Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 15-20% afsláttur af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn DAGAR 15% afsláttur 15% afsláttur 15% afsláttur ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLARSkoðaðu úrvalið okkar á *SENDUM FRÍTT Í VEFVERSLUNLágmúli 8 | S: 530 2800 þú færð HeiMilstækin Hjá Okkur SKOÐAÐU TILBOÐIN OKKAR Á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Árið 2018 var 98. ár fuglamerkinga á Íslandi og það 87. í umsjón Ís- lendinga. Fimmtíu og sjö merk- ingamenn skiluðu skýrslum um merkingu á alls 21.648 fuglum af 83 tegundum. Þetta er metfjöldi merkingamanna og stærsta ár frá upphafi í fjölda merktra. Mest var merkt af auðnutittlingum, 10.945 fuglar, en næstmest af skógar- þresti, 2844 fuglar. Ein ný tegund var merkt á árinu og var 158. teg- undin moldþröstur. Ein ný tegund var endurheimt á árinu en það var rósastari. Þannig hefst samantekt á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar um fuglamerkingar árið 2018. Frá upp- hafi merkinga árið 1921 hafa alls verið merktir 740.524 fuglar. Á árinu nýmerkti Sverrir Thor- stensen 5206 fugla og er það nýtt Íslandsmet. Alls var tilkynnt um 88 endur- heimtur og álestra hérlendis á fugl- um með erlend merki. Flestir fuglanna, 80 talsins, voru merktir á Bretlandseyjum, tveir í Portúgal og N-Ameríku, einn í Hollandi, Spáni, Rússlandi og Noregi. Nefna má að litmerkt sandlóa sem sást á Garð- skaga var þá komin 2.406 km frá merkingarstað sínum á Byloteyju í Nunavut, Kanada, sumarið 2016. Í Vestmannaeyjum fannst nýdauður haftyrðill í janúar 2018 en sá var merktur á Bjarnarey í Barentshafi í ágúst 2016. Á sama stað 26 árum síðar Mörg aldursmet voru slegin á árinu. Tilkynnt var um skrofu sem merkt var fullorðin á hreiðri í Ysta- kletti árið 1991 og náðist aftur á hreiðri á sama stað 2017, 26 árum síðar. Fuglinn var þá að minnsta kosti 28 ára gamall. Haförn sem merktur var sem ungi á norðan- verðu Snæfellsnesi í júlí 1993 fannst aðframkominn í V-Húna- vatnssýslu í janúar 2018, þá 24 og hálfs árs gamall. Honum var hjúkr- að til lífs og sleppt aftur. Teista sem merkt var á hreiðri í júní 1995 var handsömuð í sömu hreiðurholu 2018 og hefur þá verið að minnsta kosti 27 ára og eins mánaðar gömul. Alls voru 138 fuglar merktir á Íslandi sem endurheimtust í út- löndum. Meðal þeirra var fyrsti auðnutittlingurinn en hann náðist í net fuglamerkingastöðvar á Skagen í Danmörku, 1.729 km frá Akureyri þar sem hann var merktur fyrr sama ár. Vetrargestur í Massachusetts Nokkrir fuglar náðust eða sáust mjög fjarri merkingarstað. Sem dæmi endurheimtust þrír spóar 3.880-5.770 km frá merkingastað og var sá sem lengst fór drepinn í Guinea-Bissau 52 dögum eftir merkingu. Sá var merktur sem ófleygur ungi á Rangárvöllum í júní 2016. Stormmáfur sem merktur var sem ungi við Akureyrarflugvöll sumarið 2013 virðist vera reglu- legur vetrargestur í Massachusetts í Bandaríkjunum, en hann sást þar fyrst í febrúar 2017 og aftur ári síðar, 4.111 km frá merkingarstað. Á Melrakkasléttu sáust nokkrar sanderlur vorið 2018 sem merktar voru í Máritaníu og Ghana og voru þær komnar 5-7 þúsund km á leið sinni til varpstöðva á A-Grænlandi. Metár í merkingum fugla  Fuglamerkingar hérlendis í tæpa öld  Fuglar af 158 tegundum hafa verið merktir  Margir finnast fjarri merkingarstað  Mörg aldursmet slegin í fyrra Í Vestmannaeyjum fannst ný- dauður haftyrðill í janúar 2018 en sá var merktur á Bjarnarey í Barentshafi í ágúst 2016. Ghana Máritanía Massachusetts Byloteyja Bjarnarey Malaga Merktir fuglar fi nnast víða Þrír spóar endurheimtust 3.880-5.770 km frá merkingastað og var sá sem lengst fór drepinn í Guinea-Bissau 52 dögum eftir merkingu. Sá var merktur sem ófl eygur ungi á Rangárvöllum í júní 2016 Litmerkt sandlóa sást á Garðskaga en hún var þá komin 2.406 km frá merkingarstað sínum á Byloteyju í Nunavut, Kanada sumarið 2016. Í Grindavík var lesið á litmerktan sílamáf í maí 2018. Sá hafði verið merktur í Malaga á Spáni í desember 2014 og var kominn um 3.250 km veg til varps á Íslandi. Á Melrakkasléttu sáust nokkrar sanderlur vorið 2018 sem merktar voru í Máritaníu og Ghana og voru þær komnar 5–7 þúsund km á leið sinni til varpstöðva á A-Grænlandi. Stormmáfur sem merktur var sem ungi við Akureyrarfl ugvöll sumarið 2013 virðist vera reglulegur vetrargestur í Massachusetts í Bandaríkjunum, en hann sást þar fyrst í febrúar 2017 og aft- ur ári síðar, 4.111 km frá merkingarstað. 21.648 fuglar af83 tegundum voru merktir árið 2018 hér á landi. Er þetta metfjöldi merktra fugla á einu ári. Guinea- Bissau Ein tegund, moldþröstur, var merkt í fyrsta sinn hér á landi árið 2018. 740.524 fuglar af158 tegund- um hafa frá upphafi merkinga árið 1921 verið merktir. Helmingur merktra fugla árið 2018 var auðnu- tittlingar, eða 10.945. 138 fuglar semvoru merktir á Íslandi endurheimtust í útlöndum árið 2018. Tilkynnt var um skrofu sem merkt var fullorðin á hreiðri í Ystakletti árið 1991 og náðist aftur á hreiðri á sama stað 2017, 26 árum síðar. Fuglinn var þá að minnsta kosti 28 ára gamall. Tilkynnt var um grágæs sem merkt var sem ungi við Blönduós árið 2000. Hún fannst dauð á sama stað haustið 2017, þá 17 ára og fjögurra mánaða. Haförn sem merktur var sem ungi á norðanverðu Snæfellsnesi sumarið 1993 fannst aðframkominn í V-Húnavatnssýslu í janúar 2018, þá 24 og hálfs árs gamall. Í Hampshire á Englandi var lesið á merki jaðrakans sem merktur var hér á landi að minnsta kosti tveggja ára gamall og því var fuglinn orðinn allavega 16 ára og 10 mánaða. Teista sem merkt var á hreiðri í júní 1995 var hand- sömuð í sömu hreiðurholu 2018 og hefur þá verið að minnsta kosti 27 ára og eins mánaðar gömul. Elsti auðnutittlingurinn var merktur á Akureyri sem fullvaxinn í desember 2011. Hann náðist á sama stað, orðinn að minnsta kosti sjö ára og sex mánaða. Heimild: Náttúrufræðistofnun Kashineyja Litmerktur dvergsvanur sást við Hvalnes í Lóni í apríl 2012. Láðst hafði að tilkynna um fuglinn á sínum tíma en hann reyndist merktur sem fullvaxinn fugl í ágúst 2011 á varpstöðvum á Kashineyju á Korovinskaya-fl óa, Nenetskya í Rússlandi, 2.926 km frá Lóni. Álftanes Margæsir merktar. „Ég stend á tíma- mótum í lífinu. Fór að líta í speg- il og sá að ég er að verða miðaldra kona. Fólk sem ég þekki er að verða fyrir margskonar áföll- um. Þetta varð til að ýta við mér. Ég er ein og hef ekki fyrir neinum að sjá og tek ákvörðun um mína framtíð á eigin forsendum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem ákveðið hefur að kveðja Hvammstanga og leita á önnur mið. Guðný Hrund er að verða 48 ára gömul, viðskiptafræðingur, sem starfað hefur sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá árinu 2014. Hún var áður sveitarstjóri á Raufar- höfn í fjögur ár en hefur annars mest unnið í hugbúnaðargeiranum. Mikilvægum verkefnum lýkur Guðný segir að starfið á Hvamms- tanga hafi verið afar gefandi. Segist hún ánægð með samstarfið við sveit- arstjórn, starfsfólk og íbúa. Unnið hafi verið að mikilvægum verk- efnum, meðal annars við að tryggja starfsemi hitaveitunnar í Húnaþingi vestra og nú hafi fengist 68 milljóna króna styrkur úr Fjarskiptasjóði til að leggja ljósleiðara um Vatnsnes. Hún segist fá að fylgja þessum verk- efnum eftir, því hún hættir ekki fyrr en í lok ágúst, og skilji við sveitarfé- lagið í góðri stöðu. „Ég er búin að ná markmiðum mínum og er að ljúka þeim verk- efnum sem ég þarf að ljúka. Nú ætla ég að snúa mér að einhverju öðru sem hentar mér,“ segir Guðný og bætir því við að það sé vissulega ljúf- sár tilfinning að kveðja frábært sam- félag. helgi@mbl.is Stend á tímamót- um í lífinu  Guðný hættir sem sveitarstjóri Guðný Hrund Karlsdóttir Morgunblaðið/Eggert Hvammstangi Trillukarlar gera klárt fyrir grásleppuveiðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.