Morgunblaðið - 04.05.2019, Side 36
36 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
60 ára Guðbjörg er frá
Selfossi en býr í
Reykjavík. Hún vinnur
hjá Skólamat.
Maki: Sigurdór Már
Stefánsson, f. 1959,
húsvörður á Skúlagötu
20.
Börn: Eggert Már Sigurdórsson, f. 1981,
Agústa Arna Sigurdórsdóttir, f. 1986, og
Brynjar Örn Sigurdórsson, f. 1989.
Barnabörn: Sigurdór Helgi, Sigurður
Trausti, Stefán Örn, Sóley Margrét og
Gunnar Breki.
Foreldrar: Guðmundur Lárus Jóhanns-
son, f. 1931, d. 2015, mjólkurbílstjóri, og
Arnbjörg Þórðardóttir, f. 1938, búsett á
Selfossi.
Guðbjörg Fríða
Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er margt skemmtilegt á dag-
skránni hjá þér og þú átt það alveg skilið
að gefa þér smátíma til þess að njóta her-
legheitanna.
20. apríl - 20. maí
Naut Notaðu daginn í verslun. Efastu ekki
um hæfileika þína. Gefðu þér tíma til þess
að kynna þér mál og þá verður fram-
kvæmdin árangursrík og örugg.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú mátt finna til svolítið meira
sjálfstrausts því það skemmir fyrir þér
hversu reikul/l og hikandi þú ert. Farðu út
í náttúruna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gerðu meiri kröfur til annarra.
Heimilisaðstæður þínar eru svo breyttar
og krefjandi að aðrir verða að grípa inn í.
Gamalt leyndarmál veldur þér áhyggjum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Að gefa endalaust hugmyndir þínar
og tíma án þess að fá neitt í staðinn er
ekki nógu gott. Einbeittu þér að því að
gera það sem þú gerir best.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Atburðarás dagsins mun leiða þig á
stað þar sem þú hefur aldrei komið áður.
Sjálfsstjórn þín mun vekja virðingu ann-
arra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu þér tíma fyrir sjálfa/n þig. Hug-
arró er það sem þú þarfnast. Prófaðu að
íhuga eða farðu í jóga og gáðu hvort það
hjálpar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnst að þú verðir að
finna upp á einhverju til að fá útrás fyrir
sköpunargáfuna. Ástamálin eru í uppnámi
þessar vikurnar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt erfitt með að sannfæra
aðra um ágæti hugmyndar þinnar. Maki
þinn styður þig hins vegar heilshugar.
Reynið að finna út úr hlutunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ein frumleg hugmynd getur
kollvarpað öllu, ekki síst peningamál-
unum. Njóttu frelsisins sem þú býrð við.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Peningar renna milli fingranna
á þér um þessar mundir vegna óvæntra
útgjalda. Farðu að öllu með gát í akstri,
göngu eða hjólreiðum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur verið erfitt að eiga við
andstæðing sem er svo líkur manni að
furðu sætir. Ekki hafa áhyggjur af ung-
lingnum, hann spjarar sig sjálfur.
Ó
lafur Ólafsson fæddist
5. maí 1924 í Syðstu-
Mörk undir Vestur-
Eyjafjöllum. Hann ólst
þar upp í foreldra-
húsum við almenn sveitastörf þess
tíma og fór snemma að vinna utan
heimilisins.
Ólafur stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni 1942-44 og
við Samvinnuskólann í Reykjavík
1944-46.
Ólafur hóf störf hjá Kaupfélagi
Hallgeirseyjar á Hvolsvelli 1946
sem heitir Kaupfélag Rangæinga
frá 1948 er það var sameinað Kaup-
félagi Rangæinga á Rauðalæk. Þar
var Ólafur afgreiðslumaður, síðan
deildarstjóri, þá fulltrúi kaupfélags-
stjóra og loks útibússtjóri á Rauða-
læk.
Ólafur flutti til Ólafsfjarðar 1959
þar sem hann var kaupfélagsstjóri
til 1965. Þá flutti hann aftur á
Hvolsvöll og var þar kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Rangæinga til
1989 er hann lét af störfum.
Ásamt eiginkonu sinni, Rann-
veigu Júlíönnu Baldvinsdóttur,
byggði Ólafur og rak Hótel Hvols-
völl á Hvolsvelli um árabil.
Ólafur rak bókhaldsþjónustu á
heimili sínu frá 1989-2018 þar sem
hann sinnti aðallega framtals- og
bókhaldsþjónustu fyrir bændur og
smærri fyrirtæki.
Ólafur sat í bæjarstjórn og bæj-
arráði Ólafsfjarðar 1962-64, var
lengi formaður Framsóknarfélags
Rangæinga, átti sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins um árabil, sat
í stjórn kjördæmissambands fram-
sóknarmanna í Suðurlands-
kjördæmi og var varaþingmaður
eitt kjörtímabil. Hann sat í nokkur
ár í stjórn Vinnumálasambands
samvinnufélaganna og í stjórn
Meitilsins hf. í Þorlákshöfn.
Ólafur var með afskaplega græna
fingur, alla tíð ræktaði hann alls
kyns gróður og matjurtir. Garður
þeirra hjóna Ólafs og Rannveigar
við Öldugerði 18 bar þess greinileg
merki, enda voru sumarblóm í
miklu uppáhaldi hjá Ólafi, og rækt-
aði hann blóm í garði sínum allt til
ársins 2018. Rannveig lést árið 2009
en Ólafur bjó frá þeim tíma og þar
til í október á síðasta ári einn á
heimili sínu í Öldugerði þar til hann
flutti á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á
Hvolsvelli. Ólafur byggði ásamt
fjölskyldu sinni upp sumarbústað á
æskuslóðum sínum í Syðstu-Mörk
þar sem núna er sælureitur stór-
fjölskyldunnar og mikil skógrækt.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 29. október 1955
Rannveigu Júlíönnu Baldvins-
dóttur, f. 22. ágúst 1933, d. 12. des-
ember 2009, húsmóður. Hún var
dóttir hjónanna Baldvins Guðna Jó-
hannessonar, 29. október 1895, d.
10. desember 1971, sjómanns í
Ólafsfirði, og Sigfríðar Björns-
dóttur, f. 18. febrúar 1898, d. 3.
október 1978, húsmóður og verka-
konu í Ólafsfirði.
Börn Ólafs og Rannveigar Júl-
íönnu eru: 1) Ólafur, f. 14. febrúar
1955, tæknifræðingur í Reykjavík,
kvæntur Jakobínu Vilhelmsdóttur
sjúkraliða og eiga þau tvær dætur;
2) Baldvin Guðni, f. 11. maí 1956,
búsettur í Taílandi, og á hann tvö
börn; 3) Ásta Halla, f. 14. nóvember
1962, hársnyrtir á Hvolsvelli, gift
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri – 95 ára
Fjölskyldan Ólafur ásamt börnum og barnabörnum í jólaboði á heimili hans í Öldugerði árið 2013.
Ræktaði garðinn sinn alla tíð
Veiðimaðurinn Ólafur við veiðar í Eystri-Rangá árið 2015.
40 ára Egill er Hafn-
firðingur en býr í
Kópavogi. Hann er
doktor í orkuauðlinda-
verkfræði og er verk-
efnastjóri hjá Lands-
virkjun.
Maki: Lára Kristín
Kristinsdóttir, f. 1983, ráðgjafi fyrir Stekk
fjárfestingarfélag.
Börn: Patrekur, f. 2010, Aðalsteinn, f.
2015, og Júlíus, f. 2017.
Foreldrar: Júlíus Birgir Kristinsson, f.
1952, fjármálastjóri hjá ORF líftækni, og
Svanhvít Aðalsteinsdóttir, f. 1954, sér-
fræðingur á laga- og stjórnsýslu-
skrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu. Þau
er búsett í Reykjavík.
Egill Júlíusson
Til hamingju með daginn
Rauðager
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Kæli- &
frystiklefar
og allt tilheyrandiHurðirHillur
Strimlahurðir
Kæli- & frysti-
kerfi
Blásarar &
eimsvalar
Læsingar, lamir,
öryggiskerfi ofl.
Áratuga reynsla og þekking
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is