Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR MENGUN ÁHRIF AUKA SKILVIRKNI HEMLUNAR KREFST EKKI AÐ TAKA Í SUNDUR BREMSU HREINSIEFNI FYRIR BÍLA Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Kjólar • Túnikur • Skyrtur • Jakkar • Bolir • Buxur • Pils • Vesti • Peysur NýttNýtt Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í sumar verður ráðist í endurbætur á Óðinstorgi og nágrenni. Verkið var boðið út í vetur og hefur innkaupa- ráð borgarinnar samþykkt að ganga til samninga við Bjössa ehf. Fyrir- tækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 278 milljónir. Voru það 87% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 317 milljónir. Alls bár- ust fimm tilboð í verkið. Borgarráð samþykkti fyrir nokkru að bjóða skyldi út fram- kvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Þetta er hluti af verkefninu „Þingholt, torgin þrjú“. Um er að ræða Baldurstorg, Freyju- torg og Óðinstorg. Vinningstillögur í hönnunarsam- keppni um Óðinstorg voru kynntar árið 2015. Um vinningstillögu að endurgerð Óðinstorgs segir í dóm- nefndaráliti að hún tengi garð- og leiksvæði vel við gróðursælt torg og virki vel sem hverfistorg fyrir íbúa og aðra gesti. Tillagan sýni góða lausn á fjölbreyttu hverfistorgi. „Góð blanda er af gróðri, efnisval vandað og lýsing vel útfærð.“ Helsta viðfangsefni hönnunar- samkeppninnar var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týs- götu, sem tengja torgið við Skóla- vörðustíg á sem bestan hátt. Höfundar vinningstillögunnar eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum. Framkvæmdirnar felast í endur- nýjun torgsins og hluta af götu. Komið verður fyrir setpöllum, hól- um, pollum og hjólalagrindum. Á Týsgötu verða yfirborð götu og göngusvæði endurnýjuð auk gróð- ursetningar. Veitur ohf. munu jafn- framt endurnýja lagnir. Tölvumynd/Basalt Óðinstorg Torgið mun taka miklum breytingum á næstu mánuðum. Bílarnir munu víkja fyrir öflugu mannlífi. Fólk verður í forgangi  Endurbætur gerðar á Óðinstorgi og nágrenni í sumar „Hugmyndin kemur frá því að ég hef unnið mikið með bæjarstjórnum og ríkisstjórnum að markaðssetningu á þann hátt að ég hef unnið að framtíð- aráætlunum og hvernig laða megi að þau aðföng sem nauðsynleg eru til að ná því fram,“ segir Hjörtur Smárason, mann- fræðingur og ráð- gjafi, sem vinnur að útgáfu bókar með smásögum eftir 25 höfunda, sem allar eiga að gerast árið 2052. Efni bókarinnar er tilbúið en á fjármögnunarvefnum Karolina Fund er safnað fyrir prent- kostnaði. Markmiðið með bókinni er að vekja fólk til umhugsunar um það hvert Ís- land stefnir sem samfélag. Að verða stjórnmálamönnum og athafnamönn- um innblástur til að setja þjóðinni há- leit markmið langt inn í framtíðina. Hjörtur bendir á að Íslendingar hafi í gegnum tíðina haft skýr framtíðar- markmið til að vinna að. Lengi vel hafi það verið sjálfstæði þjóðarinnar en síðan hafi tekið við nýting jarð- varma, stækkun landhelginnar og sjávarútvegsmálin. Upp úr aldamót- um hafi það síðan verið íslenska fjármálaútrásin. Eftir það mikla skip- brot segist hann ekki vita hvert mark- miðið sé. Hann segir bókina tilraun til að fá fólk til að velta framtíðinni fyrir sér, hver staðan sé í dag og hvaða áhrif ákvarðanir hafi til langs tíma. Höfundarnir koma úr ýmsum átt- um og deila mismunandi sjónarhorn- um á framtíðina. Á meðan sumir deila myrkri sýn á hvert þróunin mun hugsanlega leiða okkur ef ekki er gáð að eru aðrir sem reyna að vera les- endum innblástur og hvatning til góðra verka. Stefnt er að því að bókin komi út í næsta mánuði. Markmiðið er að safna 4.000 evrum á Karolina Fund, um 550 þúsund krónum íslenskum, og gær hafði rúmlega helmingur þeirrar upp- hæðar náðst. Söfnuninni lýkur í kvöld. helgi@mbl.is Fólk hvatt til að velta framtíðinni fyrir sér Hjörtur Smárason Óðinstorg heitir þar sem saman koma Óðinsgata, Spítalastígur, Týsgata og Þórsgata á Skóla- vörðuholti. Torgið var upphaflega bygg- ingarlóð sem bæjarstjórn Reykjavíkur keypti árið 1906 til að gera þar torg, en lóðin þótti þá mjög óhrjáleg. Eftir breyt- inguna voru nokkrar verslanir stofnaðar þar. Fljótlega eftir að bifreiðir tóku að sjást á götum borgarinnar var farið að nota torgið sem óskipulegt bílastæði og 1949 var það skipulagt sem slíkt, segir á Wikipediu. Verslanir viku fyrir bílum ÓÐINSTORG Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákveðið hefur verið að veita afslátt af gatnagerðargjöldum lóða sem út- hlutað hefur verið og verður úthlut- að í Borgarbyggð á árinu 2019. „Búið er að verja töluverðum fjármunum í uppbyggingu gatna á ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu en lítið ver- ið byggt. Litið er á þetta sem hvata til að fá verktaka og einstaklinga til að byggja,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar. Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað að veita 50% afslátt af almennum gatnagerðargjöldum af íbúðarhúsa- lóðum og fella alveg niður gjöld sem innheimt eru á hvern fermetra lóðar. Nú eru um 35 lóðir lausar undir einbýlishús, parhús og raðhús í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Bæjar- sveit og á Varmalandi og nær afslátt- urinn til þeirra. Einnig verður veitt- ur afsláttur af lóðum undir tvö 14 íbúða fjölbýlishús sem verða aug- lýstar fljótlega í Bjargslandi í Borg- arnesi. Skortur á húsnæði Skortur hefur verið á íbúðarhús- næði í Borgarbyggð og talin líkindi á að það standi íbúafjölgun fyrir þrif- um. Lilja Björg segir að tákn séu um hagvöxt á svæðinu. Með ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum sé verið að hamra járnið á meðan það er heitt og reyna að auka framboð á íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjölgun íbúa og frekari uppbyggingu í sveitarfélaginu. Veita afslátt af gatnagerðargjöldum  Stuðlað að byggingum í Borgarbyggð Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgarnes Lóðir eru lausar í Borg- arnesi og fleiri þéttbýliskjörnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.