Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Sérhæft bílaþjónustufyrirtæki með eigin innflutning og góða
framlegð. Velta 80 mkr. Ebitda 17 mkr.
• Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta
100mkr. Góður hagnaður.
• Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í
innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel
tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr.
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á
Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður
vöxtur.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að
Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr.
• Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn
rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug
rekstrarsaga. Velta 45 mkr.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 100 mkr. og góð afkoma.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Áhöld eru um það hvers vegna
hæfnisnefndin í Landsréttarmálinu
ákvað að nefna einungis þá fimmtán
umsækjendur, sem efstir urðu á
stigatöflunni, sem hæfustu umsækj-
endurna, en ekki fleiri eða færri.
Hins vegar var sú ákvörðun tekin
mjög snemma í störfum hæfnis-
nefndarinnar og voru allir nefndar-
menn sammála um hana.
Í vitnisburði Gunnlaugs Claessen,
formanns nefndarinnar, fyrir Hér-
aðsdómi vegna skaðabótakrafna
tveggja umsækjenda um dómara-
embætti, kemur meðal annars fram
að nefndin tók illa í umræðum sín á
milli í hugmynd sem Sigríður Á.
Andersen, þáverandi dómsmálaráð-
herra, hafði viðrað við Gunnlaug um
að nefndin mæti að minnsta kosti
tuttugu manns hæfasta svo ráð-
herra hefði eitthvert svigrúm.
Var ráðherra greiði gerður?
Ljóst er að sú spurning, hversu
marga af umsækjendum hæfnis-
nefndin eigi eða jafnvel megi út-
nefna sem hæfasta, kemur einnig
inn á þá spurningu hvort ráðherra
eigi að fara með valdið til þess að
skipa í dómarastöður eða hvort
hæfnisnefndin eigi í raun að vera
nokkurs konar valnefnd.
Á Lagadeginum, sem haldinn var
á vegum Lögfræðingafélags Íslands
í Hörpu hinn 16. febrúar 2018, var
opin málstofa um skipan dómara. Í
fyrirspurnatíma eftir framsögur
þátttakenda tók Guðrún Björk
Bjarnadóttir, fulltrúi Lögmanna-
félagsins í hæfnisnefndinni, til máls
og fjallaði meðal annars um þá
spurningu, sem velt hafði verið upp
á málstofunni, hvort það væri eðli-
legt eða heppilegt ef hæfnisnefndin
yrði skikkuð til að telja tvo umsækj-
endur um stöðu jafnhæfa. Benti
Guðrún Björk á að þar með „í raun-
inni væri valdið endanlega komið til
ráðherra að velja úr þeim,“ og bætti
við að hún teldi það ekki góða þróun.
Þá bætti hún við að þegar hæfn-
isnefndin hefði mælt með fimmtán
umsækjendum hefði nefndin talið
„að hún væri að gera ráðherra
ákveðinn greiða með því að segja
þessir eru hæfastir og þar með
þyrfti ráðherra ekki að hætta sér út
á þetta pólitíska sjónarspil að fara
að velja sjálfur heldur gæti bara
tekið þennan lista og gengið frá mál-
inu þannig“. Sagði Guðrún Björk að
nefndin hefði talið það betra fyrir
ráðherra að þurfa ekki að taka
ákvörðunina og fara að velja á milli
sjálfur.
Ekki ástæða til að nefna fleiri
Spurð um ummæli sín á Lagadeg-
inum segir Guðrún Björk í samtali
við Morgunblaðið að það hljóti að
liggja í hlutarins eðli að ef ráðherra
fái lista með fimmtán nöfnum og
hafi ekki val sé hann betur staddur
pólitískt. „Mér finnst það liggja í
augum uppi að það hlýtur að vera
auðveldara fyrir ráðherra að fá lista
með fimmtán nöfnum og fylgja hon-
um eftir, heldur en að velja sjálfur á
milli, því það er alltaf auðvelt að
gagnrýna það. Það er það sem ég
meinti.“
Spurð um þá stöðu sem kom upp,
að ekki reyndist stuðningur á
þinginu við lista nefndarinnar, með-
al annars vegna kynjasjónarmiða,
segir Guðrún Björk að nefndin hafi
verið bundin af þeim lögum og
reglugerðum sem giltu um störf
hennar og bendir á að Alþingi hefði
hafnað því, þegar það setti lög um
skipan Landsréttar að kynjasjónar-
mið yrðu tekin sérstaklega til
greina.
Þá hefði ekki verið ástæða til að
nefna fleiri eða færri sem hæfasta til
að gegna dómaraembætti. Niður-
staða nefndarinnar hefði verið skýr
með að þessir fimmtán voru hæf-
astir og þar með hæfari en þeir sem
komu í næstu sætum þar á eftir.
„Við áttum að finna þá fimmtán hæf-
ustu og það var ekki neitt svigrúm
til að víkja frá því.“
Ekki skoðun nefndarinnar
Morgunblaðið bar ummæli Guð-
rúnar Bjarkar á Lagadeginum 2018
undir aðra nefndarmenn í hæfnis-
nefndinni í Landsréttarmálinu.
Könnuðust þeir ekki við að það hefði
verið skoðun nefndarinnar að það
væri betra að hlífa dómsmálaráð-
herra við pólitískum átökum með
því að útnefna bara fimmtán um-
sækjendur sem hæfasta. Nefndin
hefði þó verið samdóma um að út-
nefna bara fimmtán umsækjendur
sem hæfasta.
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver-
andi ráðherra og fulltrúi Alþingis, í
nefndinni, tók þó fram að hún væri
sammála því sjónarmiði að það væri
einfaldara fyrir ráðherra að fá tilbú-
inn lista með fimmtán nöfnum,
hvorki fleiri né færri. „Ég hefði
hugsað mér sjálf sem ráðherra, að
það hefði verið þægilegra fyrir mig
að fá málið afgreitt á þennan hátt.“
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Hæfnisnefnd tók illa í hugmyndir um að útnefna fleiri en fimmtán umsækjendur sem hæfasta.
Var einfaldara að
fá tilbúinn lista?
Hæfnisnefnd tók illa í hugmyndir um að gefa ráðherra val
Hið árlega reiðhjólauppboð lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu fer
fram í dag í Skútuvogi 8 í Reykja-
vík, það er húsnæði Vöku. Hjólin
sem boðin verða upp eru á bilinu
70-80 talsins, en þau má fyrst bjóða
upp þegar þau hafa verið í vörslu
lögreglunnar í eitt ár og degi betur.
Ýmsir aðrir óskilamunir verða
boðnir upp, til dæmis barnavagnar.
Að sögn Þóris Ingvarssonar sem
stýrir þjónustudeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu rennur ágóði
uppboðsins í lögreglusjóðinn. Úr
honum eru veittir styrkir í ýmiss
konar verkefni, meðal annars á
sviði mannúðarmála. Einnig hefur
Lögreglukórinn fengið styrki úr
sjóðnum svo og líknarsjóðir.
Þórir Ingvarsson segir að allt sé
gert sem hægt er svo koma megi
óskilamunum sem berast lögreglu
til eigenda sinna. Embættið haldið
úti vefsíðu þar sem birtar séu
myndir af öllu sem berist, svo sem
reiðhjólum, veskjum, rafmagns-
snúrum, hleðslum fyrir rafmagns-
magnsbíla og svo mætti lengi áfram
telja.
„Okkar hagur er að selja sem
minnst af munum. Við viljum koma
þeim öllum út,“ segir Þórir um upp-
boðið sem er árlegt og margir bíða
spenntir eftir því. „Það verður að
segjast að mörg hjólanna eru í
döpru ástandi og hafa fundist á
víðavangi, jafnvel ofan í tjörnum.
En allt sem er selt þarna er bara
eins og það kemur fyrir.“
Morgunblaðið/Hari
Uppboð Allt verður að seljast og
margir gera þarna reyfarakaup.
Óskilamunauppboð
löreglunnar haldið í dag
Sigríður Á. Andersen, fyrrver-
andi dómsmálaráðherra, segir að
sér þyki þau ummæli sem höfð
eru eftir Guðrúnu Björk á Laga-
deginum alvarleg. „Ég verð að
segja að ég varð eiginlega miður
mín að heyra þessa yfirlýsingu
eins nefndarmannsins á opnum
fundi á Lagadeginum, sem er í
raun yfirlýsing um það hvernig
nefndin hafi ákveðið að taka
völdin af ráðherra og Alþingi
með því að binda hóp hinna
hæfustu við fimmtán, í ein-
hverjum misskilningi um að þar
með væri nefndin að setja niður
mögulegar deilur á Alþingi. Ég
spyr mig hvaðan þessi stjórn-
sýslunefnd telur sig hafa umboð
til þess að vængstýfa lýðræðis-
lega kjörin stjórnvöld í landinu
með þessum ómálefnalega
hætti. Ég tel þetta vera atlögu
sem er beint að æðstu stofnun
þjóðarinnar, Alþingi.“
Sigríður
segir að ómál-
efnaleg sjón-
armið hafi ver-
ið látin ráða
förinni í störf-
um hæfnis-
nefndarinnar.
„Þannig að ég
er stolt af því
að hafa ásamt
þinginu átt
þátt í að koma í veg fyrir að
nefndin kæmist upp með þennan
yfirgang.“
Hún vísar þar meðal annars í
fyrri umfjöllun Morgunblaðsins
um störf hæfnisnefndarinnar.
„Af þeim viðtölum má ráða að
það er augljóst að nefndin lét
þetta Excel-skjal stýra för, og
það er almennt bagalegt að
mætir umsækjendur um störf
séu hlutgerðir í töflureikni eins
og hver önnur lagervara.“
SIGRÍÐUR Á. ANDERSEN
Sigríður Á.
Andersen
Segir ummælin alvarleg