Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið LAUGAVEGUR 26 Vantar þig cool en vönduð sól - lestrargleraugu i skemmtilegum litum á verði sem kemur á óvart... ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpavogi Djúpivogur er einn af þeim stöð- um í heiminum sem hafa hæglæt- isstefnu að leiðarljósi og er eina sveitarfélag í landinu sem hefur gerst formlegur aðili að hinni al- þjóðlegu Cittaslow-hreyfingu. Inn- leiðing Cittaslow hefur staðið yfir í nokkur ár á Djúpavogi og smátt og smátt er hugmyndafræðin að festa sig í sessi. Eitt af því sem nú er unnið með er vellíðan íbúa og því er yfirheitið sem unnið er með í þeim efnum „Glaðasti bær á Íslandi“.    Nú er nýafstaðin hin árlega Hammondhátíð sem er að venju haldin í kringum sumardaginn fyrsta. Um er að ræða samfellda 4 daga tónlistarveislu sem haldin hef- ur verið um árabil og er sannarlega orðin fastur og ómissandi hluti af annars fjölbreyttu menningarlífi á Djúpavogi. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarsnillingar tróðu upp. Þá voru að venju margir utandagskrár- viðburðir þá daga sem hátíðin stóð og var mjög góð þátttaka íbúa og gesta í öllum viðburðum þessarar jaðartímahátíðar.    Atvinnuástand er með ágætum í Djúpavogshreppi og fjölbreytni at- vinnulífs er umtalsverð með tilliti til stærðar samfélagsins. Búlands- tindur ehf. veitir þó langflestum at- vinnu en þar er unnið jöfnum hönd- um að hefðbundinni bolfiskvinnslu og svo hefur vinnsla á laxi farið vax- andi. Í Búlandstindi vinna um 60 manns.    Trillusjómenn setja þessa dag- ana niður báta sína og búast til sjó- sóknar. Útlit á miðunum er gott þessa dagana. Strandveiðifyrir- komulag hefur gefist með ágætum á liðnum árum á Djúpavogi og hafa að jafnaði um 15 bátar lagt stund á færaveiðarnar.    Ferðamennska var með allra besta móti á liðnum vetri. Ljóst er að ferðamenn eru sífellt að sækja lengra út á svokallaða jaðartíma. Ekkert bendir til annars en að ferðaþjónustan standi áfram styrk- um fótum hér á svæðinu þrátt fyrir allt niðurtal í þeim efnum á lands- vísu.    Sveitarfélögin Djúpavogs- hreppur, Fljótsdalshérað, Seyðis- fjörður og Borgarfjörður eru um þessar mundir í sameiningar- viðræðum og er stefnt að kosningu meðal íbúa í haust. Ekki verður annað lesið úr þeim íbúafundum sem haldnir hafa verið en að íbúar almennt séu jákvæðir gagnvart þessu metnaðarfulla sameining- arverkefni. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Hæglætisstefna Djúpivogur, eina sveitarfélag landsins sem hefur gerst aðili að hinni alþjóðlegu Cittaslow-hreyfingu. Unnið með vellíðan íbúa í glaðasta bænum á Íslandi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki hafa verið gefin út leyfi fyrir 58% eigna í Reykjavík sem eru leigð- ar út í gegnum vefinn Airbnb en við sumar götur eru allt að 70% íbúða í útleigu til ferðamanna í gegnum net- ið. Í nýrri rannsókn á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkað á höfuðborgar- svæðinu kemur fram að fjöldi skráðra eigna hjá Airbnb hefur margfaldast síðustu ár. Þéttleiki er mestur í 101 Reykjavík og næsta ná- grenni, en þar eru 60% skráðra eigna. Margföldun Dr. Anne-Cécile Mermet, borgar- landfræðingur og lektor við Sor- bonne-háskóla í París, gerði rann- sóknina fyrir Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúða- lánasjóði, annars vegar að gera töl- fræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016- 2018 og kanna hversu stórt hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb og hvaða áhrif starfsemin hefur haft. Niðurstöður voru í stórum drátt- um þær að fjöldi skráðra eigna hjá Airbnb hefur margfaldast á höfuð- borgarsvæðinu á síðastliðnum árum, t.d. var tvöföldun á tímabilinu janúar 2016 – janúar 2018 þegar skráðum eignum fjölgaði úr 2.032 í 4.154. 37% eigna í 101 Reykjavík Hvað varðar landfræðilega stað- setningu eru 80% skráðra eigna á höfuðborgarsvæðinu staðsett í Reykjavík, 37% í 101 Reykjavík, 17% í 105 Reykjavík og 7% í 107 Reykja- vík. Miðborgin og næsta nágrenni hýsir því yfir 60% skráðra eigna. Þær götur sem hafa flestar Airbnb-eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Bergþórugata, Óðins- gata og Bjarnarstígur. Rannsókin sýnir að leigusalarnir hafa ólík markmið og aðferðir. Í sum- um tilvikum eru leigueignirnar í eigu fjárfesta, en í öðrum tilvikum eru leigð út herbergi í einkahúsum sem hjálpar fólki þar að draga fram lífið. Einnig er sýnt fram á að útleigan ýtir undir félagslegan ójöfnuð. Starfsem- in getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og treyst stöðu þeirra. Neikvæðu afleið- ingarnar eru hins vegar minna fram- boð á eignum sem þar með hækka í verði, sem gerir þeim sem vilja kaupa eða eignast heimili erfiðara fyrir. Miðborgaríbúðir margar í útleigu  Útleigan talin ýta undir félagslegan ójöfnuð  Margir hafa ekki aflað leyfa Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Fjölgun ferðamanna hef- ur breytt búsetumynstri í borginni. Ferðamannaborgin » Við sumar götur í borginni er allt að 70% íbúða í útleigu. » Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Bergþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur. » Minna framboð á eignum sem hækka í verði, sem gerir þeim sem vilja kaupa eða eign- ast heimili erfiðara fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gaf út yfir 100 sektir fyrir stöðubrot við Seljaskóla á fimmtudagskvöld. Kvartanir höfðu borist lögreglu vegna þess hvernig bifreiðum var lagt í nágrenni skólans og fór lögreglan á vettvang. Ástæður stöðubrotanna má rekja til þess að leikur ÍR og KR stóð yfir í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, sagði við mbl.is í gær að það væri íþróttafélaganna að vísa áhorfendum í bílastæði, en nóg af þeim væri skammt frá. Sektin nemur 10 þúsund krón- um, en lækkar niður í 7.500 krónur ef hún er greidd innan tiltekins tíma. Sektuðu 100 bílstjóra á leik ÍR og KR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.