Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 41
Á HLÍÐARENDA
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Valsmenn eru komnir með bakið
upp að veggnum fræga eftir annan
eins marks ósigur fyrir Selfossi í
undanúrslitum Íslandsmóts karla í
handknattleik í Origo-höllinni í
gærkvöldi, 32:31. Þriðja viðureign
liðanna verður á Selfossi á mánu-
dagskvöldið og tapi Valur henni
einnig tryggir Selfoss sér sæti í
úrslitum Íslandsmótsins.
Eins og á þriðjudagskvöldið
buðu bæði liðin upp á mikla
skemmtun í gærkvöldi. Fyrri hálf-
leikur var stórskemmtilegur af
hálfu beggja liða. Hraður og
kraftmikill leikur, enda var skorað
liðlega eitt mark á mínútu. Áhorf-
endur, sem fjölmenntu í Origo-
höllina, voru vel með á nótunum,
svo ekki skemmdi stemningin fyr-
ir fjörinu.
Vart mátti á milli þeirra sjá en
Selfoss-liðið var þó lengst af með
eins marks forystu eftir að Val-
urvar sterkari á fyrstu mínútum.
Sóknarleikurinn var í aðal-
hlutverki. Hraðaupphlaup voru
mörg og gekk misjafnlega hjá lið-
unum að nýta þau. Staðan var
16:15 fyrir Selfoss í hálfleik. Síðari
hálfleikur var einnig hnífjafn og
spennandi. Eftir það var jafnt á
öllum tölum þar til tæpar tíu mín-
útur voru til leiksloka. Þá komst
Selfoss þremur mörkum yfir,
27:24. Aftur jöfnuðu Valsmenn en
þeim tókst aldrei að komast yfir.
Selfoss náði tveggja marka for-
skoti, 30:28, tveimur mínútum fyr-
ir leikslok. Þann mun náði Valur
aldrei að jafna.
Árni Steinn Steinþórsson fékk
rauða spjaldið þegar sjö mínútur
voru eftir og olnbogi hans slóst í
kinnina á Alexander Erni Júl-
íussyni, Valsmanni, þegar Árni
Steinn sótti að marki Vals. Mikið
blæddi úr Alexander. Ólíklegt var
talið í gær að afleiðingar höggsins
hefðu áhrif á þátttöku hans í
leiknum á mánudaginn.
Sölvi Ólafsson átti frábæran leik
í marki Selfoss en nokkuð hefur
vantað upp á að markvarsla Sel-
foss-liðsins hafi verið viðunandi á
keppnistímabilinu. Hann varði 18
skot. Annars lögðu allir leikmenn
Selfoss eitthvað til málanna í
leiknum sem var liðinu mikilvægt
þótt það hafi innan sinna raða tvo
magnaða handknattleiksmenn í
þeim Elvari Erni Jónssyni og
Hauki Þrastarsyni.
Valsliðið tapaði nokkrum
smáum atriðum sem reyndust dýr
þegar upp var staðið. Liðið lék vel
og þar voru fremstir Róbert Aron
Hostert, Anton Rúnarsson og
Vignir Stefánsson. Betri nýting á
hröðum upphlaupum hefði senni-
lega riðið baggamuninn fyrir Vals-
menn.
Smáatriðin féllu með Selfossi
Valsmenn verða að sækja sigur á erfiðan útivöll á mánudagskvöldið
Morgunblaðið/Hari
Erfiður Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var Valsmönnum erfiður sem fyrr. Hér hefur hann snúið á Ými Örn
Gíslason og Róbert Aron Hostert. Haukur skoraði sex mörk og lagði grunn að mörgum fyrir samherjana.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
VERKFÆRADAGAR
afsláttur á rafmagns-
verkfærum
50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18.
Laugard. kl. 10–16.
Sunnud. kl. 12–16
Alþjóðadómarinn Anton Gylfi Páls-
son er á sjúkralistanum nú í miðri úr-
slitakeppni karla á Íslandsmótinu í
handknattleik. Anton meiddist á kálfa
á dögunum og dæmir í það minnsta
ekki á næstu dögum. Félagi hans Jón-
as Elíasson mun þó væntanlega taka
að sér einhver verkefni á meðan Anton
er frá. Vonir standa til þess að Anton
gæti mögulega beitt sér þegar líður á
vikuna.
Víkingar í Ólafsvík bættu dönskum
framherja í hóp sinn í gær, fyrir keppn-
ina í 1. deild karla í knattspyrnu, en
þeir taka á móti Gróttu í fyrstu um-
ferðinni á morgun. Hann heitir Jacob
Andersen, 25 ára gamall, og lék síðast
með Egersund í norsku C-deildinni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís-
landsmeistari í golfi, er í 47. sæti
ásamt um 20 öðrum kylfingum eftir
fyrsta hring á VP Bank Ladies Open-
mótinu á LET-Acess-Evrópumótaröð-
inni. Leikið er í Sviss.
Guðrún lék á 74 höggum eða á tveim-
ur höggum yfir pari. Guðrún fékk
þrjá fugla, fimm
skolla og ellefu
pör á holunum 18.
Berglind
Björns-
dóttir er
einnig á
meðal
keppenda á
mótinu en hún
náði sér ekki á
strik í dag og
lék á 81 höggi,
níu höggum yfir
pari, og er á
meðal neðstu
kylfinga.
Eitt
ogannað
Origo-höllin, undanúrslit karla,
annar leikur, föstudag 3. maí 2019.
Gangur leiksins: 3:3, 6:7, 7:8,
10:10, 13:14, 15:16, 15:18, 19:19,
22:21, 24:26, 27:27, 31:32.
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 9/2,
Róbert Aron Hostert 7, Vignir Stef-
ánsson 6, Sveinn Aron Sveinsson
5/1, Ásgeir Snær Vignisson 2, Ým-
ir Örn Gíslason 1, Stiven Tobar Val-
encia 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andr-
ésson 9, Einar Baldvin Baldvinsson
7.
Valur – Selfoss 31:32
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jóns-
son 8/2, Haukur Þrastarson 6,
Hergeir Grímsson 6, Árni Steinn
Steinþórsson 5, Alexander Már
Egan 4, Guðni Ingvarsson 2, Atli
Ævar Ingólfsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 18/2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Sigurður Hjörtur
Þrastarson og Svavar Ólafur
Pétursson.
Áhorfendur: 1.100.
Staðan er 2:0 fyrir Selfoss..
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Miðað við frammistöðu liðanna í
fyrstu umferð Íslandsmóts karla í
knattspyrnu er viðureign Fylkis og
ÍA áhugaverðasti leikur helgar-
innar í Pepsi Max-deildinni en liðin
mætast í Árbænum annað kvöld.
Fylkir og ÍA eru í tveimur efstu
sætum stigatöflunnar eftir eina um-
ferð, hversu mikið mark er takandi
á því er annað mál, en bæði lið skor-
uðu þrjú mörk á fyrsta leikdeginum
og koma af miklum krafti inn í
þetta Íslandsmót.
Fylkir, með Sam Hewson í aðal-
hlutverki, vann ÍBV 3:0 í Eyjum og
nýliðar Skagamanna lögðu KA 3:1
á Akranesi þar sem Tryggvi Hrafn
Haraldsson skoraði tvö markanna.
Fylkismenn eiga Geoffrey Castill-
ion til góða frá fyrstu umferðinni
en hann spilaði gegn Gróttu í bik-
arnum í vikunni og fróðlegt verður
að sjá til hans í appelsínugula bún-
ingnum. Ef sigurvegari fæst úr
þessum leik gæti hann trónað á
toppnum eftir tvær umferðir.
HK og Breiðablik mætast í dag
í fyrsta Kópavogsslag deildarinnar
frá árinu 2008. Nú er HK á heima-
velli í Kórnum en á árum áður var
Kópavogsvöllur heimavöllur
beggja liðanna. Blikar byrjuðu mót-
ið á 2:0-sigri í Grindavík en HK á
2:0-tapi í Kaplakrika.
KA tekur á móti Íslandsmeist-
urum Vals á morgun og aldrei hef-
ur verið leikið jafn snemma á Ak-
ureyrarvelli. Bæði lið hafa talsvert
að sanna eftir fyrstu umferð, KA
tapaði fyrir ÍA og Valur náði naum-
lega 3:3-jafntefli gegn Víkingi.
KR, með Aron Bjarka Jós-
epsson í banni eftir 1:1-jafnteflið
gegn Stjörnunni, fær ÍBV í heim-
sókn í Vesturbæinn á morgun.
Grindavík verður aftur á
heimavelli og nú gegn Stjörnunni
en bæði lið ollu nokkrum von-
brigðum í fyrstu umferðinni.
Leikur helgarinnar
verður í Árbænum
Morgunblaðið/Hari
Nýliðar Skagamenn heimsækja
Fylkismenn annað kvöld.