Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 NÁNAR Á U .IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tillögur eru gerðar um verulegar breytingar á núgildandi greiðslu- kerfi almannatrygginga og nýjar tegundir greiðslna, í skýrslu sam- ráðshóps um breytingar á fram- færslukerfinu, en þær kynnti Ás- mundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á ríkisstjórn- arfundi í gær. Hópurinn hafði það hlutverk að móta framfærslukerfi sem styður við það markmið starfs- getumatsins að sem flestir geti ver- ið virkir þátttakendur á vinnumark- aði. Ráðherrann hefur, með hliðsjón af framangreindum skýrslum og fleiru, ákveðið að leggja strax til nokkrar breytingar á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, sem fyrsta skref í átt að nýju örorkulíf- eyriskerfi í almannatryggingum. Með þeim verði dregið úr áhrif- um annarra tekna örorkulíf- eyrisþega á sér- staka uppbót vegna fram- færslu og svo- kölluð ,,krónu á móti krónu“ skerðing afnum- in. Tillögur um þessar breytingar verða væntan- lega lagðar fyrir Alþingi næsta haust, skv. upplýsingum frá Arnari Þór Sævarssyni, aðstoðarmanni ráðherrans. Í tilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu segir að nýgengi örorku hér á landi hafi aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en náttúrleg fjölgun starfs- fólks á vinnumarkaði. Við því þurfi að bregðast. „Það er mikill vilji inn- an ríkisstjórnarinnar að efna til samráðs við forsvarsmenn örorku- lífeyrisþega um breytingar á bóta- kerfinu með það að markmiði að skapa sátt um að einfalda kerfið, tryggja framfærslu örorkulífeyris- þega og efla þá til samfélagsþátt- töku,“ segir ráðherrann. Samráðshópurinn leggur til að greiðslur almannatrygginga skipt- ist í sjúkra-, endurhæfingar- og virknigreiðslur og örorkulífeyri. Þá verði tekin upp sveigjanleg hluta- störf fyrir fólk með skerta starfs- getu. Skapa á aukna hvata til at- vinnuþátttöku um leið og tryggð er örugg framfærsla. sbs@mbl.is Framfærslukerfi breytt  Áhersla á vinnu og virkni  Krónu á móti krónu afnumin Ásmundur Einar Daðason Verð á bensíni hefur hækkað nokkuð að und- anförnu. Í gær- kvöldi var al- gengt verð á lítranum hjá N1 241,60 krónur og hjá Olís tíeyringi lægra. Hjá sjálfs- afgreiðslu- stöðvum Atlants- olíu var verð á lítranum að jafnaði 239,70 krónur en hjá Orkunni 239,60 kr. Ódýrastur var bensín- lítrinn sem endrnær hjá Atlantsolíu við Kaplakrika í Hafnarfirði; 209,40. Hjá Dælunni sem er með fimm stöðvar á höfuðborgarsvæð- inu kostaði lítrinn 231 kr . sbs@mbl.is Bensínverð komið yfir 240 krónur Bensín Dýr er dropinn í dag. Glatt var á hjalla í gær þegar fulltrúar Krakkahesta heimsóttu Leikskóla Seltjarnarness og leyfðu börnunum að kynnast klárunum. Teymt var undir öllum þeim krökkum sem fóru á bak hestunum – og svo fengu allir myndir af sér úr hinum örstutta útreiðartúr. Er ekki að efa að þarna voru margir efnilegir knapar framtíðarinnar, en hestamennskan er sport sem nýtur mikilla og vaxandi vinsælda þjóðarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Krakkahestar komu í heimsókn á Seltjarnarnes Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kveðið er á um heimild til gjaldtöku af nýtingu auðlinda í ábataskyni og um rétt almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið í tveimur frum- vörpum sem voru í gær birt í sam- ráðsgátt stjórnvalda um breytingar á stjórnarskránni. Annars vegar með ákvæði um auðlindir í náttúru Íslands og hins vegar ákvæði um umhverfisvernd. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að í gær hafi verið ákveðið á fundi formanna stjórn- málaflokkanna sem sæti eiga á Al- þingi að afgreiða þessi tvö frumvörp til samráðs við almenning og að fara muni fram skoðana- og rökræðu- kannanir meðal almennings síðar á þessu ári. Tekið er fram í kynningu málanna á samráðsgáttinni að birting í sam- ráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagn- ingu frumvarpanna í þessari mynd á Alþingi. Auðlindaákvæðið í frumvarps- drögunum er svohljóðandi: „Auðlindir náttúru Íslands til- heyra íslensku þjóðinni. Nýting auð- linda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Hand- hafar löggjafarvalds og framkvæmd- arvalds fara með forræði og ráðstöf- unarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttind- um sem eru í þjóðareign eða eigu ís- lenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýt- ingar í ábataskyni.“ Afrakstur af umræðum Frumvarpið er afrakstur af um- ræðum í hópi formanna flokkanna á þingi og er í greinargerð sagt vera byggt á frumvarpi sem stjórnar- skrárnefnd skilaði forsætisráðherra í júlí 2016. Fram kemur að orðalagi hefur verið breytt um gjaldtöku vegna nýtingarheimilda þannig að gjaldtaka miðist fyrst og fremst við nýtingu í ábataskyni. Í ítarlegri greinargerð segir m.a. að auðlinda- ákvæðið í heild geri ráð fyrir að auð- lindir náttúru Íslands geti ýmist ver- ið í eigu einkaaðila, ríkisins eða sveitarfélaga eða verið þjóðareign. Í ákvæðinu um umhverfisvernd segir m.a. að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. „Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Allir skulu njóta heilnæms umhverfis. Al- menningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Ganga skal vel um náttúruna og virða hags- muni landeigenda og annarra rétt- hafa.“ Gjaldtaka af nýtingu í ábataskyni  Stjórnarskrárákvæði um auðlindir og umhverfisvernd birt í samráðsgátt stjórnvalda  Tekið er fram að birting á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna Lagt er til að lyfjaauglýsingar verði almennt heimilar með und- antekningum í drögum að frum- varpi heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Fjöl- margar breytingar í lyfjamálum eru boðaðar í frumvarpinu en til- lagan um auglýsingar lyfja fæli í sér stefnubreytingu þar sem meg- inregla lyfjalaga er sú í dag að all- ar lyfjaauglýsingar eru bannaðar nema í undantekningartilfellum. Einnig er ákvæði sem lögfestir notkun lyfja af mannúðarástæðum og lagt er til að dýralæknar sæki um sérstakt lyfsöluleyfi til að selja lyf. omfr@mbl.is Lyfjaauglýsingar verði heimilaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.