag hársnyrtisveina og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands og talsmaður iðnaðarmanna, sagði að kjarasamningar iðnaðar- mannafélaganna væru efnislega hlið- stæðir. Þeim svipaði til lífskjara- samninganna sem samþykktir voru nýlega. Gildistími samninganna er sá sami eða til 1. nóvember 2022. Breytingar verða á ákvæðum um vinnutíma, neysluhlé og yfirvinnu 1. apríl 2020. Við upptöku virks vinnu- tíma á tímabilinu frá 07:00 til 18:00 frá mánudegi til föstudags verða 37 klukkustundir greiddar að jafnaði á viku í stað 40 stunda. Kaffihlé teljast ekki lengur til vinnutíma. Deilitala dagvinnutímakaups verður því 160 í stað 173,33 en það mun ekki hafa áhrif á kaffihléin sem slík. Tímakaup í dagvinnu hækkar því um 8,33%. Yf- irvinna 1, sem er fyrir fyrstu fjóra yfirvinnutíma á viku, lækkar aðeins. Yfirvinna 2, sem er fyrir vinnu um- fram 41 klukkustund á viku að með- altali, verður 1,15% af mánaðarlaun- um fyrir dagvinnu frá 1. janúar 2021. Meiri hluti starfsmanna í fyrir- tæki, eða stjórnendur, geta óskað eftir vinnutímastyttingu í 36 vinnu- stundir á viku samhliða niðurfellingu kaffihléa. Kristján gerði ráð fyrir að flest iðnaðarmannafélögin hæfu kynningu á samningnum um miðja næstu viku og hefst atkvæðagreiðsla á svipuðum tíma. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar á að liggja fyrir í síðasta lagi þann 21. maí. Efnahagslega ábyrgur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að kjarasamningurinn væri efnahags- lega ábyrgur. „Það er ánægjulegt að það náðist samhljómur á milli samn- ingsaðila á síðustu dögunum,“ sagði Halldór. Hann nefndi að almennar hækkanir til iðnaðarmanna væru þær sömu og í lífskjarasamningnum. Samningurinn byggist sömuleiðis á „nálgun um hagvaxtarauka og launaþróunartryggingu sem er órofa hluti af lífskjarasamningnum“. Þá nefndi hann útfærslu varðandi stytt- ingu á vinnutíma samhliða upptöku virks vinnutíma og niðurfellingu kaffitíma. Halldór kvaðst telja að kjarasamningurinn byggði undir efnahagslegan stöðugleika og gæti skapað skilyrði til lækkunar vaxta. Samið um styttri vinnu- tíma og launahækkanir  Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins sömdu í fyrrinótt Ljósmynd/Embætti ríkissáttasemjara Karphúsið Skrifað var undir samninginn á öðrum tímanum í fyrrinótt. Samningnum svipar mjög til lífskjarasamninganna. Við vorverkin í garði sínum í Kópa- vogi fyrir skömmu fékk forstjóri Náttúrufræðistofnunar óvæntan glaðning. Þar var á ferð mynd- arlegur kuðungssnigill með 3,5 cm kuðungshús. Frá þessu er greint á facebooksíðu stofnunarinnar. ,,Eftir nokkra daga kom í ljós að hann var sprækur sem lækur og við bestu heilsu. Hann lá þarna í beði falinn í gróðurleifum frá síðasta hausti,“ segir m.a. í færslunni. Reyndist þetta vera svonefndur garðabobbi (Cornu aspersum) sem berst hingað til lands af og til með varningi. Hann er mun stærri en íslenskir kuð- ungasniglar. „Kannski mun garða- snigill geta numið landið okkar með hlýnandi vetrarveðráttu og kannski er þessi fundur forstjórans vísbend- ing um slíkt,“ segir í umfjölluninni. Garðabobbi í garðinum Ljósmynd/Náttúrufræðistofnun Íslands Garðabobbinn Hann er sagður ber- ast af og til til Íslands með varningi. Bryndís Hlöðversdóttir ríkis- sáttasemjari sagði í gær að stór áfangi hefði náðst með kjara- samningi SA og iðnaðarmanna. Hún nefndi að opinberi mark- aðurinn ætti þó enn eftir að semja. SA segir á heimasíðu sinni að búið sé að gera kjarasamninga fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmönnum á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. „Ef horft er til alls vinnumark- aðarins, að opinberum starfs- mönnum meðtöldum, hafa kjarasamningar verið gerðir fyr- ir um tvo þriðju starfsmanna á landinu. Stóra myndin á vinnumarkaði er því skýr eftir samninga við félög iðnaðarmanna 3. maí og Lífskjarasamninginn sem skrif- að var undir 3. apríl.“ Stóra mynd- in er skýr KJARASAMNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.