Morgunblaðið - 04.05.2019, Page 27
MESSUR 27á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
AKUREYRARKIRKJA | Æðruleysismessa kl.
11. Sönghópurinn Synkópa syngur. Ein-
söngur: Anna Eyfjörð Eiríksdóttir. Prestur Hild-
ur Eir Bolladóttir. Organisti er Eyþór Ingi Jóns-
son.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli. Þór Hauksson þjónar fyrir alt-
ari. Organisti Kristina Kalló Szklenár. Félagar
úr kór Árbæjarkirkju leiða almennan safn-
aðarsöng. Erna Þórey Sigurðardóttir leikur á
klarínett. Þorgerður Þorkelsdóttir leikur á
horn. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safn-
aðarheimilinu í umsjón Önnu Sigríðar og Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur. Aðalasafn-
aðarfundur kl. 12. Venjuleg aðalfundarstörf.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Jónsson
sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna.
Kór Áskirkju syngur. Bjartur Logi Guðnason
leikur á orgelið. Kaffisopi og safi í Ási eftir
messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths
Reed tónlistarstjóra. Prestur er Kjartan Jóns-
son. Sunnudagaskóli á sama tíma undir
stjórn Bjarka Geirdals Guðfinnssonar. Hress-
ing og samfélag á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund-
inni hafa Fjóla og Þórarinn Kr.
BORGARNESKIRKJA | Léttmessa kl. 20.
Kirkjukórinn flytur sumarlegt prógramm og á
efnisskrá er m.a. Kvöldblíðan lognværa, Lóan
er komin, og Ó, blessuð vertu sumarsól.
Kirkjugestir eru hvattir til þess að taka undir
og fagna þannig komu sumarsins. Steinunn
Árnadóttir organisti leiðir kórinn , Sigurgeir
Gíslason leikur á harmoniku og Benjamín
Fjelsted á gítar. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
þjónar fyrir altari.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa og lok
barnastarfs kl. 11. Grill og leikir. Barnakórar
kirkjunnar undir stjórn Svövu Kristínar. Hólm-
fríður djákni, Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jón-
as Þórir. Messuþjónar aðstoða.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Gunnar Sigurjónsson þjónar fyrir altari og pré-
dikar. Kammerkór Digraneskirkju. Organisti
Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg
Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur og Kári Þormar dómorgan-
isti. Minnum á bílastæðin við Alþingi.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 10.30
helguð náttúruvernd og umhverfismálum.
Ræðumaður er Kristbjörg Mekkín Helgadóttir,
varaformaður ungmennaráðs Fljótsdals-
héraðs, sem jafnframt situr í ungmennaráði
Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Prest-
ur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde.
Kór Egilsstaðakirkju. Kaffisopi eftir stundina.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Pétur
Ragnhildarson guðfræðingur predikar. Stór-
sveit Íslands leikur. Stjórnandi er Daði Þór
Einarsson, Hjördís Geirsdóttir og Bjarki Guð-
mundsson syngja. Kaffisopi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fermingarmessur
kl. 11 og 13. Prestar Sigríður Kristín Helga-
dóttir og Einar Eyjólfsson. Kór og hljómsveit
kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar
Arnarsonar. Einsöngur Kirstín Erna Blöndal.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Bjarni
Karlsson þjónar fyrir altari. Tveir ungir menn
verða fermdir. Kór Vídalínskirkju syngur og
organisti er Jóhann Baldvinsson.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stefanía G.
Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng
undir stjórn Valmars Väljaots organista. Um-
sjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún
djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Helga Bragadóttir guðfræðinemi prédikar og
þjónar ásamt sr. Sigurði Grétari Helgasyni.
Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er
Hákon Leifsson. Kaffi á eftir. Sunnudagaskóli
á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Dans, söngvar
og sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón
ásamt sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur og Stef-
án Birkisson leikur á píanó.
Engar messur verða í sumar í Kirkjuselinu í
Spöng en þær hefjast á ný sunnudaginn 1.
september kl. 13.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
er María Ágústsdóttir, organisti Ásta Haralds-
dóttir. Vox Feminae syngur. Messuhópur þjón-
ar. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu.
Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12, helgistund og
bingó á miðvikudag kl. 14.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjón-
andi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar.
Prestur er Jón Dalbú Hróbjartsson. Grund-
arkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar
Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Leifur
Ragnar Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir
og kór Guðríðarkirkju syngur undir hennar
stjórn. Meðhjálparar Guðný Aradóttir og Bryn-
dís Böðvarsdóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guð-
mundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Vorhátíð Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 11. Barna- og unglingakórar
kirkjunnar syngja í kirkjunni og sunnudaga-
skólinn tekur þátt í stundinni. Hljómsveit leik-
ur. Grill, kaffisopi, hoppukastali, leikir og fjöl-
breytt dagskrá úti á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgel Matinée-
hádegistónleikar laugardag kl. 12.
Björn Steinar Sólbergsson leikur.
Messa og barnastarf sunnudag kl. 11. Dr.
Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyr-
ir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur.
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór
Hallgrímskirkju syngja. Nemendur í Listahá-
skóla Íslands og Tónskóla þjóðkirkjunnar taka
þátt. Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón barnastarfs Karítas Hrundar Páls-
dóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Aðalsafn-
aðarfundur Hallgrímssóknar kl. 12.30.
HAUKADALSKIRKJA | Lokasamvera barna-
starfsins í Skálholtsprestakalli kl. 11. Umsjón
hafa Bergþóra Ragnarsdóttir og Jón Bjarna-
son organisti. Eftir samveruna verður grillað
og farið í leiki.
HÁTEIGSKIRKJA | Plokkmessa kl. 11. Prest-
ur Eiríkur Jóhannsson, organisti Guðný Ein-
arsdóttir. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur.
Eftir messuna er farið út að plokka og hugað
að umhverfinu. Guðsþjónustan verður með
léttara sniði og í lokin verður boðið upp á grill-
aðar pylsur.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og ferming
kl. 11. Sr. Gunnar Jóhannesson þjónar fyrir
altari og kór Hveragerðis- og Kotstrandasókna
syngur undir stjórn Örlygs Atla Guðmunds-
sonar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Translation into English. Sam-
koma á spænsku Kl. 13. Reuniónes en esp-
añol. Samkoma á ensku kl. 14. English
speaking service. Lofgjörðarkvöld Fíló+ kl. 20.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Holtaskólabörn
fermd kl. 11 og kl. 13 af sr. Fritz Má og sr.
Erlu. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja
undir stjórn Arnórs organista. Helga Jak-
obsdóttir, Þórey Eyþórsdóttir, Garðar Guð-
mundsson og Fanney Ómarsdóttir eru messu-
þjónar.
Miðvikudagur 8. maí. Vorferð kyrrðar-
stundasamfélagsins í Strandakirkju þar sem
Guðmundur Brynjólfsson djákni tekur á móti
gestum. Lagt af stað með rútu kl. 10 frá
Kirkjulundi.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Uppskeruhátíð sunnu-
dagaskólans. Sigurður Arnarson sókn-
arprestur leiðir ásamt leiðtogum
sunnudagaskólans. Skólakór Kársness syng-
ur. Hoppukastali og grillaðar pylsur eftir guðs-
þjónustu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, barna-
kórinn Graduale Futuri syngur undir stjórn
Rósu Jóhannesdóttur og undirleik Magnúsar
Ragnarssonar organista. Léttur hádegismatur
eftir messu. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar-
prestur þjónar. Sunnudagaskólinn er komin í
sumarfrí.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju syngur,
stjórnandi er Óskar Einarsson. Guðmundur
Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl.
11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða
söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar
organista. Prestur er Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir. Umsjón með sunnudagaskóla
hafa Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnar T. Guðna-
son og Ari Agnarsson. Hressing og samfélag
fyrir alla á Torginu að loknum stundunum.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK kl. 17 í Kristniboðs-
salnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðu-
serían: Ávextir. Ræðumaður: Daníel Stein-
grímsson. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, ath.
breyttan messutíma, prestur Bryndís Malla
Elídóttir, organisti Tómas Guðni Eggertsson
og félagar úr Kór Seljakirkju syngja. Aðalsafn-
aðarfundur sóknarinnar verður strax að lok-
inni guðsþjónustu, dagskrá: Venjuleg aðal-
fundarstörf og önnur mál. Kirkjureið og
guðsþjónusta hestafólks kl. 14, sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar, Brokkkórinn syngur und-
ir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, messukaffi
í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta og lok sunnudagaskólans kl. 11.
Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur undir
stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Leiðtog-
ar sjá um stundina ásamt sóknarpresti og
organista. Mikill söngur. Pylsuveisla eftir at-
höfn í safnaðarheimilinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Kór Hjallakirkju syngur.
Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.
STÓRA Núpskirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Söngsveitin Tvennir tímar leiðir sönginn undir
stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.
Úlfljótsvatnskirkja | Guðsþjónusta kl. 14.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Fermingarbörn vorsins 2020 og foreldrar/
forráðamenn þeirra eru boðin sérstaklega vel-
komin. Kór Vídalínskirkju syngur og organisti
er Jóhann Baldvinsson. Unglingakór Vídalíns-
kirkju syngur og kórstjórar eru Jóhanna Guð-
rún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson. Fundur
að lokinni guðsþjónustu og léttar veitingar í
safnaðarheimilinu.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og
kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H.
Kristinssonar organista.
Orð dagsins:
Ég er góði hirðirinn.
(Jóh. 10)
Morgunblaðið/ÓmarStykkishólmskirkja
Góð 3 herbergja neðri hæð í tvíbýli ásamt stórum bílskúr, sól-
stofu og sólpalli. Heimild liggur fyrir að breyta bílskúr í íbúð
Stærð 134,3 m2
Verð kr. 34.000.000
Hringbraut 64, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Ég bjó á erlendri
grund í mörg ár.
Einn daginn fékk ég
bréf frá vini heima á
Íslandi sem taldi
mig sælan fyrir að
lifa fjarri því sem
hann nefndi velferð-
arfyllirí Íslendinga.
Því ber ekki að neita
að mér leið vel úti í
Mið-Evrópu, þar
sem lífið hafði upp á minni velferð að
bjóða en heima í Norður-Atlantshafi.
En hvort vellíðan mín var tengd
þeirri staðreynd beinlínis skal ósagt
látið. Minni streita og hófleg bjór-
drykkja gat eins hafa verið undirrót
sælu Íslendingsins á meginlandinu,
þó að hamingja, fjölskylda og atvinna
hafi kannski vegið meira. En þetta
hefur fólk líka á Íslandi, en er samt að
bogna undan allsnægtum og velferð-
arfullnægju. Það segir mér að eitt-
hvað sé að. Það var það svo sann-
arlega hjá mér áður en ég skipti um
umhverfi og fór að tileinka mér aðra
menningu og hugsunarhátt. Það þarf
ekki að vera neitt slæmt að vera ríkur
ef menn hafa lært að taka ekki öllu
sem sjálfsögðum hlut. En það læra
menn ekki öðruvísi en að hafa smakk-
að á örbirgð og lifað við efnahagslega
erfiðleika. Því er erfitt að sækja sér
holla reynslu og veganesti fyrir lífið í
þjóðfélagi sem er óþakklátt við gjaf-
ara lífsins gæða. Þrátt fyrir auðinn
lifa margir í tómi, andans
ófullnægju og skilja ekki
óhamingju sína betur en
svo að þeir leita í ham-
ingjuformúlur auglýsing-
anna til að reyna að hressa
upp á vannærða sál. Það er
bros með nýjasta farsím-
ann, sólarlandaferðina,
heimabíóið, nýju árgerðina
af draumabílnum og út í
hið óendanlega haf rán-
dýrra gerviþarfa og svik-
ullar hamingju sem endist
kannski einungis að næsta afborg-
unardegi. Ég bjó í landi þar sem fólk
er mjög kirkjurækið. Trúin hefur
mótað hugsun þess og það eru ein-
staklingar með slíka hugsun sem
byggja upp þjóðfélagið. Áhrifin segja
til sín. Ekki af bjór eða víni, ekki af
skammgóðum gerviþörfum auglýs-
ingaflóðsins, heldur af orði Guðs, sem
hefur kennt fólki að þekkja og til-
einka sér hin sönnu verðmæti sem
þar er að finna. Megi Íslendingar
verða þeirrar gæfu aðnjótandi að
koma auga á þann himneska ham-
ingjusjóð sem þeim stendur til boða í
orði Guðs – og án þess að þurfa að
borga fyrir hann.
Velsæld
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
» Það þarf ekki að vera
neitt slæmt að vera
ríkur.
Höfundur er áhugamaður
um samfélagsmál.