Morgunblaðið - 04.05.2019, Page 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi
Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI
bragðgott – hollt – næringarríkt
– fyrir dýrin þín
Með yfirburðasigri áskákmótinu í Grenke íÞýskalandi sem laukum síðustu helgi nálg-
ast Magnús Carlsen eigið stigamet
frá árinu 2014, 2.884 elo-stig. Hann
hlaut 7 ½ vinning af níu mögulegum
og komst með því upp í 2.875 elo-
stig. Magnús er í algerum sérflokki
þessa dagana, vann sitt þriðja stór-
mót á árinu og slær út helstu kemp-
ur skáksögunnar svo að einungis
Garrí Kasparov, sem trónaði á toppi
elo-listans í meira en 20 ár, stenst
einhvern samanburð. Kasparov hef-
ur það enn fram yfir Magnús að
hafa unnið tíu mót í röð í kringum
síðustu aldamót.
Þolgæði Magnúsar í löngum og
ströngum endatöflum kom enn og
aftur í ljós. Í fyrstu umferð byrjaði
hann á því að vinna Þjóðverjann
unga Martin Keymer í 81 leik og í
þeirri næstu fékk hann upp stöðu
með kóng, hrók og biskup gegn
kóngi, biskupi og riddara í skák
sinni við Spánverjann Vallejo Pons,
gekk til dómarans og spurði hvort
einhver undantekning væri í gildi á
50 leikja reglunni – og svarið var
nei. Á því augnabliki lá fyrir að „vél-
arnar“ töldu stöðu Magnúsar unna,
en það tæki 54 leiki með bestu tafl-
mennsku. Hann vann hinsvegar
skákina eftir 23 leiki frá því að um-
rædd staða kom upp. Eftir þrjú
jafntefli vann hann svo fjórar síð-
ustu skákir sínar gegn Meier, Ar-
onjan, Svidler og Vachier-Lagrave.
Lokastaðan var þessi:
1. Magnús Carlsen 7 ½ v. (af 9) 2.
Caruana 6 v. 3.-4. Vachier-Lagrave
og Naiditsch 5 v. 5. – 7. Anand, Svid-
ler og Aronjan 4 ½ v. 8. Vallejo 4 v.
9. – 10. Meier og Keymer 2 v.
Fyrir síðustu umferð þurfti
Magnús aðeins jafntefli til að
tryggja sigur sinn í mótinu. En
hann tefldi til vinnings og náði því
markmiði. Skákin við Frakkann sem
sjaldan tapar er svolítið dæmigerð
fyrir það þegar jafnvel öflugustu
skákmenn tefla eins og dæmdir
menn:
Grenke 2019; 9. umferð:
Magnús Carlsen – Vachier-
Lagrave
Enskur leikur
1. c4 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4.
Rc3 Rc6 5. Rf3 d6 6. O-O Bf5 7. h3
Rf6 8. d3 O-O 9. Be3 a6 10. Dd2
b5?!
Þessi peðsfórn er óþörf og á ekki
rétt á sér en Vachier-Lagrave hefur
greinilega talið að eitthvað sérstakt
þyrfti til í þessari viðureign.
11. cxb5 axb5 12. Rxb5 Da5 13.
Rc3 Hab8 14. Hfc1 Hfc8 15. b3 e5
16. Bh6 Rd4 17. Bxg7 Rxf3 18. exf3!
Óvænt uppskipti en það kemur
strax í ljós hvað býr að baki.
18. ... Kxg7 19. f4!
Nú veikist staða svarts á mið-
borðinu.
19. ... Da6 20. fxe5 dxe5 21. Ra4
Rd7 22. Hc3 Hb4 23. g4 Be6
24. Rxc5!
Eftir allt saman var það þá Magn-
ús sem braust fram á drottningar-
vængnum.
24. ... Rxc5 25. Hxc5 Hxb3 26.
Hxc8 Bxc8 27. Hc1 Hxd3
Ekki 27. ... Ha3 vegna 28. Hc6!
t.d. 28. ... Db7 29. Hxg6+ og drottn-
ingin fellur. Skást var 27. ... Hb8.
28. De2 Be6 29. Dxe5 Kg8 30.
Hb1 Hd8 31. Hb8 Hxb8 32. Dxb8
Kg7
33. Bd5!
Bráðsnjall leikur sem skýlir a-
peðinu. Í drottningaendataflinu sem
í hönd fer verður svartur að skapa
mótfæri gegn kóngi hvíts. Það tekst
ekki.
33. ... Bxd5 34. De5+ f6 35. Dxd5
h5 36. gxh5 gxh5 37. Dd7+ Kg6 38.
a4 De2 39. Dd5!
Valdar alla mikilvæga reiti.
39. ... f5 40. a5 f4 41. Kg2! Kh6
42. Df5 Dc4 43. Kf3
- Nú fellur f4-peðið og kóngurinn
leitar svo aftur skljóls á g2 eða á
drottningarvængnum. Frekari bar-
átta er vonlaus og Vachier-Lagrave
gafst upp.
Magnús Carlsen
sigraði í Grenke og
nálgast eigið stigamet
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Í sérflokki Magnús Carlsen teflir við Vachier-Lagrave. Anand fylgist með.
Undirritaður er vott-
aður úttektarmaður í
stjórnkerfum sem fylgja
staðlinum ISO/IEC
27001 um öryggi upp-
lýsinga. Stjórnkerfi eru
nauðsynleg þegar verk-
efni skipulagsheildar ná
ákveðnu flækjustigi og
stærð skipulagsheild-
arinnar krefst þess.
ISO/IEC 27001 hefur
verið við lýði í rúm 15 ár og enn lengur
ef forverinn BS 7799 er talinn með.
Markmið með innleiðingu ISO/IEC
27001 er að koma upp stjórnkerfi í
rekstri með áherslu á öryggi upplýs-
inga.
Hluti af innleiðingunni er að útbúa
verkferli, verklagsreglur og búa svo
um hnútana að upplýsingaöryggi sé
regla fremur en undantekning. Þetta
heitir á ensku „Secure by design“ og
má þýða sem hönnun með tilliti til ör-
yggis.
Hvernig er þetta gert?
Skrásett verkferli eru ótrúlega ein-
falt tól sem tryggir að starfsfólk þekki
hvað skal gera og hvernig. Að útbúa
þau getur verið talsverð vinna en þó
ekki endilega flókin. Vel útfærð verk-
ferli verða að vera útbúin með öryggi í
huga. Til dæmis að starfsfólk læsi
tölvunum sínum ef stigið er frá þeim.
Þetta er einfalt og kemur í veg fyrir að
einhver óviðkomandi sjái viðkvæm
gögn á tölvuskjánum. Vinnan sem á
sér stað við greiningu verkferla getur
einnig afhjúpað takmarkanir á starf-
semi skipulagsheildarinnar. Hlutirnir
hafa verið gerðir á ákveðinn hátt frá
upphafi og engar umbætur hafa verið
framkvæmdar svo árum skiptir.
Þetta hjálpar einnig ef mikil starfs-
mannavelta er hjá fyrirtækinu eða það
er orðið svo stórt að yfirmenn hafa
ekki lengur sömu yfirsýn og áður. Þá
er gott fyrir fyrirtæki að útbúa skipu-
lagshandbók sem inniheldur upplýs-
ingar um stjórnkerfið og hvernig það
er uppsett. Skipulagshandbókin getur
innihaldið stefnur, verk-
ferli og önnur skjöl sem
lýsa verk- og skipulagi –
sem allir starfsmenn
þurfa að kynna sér og
þekkja. Þannig má
koma í veg fyrir óvissu
og mistök í daglegum
rekstri og nýir starfs-
menn eru fljótari að
koma sér inn í rekst-
urinn.
Með reglulegum út-
tektum á stjórnkerfinu
má svo sjá hvar skór-
inn kreppir og hvar er þörf á breyt-
ingum. Fyrirtæki hafa þá innri út-
tektarmann sem sér um að taka út
starfsemina og skrá hjá sér niður-
stöðurnar. Þannig má sjá til þess að
stöðugar umbætur séu gerðar á
stjórnkerfinu og að hlutirnir séu
ekki gerðir á ákveðinn hátt, aðeins
vegna þess að þeir hafa alltaf verið
gerðir þannig.
Samfelldur rekstur
Öll erum við mannleg og mistök
geta komið upp í starfseminni. Þá er
nauðsynlegt að hafa áætlanir um
hvernig tryggja megi samfelldan
rekstur. Í slíkar áætlanir er skráð
hvað skal gera í ákveðnum að-
stæðum, ábyrgðarhlutverk hvers og
eins og hversu langan tíma hvert
skref á að taka. Þetta getur skipt
sköpum á ögurstundu og afstýrt
stórslysum. Áætlanir um sam-
felldan rekstur verða einnig að taka
á öryggi og gæta þess að því sé ekki
fórnað ef áföll verða í rekstri.
Að starfa með
öryggi í huga
Eftir Aron Friðrik
Georgsson
» Skrásett verkferli
eru ótrúlega einfalt
tól sem tryggir að
starfsfólk þekki hvað
skal gera og hvernig.
Aron Friðrik Georgsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum
hjá Stika ehf.
aron@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
Óskar Aðalsteinn Guðjónsson
fæddist 1. maí 1919 á Ísafirði.
Foreldrar hans voru Guðjón
Sigurðsson og Guðmundína
Salóme Jónsdóttir.
Eftir eins vetrar gagnfræða-
nám á Ísafirði stundaði Óskar
Aðalsteinn íslenskunám hjá
Haraldi Leóssyni, kennara og
bókaverði á Ísafirði. Hann var
aðstoðarbókavörður við Bóka-
safn Ísafjarðar á árunum 1941-
1946.
Árið 1947 réðst Óskar Aðal-
steinn sem vitavörður í Horn-
bjargsvita þar sem hann vann
til 1949. Hann stundaði ritstörf
og blaðamennsku á Ísafirði ár-
in 1949-53 en þá fór hann til
starfa sem vitavörður á Galt-
arvita. Gegndi hann starfi þar
fram til ársins 1977 þegar hann
gerðist vitavörður Reykjanes-
vita. Þar starfaði hann til árs-
ins 1992.
Eftir Óskar Aðalstein liggja
margar skáldsögur, barna- og
unglingabækur, þáttasafn og
fleiri ritverk, má þar nefna
skáldsöguna Grjót og gróður.
Fyrri kona Óskars var María
Guðbjartsdóttir og eru dætur
þeirra igríður Ósk og Halldóra
Björt. Seinni kona Óskars var
Valgerður Hanna Jóhanns-
dóttir, börn þeirra: Flosi, Gylfi
og Bragi.
Óskar lést 1. júlí 1994.
Merkir Íslendingar
Óskar
Aðalsteinn
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS