Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 ilsstaði í kaffi til ömmu, fylgdist með hestunum, sá um girðingar, græjaði og gerði og oftar en ekki fór ég með í Ketilsstaði og drakk kaffi og gæddi mér á köku hússins með Elsu. Hún fylgdist iðulega gaumgæfilega með í glugganum á meðan við spjölluðum yfir kaffinu, en hún vildi hafa góða yfirsýn yfir vinnu og verk, hross og menn. Hún sýndi mér fallegt handverk og gamlar myndir á meðan ég setti í hana rúllur, svo sagði hún mér skemmtilegar sögur frá gömlum tíma. Það var dásam- legt að fylgjast með sambandi hennar og Guðmundar en vænt- umþykjan leyndi sér ekki. Þau áttu svo fallegt samband. Í apríl 2015 eignuðumst við hana Jónínu Jöru okkar. Hún var svo heppin að fá að kynnast langömmu sinni og þær áttu margar góðar stundir saman, bæði á Ketilsstöðum og á Hjúkrunarheimilinu Dyngju. Elsa hélt Jónínu Jöru undir skírn, sem var dýrmæt stund, en Elsa var rígmontin og talaði mikið um hversu dásamlegt það hefði verið. Rúnar Berg kom svo í heiminn 2017 og heimsótti reglulega langömmu sína en honum fannst það æðislegt þar sem amma laumaði gjarnan að honum maríukexi og piparkök- um og fékk hún sólskinsbros og knús að launum. Við munum halda áfram að segja börnunum okkar frá ömmu Elsu, þeirri stórglæsilegu og hjartahlýju konu, og halda minningu hennar á lofti. Elsku Elsa, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, hvíldu í friði. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur) Ragna Jara. Mín ástkæra móðursystir er fallin frá. Ég man fyrst eftir henni Elsu minni 1956, fyrir 63 árum, þá rétt orðinn fimm ára. Foreldrar mínir höfðu ákveðið að fara í ut- anlandsferð og báðu Elsu fyrir mig. Það var í sjálfu sér ekki óvanaleg beiðni innan sam- stæðrar fjölskyldu á þeim tíma. Nema e.t.v. fyrir þá sök að kær- ustuparið, Elsa Guðbjörg og Jón Bergsson, ákvað að gifta sig örfáum dögum áður en þau áttu að taka við drengnum. Ætlun þeirra var að fara rólega frá æskustöðvum Elsu, Enni við Blönduós, og eyða hveitibrauðs- dögunum á leiðinni austur á æskuslóðir Jóns, Ketilsstaði á Völlum (við Egilsstaði). Það gekk eftir að því undanskildu að þau fengu ekki að sitja ein að hveitibrauðinu … Ári síðar hófu þau búskap á Ketilsstöðum, fyrst í tvíbýli við foreldra Jóns og svo alfarið þeg- ar þau féllu frá. Í árdaga voru Elsa og Jón glæsipar. Elsa var tignarleg kona í fasi og vel menntuð á þess tíma mælikvarða. Hún gat verið ögn ströng – samt á sinn milda hátt. Hún gerði kröfur en var jafnframt örlát. Elsa var m.ö.o. afbragðs fyrirmynd og leiðbeinandi þar eð hún reyndist ætíð viljug að hlusta og gefa á móti. Fyrir vikið naut Elsa virð- ingar innan sem utan fjölskyld- unnar til dauðadags. Sumrin mín hjá Elsu og Jóni urðu níu samtals. Það segir sína sögu um atlætið sem ég naut hjá þessu væna fólki. Það var því ætíð tilhlökkunarefni þegar voraði og styttist í dvölina á Ketilsstöðum. Löngu síðar varð mér æ ljós- ar að atlætið sem drengurinn bjó við þessi níu sumur á Ketils- stöðum undir „árvökulum“ aug- um húsráðenda hafði mótað hann með afgerandi hætti. Í minningunni ríkir frelsi æsku- mannsins á Ketilsstöðum, frelsi til að reyna fyrir sér, taka ákvarðanir á eigin forsendum, taka áhættu, prófa, mistakast, reyna aftur og aftur … þar til viðunandi niðurstaða fékkst! Fyrstu þrjú sumrin var ég einn á sviðinu sem ungviði hjá þeim hjónum. Og síðar þegar börn þeirra fjögur, Dóra, Berg- ur, Ragnheiður og Steinunn, fæddust fékk ég örlitla hlutdeild í systkinahópi. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur. Þegar árin liðu kom andlegt þrek og æðruleysi Elsu í glöggt í ljós. Fyrir fimmtíu árum með fjögur ung börn fékk Elsa ill- vígan sjúkdóm sem þá voru fá úrræði við nema helst skurð- aðgerð af gamla skólanum. Elsa hafði sigur og kallaði árin 50 sem hún fékk að launum bón- usárin sín. Af sama æðruleysi mætti hún öðru andstreymi á löngu æviskeiði. Þrátt fyrir þverrandi líkamlega heilsu síð- ustu árin var Elsa vel ern til dauðadags. Við hjónin vottum börnum Elsu, fjölskyldum þeirra og öðr- um ástvinum samúð okkar og þökkum minninguna um eðal- konu. Gunnar Helgi Hálfdanarson. Elsa á Ketilsstöðum hefur kvatt okkur á þessu tilverustigi eftir merkilegt ævistarf. Ég sé hana fyrir mér með Jóni sínum á nýjum stað, þar sem þau brosa út í annað, stríða smá og kýta örlítið. Hún Elsa gegndi mörgum hlutverkum í lífinu, í fjölskyldu- lífi, atvinnulífi og félagslífi, en alls staðar var hún fyrst og fremst stórmerkileg kona. Ég sá hana fyrst haustið 1982 við skólasetningu Hallorms- staðaskóla, ég var að hefja störf þar sem kennari en hún var að hefja síðasta árið sitt sem for- eldri við skólann. Þessi glæsi- lega hávaxna kona vakti strax eftirtekt mína, ekki síður eftir stutt spjall þar sem ég fann að þarna fór greind kona sem lét sér ekki á sama standa um um- hverfi sitt. Sennilega vissum við báðar að leiðir okkar myndu liggja saman aftur. Og leiðir okkar hafa legið saman í gleði og sorg, um tíma sem tengda- mæðgur, en fyrst og fremst hef- ur hún Elsa verið amma barnanna minna og langamma barnabarnanna minna í hartnær 35 ár. Við áttum frábært sam- starf um velferð sameiginlegra afkomenda okkar, fyrir það samstarf mun ég verða þakklát alla tíð. Alveg frá lokum allt of stutts fæðingarorlofs tóku Elsa og Jón virkan þátt í pössun og uppeldi barnanna okkar Bergs, það að eiga ömmu og afa í sveit- inni, sem alltaf voru til taks, var ómetanlegur fjársjóður, ekki síst fyrir börnin sem nutu þess að eiga alltaf athvarf á Ketils- stöðum þar sem þau lærðu svo ótal margt. Elsa á Ketilsstöðum var um margt sérstök kona, hún var kannski ekki allra, en þegar inn fyrir skelina var komið var ein- staklega gott að eiga hana að, hún var vinur vina sinna og ég var svo heppin að eiga hana að vini fram á síðasta dag. Eldhúsborðið á Ketilsstöðum var einhvers konar töfraborð, því alltaf var hægt að töfra fram veislur á þetta borð þótt stund- um væri ekki mikið til og ekki hlaupið út í búð í tíma og ótíma. En auðvitað gerðust þessir töfrar ekki af sjálfu sér, það var töfrakona sem stjórnaði þessu borði, með smekklegri fram- reiðslu og listfengi í matreiðslu varð kaka hússins og bjarndýra- buffið fræga að veislumat. Eldhúsborðið var líka hjarta hússins þar sem menn og mál- efni voru krufin, þar var mikið sagt af sögum, gjarnan tekist á, en líka mikið hlegið og jafnvel sungið ef tilefni var til. Þótt Elsa væri gjarnan upptekin við matarstúss gaf hún sér tíma til að ræða málin, það fór ekki á milli mála að hún fylgdist með samfélagsmálum og var virk í nærsamfélagi sínu. Hún vildi ekki alltaf segja hug sinn allan, sérstaklega ekki í pólitík, en við vorum sammála um að vera ósammála á þeim vettvangi, en aldrei vildi hún gefa upp hvað hún kaus en var alveg viss um að hún hefði ekki kosið það sama og ég. Ég mun sakna stundanna okkar kæra Elsa, en er þakklát fyrir að hafa átt þig að vini og samferðakonu þessa áratugi og endalaust þakklát fyrir að það varst einmitt þú sem varst föð- uramma barnanna minna. Ég sendi börnunum þínum og af- komendunum öllum innilegar samúðarkveðjur. Jónína Rós Guðmundsdóttir. Elsku amma mín. Ég veit ekki hvar ég get byrjað á skrif- um um þig. Þú hefur alla mína tíð verið svo ósköp stór þáttur í lífi mínu. Ég var bara nokkurra mánaða gömul þegar ég var hjá þér alla virka daga eftir að fæð- ingarorlofi mömmu lauk. Frá þeim tíma og öll mín uppvaxt- arár liðu aldrei margir dagar þar sem ég var ekki hjá þér í það minnsta stund úr degi. Ég er þess fullviss að það er börn- um afar hollt og gott að fá að umgangast ömmur sínar og afa jafn mikið og ég fékk. Ég veit ég mun alla ævi búa að því sem þið kennduð mér, sem var svo ótal margt og algjörlega ótækt að telja upp. Stundirnar okkar eru svo óteljandi að erfitt er að festa eina niður á blað. Ég er al- gjörlega viss um að það að ég skyldi njóta svona mikils tíma með þér og afa á Ketilsstöðum hefur og mun alla tíð gera mig að betri manneskju allt lífið út. Póstferðirnar, handavinnan, vefnaðarstofan í Húsmæðra- skólanum, söngurinn, sögurnar, tíminn við eldhúsborðið á Ket- ilsstöðum og svo margt, margt fleira. Ég er svo óskaplega þakklát fyrir að þú skyldir koma í fermingu Karenar Rós- ar, en ég er viss um að þú ákvaðst að drífa þig af því þú vissir að komið væri að endalok- um fljótlega. Ég er einnig óskaplega þakklát fyrir að hafa drifið mig austur til að kveðja þig strax og ég vissi í hvað stefndi, því þar fékk ég að finna í síðasta sinn fyrir faðmi þínum ásamt því að heyra orðin „elsku litla ljósið hennar ömmu sinnar“ eins og þú sagðir svo oft við mig í gamla daga. Við áttum ágætt spjall áður en yfir lauk og fyrir það verð ég að eilífu þakklát. Ég á eftir að sakna þess að spjalla við þig og ég á svo sann- arlega eftir að sakna húmorsins þíns sem þú hélst í allt til síð- asta dags. Enginn átti nefnilega jafn fyndna og stríðna ömmu og ég. Guð geymi þig alla tíð og tíma, kysstu afa frá mér. Þín ömmustelpa, Guðbjörg Anna. ✝ Lilja KristínKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1950. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 24. apríl 2019. Móðir hennar var Pálína Þor- steinsdóttir, f. 12. apríl 1927, d. 1. ágúst 2008. Kjör- foreldrar hennar voru Kristinn Sigurðsson, f. 11. maí 1898, d. 15. nóvember 1996, og Torfhildur Þorkelsdóttir, f. 26. febrúar 1915, d. 10. október 1998. Systkini Lilju sammæðra eru; Guðlaug, f. 27. nóvember 1945, Anna Soffía, f. 26. apríl 1953, Elísabet, f. 30. mars 1955, Ragnheiður, f. 8. júlí 1957, Þor- valdur, f. 15. ágúst 1958, d. 24. febrúar 2006, og Snjólaug, f. 3. júlí 1962. Lilja giftist Magnúsi Stef- ánssyni frá Reykjavík, f. 12. ágúst 1952, hinn 7. janúar 1973. Foreldrar hans voru Stefán Sigfús Stefánsson, f. 16. september 1930, d. 20. nóvember 2015, og Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 29. nóvember 1927, d. 26 nóvember 2013. Synir Lilju og Magnúsar eru: 1) Kristinn Guðjón, f. 5. ágúst 1969, kvæntur Lindu Mae Kirker, f. 9. maí 1973. Sonur hans af fyrra sambandi er Illugi Þór, f. 28. nóvember 1991. 2) Stefán Hrafn, f. 18. maí 1973. 3) Ágúst T., f. 22. apríl 1980, sambýliskona hans er Arna Magnúsdóttir, f. 27. maí 1989. Sonur hans af fyrra sam- bandi er Sindri Robert, f. 21. ágúst 2004. Dóttir þeirra Örnu er Lilja Bryndís, f. 19. desember 2017. Jarðarför Lilju fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 4. maí 2019, klukkan 14. Það er eitthvað virkilega súr- realískt við það að setjast niður og skrifa þessi orð og veit ég í raun ekki hvar ég á að byrja. Mín fyrstu kynni af Lilju voru árið 2005 þegar ég tók þátt í upp- setningu leikfélagsins á Í Tívolí. Á þeim tíma var Lilja formaður leikfélagsins auk þess að leika í verkinu. Ég man það enn hvað mér þótti þessi kona, sem ég vissi alltaf hver var en hafði í raun aldrei kynnst, frábær og hvað það tók stuttan tíma fyrir mig að virkilega þykja vænt um hana. Ég var á skrítnum stað á þessum tíma og það var ómetanlegt að finna hlýjuna frá henni. Hún hafði einhvers konar áru í kringum sig sem maður gat ekki annað en heillast af. Aldrei hefði mig órað fyrir því þá að seinna ætti hún eft- ir að verða tengdamóðir mín. Syni henni átti ég eftir að kynnast áratug seinna. Einnig í gegnum leikfélagið. Einhverra hluta vegna var ég eitthvað svo stressuð að fara heim til Lilju og Magga í fyrsta skipti. Ég var með hnút í maganum og hrædd um að ég ætti eftir að verða vandræða- leg enda væri það mér líkt. Þessar áhyggjur voru að sjálfsögðu með öllu óþarfar. Við löbbuðum inn í eldhús og það var eins og ég hefði alltaf verið í fjölskyldunni, svo góðar móttökur fékk ég hjá þess- ari nýju fjölskyldu minni. Lilja var ein af þessum mann- eskjum sem í raun er ekki hægt að lýsa með orðum. Það var greinilegt hvað henni þótti vænt um fjölskylduna sína og það var ekkert sem hún hefði ekki gert fyrir fólkið sitt. Ágúst talaði oft um þeirra einstaka samband og er það ólýsanlega sárt að sjá hann missa klettinn sinn. Hún sá að sjálfsögðu ekki sólina fyrir barna- börnunum sínum. Það var magn- að að sjá sambandið á milli henn- ar og Sindra Roberts og var hún í raun hans besti vinur. Þegar við Ágúst komumst að því að við ættum von á barni ákváðum við um leið að ef við eignuðumst stelpu skyldi hún heita Lilja. Ég mun aldrei gleyma augnablikinu þegar hún labbaði til mín með tárin í augunum eftir að við tilkynntum að dóttir okkar héti Lilja Bryndís í höfuðið á ömmum sínum og man ég ekki eftir því að nokkur hafi faðmað mig jafn þétt áður. Það er sárara en orð fá lýst að hugsa til þess að litla daman okkar muni ekki fá að kynnast ömmu sinni. Síðustu mánuðir eru búnir að vera afskaplega erfiðir og höfum við upplifað mikinn tilfinninga- rússíbana. Okkur óraði ekki fyrir því þegar hún kvaddi okkur á eins árs afmæli Lilju Bryndísar á leið á sjúkrahús að við stæðum í þess- um sporum í dag. Elsku Lilja. Það hefur verið mín gæfa og heiður að fá að kynn- ast þér. Þú kenndir mér margt á þessum alltof fáu árum sem þú hefur verið í mínu lífi, miklu meira en þú nokkurn tímann gerðir þér grein fyrir. Þú varst einstök og mun ég sjá til þess að Lilja Bryndís muni ávallt vita af og heyra sögur af fallegu og frá- bæru ömmu sinni sem elskaði hana svo heitt. Ég sakna þín. Þín tengdadóttir, Arna. Hún Lilja Stína systir mín er látin. Það var aldrei gefið að hún yrði systir mín, sjálfsagður hluti af fjölskyldu okkar. Ættleidd af ást- ríkum foreldrum nýfædd, átti hún allt aðra móður, aðra foreldra og fjölskyldu. Ég man eftir Lilju sem kom í heimsókn í Kaldárhöfða. Og eftir heimsóknum á Grettisgötuna með frænku enda mamma Lilju vinkona hennar. Man þegar ég til- kynnti mömmu að ég vissi að Lilja væri systir mín og að ég skyldi segja yngri börnunum það. Eftir það var hún sjálfsagður hluti af fjölskyldunni í huga okkar systkinanna. En sjálfsagt var það flóknara fyrir Lilju að eignast þessa fjöl- skyldu – stóran systkinahóp, móðurina sem ekki var mamma hennar. Ég man helgar hjá Gullu syst- ur þegar unglingsárin færðust yf- ir og þær tengdust sterkum bönd- um. Þegar ég byrjaði í menntaskóla var Lilja nýorðin móðir. Hún og Maggi fóru að búa saman og ég var eins og heimalningur hjá þeim. Lilja varð skjólið sem sveitastelpan átti meðan hún var að fóta sig í borgarlífinu. Tengslin við Kaldárhöfðafjöl- skylduna þróuðust og treystust. Og mikið óskaplega þótti mömmu vænt um að drengirnir kölluðu hana ömmu. Fjölskyldan á Leifsgötunni flutti búferlum til Seyðisfjarðar. Ætlunin var að vera í tvö ár – en þeirra fyrsta vetur, þyngsta snjóavetur sem þau enn hafa upp- lifað, var Lilja staðráðin í að fara í burt um leið og Heiðin yrði fær. Þegar ég kom í heimsókn um hvítasunnu, þegar búið var að ryðja göng í gegnum himinháa skaflana á heiðinni, var komið fegursta vor niðri í bænum. Og Lilja ekki á leiðinni í burtu. Samverustundirnar urðu strjálli, en aldrei var farið um Austurland án þess að komið væri við hjá Lilju og Magga ef þess var nokkur kostur. Oftast var líka safnast saman hjá einhverri syst- urinni þegar þau komu suður, og iðulega komið við í Kaldárhöfða. Alltaf var jafn gott að eiga stundir með Lilju og Magga og alltaf eins og það hefði bara verið í síðustu viku sem við hittumst síðast. Lilja var kannski ekki jafn hávaðasöm og við hinar systurn- ar, en einstaklega hlý og ljúf og hafði alltaf eitthvað gott til mál- anna að leggja, sama hvað kom upp. Þessa síðustu mánuði var hún alltaf elskuleg og jákvæð við hjúkrunarfólkið, hversu þjáð sem hún var og hversu mikið sem hún þráði að komast heim. Og stund- irnar voru áfram dýrmætar. Við hlógum saman og grétum saman, rifjuðum upp minningar, ræddum um börnin okkar, flóknu fjöl- skyldutengslin okkar. Rugluðum saman og hughreystum hvor aðra. Eða þögðum saman. Þegar meðvitundin flökti voru það for- eldrar hennar sem voru oftast næst henni. Þökk sé þeim einnig fyrir að gefa okkur eftir hlutdeild í lífi Lilju. Elsku Maggi, Diddi, Krummi og Gústi og fjölskyldurnar ykkar, hann pabbi sagði svo fallega: Hulin rún er hverjum lífsins skeið þó hyggja skal og líta fram um leið. En örlög ráða, enginn getur flúið, endadægur hverjum til er búið. Ég trúi því að tíminn lækni sár, trúi og bið að víki burtu tár. Ljósið skíni eftir liðna nótt, ljúfur blærinn endurveki þrótt. (Óskar Ögmundsson) Takk, kæra systir, fyrir allt og allt. Anna Soffía Óskarsdóttir. Lilja K. Kristinsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF VILHELMÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR frá Húsavík, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. maí klukkan 13. Ásgeir R. Helgason Helga Lára Haraldsdóttir Valdimar Helgason Helena M. Jóhannsdóttir Sigríður Björk Þormar Hugi og Muni Helgi Már, Sigríður Ólöf og Jóhann Daði Sigurður Hrannar og Tómas Atli og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.