Morgunblaðið - 11.05.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
sp
ör
eh
f.
Sumar 20
Paradís Tatrafjallanna í Slóvakíu, Kraká í Póllandi og gullborgin
Prag í Tékklandi eru meðal hápunkta þessarar glæsilegu
ferðar. Menning, saga og náttúrufegurð fara hér saman og láta
engan ósnortinn.Við heimsækjum m.a.Vínarborg, sögufræga
landsvæðið Spiš, sem var mikilvægasta landnámssvæði
Þjóðverja á 14. öld, og að sjálfsögðu Tatra svæðið sem er að
mati margra með mikilfenglegustu svæðum Evrópu.
10. - 24. ágúst
Fararstjóri: Pavel Manásek
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 338.600 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Tatrafjöllin, Kraká&Prag
Stór hluti
ákvæða þriðja
orkupakkans,
það er þau sem
varða viðskipti
og grunnvirki
fyrir raforku yfir
landamæri, hafa
ekki gildi eða
neina raunhæfa
þýðingu fyrir Ís-
land á meðan
enginn raforkusæstrengur er til
staðar. Þetta segir í yfirlýsingu Ís-
lands, Noregs og Liechtenstein en í
vikunni var lögð fram sameiginleg
yfirlýsing landanna þar sem sér-
staða Íslands á innri raforkumarkað
ESB er áréttuð. Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra kynnti
yfirlýsinguna í ríkisstjórn í gær.
Undirstrikað er að ákvæði þriðja
orkupakkans hafi engin áhrif á full
yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir
orkuauðlindum sínum og ráðstöfun
þeirra og hagnýtingu. Ákvarðanir
um samtengingu raforkukerfa á
milli þessara ríkja og orkukerfis
innri markaðar ESB væru ávallt á
forræði ríkjanna sjálfra.
Þá er ítrekað í textanum að verði
samtengingu raforkukerfanna kom-
ið á í framtíðinni úrskurðaði Eftir-
litsstofnun EFTA (ESA) um ágrein-
ingsmál varðandi Ísland en ekki
samstarfsstofnun eftirlitsaðila á
orkumarkaði (ACER). Það fyrir-
komulag sé nú þegar til staðar í til-
vikum Noregs og Liechtenstein
enda í fyllsta samræmi við tveggja
stoða kerfi EES-samningsins.
Segja ákvæði orku-
pakkans ekki eiga
við á Íslandi
Línur Orkan er um-
deild auðlind.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Verkefnið gengur vel og undirbún-
ingur er á fullu,“ segir Guðjón Arn-
grímsson, einn forvarsmanna upp-
byggingar nýs
miðbæjar á Sel-
fossi. Fyrsta
skóflustungan að
nýjum miðbæ var
tekin í nóvember
síðastliðnum eftir
að bæjarráð Ár-
borgar sam-
þykkti fram-
kvæmdaleyfi.
Guðjón segir
að síðasta hálfa
ár hafi farið í undirbúning sem hafi
tekið lengri tíma en upphaflega var
gert ráð fyrir. „Veturinn fór í jarð-
vinnu og lagnafrágang og annan
undirbúning fyrir uppsteypu og
smíði húsanna, sem Jáverk annast
og er að hefjast um þessar mundir,“
segir hann. Stefnt er að því að bygg-
ingakranar verði komnir upp um
miðja næstu viku.
Tímanum vel varið
„Þetta er um margt óvenjulegt
verkefni hvað varðar hönnunar- og
verkfræðiþáttinn og margir sem
þurfa að koma að því ferli, bæði fag-
fólk á okkar vegum og svo sérfræð-
ingar og embættismenn til úrvinnslu
og samþykktar af hálfu stofnana
sveitarfélagsins.
Við höfum líka bætt aðeins í, gert
nokkrar breytingar á hönnun í vetur
sem miða að því að styrkja miðbæ-
inn og gera hann enn meira aðlað-
andi. Meðal annars lækkað niður um
eina hæð hluta aðaltorgsins til að
skapa þar aukið skjól og aðgang að
veitingastöðum, og fært til hús og
skipt milli fyrri og seinni áfanga og
fleira.
Þessi undirbúningur hefur í heild
tekið ívið lengri tíma en við ætluð-
um, en þeim tíma var vel varið,“ seg-
ir Guðjón Arngrímsson.
33 byggingar eiga að rísa
Eins og fram hefur komið er
stefnt að því að reisa 33 byggingar í
nýja miðbænum. Þær verða í göml-
um stíl og eiga þær þrettán fyrstu að
vera tilbúnar vorið 2020. Tveggja
hektara svæði í hjarta bæjarins hef-
ur verið helgað þessum fram-
kvæmdum og þar verða verslanir,
veitingastaðir, íbúðir, hótel og fleira.
Í haust var haldin íbúakosning með-
al Árborgarbúa um áform Sigtúns
þróunarfélags um miðbæ og voru
hugmyndirnar samþykktar með um
60% atkvæða.
Nýr miðbær Þessi tölvumynd sýnir hús Mjólkurbús Flómanna sem stóð á Selfossi og verður endurreist í nýja mið-
bænum og torgið þar fyrir framan. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri veitingahúsaflóru. Smíði húsanna hefst brátt.
Breyttu hönnun nýs
miðbæjar á Selfossi
Lækka hluta aðaltorgsins um eina hæð og færa til hús
Guðjón
Arngrímsson
Alls er búið að landa 185 þúsund
tonnum af kolmunna frá áramót-
um, samkvæmt yfirliti á vef Fiski-
stofu. Nóg hefur því verið að gera
í fiskimjölsverksmiðjum fyrir aust-
an og í Vestmannaeyjum að undan-
förnu. Heimildir ársins eru alls um
267 þúsund tonn.
Ingimundur Ingimundarson, út-
gerðarstjóri uppsjávarskipa hjá
HB Granda, sagði í gær að eftir
góða hrotu í færeyskri lögsögu
þegar skipin fylltu sig í fáum og
tiltölulega stuttum holum hefði
veiðin aðeins dottið niður í byrjun
vikunnar. Skipin hefðu því fært sig
af miðunum vestur af Færeyjum
og suður fyrir eyjarnar á nýjan
leik. Kolmunninn er nú í ætis-
göngu norður á bóginn eftir
hrygningu vestan og norðvestan
Bretlandseyja.
Víkingur AK 100 var í gær bú-
inn að landa tæplega 18 þúsund
tonnum frá áramótum, Aðalsteinn
Jónsson SU 11 var kominn með
tæplega 17 þúsund tonn og Beitir
NK 123 með 16.600. aij@mbl.is
Góður gangur í kolmunnavertíðinni
Hjörtur J. Guðmundsson
Sigurður Bogi Sævarsson
„Mér þykir nú nokkuð sérstakt að á
þessum tímapunkti skuli ríkis-
stjórnin sjá ástæðu til þess að
kaupa lögfræðiálit frá útlöndum,“
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Miðflokksins, í sam-
tali við mbl.is um orkukupakkamál-
ið. Umræður hafa skapast um það
sjónarmið Carls Baudenbachers,
fyrrverandi forseta EFTA-dóm-
stólsins, sem segir í lögfræðiáliti
fyrir utanríkisráðuneytið sem birt
er á vef þess að til lengri tíma litið
gæti höfnun Íslands á þriðja orku-
pakkanum teflt í tvísýnu aðild
landsins að EES-samningnum.
Sýna hollustu í EES
Baudenbacher segir þá skoðun
uppi í Noregi að á EES-samninginn
eigi að líta sem tvíhliða samning
milli Norðmanna og Evrópusam-
bandsins. Þar séu Íslendingar og
Liechtensteinar í eins konar auka-
hlutverki. Ekki sé hægt að útiloka
að hafni Íslendingar þriðja orku-
pakkanum geti Noregur samið tví-
hliða við Evrópusambandið um
orkumál. Þar með gæti aðild Ís-
lands að EES-samningnum til
lengri tíma verið í uppnámi. Íslandi
beri því að sýna Noregi og Liech-
tenstein hollustu í EES-samstarf-
inu. Baudenbacher telur litlar líkur
á að Ísland fái undanþágu frá þriðja
orkupakkanum ef málið fari aftur
til sameiginlegu EES-nefndarinnar
komi til þess að Ísland hafni stjórn-
skipunarlegum fyrirvörum sem um
pakkann gilda.
Samstillt átak
Um álitsgerð Baudenbachers
segist Sigmundur Davíð telja hana
hafa verið hluta af samstilltu átaki í
vikunni í þágu samþykktar þriðja
orkupakkans. Að fara þá leið veki
ýmsar spurningar. Til dæmis varð-
andi meðferð á skattfé og að stjórn-
völd noti slíkar aðferðir á þessu
stigi málsins.
Hvað stöðu þriðja orkupakkans
varðar segir formaður Miðflokksins
það nú vera óumdeilt að Ísland hafi
þann rétt samkvæmt EES-samn-
ingnum að neita að aflétta stjórn-
skipunarlegum fyrirvara af löggjöf-
inni. „Hins vegar er umræðan núna
komin yfir í það að til þess að
styggja ekki Norðmenn eða Evr-
ópusambandið eða einhverja aðra
þá eigum við að líta framhjá þess-
um rétti okkar. Sem aftur sýnir,
hafi einhverjir haft efasemdir, að
þetta er í eðli sínu fullveldismál.“
Snýst um smáatriði
Carl Baudenbacher sat fund ut-
anríkismálanefndar Alþingis síðast-
liðinn fimmtudag, en þar voru mið-
flokksmenn ekki mættir. Vakti
fjarvera þeirra athygli, en um málið
segir Sigmundur Davíð á almenn-
um nótum að hægt sé að skrifa
fréttir daglega ef það teljist frétt ef
fulltrúi hins eða þessa flokksins
mæti ekki á fundi í nefndum. Sjálf-
ur segist hann ekki hafa vitað af
umræddum fundi í utanríkismála-
nefnd – aðeins vitað að funda hefði
átt í gær, föstudag.
„Þannig að þau hafa greinilega
viljað halda þessu útspili sínu
leyndu. Þingflokkur Miðflokksins
var allur í húsi á ýmsum fundum á
þessum tíma og ef boð hefði komið í
tæka tíð hefðum við örugglega vilj-
að mæta þarna,“ segir Sigmundur
Davíð sem telur það segja sitt um
málstaðinn ef umræðan eigi að snú-
ast um þetta smáatriði.
Orkupakkinn er fullveldismál
Lögfræðiálit Baudenbachers sérstakt, segir Sigmundur Davíð Ekki virðist
mega styggja Norðmenn og ESB Megum aflétta fyrirvörum um stjórnskipan
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Búrfell Orkumálin eru umdeild og hvernig regluverk þeirra skuli vera.
Carl
Baudenbacher