Morgunblaðið - 04.05.2019, Síða 40
Á HLÍÐARENDA
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Miklu er búist við af Valskonum á Ís-
landsmótinu í knattspyrnu í sumar og
þær stóðu heldur betur undir vænt-
ingum í fyrsta leik. Þór/KA kom þá í
heimsókn að Hlíðarenda þar sem úr
varð markaveisla í 5:2-sigri Vals í
skemmtilegum leik. Það var þó lítið í
fyrri hálfleik sem benti til þess að um
stórsigur Vals yrði að ræða. Valur
byrjaði leikinn vissulega vel, en eftir
tvö glæsimörk Þórs/KA utan teigs
snerist allur byrinn í bak norð-
ankvenna. Þær hefðu hæglega getað
skorað fleiri mörk en voru þó 2:1 yfir í
hálfleik. Það var hins vegar ljóst
strax frá upphafsflautinu eftir hlé að
Valskonur ætluðu að svara fyrir sig
og það skilaði sér í fjórum mörkum.
Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu
fyrir Val og orðaði það vel í viðtali við
Morgunblaðið eftir leik þegar hún
sagði að Valsliðið þyrfti að standa
undir öllu talinu um gæðin sem eru
sögð búa í liðinu. Það er líka ekki sagt
út í loftið, en aðeins einn leikmaður í
byrjunarliði Vals í gær átti ekki A-
landsleik að baki. Í seinni hálfleik í
gær sýndi liðið svo og sannaði hvað í
því býr, sérstaklega fram á við, og ef
það nær þessum takti í sumar er von
á góðu á Hlíðarenda.
Allur botn datt úr leik Þórs/KA eft-
ir að Valur skoraði tvö mörk á fyrstu
mínútum seinni hálfleiks. Það seinna
klaufalegt sjálfsmark. Nýr hol-
lenskur framherji, Iris Achterhof, var
þá sett inn á til þess að fríska upp á
sóknarleikinn en hefði alveg eins get-
að setið áfram á bekknum.
Það er þó jákvætt að sjá hvað
Andrea Mist Pálsdóttir og Lára
Kristín Pedersen náðu vel saman á
miðjunni þrátt fyrir að hafa ekkert
spilað saman í vetur. Þeirra samvinna
mun skipta sköpum í sumar.
Slógu tóninn
fyrir sumarið
á Hlíðarenda
Fimm mörk og þrenna í fyrsta leik
Morgunblaðið/Hari
Stórsigur Valskonur fagna einu af fimm mörkum sínum gegn Þór/KA í
leiknum í gær. Hlín Eiríksdóttir, lengst til hægri, skoraði þrennu.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG
FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND
– ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR,
NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR –
Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir
Bókanir: fundir@islandshotel.is
Svíþjóð
Fyrsti úrslitaleikur:
Södertälje – Borås .............................. 92:81
Jakob Örn Sigurðarson tók 1 frákast fyr-
ir Borås og lék í 21 mínútu.
Staðan er 1:0 fyrir Södertälje.
Spánn
B-deild karla:
Barcelona B – Bilbao .......................... 76:84
Kári Jónsson lék ekki með Barcelona
vegna meiðsla.
Frakkland
B-deild:
Evreux – París ..................................... 90:70
Frank Aron Booker skoraði 11 stig fyrir
Evreux, átti 5 stoðsendingar og tók 1 frá-
kast á 26 mínútum.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Philadelphia – Toronto ...................... 116:95
Staðan er 2:1 fyrir Philadelphia.
KÖRFUBOLTI
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra
Jónsdóttir lék á 68 höggum, fjórum
höggum undir pari, á þriðja og síð-
asta hringnum á Omega Dubai Mo-
onlight Classic-mótinu á Evrópu-
mótaröðinni í golfi í gær.
Valdís hafnaði í 29. sæti mótsins
á samanlagt þremur höggum yfir
pari, eftir sveiflukennda þrjá
hringi. Hún bætti það hins vegar
upp með glæsilegum hring í gær og
var á meðal bestu kylfinga á þriðja
hring. Valdís fær um 2.500 evrur
fyrir mótið, tæpar 340.000 krónur.
johanningi@mbl.is
Valdís lék vel á
lokahringnum
Ljósmynd/LET
Öflug Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel
á lokahringnum í Dubai í gær
Suður-afríska hlaupakonan Caster
Semenya kom fyrst í mark í 800
metra hlaupi á Demantamóti í frjáls-
um íþróttum í Dóha. Semenya hafði
mikla yfirburði og hljóp á 1:54,98
mínútu, sem er besti tími ársins. Hún
var tæpum þremur sekúndum á und-
an Francine Niyonsaba. Semenya var
að hlaupa í síðasta skipti áður en hún
þarf að taka lyf sem bælir niður te-
stósterónmagnið í líkama hennar. Al-
þjóða frjálsíþróttasambandið hefur
innleitt nýjar reglur, þar sem konur
með hátt testósterónmagn þurfa að
taka lyf sem heldur því niðri.
Semenya fyrst á
besta tíma ársins
AFP
Langfyrst Caster Semeny vann með
miklum yfirburðum í Dóha.
1:0 Hlín Eiríksdóttir 7.
1:1 Karen M. Sigurgeirsdóttir 27.
1:2 Andrea Mist Pálsdóttir 33.
2:2 Fanndís Friðriksdóttir 48.
3:2 Sjálfsmark 54.
4:2 Hlín Eiríksdóttir 70.
5:2 Hlín Eiríksdóttir 85.
I Gul spjöldHlín (Val), 68. (brot), Elín
Metta (Val) 90. (brot).
MM
Hlín Eiríksdóttir (Val)
M
Ásgerður St. Baldursdóttir (Val)
Elín Metta Jensen (Val)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Val)
Margrét Lára Viðarsdóttir (Val)
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
VALUR – ÞÓR/KA 5:2
Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurð-
ardóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir,
Guðný Árnadóttir, Lillý Rut Hlyns-
dóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.
Miðja: Ásgerður S. Baldursdóttir,
Margrét Lára Viðarsdóttir (Guðrún
K. Sigurðardóttir 88), Dóra María
Lárusdóttir (Mist Edvardsdóttir 83).
Sókn: Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta
Jensen, Fanndís Friðriksdóttir (Berg-
dís Fanney Einarsdóttir 88).
Þór/KA: (4-3-3) Mark: Bryndís Lára
Hrafnkelsdóttir . Vörn: Hulda B.
Hannesdóttir, Bianca Sierra, Arna
Sif Ásgrímsdóttir, Lára Einarsdóttir
(Rut Matthíasdóttir 70). Miðja:
Andrea M. Pálsdóttir, Lára K. Ped-
ersen, Karen M. Sigurgeirsdóttir.
Sókn: Hulda Ósk Jónsdóttir (María
C. Ólafsdóttir Gros 74), Margrét
Árnadóttir (Iris Achterhof 57),
Stephany Mayor.
Dómari: Gunnþór S. Jónsson, 8.
Áhorfendur: Óuppgefið.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kórinn: HK – Breiðablik........................ L16
Greifavöllur: KA – Valur ........................ S16
Meistaravellir: KR – ÍBV....................... S17
Grindavík: Grindavík – Stjarnan ...... S19.15
Würth-völlur: Fylkir – ÍA ................. S19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Leiknisvöllur: Leiknir R. – Magni ........ L16
Þórsvöllur: Þór – Afturelding................ L16
Nettóvöllur: Keflavík – Fram ................ S14
Extra-völlur: Fjölnir – Haukar ............. S14
Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Grótta ........ S14
Eimskipsv.: Þróttur R. – Njarðvík........ S14
2. deild karla:
Hertz-völlur: ÍR – Leiknir F ............ L13.30
Jáverkvöllur: Selfoss – Vestri ............... L14
Nesfiskvöllur: Víðir – KFG.................... L14
Fjarðab.höll: Fjarðab. – Tindastóll ...... L16
Akraneshöll: Kári – Völsungur ............. L16
Vogar: Þróttur V. – Dalvík/Reynir........ S15
3. deild karla:
Europcarvöllur: Reynir S. – Sindri....... L14
Valsvöllur: KH – Augnablik .................. L14
Borgarnes: Skallagrímur – Einherji .... L15
Bessastaðavöllur: Álftanes – KF .......... L16
Framv.: Kórdrengir – Höttur/Huginn.. S14
Bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikar kvenna:
Eimskipsv.: Þróttur R. – Fjölnir........... L14
Höfn: Sindri – Fjarð/Hött/Leikn........... S14
Vogar: Þróttur/Víðir – Haukar.............. S19
KÖRFUKNATTLEIKUR
Oddaleikur um Íslandsmeistaratitil karla:
DHL-höllin: KR – ÍR (2:2)..................... L20
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, þriðji leikur:
Schenker-höll: Haukar – ÍBV (1:1) ....... S16
Umspil karla, þriðji leikur:
Víkin: Víkingur – HK (2:0) ..................... S18
UM HELGINA!
Adam Haukur Baumruk úr Haukum og Róbert Sigurð-
arson úr ÍBV verða báðir í leikbanni í þriðja leik félag-
anna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik
á morgun og tveir leikmenn til viðbótar gætu farið í
bann.
Fjögur rauð spjöld fóru á loft í öðrum leik liðanna í
Vestmannaeyjum í fyrrakvöld, þar sem ÍBV vann 32:30.
Adam og Róbert voru reknir af velli, sem og þeir Darri
Aronsson úr Haukum og Kári Kristján Kristjánsson úr
ÍBV.
Mál Adams og Róberts voru afgreidd á fundi aga-
nefndar í gær. Ástæða þess að þeir fengu eins leiks bann
er sú að þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem þeir fá rautt spjald í leik.
Kemur þar til stighækkandi áhrifa vegna útilokunar.
Mál Darra og Kára verða tekin fyrir að nýju á fundi aganefndar í dag.
Báðir voru þeir úrskurðaðir í eins leiks bann en málinu frestað á meðan
beðið er sjónarmiða og athugasemda viðkomandi félaga. Brot þeirra þóttu
grófari og féllu undir reglu 8.6 en ekki 8.5, en verulegur munur er á eðli
þessara brota. sport@mbl.is
Allt að fjórir í banni á morgun
Darri
Aronsson