Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Ólga innan Félagsbústaða VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sæmundur Ásgeirsson hóf störf hjá Félagsbústöðum í febrúar árið 2000. Hann kom til starfa á fram- kvæmdadeild og sinnti viðhaldi. Hafði áður starfað sem sjálfstæður verktaki og gert upp hús. Sæmundur segist í samtali við Morgunblaðið hafa notið sín í starfi þegar Sigurður Kr. Friðriksson var framkvæmdastjóri til ársloka 2013. Eftir að Auðun Freyr tók við sem framkvæmdastjóri hafi líðan sín farið að versna. Smátt og smátt hafi byggst upp spenna í þeirra sam- skiptum. Auðun Freyr hafi virt ráð- leggingar hans að vettugi og gert lítið úr tillögum hans. Þá hafi Auðun Freyr ítrekað og í vitna viðurvist gert lítið úr sér með oft á tíðum meiðandi spurningum í matsal. Hafi gert lítið úr verkkunnáttu hans. Það hafi verið eins og að Auðun væri að reyna að sýna fram á yfirburði sína gagnvart öðrum. Framkoman mjög særandi Sú spenna hafi náði hámarki með því að Auðun Freyr niðurlægði hann á starfsmannafundi. Slík framkoma hafi valdið honum miklu álagi. Erfiðasta atvikið var á fundi með starfsmönnum Félagsbústaða, er greint var frá ráðningu yfir- manns á framkvæmdadeild. Sæ- mundur sagði manninn sem var ráð- inn vel að því kominn. Hins vegar hefði það komið sér á óvart að vera ekki spurður hvort hann hefði áhuga á starfinu. „Auðun Freyr sagði þá fyrir framan alla að búið væri að funda um málið. Það væri samdóma álit starfsmanna að ég væri vanhæfur. Þetta særði mig djúpt,“ segir Sæmundur. „Minn yfirmaður á þeim tíma, Helgi Hauksson, mótmælti þessum orðum Auðuns Freys.“ Vegna þessarar framkomu segir Sæmundur að andlegri heilsu sinni hafi hrakað. „Ég upplifði einhverja breytingu sem ég hef ekki fundið áð- ur. Hélt að ég væri að fá hjartaáfall og fór á hjartadeild Landspítalans. Þetta var kvíði,“ segir Sæmundur sem var í veikindaleyfi í þrjár vikur vorið 2017. Leið sífellt verr í starfi „Þá kom Auðun Freyr heim til mín og vildi spjalla en þó ekki um vandamálið sjálft. Spurði hvort ég vildi ekki koma aftur til starfa. Mér er minnisstætt að hann kom með barnið sitt. Ég fór þá að skýra fyrir honum af hverju mér liði illa. Aðal- málið var að mér leið orðið verr og verr í þessu umhverfi. Það byggðist upp verkkvíði. Þetta breyttist frá því að hlakka til að fara í vinnuna í að kvíða fyrir því. Þegar manni er farið að líða þannig rífur það mann niður,“ segir Sæmundur. Hann sneri aftur til vinnu. Upplif- unin af vinnustaðnum breyttist hins vegar ekki og í febrúar 2018 fór hann í lengra veikindaleyfi. Fram- vísaði læknisvottorði um veikindi. Sagði þar að Sæmundur ætti við sjúkdóm að stríða en það var ekki tilgreint frekar. Að hans sögn mátti stjórn Félagsbústaða vera ljóst að veikindin væru andlegs eðlis. Veikindaleyfinu lauk með upp- sagnarbréfi sem barst skömmu áður en veikindarétturinn rann út haustið 2018. Auðun Freyr hafði þá látið af störfum og nýr framkvæmdastjóri, Sigrún Árnadóttir, tekið við. Sæmundur segist aðspurður líta svo á að framkoma Auðuns Freys kunni að flokkast undir einelti. „Hvort þetta flokkist undir einelti verða sérfræðingar að dæma um en eftir því sem ég best veit hafa þeir aldrei verið kallaðir til,“ segir Sæ- mundur og tekur fram að áður en Auðun Freyr varð framkvæmda- stjóri hafi sálfræðingur að nafni Björn Vernharðsson rætt við hluta starfsfólksins. Þau viðtöl hafi verið að frumkvæði Sigurðar, þáverandi framkvæmdastjóra. Merki um kulnun í starfi „Mér fannst Björn mjög réttsýnn. Hann sagði skýr merki um kulnun hjá sumum starfsmönnum. Það sem hefði þurft að gera hjá Félags- bústöðum var að taka fólk í viðtal og vinna í þessum málum. Vandamálin jukust eftir að Auðun Freyr tók við. Það voru farin að hrúgast upp erfið samskipti hjá fyrirtækinu. Sam- starfsmaður minn var margbúinn að biðja um eineltisrannsókn.“ Sveini Gunnarssyni, trésmið og kerfisfræðingi, var sagt upp störfum hjá Félagsbústöðum í janúar 2017 en hann var þar fastráðinn 2003. Sveinn segir í samtali við Morgun- blaðið að starfið hafi þá verið orðið erfitt en hann telur sig hafa verið beittan einelti af þáverandi fram- kvæmdastjóra Félagsbústaða, Auðuni Frey. Fór að brjóta niður störfin Sveinn sá fyrst um viðhald og eftirlit með fasteignum Félags- bústaða en svo samhliða um rekstur tölvukerfis Félagsbústaða. Sveinn telur Auðun Frey hafa lagt sig í einelti og niðurlægt. Sum dæm- in eru þess eðlis að þeir einir eru til frásagnar og er hér fjallað um sam- skiptin á almennan hátt. „Um leið og Auðun Freyr varð framkvæmdastjóri fór hann að gera lítið úr störfum mínum og ég vil meina að leggja mig í einelti. Mér fannst hann vera að reyna að ýta mér út allan tímann, í þessi 3-4 ár sem ég var þarna eftir að hann kom sem honum tókst svo að lokum með hjálp lögfræðings. Ég fékk fjögurra mánaða upp- sagnarfrest en ekki starfslokasamn- ing og var gert að yfirgefa vinnu- staðinn samdægurs. Fékk að sækja dótið mitt mánudaginn á eftir. Það var lokað á mig.“ – Í hverju birtist þetta einelti? „Auðun Freyr sagði reyndar við mig, þegar hann var nýtekinn við sem framkvæmdastjóri, að það væri góð blanda að vera smiður og kerfis- fræðingur. Síðan byrjaði niður- brotið. Auðun Freyr var stöðugt að tala um að færa mig til í starfi. Það skapaði spennu og óöryggi. Hann talaði m.a. um að láta mig hætta í tölvunum og fara meira í eftirlitið sem varð aldrei. Ég var tilbúinn að gera það en það var aldrei bíll til staðar fyrir mig til að sinna eftirliti. Samstarfsmenn mínir vildu ekki láta bílana frá sér enda höfðu þeir nóg með sig. Þetta var viss niðurlæging. Auðun Freyr var stöðugt með nei- kvæðar aðfinnslur. Sagði að ég væri ekki nógu góður í hinu og þessu. Samskiptin voru aldrei jákvæð.“ Bætti við sig gráðum – Bauð Auðun Freyr þér að sækja námskeið eða fara aðrar leiðir til að bæta kunnáttuna? „Nei. Fyrir utan að vera kerfis- fræðingur hafði ég meðal annars tekið allar Microsoft-gráðurnar hjá Promennt. Hafði gert það í sam- starfi við Sigurð [Kr. Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóra]. Mér er minnisstætt þegar við sóttum fund með erlendum koll- egum okkar á Hótel Holti. Þarna var samankomið fólk sem vinnur við tölvukerfi. Þegar ég tók til máls gaf Auðun Freyr mér merki um að þegja, sem var auðvitað niðurlægj- andi. Það var tilgangslaust fyrir mig að mæta. Allar tillögur sem maður kom með voru brotnar niður.“ Sveinn segir Auðun Frey hafa sýnt sömu hegðun á starfsmanna- fundi hjá Félagsbústöðum. Auðun Freyr hafi þá tjáð Sæmundi Ás- geirssyni, starfsmanni Félags- bústaða, að það væri á allra vitorði að hann væri vanhæfur. „Maður segir ekki svona við mann fyrir framan 20 manns. Það er ljótt. Maðurinn var ofsalega sár. Fram- koma Auðuns Freys fékk mikið á vinnufélaga minn. Dag einn ók ég honum á spítala vegna álags sem fylgdi þessu umhverfi. Maðurinn var Framkoman hafi valdið kvíða og va  Tveir fyrrverandi starfsmenn Félagsbústaða telja fv. framkvæmdastjóra hafa komið illa fram  Sú framkoma hafi bitnað á andlegri heilsu þeirra  Annar telur sig hafa verið beittan einelti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erfið reynsla Sæmundur Ásgeirsson starfaði hjá Félagsbústöðum. Honum fór að líða sífellt verr í starfinu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Félags- bústaða, lagði hinn 5. apríl sl. fram kæru til siðanefndar Blaðamanna- félags Íslands á hendur þeim sem þetta ritar, Baldri Arnarsyni, vegna fréttar um málefni Félagsbústaða sem birtist í Morgunblaðinu 4. mars og ritstjórn Morgunblaðsins varð- andi skrif um málið á mbl.is. Farið frjálst með staðreyndir Áður en Auðun Freyr lagði fram kæruna sendi hann Morgunblaðinu áskorun hinn 11. mars um að birta í heild grein hans „Hver er fréttin?“ á blaðsíðu 6 í prentaðri útgáfu blaðsins og birta sömu grein á mbl.is sam- dægurs. Þá var farið fram á að blaða- maðurinn, þ.e. undirritaður, „eða rit- stjórn fyrir hans hönd“ bæði hann „formlega afsökunar á skrifunum“. Fór Auðun Freyr fram á að þetta yrði birt í síðasta lagi 18. mars, ella yrði málið kært til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Jafnframt fylgdi með yfirlýsing frá núverandi starfsfólki Félagsbústaða 4. mars um að í fréttinni væri „frjáls- lega farið með aðstæður, ástæður og skoðanir starfsfólks félagsins auk þess að ómaklega er vegið að starfs- heiðri fyrrverandi framkvæmda- stjóra“. Þá var m.a. á það bent að „fé- lagið getur t.d. ekki svarað opin- berlega sögusögnum um ástæður starfsloka fyrrverandi starfsmanna“. Undir hana rituðu 24 núverandi starfsmenn. Fram kemur í áskorun Auðuns Freys, „Hver er fréttin?“, að óánægja hefði verið meðal hluta starfsmanna Félagsbústaða vegna breytinga á starfseminni. Það var mat blaðamanns að traust- ar heimildir væru fyrir umræddri frétt. Ekkert tilefni væri því til birt- ingar yfirlýsingarinnar á fréttasíðu. Óánægja hafi birst í könnun Fyrirsögn umræddrar fréttar í Morgunblaðinu var „Hættu vegna stjórnandans“. Sagði í inngangi frétt- arinnar að „þegar Auðun Freyr Ingvarsson hætti sem fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða sl. haust hafði verið megn óánægja með störf hans fyrir félagið. Birtist sú óánægja í könnun sem Maskína gerði meðal starfsmanna. Kvaðst mikill meirihluti svarenda ósáttur við fram- kvæmdastjórann“. Þá sagði í fréttinni að uppsögn Auðuns Freys ætti sér dýpri rætur en skýrast af framúrkeyrslu við ein- stök verkefni. Til upprifjunar kom fram í tilkynningu Félagsbústaða í október sl. að Auðun Freyr hefði „í ljósi þeirra athugasemda sem fram komu í skýrslu Innri endurskoðunar [borgarinnar] kosið að segja starfi sínu lausu í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta“. Varðaði umrædd skýrsla Innri endurskoðunar við- haldsverkefni Félagsbústaða í Íra- bakka 2-16. Reyndist kostnaðurinn 330 milljónir umfram heimildir. Morgunblaðið hafði í umræddri frétt heimildir fyrir því að almenn óánægja hefði verið með störf Auð- uns Freys gagnvart starfsmönnum. Það hafði verið mikil hreyfing á starfsfólki. Starfsmenn Félags- bústaða í tíð Auðuns Freys hefðu hætt af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi fyrir aldurs sakir. Í öðru lagi vegna þess að þeim buðust önnur störf og í þriðja lagi vegna erfiðleika í samskiptum við Auðun Frey. Þeir hafi verið látnir fara. Auðun Freyr gagnrýnir í kæru til siðanefndar að blaðamaður hafi ekki haft samband við sig, þrátt fyrir að væra meginumfjöllunarefni fréttar- innar. Þá hafi verið ranglega haft eftir honum „um ástæður starfsloka hans og látið í það skína að ástæður uppsagnar hafi raunverulega verið samskiptavandamál við starfsfólk“. Þá sé staðreyndum í trúnaðar- skýrslu sem unnin var fyrir Fé- lagsbústaði „snúið á hvolf“. Sú full- yrðing að megn óánægja hafi verið með störf hans teljist „rógburður“. Ójafnvægi í framsetningu Meðal annarra atriða sem Auðun Freyr gagnrýnir er að „mikils ójafn- vægis“ gæti í framsetningu fréttar- innar 4. mars, svo verulega halli á hann „í máli sem hefur marga ólíka fleti“. „Hann hefur ekki sýnt undir- rituðum, Félagsbústöðum og starfs- fólki félagsins tillitssemi í vandasömu máli og hefur með því valdið undir- rituðum, félaginu og starfsfólki þess óþarfa sársauka og vanvirðu … Mál- ið hefur ekki verið kært til dóm- stóla,“ skrifaði Auðun Freyr. Ekkert hafi gefið tilefni til svo „ærumeiðandi og rætinna skrifa.“ Í tilefni kærunnar er rætt við þrjá fyrrverandi starfsmenn Félags- bústaða í blaðinu í dag. Blaðið hefur rætt við fleiri fyrrverandi starfs- menn Félagsbústaða sem óskað hafa nafnleyndar. Þeir sögðu starfsand- ann hafa verið slæman í tíð Auðuns Freys og tveir sögðu það skýra brotthvarf úr starfi. Blaðamaður hafði samband við Auðun Frey sl. fimmtudag og bauð honum að koma í viðtal í laugar- dagsblaði Morgunblaðsins, þ.e.a.s. í dag. Hann afþakkaði viðtal en sam- þykkti að áðurnefnd grein, „Hver er fréttin?“, yrði birt sem aðsend grein í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnir frétt Morgunblaðsins  Fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur blaðamann Morgunblaðsins hafa varpað á sig rýrð með „ærumeiðandi og rætnum skrifum“  Kærði skrifin til siðanefndar Blaðamannafélagsins Stjórnandi Auðun Freyr Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.