Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Uppbygging á
Sjómannaskólareit
Opinn kynningarfundur vegna uppbyggingar
á Sjómannaskólareit og breytingar á aðalskipulagi.
Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 14. maí kl. 17.00
í Vindheimum á 7. hæð í Borgartúni 14, eystri inngangur.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur opinn kynningarfund
um drög að aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit. Einnig verða
kynnt á fundinum drög að breytingu á aðalskipulagi vegna Veðurstofuhæðar.
Á fundinum munu ráðgjafar og embættismenn gera grein fyrir fyrirliggjandi
tillögum að uppbyggingu og helstu forsendum.
Nánari upplýsingar á adalskipulag.is Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur nefnir í pistli sínum á mbl.is
nokkur dæmi um það sem fram kom
í máli Mervyns King
í heimsókn hans til
landsins. King hefði
til dæmis gagnrýnt
evrusvæðið harka-
lega og nefnt að
hann þekkti engin
dæmi í sögunni um
myntbandalag sem
hefði lifað af án þess
að hafa orðið að einu ríki. Ef ekki
væri vilji til að taka það skref væri
betur heima setið.
Þetta vita áhrifamenn í Evrópu-sambandinu og löndum þess en
hafa ekki viljað segja það upphátt.
Þeir stíga hins vegar öll þau skref í
þessa átt sem þeir komast upp með
og hefur sú tilhneiging valdið
óánægju og ólgu innan sambands-
ins.
Annað sem Sigurður Már vitnartil að King hafi sagt snýst um
Brexit, sem hefði „til þessa fyrst og
fremst skapað pólitíska krísu en
ekki efnahagslega. Hann benti á að
stjórnmálamenn hefðu lofað þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Brexit, hún
hefði verið haldin en að lokum hefði
stjórnmálastéttinni verið fyrir-
munað að framfylgja niðurstöð-
unni. Þar liggur vandinn að mati
King. Hann virtist ekki hafa
áhyggjur af áhrifum Brexit á við-
skiptalífið breska. Þar væri til
dæmis rangt að tala um krísu, eins
og sannarlega mætti sjá í stjórn-
málunum. Þvert á móti virtist hann
telja tækifæri felast í Brexit fyrir
breskt efnahagslíf, sem í sumum til-
vikum yrði að aðlagast nýju um-
hverfi og leita sér viðskipta á nýjum
stöðum. Hann virtist ekki líta á það
sem vandamál.“
Furðulegt er hve óttinn ræðurmiklu í umræðum um ESB og
óskandi að fleiri tækju svipaða af-
stöðu og King.
Mervyn King
Óttinn og ESB
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Velferðarsjóðurinn „Vinátta í verki“
er orðinn að veruleika í þeim tilgangi
að styrkja verkefni í þágu barna og
unglinga frá grænlensku þorpunum í
Uummannaq-firði, sem hafa staðið
yfirgefin eftir flóðbylgju á svæðinu
17. júní 2017.
Skákfélagið Hrókurinn og Kalak,
vinafélag Íslands og Grænlands, í
samvinnu við Hjálparstarf kirkjunn-
ar, hófu að frumkvæði Hrafns Jök-
ulssonar söfnun hérlendis í kjölfar
flóðbylgjunnar og söfnuðust 40 millj-
ónir króna. Söfnunarféð er í umsjón
velferðarsjóðsins og hefur nú verið
auglýst eftir verkefnum með fjöl-
skyldurnar á hamfarasvæðinu í
huga, einkum ungmennin. Verkefnin
„skulu vera tengd velferð barna frá
hamfarasvæðinu og skulu öll miða að
því að auka framtíðarmöguleika
barnanna, menntun og/eða mögu-
leika þeirra á bættum lífskjörum“,
eins og fram kemur í frétt frá sjóðn-
um. Frestur til að skila inn umsókn-
um (vinattaiverki@gmail.com) er til
1. júní næstkomandi.
Í stjórn sjóðsins eru fulltrúar Ís-
lands og heimamanna í Uum-
mannaq-firði. Eldur Ólafsson jarð-
fræðingur og Margrét Jónasdóttir
kvikmyndaframleiðandi eru fulltrú-
ar Íslands og Helgi Jóhannsson lög-
maður er varamaður.
Söfnunarfé vel varið eftir hamfarir
Velferðarsjóðurinn Vinátta í verki til
styrktar ungmennum á Grænlandi
Uummaannaq Íbúarnir þurftu að
yfirgefa heimili sín á Grænlandi.
„Arður Landsvirkjunar verður til í
virkjunum í náttúrunni úti á landi en
ekki á Háaleitisbraut í Reykjavík.
Mér finnst að hluti arðsins ætti að
skila sér til baka,“ segir Helgi Kjart-
ansson, oddviti Bláskógabyggðar.
Vísar hann til þess að skrifstofur
fyrirtækisins eru við þá götu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
samþykkti bókun þar sem því er
beint til iðnaðarráðherra að raforku-
verð í dreifbýli verði jafnað. Telur
sveitarstjórn að nýta megi hluta af
arði Landsvirkjunar sem framlag til
niðurgreiðslu raforkuverðs.
Auka þarf jöfnunarframlag
Rakið er í bókuninni að frá því
skipulagsbreytingar voru gerðar á
raforkukerfinu á árinu 2005 hafi
fyrirtæki sem annast raforkudreif-
ingu haft tvær mismunandi gjald-
skrár; aðra fyrir dreifingu raforku í
þéttbýli og hina fyrir dreifbýli. Þrátt
fyrir niðurgreiðslu frá ríkinu sé raf-
orkuverð í dreifbýli enn hærra en í
þéttbýli. Til að ná fullri jöfnun fyrir
alla landsmenn þurfi að auka um 900
milljónir kr. jöfnunarframlag sem
lagt er á almenna raforkunotkun.
Bent er á að rætt hafi verið um
það að þegar skuldir Landsvirkj-
unar verði greiddar upp muni arður
af henni nýtast í þágu landsmanna.
„Það liggur beinast við að sá arður
verði nýttur á sviði raforkumála og
beinlínis í þágu landsbyggðarinnar,
þar sem allar virkjanir Landsvirkj-
unar standa. Tímabært er að íbúar
hinna dreifðu byggða sitji við sama
borð og íbúar í þéttbýli hvað varðar
raforkuverð og í raun hálfhjákátlegt
að þeir sem búa næst uppsprettu
raforkunnar, nærri virkjunum eða
undir raflínum sem flytja orkuna á
suðvesturhornið, skuli greiða hærra
verð fyrir orkuna en þeir sem fjær
búa.“ helgi@mbl.is
Arðurinn myndast
ekki á Háaleitisbraut
Vilja nota arð
Landsvirkjunar til
jöfnunar orkuverðs
Í forystu Helgi Kjartansson er oddviti
sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.