Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.05.2019, Qupperneq 48
Í tilefni af 100 ára afmæli Ljósmæðra- félags Íslands verð- ur opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á morgun, á degi ljósmæðra, kl. 13. Að sýningunni standa Ljósmæðrafélagið, Kvennasögusafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Dagskrá við opn- un sýningarinnar verður á þá leið að Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti vel- komna og Jan Bakke, fyrsti ljósfaðir Noregs, flytur ávarp. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðra- félagsins, afhendir Kvennasögusafni gögn frá félaginu og Ólöf Ásta Ólafs- dóttir, prófessor í ljósmóðurfræði, segir frá sýningunni. Sýning tileinkuð ljósmæðrafélagi LAUGARDAGUR 4. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Selfoss er einum sigri frá því að komast í lokaúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir 32:31- útisigur á Val í öðrum leik liðanna í gærkvöldi. Selfoss er nú með 2:0- forystu í einvíginu og nægir heima- sigur á mánudagskvöldið til að tryggja sig í úrslit, gegn annað hvort Haukum eða ÍBV. »41 Selfoss í afar góðum málum eftir útisigur Hallveig og Hrönn í há- deginu í Hannesarholti ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma fram í hádegistónleikaröð Hannesarholts á morgun kl. 12.15 og flytja lög eftir Jean Sibelius, ljóðaflokkinn Haugtussa eftir Edv- ard Grieg og fjögur lög úr Sjálf- stæðu fólki eftir Atla Heimi Sveins- son sem lést nýlega en tónleikarnir eru tileinkaðir minningu hans. Yfir- skrift tónleikanna er Norrænt vor. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samvinna hjónaleysanna Áka Ingv- arssonar og Kristjönu Sölvadóttur sem eru leigubílstjórar hjá Hreyfli er alveg til fyrirmyndar. Það var 1994 sem Áki byrjaði í afleysingum í starfi þar sem hann ætlaði að stoppa stutt. Málin þróuðust þó á annan veg, því um jól og áramót fékk Áki túra sem gáfu vel og eftir nýár var hann beðinn um að bæta janúarmánuði við. Þar með var teningnum kastað og Áki hefur verið í starfinu síðan. Rugluðu saman reytum Árið 2008 fékk Áki Kristjönu Sölvadóttur sem aðstoðarmann sinn á Benzinn í útgerð sinni – og ekki löngu síðar rugluðu þau saman reyt- um. Þau eru í dag hvort um sig með stöðvarleyfi hjá Hreyfli; Áki er 25 af stöðinni og Kristjana númer 119. Bæði á Hyundai Santa Fe, en þar varð Kristjana fyrri til og kom manni sínu á bragðið. „Að hjón eða sambýlisfólk séu bæði í leiguakstri er ekkert einsdæmi og sjálfum finnst mér þetta koma vel út,“ segir Áki. „Starfið er fjöl- skylduvænt, að því leyti að við getum ráðið vinnutíma okkar sjálf og haft hlutina eftir eigin höfði. Yfirleitt byrj- um við vinnudaginn milli klukkan átta og tíu á morgana. Erum stund- um auðvitað hvort á sínum enda á höfuðborgarsvæðinu en reynum samt að haga málum svo að við getum hist í hádeginu og hætt snemma kvölds. Ökum aldrei á nóttinni; sá tími í starfi er liðinn.“ Samskiptin eru kostur starfsins Kristjana segist strax hafa fundið sig í starfi leigubílstjóra. „Einn af helstu kostunum í starfinu eru sam- skiptin við fólkið; yfir daginn fær maður allskonar farþega sem eru þverskurður af samfélaginu. Við suma á maður samskipti og tekur spjallið, en aðra ekki rétt eins og gengur. Við suma myndast tengsl með tímanum sem þá jafnvel hringja beint í mann þegar þá vantar bíl. Verkefnin og ferðirnar eru líka af ýmsum toga, stundum er maður að aka fólki sem þarf að komast til eða frá lækni, aðrir eru að reka erindi vegna vinnu sinnar og svona gæti ég haldið áfram endalaust. Fljót á staðinn Í kerfi Hreyfils er höfuðborg- arsvæðinu skipt upp í reiti og er til- tekinn fjöldi lausra bíla á hverju þeirra í einu. „Við búum í Mosfellsbæ og erum gjarnan hér í efri byggð- unum. Með þessu fyrirkomulagi bregst nánast aldrei að ef fólk hringir eftir bíl er hann yfirleitt kominn eftir tvær til fjórar mínútur,“ segir Áki sem með Kristjönu fer bráðlega í það sérverkefni í starfi sínu að aka eldri borgurum frá og til heimilis síns í dagþjónustu. „Mér finnst öll svona þjónusta, eins og að keyra gamla fólkið, vera mjög gefandi. Já, og svo er gaman að aka um bæinn; fylgjast með mannlífinu og umferðinni,“ segir Kristjana og bætir við að fyrir leigu- bílstjóra sé mikilvægt að hafa vinnu- tímann afmarkaðan. Auðvelt sé og freistandi að vera alltaf að þegar næg verkefni sé að hafa. Nauðsyn sé hins vegar að ætla sér af og ofgera sér ekki í starfinu. Morgunblaðið/RAX Leigubílstjórar og mannvinir Áki er 25 af stöðinni og Kristjana númer 119. Bæði aka Hyundai Santa Fe. Kynntust í keyrslunni  Hjónaleysin á leigubíl  Vinnutími frjáls  25 af stöðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.