Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er búið að vera dásamlegtað fylgjast með Kælunnimiklu og sigrum hennar, en þær stöllur hafa haft mikið umleik- is undanfarin misseri. Þær eru meira að segja farnar að gægjast aðeins upp úr moldinni, en síðasta plata, Nótt eftir nótt, vakti verðskuldaða athygli á þeim. Þar taka þær sitt gotaskotna popp upp á næsta stig, lög og flutn- ingur er allur straum- línulagaðri án þess að ein- hverju biti eða köntum sé fórnað. Frábær hljómsveit og spennandi að sjá hverju þær snara upp næst. Sólveig Matthildur, hljóm- borðsleikari og bakraddasöngkona, á greinilega erfitt með að vera kyrr, því að hún keyrir sólóferil samhliða. Fyrsta platan hennar undir eigin nafni kom út í desember 2016 og ber hinn kynngimagnaða Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu titil Unexplained Miseries & the Ac- ceptance of Sorrow. Platan lúrði í netheimum lengi vel, svo gott sem óáreitt. Í ágúst 2017 kom platan hins vegar út á efnislegu formi og í framhaldinu fór Sólveig að spila efni sitt á tónleikum, hérlendis og víðs vegar um Evrópu líka (og hún hefur og verið að spila í Ameríku). Þessi fyrsta sólóplata Sólveigar inniheldur lög bundin í „endurtekn- ingarsamar, sveimbundnar stemm- ur, líkt og um kvikmynda- tónlist sé að ræða,“ eins og ég sagði í skrifum á sínum tíma um hana. „Söngrödd Sólveigar tónar yfir, stundum róleg og höfug, stundum æst og knýjandi ... Tónlistin er lagbundin; þykkar og djúpar hljómborðsnótur tifa áfram ofan á draugalegum hljóðmottum og tónlistin er seið- andi, dregur mann inn.“ Nýja platan er hnitmiðaðri, og á einhvern hátt má merkja sömu þróun og hjá Kælunni miklu. Hlut- irnir eru einfaldlega orðnir þéttari og úthugsaðri, sem kemur eðlilega með reynslu og atfylgi. Sólveig vinnur ennþá með gotnesku fagur- fræðina og skírskotanir í þá tónlist og þann stíl eru sterkar. Sjá t.d. umslagið, sem er frábært, og minn- ir á plötur úr viðlíka geira sem komu út um miðbik níunda áratug- arins (undir merkjum Mute og 4AD t.d.). Kinnat Sóley og Dean Kemball vinna með Sólveigu að listrænu hönnuninni. Sólveig vinnur mjög þétt með hádramatísk, gotnesk temu, en hún nær listavel að forðast það að vera kjánaleg eða tilgerð- arleg. Vegna þess að hún er heið- arleg. Constantly in Love fjallar enda um ofurviðkvæmni, eins og ég les það, okkur sem erum óvenju- næm fyrir umhverfinu, finnst allt frábært og æðislegt en sögulega séð er slíku fólki refsað af norm- alíserandi samfélagsöflum. Maður á að skína, frá fyrsta hanagali, en það er ekki létt verk. „Titillagið fjallar um að vera ástfangin, stöðugt, og það leiðir til þess að hjarta þitt er ávallt brotið“, lýsti Sólveig í samtali við post-punk.com vefinn. „Þegar þú ert hrædd við að vera særð er best að brjóta allt niður í kringum þig, áður en það brýtur þig. En þetta snýst ekki endilega um að vera ástfangin af öðru fólki. Draumar hafa verið minn helsti innblástur að undanförnu. Ég á þessa ótrúlegu, súrrealísku drauma og ég verð svo sorgmædd þegar ég vakna og geri mér grein fyrir því hversu heftandi raunveruleikinn er. Það veldur hjartasári.“ Megi Sólveig starfa áfram lengi enn, því að hún er með hæfi- leikana og eljuna, ó já. Því að allt tekur enda, einhvern tíma, eins og við öll vitum. » Sögulega séð erslíku fólki refsað af normalíserandi samfélagsöflum. Maður á að skína, frá fyrsta hanagali, en það er ekki létt verk. Önnur sólóplata Sólveigar Matthildar, sem er m.a. meðlimur í Kælunni miklu, ber titilinn Constantly in Love. Sorgin var í forgrunni á síðustu plötu en nú er það ástin. Dramað er hins vegar í botni, eins og alltaf. Ástfangin Sólveig Matthildur er föst í neti ástar og drauma á nýju sólóplötunni sinni. Þrjár sýningar útskriftarnema við Listaháskóla Íslands verða opn- aðar í dag á þremur stöðum. Útskriftarsýning BA-nema í myndlist, hönnun og arkitektúr verður opnuð í dag kl. 15 á Kjar- valsstöðum og ber hún yfirskrift- ina Þetta hefur aldrei sést áður. Nemendur sýna lokaverk sín við nám í myndlist, vöruhönnun, fata- hönnun, grafískri hönnun og arki- tektúr og er aðgangur að sýning- unni ókeypis. Sýningarstjórar hennar eru Birta Fróðadóttir og Hildigunnur Birgisdóttir sem segja í tilkynningu að viðfangsefni útskriftarsýningarinnar í ár séu gífurlega víðfeðm, m.a. hegðunar- mynstur katta, Sigmundur Davíð í paradís og súrnun sjávar. Útskriftarsýning meistaranema í myndlist við LHÍ verður opnuð í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu kl. 17 og nefnist hún Mjúk lending. Útskriftarsýningin markar upphaf þriggja ára samstarfs Nýlista- safnsins og Listaháskóla Íslands. Þriðja sýningin sem opnuð verður í dag er svo sýning útskriftarnema í meistaranámi í hönnun. Hún verður opnuð kl. 20 í Ásmund- arsal, Freyjugötu 41, og nefnist Omen. Nemendur fagna námslokum  Þrjár útskrift- arsýningar LHÍ Ljósmynd/Leifur Wilberg Speglun Útskriftarhópur meistaranema í hönnun við LHÍ. Enski leikarinn Peter Mayhew, sem lék vákinn Chewbacca í Stjörnustríðs- kvikmyndunum, eða Loðin eins og hann hét í ís- lenskri þýðingu, lést á þriðjudag- inn, 74 ára að aldri. Stjörnur Stjörnustríðs hafa minnst hans með hlýhug, þeirra á meðal Harrison Ford sem lék Han Solo, besta vin Loðins. Mayhew lék Loðin í þremur kvikmyndum, þeirri fyrstu 1977 og síðustu árið 2015. George Lucas leikstýrði fyrstu Stjörnustríðsmyndinni og vildi fá David Prowse í hlutverk Loðins en Prowse vildi hins vegar leika Svart- höfða. Þá leitaði hann til Mayhew, einkum vegna þess hversu hávax- inn hann var, 2,18 metrar. Leikarinn Peter Mayhew látinn Peter Mayhew Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15, annars vegar nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, List- fengi, hins vegar útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunar- brautar VMA, 13+1. Níu nemendur sýna verk sín á þeirri fyrrnefndu og á þeirri síðarnefndu eru þeir 14. Frekari upplýsingar um sýning- arnar og nöfn sýnenda má finna á vef Listasafnsins á Akureyri á slóð- inni listak.is. Tvær í Listasafn- inu á Akureyri Dulúðugt Hluti málverks eftir Söru Sif Kristinsdóttur myndlistarmann. Vortónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir í kirkjunni í dag, 4. maí, kl. 17. Á efn- isskránni verða meðal annars verk eftir William Byrd, Henry Purcell, Ola Gjelo, og Felix Mendel- sohn og munu kórfélagar einnig syngja einsöng. Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson en hann er jafnframt organisti Seltjarnarneskirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kammerkór fagnar vori Friðrik Vignir Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.