Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Allir á völlinn! INKASSODEILDIN HEFST Í DAG LAUGARDAGUR 4. MAÍ 16.00 Leiknir R. – Magni 16.30 Þór – Afturelding SUNNUDAGUR 5. MAÍ 14.00 Þróttur R. – Njarðvík 14.00 Víkingur Ó. – Grótta 14.00 Fjölnir – Haukar 14.00 Keflavík – Fram Fyrstu vortónleikarnir af þrennum hjá Karlakór Akureyrar-Geysi eru á dagskrá í Glerárkirkju í dag, laugardaginn 4. maí, klukkan 16. Þeim verður fylgt eftir um næstu helgi, 11. maí, í Egilsstaðakirkju klukkan 14 og í Miklagarði á Vopnafirði klukkan 18. Vortónleikarnir eru eins íslensk- ir og hugsast getur, en öll lögin sem kórinn syngur eru eftir íslensk tón- skáld, sungin við texta íslenskra höfunda. Þetta markmið settu kór- félagar sér strax á haustdögum og var auðvelt að uppfylla það, en kór- félagar lofa afar fjölbreyttum og vonandi skemmtilegum tónleikum sem eru hápunktur starfsársins. Steinþór Þráinsson, stjórnandi kórsins, hefur leitt undirbúninginn en mörg laganna eru vel þekkt sem einsöngslög en verða nú flutt í fjór- raddaðri útsetningu fyrir karlakór. Einsöngvararnir Arnar Árnason, Giorgio Baruchello og Þorkell Már Pálsson fá þó einnig að njóta sín, en undirleikari á tónleikunum er Judit György. Íslenskan í öndvegi á þrennum vortónleikum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vortónleikar Frá æfingu Karlakórs Akureyrar-Geysis fyrir tónleikana sem framundan eru á þremur stöðum. Íslendingar hafa mestar áhyggjur af spillingu í fjármálum og/eða stjórn- málum. Þetta kemur fram í könnun MMR sem var framkvæmd dagana 11.-15. febrúar síðastliðinn, en heild- arfjöldi svarenda voru 934 einstak- lingar 18 ára og eldri. 44% svarenda sögðust hafa mest- ar áhyggjur af spillingunni en næst komu áhyggjur af fátækt og félags- legum ójöfnuði, 35%. Húsnæðismál voru helsta áhyggjuefni svarenda á aldrinum 18- 29 ára, eða 50%. Spilling í fjármálum og/eða stjórnmálum reyndist svar- endum 68 ára og eldri efst í huga, 62%, og var helsta áhyggjuefni stuðningsfólks Pírata, Miðflokks og Flokks fólksins. Stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokks og Viðreisnar var ólík- legast til að segjast hafa mestar áhyggjur af spillingu. Af þeim áhyggjuefnum sem spurt var um hafa áhyggjur af loftslags- breytingum aukist mest frá könnun ársins 2018 eða um sem nemur 11%. Þá reyndist stuðningsfólk Vinstri- grænna líklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að segj- ast hafa áhyggjur af loftslagsbreyt- ingum. Áhyggjur af menntun hafa minnkað mest, eða um 13%. Áhyggjur af loftslags- breytingum aukist mest Harmonikufélag Reykjavíkur stendur fyrir dansleik í kvöld, 4. maí, frá kl. 20:30 til mið- nættis. Mun dansinn duna í Danshöllinni í Drafnarfelli 2 í Reykjavík og húsið verður opnað kl. 20. Leiknir verða „gömlu dans- arnir“ og nýrri danslög. Fjórar hljómsveitir spila fyrir dansi, þ.e. Vitatorgsbandið, dúett- inn Einar Friðgeir Björnsson og Sigurður Alfonsson, hljómsveitin Sigfús og Léttsveit Harmoniku- félags Reykjavíkur. Sveitina Sigfús skipa þær Hildur Petra og Guðný Kristín Erlingsdóttir ásamt undir- leikurum. Allir eru boðnir velkomn- ir og aðgangseyrir er 2.000 kr. Harmonikudans- leikur í Drafnarfelli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhyggjur Ungt fólk hefur krafist betri aðgerða í loftslagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.