Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Öflugur fellibylur, nefndur Fani, skall á austurströnd Indlands í gærmorgun. Var vindhraðinn yfir 60 metrar á sekúndu þar sem veðrið var verst. Búið var að flytja nærri milljón íbúa á strandsvæð- um á brott áður en veðrið skall á, en óttast var að sjór myndi ganga á land, og hundruðum þúsunda til viðbótar hefur verið skipað að yf- irgefa svæði sem fellibylurinn stefnir á. Í gærkvöldi var vitað um að minnsta kosti átta dauðsföll á Ind- landi og í Bangladesh af völdum fellibylsins og mikið tjón varð einnig á byggingum og öðrum inn- viðum. Flugvöllum á svæðinu var lokað, vegum sömuleiðis og járn- brautarlestir voru kyrrsettar. Kókospálmar og önnur tré rifnuðu víða upp með rótum. Veðurfræðingar höfðu varað við mikilli eyðileggingu af völdum óveðursins. Um 3 þúsund neyð- arskýli voru reist í Odishahéraði til að taka við fólki, sem flutt var af heimilum sínum. Höfnum á svæðinu var lokað en indverski sjóherinn sendi sex herskip þang- að með vistir og neyðarútbúnað. Þá voru nærri 500 starfsmenn ol- íuborpalla á Bengalflóa fluttir á brott. Gerðar voru ráðstafanir til að verja 850 ára gamalt hindúamust- eri í Puri, sem er heilög borg í augum Hindúa og þar er jafnan krökkt af pílagrímum. Dimmdi skyndilega „Það dimmdi og skyndilega varð skyggnið aðeins nokkrir metrar,“ sagði íbúi í Puri við AFP frétta- stofuna. „Matarvagnar og vega- skilti fuku um allt. Hávaðinn er ærandi.“ Annar íbúi sagðist hafa séð bíl fjúka um koll. Barn fæddist nálægt Bhuba- neswar þegar fellibylurinn gekk þar yfir „Við nefnum hana ungfrú Fani vegna þess að hún fæddist þegar óveðrið skall á sjúkrahús- inu,“ sagði talsmaður sjúkrahúss- ins við indverska fréttastofu. Óttast er að óveðrið fari í dag yfir borgina Kolkata, þar sem um 4,5 milljónir manna búa. Yfirvöld á svæðinu segja, að grannt sé fylgst með ástandi mála. Tjöld fuku á Everest Óveðrið stefnir í átt að Bangla- desh. Þótt dregið hafi úr veðurofs- anum þegar leið á daginn gekk sjór þar á land og að minnsta kosti 14 þorp voru umflotin vatni. Tals- maður innanríkisráðuneytis lands- ins sagði, að um 400 þúsund íbúar á strandsvæðum hefðu verið fluttir í neyðarskýli. Það var einnig hvasst í gær í Nepal og tjöld fuku í 2. búðum fjallgöngumanna á Eve- restfjalli í 6400 metra hæð. Mannskæður fellibylur  Varað við mikilli eyðilegg- ingu á Indlandi af völdum óveðurs AFP Eftir storminn Kaupmenn í borginni Puri skoða skemmdir á sölubásum eftir að fellibylurinn Funi gekk þar yfir. INDLAND NEPAL BANGLADESH Leið Fani 250 km Heimild: GDCAS/IMD 2. maí 6:00 GMT 2. maí 18:00 3. maí 6:00 5. maí 6:00Vindhraði< 31 m/s 31-55 m/s 55-67 m/s 3. maí 18:00 4. maí 6:00 Visakhapatnam Puri Norski eftir- launasjóðurinn, oftast nefndur olíusjóðurinn, dafnaði vel á fyrsta fjórðungi ársins. Nam raunávöxtun sjóðsins 9,1% og eignir hans jukust um 738 millj- arða norskra króna, rúmlega 10.400 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Yngve Slyngstad, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir að þetta sé besti ársfjórðungur sjóðs- ins til þessa mælt í norskum krón- um en á síðasta ári tapaði sjóð- urinn 485 milljörðum norskra króna, aðallega vegna þess að er- lendir hlutabréfamarkaðir gáfu eftir. Í sjóðinn rennur stærsti hlutinn af olíutekjum norska ríkisins. Er sjóðurinn stærsti eftirlaunasjóður í heimi og námu eignir hans rúm- lega einni billjón dala, þúsund milljörðum, í lok mars. NOREGUR Metávöxtun olíusjóðsins Enn hefur ekki verið tilkynnt um kjördag fyrir þingkosningar í Dan- mörku en núverandi kjörtímabili lýkur 17. júní. Danska ríkisútvarpið þjófstart- aði í fyrrakvöld þegar frétt birtist á fréttaskjám í lestum landsins um að kjördagurinn yrði 28. maí en í gær- morgun var sú frétt dregin til baka. Enn er því óvíst hvenær Danir ganga að kjörborðinu og kjósa nýtt þing. DANMÖRK Kjördagur á reiki Sylvi Listhaug, þingmaður Fram- faraflokksins í Noregi, sem sagði af sér ráðherraembætti fyrir rúmu ári vegna umdeildrar færslu á Face- book, var í gær skipuð ráðherra heil- brigðis- og öldrunarmála í norsku ríkisstjórninni. Listhaug var áður ráðherra dóms- og innflytjendamála en sagði af sér embætti í mars í fyrra vegna harðr- ar gagnrýni sem hún fékk vegna facebookfærslu þar sem hún sagði að Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, teldi að réttindi hryðjuverkamanna væru mikilvægari en þjóðaröryggi Noregs. Hægriflokkurinn, undir stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra, fer fyrir ríkisstjórn Noregs. Auk Fram- faraflokksins eiga Venstre og Kristi- legi þjóðarflokkurinn aðild að ríkis- stjórninni. Listhaug ráðherra á ný AFP Ráðherra á ný Sylvi Listhaug ræðir við fréttamenn í gær. Hún tekur nú við embætti heilbrigðis- og öldrunarmálaráðherra í ríkisstjórn Ernu Solberg. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.