Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
afvöldumvörum
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
30% afsláttur
af völdum vörum í
dag
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Afsláttar-
vika
10-70%
AFSLÁTTUR
Lokakaffi
Kvenfélagsins Heimaeyjar
verður haldið í sal Akóges í Lágmúla 4, 3. hæð
108 Reykjavík 12. maí 2019 kl. 14 til 17.
Allir velkomnir
Stjórnin
Til sölu skúlptúr
eftir snillinginn
Helga Gíslason
Verkið er úr kopar og stendur á
fallega ryðguðum járnfæti.
Hæð koparverksins er 80 sm.
Hæð fótar undir verki er 97 sm.
Hæð alls 177 sm
Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 833-6906
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt að gefa
Alliance þróunarfélagi frest til sept-
ember n.k til þess að ganga frá
leigusamningi við hótelrekstraraðila
og fjármögnun verkefnis við
Grandagarð 2, á Alliance-reitnum,
og að gengið verði frá kaupsamn-
ingi í þeim mánuði.
Í október 2018 samþykkti borgar-
ráð að heimila skrifstofu eigna og
atvinnuþróunar að ganga til við-
ræðna við Alliance þróunarfélag um
sölu á fasteigninni Grandagarði 2
og tengdum byggingarrétti á
grundvelli innsendrar tillögu í sölu-
samkeppni sem borgin hélst síðast-
liðið sumar. Kaupverðið var 900
milljónir króna.
Brynjólfur J. Baldursson, fyrir
hönd Eldborg Capital, og Örn
Kjartansson, fyrir hönd M3 Capital,
sendu borginni minnisblað í byrjun
apríl s.l. Samkvæmt því var gert
ráð fyrir því að ljúka söluferlinu í
apríl.
„Í millitíðinni fór flugfélagið
WOW air í gjaldþrot og hafa fjár-
festingar til ferðaþjónustuverkefna
dregist verulega saman vegna
óvissu. Hæstbjóðendur í húseignina
Grandagarður 2 hyggjast byggja
þar upp hótel og hafði þetta því
veruleg áhrif á ferlið. Alliance þró-
unarfélag hefur lagt fram vilja-
yfirlýsingu alþjóðlegrar hótelkeðju
sem er ekki í dag með starfsemi á
Íslandi sem er nú að skoða aðkomu
sína að verkefninu sem eykur líkur
á því að af verkefninu verði,“ segir í
minnisblaðinu.
Nafn hótelkeðjunnar er ekki
nefnt í minnisblaðinu. Hins vegar
kemur fram að um sé að ræða
þýska hótelkeðju sem rekur 30 hót-
el í 8 löndum. Keðjan hafi hug á því
að gera langtímaleigusamning við
Alliance þróunarfélag. Starfsmenn
hennar hyggist eyða næstu 6 –8
vikum í nákvæma greiningu á
rekstri hótels á reitnum. Verði nið-
urstaðan jákvæð sé ætlunin að und-
irrita leigusamning. „Eftir að við
fáum staðfestingu leigusamnings
verður síðan unnið með lánastofn-
unum um heildarlánsfjármögnun á
verkefnið,“ segir í minnisblaðinu.
Í fyrrahaust var tilkynnt að vilja-
yfirlýsing lægi fyrir við dönsku hót-
elkeðjuna Guldsmeden um að reka
hótel á reitnum.
Á Alliance-reitnum er einnig gert
ráð fyrir íbúðum, veitingastöðum og
verslunum.
Þýsk keðja vill reka
hótel á Grandagarði
Borgin veitir kaupendum Alliance-reits frest til hausts
Mynd/THG arkitektar og Argos arkitektar
Grandatorg Hugmynd arkitekta að Alliance-húsinu og nýjum byggingum á reitnum. Þar verða íbúðir og þjónusta.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nauðsynlegt er að skapa hvata til
fjölgunar nemendum í sjúkralið-
anámi, meðal annars með vitundar-
vakningu um mikilvægi starfa sem
sjúkraliðar. Undirmönnun á vinnu-
stöðum veldur álagi og þreytu sem
leiðir af sér veikindi fólks til lengri
tíma, en við því er brugðist með yf-
irvinnu og aukavöktum sem þeir sem
fyrir eru þurfa að sinna. Þetta segir í
ályktun Sjúkraliðafélags Íslands sem
hélt fulltrúaþing sitt í vikunni. Einn-
ig eru ítrekaðar kröfur um styttingu
vinnuvikunnar, sem sjúkraliðar vilja
að verði í dagvinnu 35 klukkustundir
á viku og 28 klukkustundir í vakta-
vinnu. Allar tilraunir varðandi stytt-
ingu vinnuvikunnar hafi virkað vel.
Í ályktun sjúkraliða er vikið að því
að fjölga eigi hjúkrunarrýmum um
790 hjúkrunarrýma til ársins 2023.
Með því sé þó aðeins hálf sagan sögð,
því ekki fáist fagmenntað starfsfólk
til að sinna þjónustunni. Í áraraðir
hafa hjúkrunarheimili verið undir-
mönnuð af fagfólki og allt að 70 –
80% þeirra sem þar starfa eru ófag-
lærðir. Íbúar eigi hins vegar rétt á
faglegri hjúkrun og umönnun, og að
njóta bestu mögulegrar heilbrigðis-
þjónustu á hverjum tíma. Til að unnt
sé að veita viðeigandi, faglega þjón-
ustu á hjúkrunarheimilum þarf lög-
gilt heilbrigðisstarfsfólk og að þar
eins og í heimahjúkrun séu sjúkralið-
ar í aðalhlutverki. Minnt er á að
stefna stjórnvalda sé að fólk búi
heima eins lengi og mögulegt er og
njóti góðrar, þverfaglegrar heima-
hjúkrunar. Þetta sé hagkvæm lausn
sem geti frestað heimahjúkrun eða
komið í veg fyrir að grípa þurfi til
dýrra úrræða, eins og sjúkrahúsinn-
lagna eða varanlegrar vistunar á
stofnun.
Vinnutími verði styttur
Heimahjúkrun sé efld Sjúkraliðar eru í aðalhlutverki
Lögreglan á Suðurnesjum hefur til
rannsóknar þrjú mál þar sem um er
að ræða tilraunir til smygls fíkni-
efna til landsins. Í öllum tilvikum er
um að ræða tilraunir til að smygla
efnum innvortis. Í nýjasta málinu
var um að ræða erlendan karlmann
sem var að koma frá Hamborg 14.
mars. Tollgæslan stöðvaði hann í
Leifsstöð og lögregla handtók
manninn. Var hann með 100
grömm af kókaíni innvortis.
Þessi sami maður kom til lands-
ins árið 2017 og var þá gripinn fyrir
tilraun til fíkniefnasmygls og
dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Áður
höfðu tvær erlendar konur í tveim-
ur aðskildum málum verið stöðv-
aðar í flugstöðinni. Önnur var að
koma frá London og hin frá Bruss-
el. Sú fyrrnefnda var með tæpt
hálft kíló af kókaíni innvortis og
hin með tæp 200 grömm innvortis.
Þrjú handtekin með
kókaín innvortis