Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og
Berglind Erna Tryggvadóttir opna
sýninguna Hnallþóran í galleríinu
Midpunkt, Hamraborg 22 í Kópa-
vogi, á morgun kl. 16. Boðið verður
upp á kaffi, freyðivín og hnallþórur
við opnunina.
„Hin íslenska hnallþóra er fyrir-
bæri sem kom fram á Íslandi á fyrri
parti tuttugustu aldarinnar. Hún var
handverk, listhlutur sem stóð á
miðju veisluborði hverrar húsmóður,
krúnudjásn, sjónræn þjóðargersemi.
Að bera glæsileikann á borð, fyrir
vini og vandamenn jafnt af gleði- og
sorgartilefnum tengir fólk saman og
sú athöfn að matreiða fyrir aðra og
borða saman er skapandi ferli,“ seg-
ir meðal annars um sýninguna í til-
kynningu.
Listakonurnar segjast með verk-
efninu vilja minna á hnallþóruna,
passa að hún gleymist ekki og rann-
saka hverjir listamennirnir á bak við
terturnar hefi verið og séu kannski
enn. Hnallþóran er fyrsta kynning á
rannsóknum þeirra og er verkefni í
vinnslu, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Midpunkt.
Hnallþóruopnun í Midpunkt
Varðveisla Listakonurnar vilja
vernda og varðveita hnallþóruna.
Mikil aðsókn hef-
ur verið meðal
kvikmyndagerð-
arfólks í að kom-
ast með kvik-
myndir sínar inn
á Alþjóðlega
kvikmyndahátíð
í Reykjavík,
RIFF, og segir í
tilkynningu að
nú þegar hafi
meðlimir dagskrárnefndarinnar
fengið hátt í þúsund umsóknir frá
kvikmyndagerðarfólki hvaðanæva
úr heiminum. Opið er fyrir umsókn-
ir til og með 7. júlí.
Næsta hátíð verður sú sextánda í
röðinni og mun hún standa yfir frá
26. september til 6. október. Dag-
skrá hátíðarinnar verður kynnt í
september.
Stjórnandi hátíðarinnar er
Hrönn Marinósdóttir.
Hátt í þúsund um-
sóknir hafa borist
Hrönn
Marinósdóttir
Félag um
átjándu aldar
fræði heldur
málþing undir
yfirskriftinni
Hólavallaskóli
(1786–1804) –
Reykjavík vakn-
ar til lífsins, í fyr-
irlestrasal á 2.
hæð Þjóðar-
bókhlöðunnar í
dag kl. 13.30. Fundarstjóri verður
Svavar Sigmundsson, prófessor
emeritus við Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, og
flytja erindi þau Hrefna Róberts-
dóttir þjóðskjalavörður, sagnfræð-
ingarnir Guðlaugur Rúnar Guð-
mundsson og Kristín Bragadóttir
og Sveinn Einarsson leiklistarfræð-
ingur. Hvert erindi verður um 20
mín. að lengd og tími gefinn til fyr-
irspurna.
Málþing um
Hólavallaskóla
Sveinn
Einarsson
O
NÁNAR Á
S A L U R I N N . I S
DA CAPO GUNNAR GUÐBJÖRNSSONVIÐTALSTÓNLEIKAR
18.05.19 KL.14.00
ÞÓRA
EINARSDÓTTIR
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Tónlistarævintýrið um Strákurinn
og slikkeríið hefur átt sér býsna
langan aðdraganda. Fyrir 10 árum
rakst ég á skemmtilega bók í Bret-
landi eftir Roald Dahl, The Giraffe
and the Pelly and Me. Ég heillaðist
af sögunni og ákvað að þýða hana.
Fékk svo þá flugu í höfuðið að gera
úr sögunni einhvers konar músík-
stykki fyrir leiksvið eða tónleika-
pall,“ segir Jóhann G. Jóhannsson,
textahöfundur og tónskáld, sem
dundaði sér við það nokkur ár að
færa söguna yfir í bundið mál og
hætti ekki fyrr en hann var kominn
með hana í langan kvæðabálk.
„Fyrirmyndina hafði ég raunar
frá Dahl sjálfum því hann var mjög
hagmæltur og gerði mikið af því að
snúa gömlum ævintýrum upp í
langa kvæðabálka,“ segir Jóhann
og bætir við að það taki 45 mínútur
að lesa kvæðabálkinn. Hann segist
hafa séð að við ákveðna hluta af
kvæðabálknum væri heppilegt að
gera sönglög. Lögin hafi komið
hvert af öðru og orðið 18 talsins.
Jóhann kynnti verkið fyrir Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, sem leist
ákaflega vel á það og ákveðið var
að gera það að sinfónísku tónlistar-
ævintýri með sögumönnum, söngv-
urum og kór.
„Textinn í verkinu er alfarið
minn, ekki þýðing úr ensku, en ég
styðst við söguþráðinn úr bók
Dahls. Verkið fjallar um um lítinn
strák sem eignast óvenjulega vini
úr dýraríkinu; gíraffa, pelíkana og
apa. Saman lenda þeir í skemmti-
legum ævintýrum þar sem hæfi-
leikar hvers og eins fá notið sín og
úr verður samstarf sem engan
hefði órað fyrir,“ segir Jóhann og
bætir við að þegar upp sé staðið
hafi allar óskir þeirra, vonir og
draumar ræst, þar á meðal draum-
ur stráksins um að eignast sína
eigin sælgætisbúð.
Nota það sem okkur er gefið
Jóhann segir Strákinn og slikk-
eríið fyrst og fremst vera skemmti-
lega sögu og ævintýri. Boðskapur-
inn í verkinu sé sá að þegar við
hjálpumst að og notum þá eigin-
leika sem okkur séu gefnir sé von
til þess að okkur farnist vel.
Jóhann segir Dahl hafa lengi verið
í uppáhaldi hjá sér og hann hafi
haft gaman af bókum hans, bæði
þeim sem eru fyrir börn og fyrir
fullorðna, m.a. sögunni um Matt-
hildi og Kalla og sælgætisgerðina.
„Ég hef gert svolítið af því að
semja og útsetja fyrir Sinfóníu-
hljómsveitina og hef langa reynslu
úr leikhúsum og alls kyns verk-
efnum fyrir börn,“ segir Jóhann,
sem telur ekkert öðruvísi að semja
fyrir börn en fullorðna. Hann
samdi m.a. tónlistina í Skilaboða-
skjóðunni og færði lög Astrid Lind-
gren í hljómsveitarbúning fyrir
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hluti af verkinu Strákurinn og
slikkeríið var flutt á tvennum
skólatónleikum á fimmtudag og
föstudag. Tónlistarævintýrið
Strákurinn og slikkeríið verður
einungis flutt í eitt skipti í fullri
lengd; í Eldborgarsal Hörpu í dag
kl. 14.
„Noam Aviel þreytir frumraun
sína með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í Strákurinn og slikkeríið.
Aviel er ungur hljómsveitarstjóri
frá Texas. Hún er alveg frábær og
afskaplega vandvirk. Hún hefur
meira að segja lagt það á sig að
setja sig inn í íslenska tungu og
framburð til þess að geta fylgt
verkinu almennilega úr hlaði,“ seg-
ir Jóhann, sem bætir við að æfing-
ar hafi gengið mjög vel og það hafi
verið algjör unaður að verða vitni
að því þegar Strákurinn og slikker-
íið varð að veruleika í Eldborg.
Jóhann segir Aviel hafa góða til-
finningu fyrir tónlistinni í verkinu,
sem sé skemmtileg blanda af léttri
svolítið djassskotinni músík með
alls konar stílbrögðum.
„Við erum svo heppin að hafa
Stúlknakór Reykjavíkur með okk-
ur á tónleikunum. Kórinn, sem
skipaður er um 40 stelpum frá
fermingaraldri og fram yfir tvítugt,
er alveg frábær,“ segir Jóhann.
„Brynhildur Guðjónsdóttir og
Unnsteinn Manuel Stefánsson
fleyta sögunni áfram í tali og tón-
um. Það hefur verið ákaflega gam-
an að fá að vinna með þeim,“ segir
Jóhann og bætir við að til að auka
enn frekar á upplifunina verði stór-
skemmtilegum myndum Quentins
Blake varpað á stórt tjald fyrir of-
an hljómsveitina. Þar muni strák-
urinn, félagar hans gíraffinn, pelí-
kaninn og apinn og ævintýri þeirra
birtast áhorfendum ljóslifandi.
Morgunblaðið/RAX
Tónlistarævintýri Jóhann fylgist með æfingu á nýju verki sínu í Eldborg.
Strákurinn og slikkeríið í Eldborg
Tónlistarævintýri Jóhanns G. Jó-
hannssonar byggt á sögu Roald Dahl
Í tilefni af stórafmælum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands (70 ára), Ís-
lensku óperunnar (40 ára) og
Listahátíðar í Reykjavík (50 ára)
munu þær í sameiningu setja upp
óperu Wagners; Die Walküre, vorið
2020. Óperan verður flutt 27. og 29.
maí í Eldborg og mun Alexander
Vedernikov stjórna hljómsveitinni
en hann tók í fyrra við stöðu aðal-
stjórnanda við Konunglegu dönsku
óperuna í Kaupmannahöfn. Leik-
stjóri verður Julia Burbach sem er
fastráðin við Covent Garden-
óperuna í Lundúnum og vídeó-
listamaðurinn Tal Rosner, sem er
BAFTA-verðlaunahafi, mun einnig
koma að uppfærslunni.
Í tilkynningu segir að nokkrir
heimsþekktir söngvarar muni fara
með stærstu hlutverkin og má af
þeim nefna Christopher Ventris
sem syngur Sigmunde og fer með
hlutverkið í nýrri uppfærslu á Met-
ropolitan í New York, Claire Rutter
sem syngur Siglinde og Frode Ol-
sen sem verður í hlutverki Hund-
ing. Ólafur Kjartan Sigurðarson
mun syngja hlutverk Wotan í fyrsta
sinn í þessari sýningu, Jamie Bar-
ton syngur hlutverk Fricku og
Christine Goerke syngur Brunn-
hilde. Aðrar valkyrjur verða túlk-
aðar af íslenskum söngkonum, seg-
ir í tilkynningunni.
Wagner-veisla á af-
mælisárinu 2020
Wotan Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Morgunblaðið/Kristinn