Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Vefverslun brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Fagmennska í 100 ár Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2018 er sú besta í 25 ár. Skuldaviðmið er komið vel undir lögboðið 150% viðmið og er nú 137%. Rekstrarniðurstaða bæjar- sjóðs að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er jákvæð um 2.677 milljónir króna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mikil fjölgun íbúa í bæjarfélaginu á undanförnum ár- um væri stærsta skýringin á bættum fjárhag bæjarins. „Hjá okkur hefur orðið gríðarleg tekjuaukning vegna mikillar fólks- fjölgunar, sem undanfarin fjögur ár hefur verið fordæmalaus, á milli 6 og 8% á ári,“ sagði Kjartan Már. Íbúafjöldi Reykjanesbæjar í lok árs 2018 var 18.930 og fjölgaði um 6,38% frá fyrra ári. Kjartan segir að vitanlega hafi þessi mikla fólksfjölgun í bæjar- félaginu haft í för með sér fullt af áskorunum fyrir bæjarfélagið. „Gjaldamegin var það þannig að við höfðum talsvert svigrúm. Við rekum sex grunnskóla og tíu leik- skóla og það var pláss í mörgum af þessum stofnunum – það var viss slaki í kerfinu, þannig að við gátum tekið við nýjum íbúum, ekki síst börnum, án þess að þurfa að leggja út í miklar fjárfestingar í upphafi,“ sagði Kjartan Már. Hann segir að vissulega sé bæjar- félagið enn í skuldaklafa og undir eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga, þannig að bæjarfélagið hafi þurft að fylgja mjög stífum ferlum hvað varð- ar ráðstöfun fjármagns og geri enn. „Við bara tókum í handbremsuna og höfum áfram haldið í hana. Þess vegna höfum við náð að nýta þennan tekjuauka án þess að ráðstafa hon- um öllum jafnóðum.“ Spurður um horfurnar, ekki síst með tilliti til hruns Wow air, sagði Kjartan: „Ég held að horfurnar séu áfram mjög góðar. Auðvitað eru einhverjar blikur á lofti til skamms tíma í tengslum við gjaldþrot Wow og sam- drátt í flugi til landsins, vegna þess að flugvöllurinn er okkar langmik- ilvægasti vinnustaður. En ef við horfum til lengri framtíðar, þá er ekkert sem bendir til annars en að flugumferð muni áfram aukast og farþegum til og frá og um Keflavík- urflugvöll muni fjölga. Allar spár gera ráð fyrir því. Við erum því bjartsýn og byggjum okkar sýn á áframhaldandi vexti í þjónustu okk- ar við alþjóðlega flugvöllinn, þó vissulega viljum við alltaf leita leiða til þess að dreifa eggjunum í fleiri körfur hvað atvinnuuppbyggingu varðar.“ Tókum í handbremsuna  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er bjartsýnn á fjármálahorf- ur bæjarins  Niðurstaðan á síðasta ári var sú besta í 25 ár Morgunblaðið/Ómar Reykjanesbær Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 2,6 milljarða króna. Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um tæp 7% í fyrra. Kjartan Már KjartanssonStyrkjum var úthlutað í gær úr Vís- indasjóði Krabbameinsfélags Ís- lands. Alls fengu 13 vísindamenn styrki að upphæð 60,3 milljónir króna. Hæsta styrkinn, 10 milljónir, hlaut Erna Magnúsdóttir. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðn- um og samanlögð upphæð styrkja er komin í nærri 160 milljónir króna. Auglýst var eftir umsóknum um styrki fyrr á þessu ári og bárust 18 umsóknir. Af þeim 12 rannsóknum sem valdar voru eru þrjú verkefni að hljóta styrk úr sjóðnum í þriðja sinn. Markmið sjóðsins er að efla ís- lenskar rannsóknir á krabbameini, orsökum sjúkdómsins, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Erna Magnúsdóttir hefur unnið að rannsókn á Waldenström- sjúkdómnum, sem er ólæknandi hægfara krabbamein B-eitilfrumna. Um 3 milljónir manna á heimsvísu greinast með sjúkdóminn árlega. Aðrir styrkþegar úr sjóðnum eru eftirtaldir, upphæð innan sviga: Andri Steinþór Björnsson (7,4 millj- ónir), Stefán Sigurðsson (6,8 millj- ónir), Guðrún Valdimarsdóttir (6,4 milljónir), Inga Reynisdóttir (5 milljónir), Margrét Helga Ögmunds- dóttir (5 milljónir), Helga M. Ög- mundsdóttir (4,7 milljónir), Birna Baldursdóttir (4,4 milljónir), Rósa Björk Barkardóttir (4,3 milljónir), Gunnhildur Ásta Traustadóttir (2,5 milljónir), Suzannah A. Williams og Bríet Bjarkadóttir (2,5 milljónir) og Ágúst Ingi Ágústsson (1,2 milljónir). Formaður sjóðsstjórnar er Sigríð- ur Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar á LSH, og varafor- maður er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ. Ljósmynd/Krabbameinsfélagið Vísindamenn Styrkþegar og fulltrúar þeirra flestra tóku við rannsóknar- styrkjunum í húsakynnum Krabbameinsfélags Íslands í gær. 13 vísindamenn fengu 60 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.