Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Hebblethwaite er staddur hér á
landi um þessar mundir til að und-
irbúa nokkur samstarfsverkefni með
Hvíta húsinu, sem snúast um mark-
aðssetningu í Lundúnum, en hlut-
verk Hebblethwaite, og The Value
Engineers, er þá að tengja auglýs-
ingastofuna inn í hentugt net sam-
starfsaðila í borginni.
„Ég er mjög ánægður að koma og
vinna enn og aftur með Hvíta húsinu.
Þetta eru allt verkefni sem ég veit
ekki ennþá nákvæmlega hver eru, en
eiga að fara í gang síðar í sumar.“
Innleiða í smáatriðum
Til að útskýra nánar hvernig The
Value Engineers vinnur, segir Heb-
blethwaite að fyrirtækið sé ekki í
auglýsingagerð eða almanna-
tengslum, heldur hjálpi til við að
greina markaði, setja upp stefnu og
fylgja henni svo eftir í smáatriðum,
til að tryggja árangur. Hann nefnir
til frekar útlistunar verkefni sem
fyrirtækið vann fyrir breska flug-
félagið British Airways. „Við leidd-
um og framfylgdum stefnumótunar-
vinnu í hinni frægu herferð British
Airways frá árinu 2011, „To fly. To
Serve“, en þar var það risastór aug-
lýsingastofa, BBH, sem sá um hinar
snilldarlegu auglýsingar sem voru
gerðar.“
Hebblethwaite segir að verkefnið,
hafi komið British Airways á kortið
aftur í fluggeiranum, með áherslu á
góða þjónustu. Í dag hafi félagið þó
eitthvað gefið eftir í þeim efnum, og
flugfélög eins og Emirates og Virgin
siglt fram úr. „To Fly. To Serve-her-
ferðin bætti afkomu flugfélagsins
verulega, en aðalmálið í okkar starfi
var að breyta hugarfari starfsfólks-
ins, og láta alla einblína á hvað þyrfti
að gera til að félagið gæti veitt fyrsta
flokks þjónustu. British Airways
varð með þessu aftur þjónustumiðað
flugfélag, og við með okkar vinnu
tryggðum að þú sem viðskiptavinur
fékkst strax og þú komst um borð,
fullvissu fyrir því að þú myndir njóta
flugsins. Unnið var náið að útfærsl-
unni með öllu starfsfólkinu, fluglið-
unum, fólkinu sem sá um farangur-
inn, o.s.frv.“
Spurður um álit á Íslandi sem
vörumerki, og hvernig landanum
gangi að fanga athygli umheimsins,
segir Hebblethwaite að hann hafi
upplifað miklar breytingar á síðustu
12 árum. „Nú er Ísland komið á sér-
lista allra á aldrinum 40-60 ára yfir
óskaáfangastaði í heiminum. Fólk
vill fara til Maldíveyja, á Inkaslóðir,
til Ástralíu, Nýja-Sjálands og svo til
Íslands. Ísland er enn dularfullt, en
dulúðin er þekkt, og fólk veit núna
betur hvað það er að fara út í.“
Góð náttúrutengsl vara
AFP
Vörumerki Eitt þekktasta verkefnið sem The Value Engineers hefur unnið
að var endurvörmerkjasetning flugfélagsins British Airways árið 2011.
Finnst gott að vinna með Íslendingum Greinir, vinnur stefnumótun og fram-
fylgir í smáatriðum Ísland er komið á sérlista hjá ferðalöngum yfir óskastaði
Ekki eldflaugavísindi
» „Vörumerkjaþróun er ekki
eldflaugavísindi. Það þarf bara
að spyrja sig „af hverju“. Af
hverju erum við mikilvæg? Af
hverju erum við hér? Hvernig
erum við öðruvísi? Svo þurfa
fyrirtæki að vera sönn og heið-
arleg í því sem þau gera. Ég
held að íslensk fyrirtæki séu
einmitt góð í því að vera sönn
og heiðarleg.“
FRÉTTASKÝRING
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslensk fyrirtæki eru góð í að tengja
óblíða og stórbrotna náttúru lands-
ins við vörumerki sín. Þetta er mat
Ed Hebblethwaite stjórnanda og
eins stjórnarmanna stefnumótunar –
og markaðsgreiningarfyrirtækisins
The Value Engineers í London.
„Þýski bílaframleiðandinn BMW
notar rómaða þýska verkfræðikunn-
áttu til að aðgreina sitt vörumerki, í
Sviss nota menn mikla tækniþekk-
ingu í landinu í sama tilgangi, Ítalir
leggja áherslu á næmleika og hönn-
un, Frakkar byggja mikið á ástríð-
unni, en hér hafa fyrirtækin komist
upp á lag með að nota hrjúfa og
óblíða náttúruna til að ná árangri,“
segir Hebblethwaite í samtali við
Morgunblaðið.
Snjallt markaðsfólk
Hann segist hafa komist í kynni
við margt mjög snjallt markaðsfólk
hér á landi síðan hann hóf að venja
komur sínar hingað til lands fyrir um
12 árum í tengslum við samstarf við
auglýsingastofuna Hvíta húsið.
Hann segir Íslendinga sér á báti
þegar kemur að samstarfi. „Ég er
mjög hrifinn af því að vinna með Ís-
lendingum. Þeir eru fljótir að hugsa
og taka ákvarðanir, og mjög prakt-
ískir í hugsunarhætti. Þetta veitir
þeim samkeppnisforskot,“ segir
Hebblethwait og bætir við: „Íslend-
ingar kunna að koma hlutunum á
hreyfingu. Þeir eru lausir við allt
kjaftæði og yfirlæti. Þeir bretta bara
upp ermarnar og finna út úr hlut-
unum.“
á síðari hluta ársins 2018. Þá hafi
óvissa um launaþróun minnkað eft-
ir að kjarasamningar voru sam-
þykktir á almennum vinnumarkaði.
Telur stofnunin að þær hækkanir
sem þar er samið um muni ekki
hafa teljandi áhrfi á veðlag umfram
það sem áður var reiknað með. Á
næsta ári er gert ráð fyrir að hag-
kerfið vaxi um 2,6% vegna bata í út-
flutningi og fjárfestingu. Þá er gert
ráð fyrir að verðbólgan minnki og
verði 3,2%.
Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar ger-
ir ráð fyrir að landsframleiðsla í ár
dragist saman um 0,2% að raun-
virði. Stafar samdrátturinn að
mestu af 2,5% minni útflutningi en
á síðasta ári. Á sama tíma er gert
ráð fyrir 2,4% vexti einkaneyslu. Þá
segir Hagstofan útlit fyrir að verð-
bólga verði um 3,4% í ár. Þá gerir
stofnunin ráð fyrir að gengi krón-
unnar muni haldast nokkuð stöðugt
miðað við núverandi stöðu þess í
kjölfar talsverðrar gengisveikingar
Breytist lítið að raunvirði
Hagstofan spáir 0,2% samdrætti landsframleiðslu í ár
Morgunblaðið/Eggert
Útflutningur Fall WOW og loðnu-
brestur draga útflutning niður.
● Fjárfestingafélagið Stoðir hefur fest
kaup á tæplega 320,7 milljónum hluta í
Símanum en fyrir átti félagið ríflega
429,3 milljónir hluta. Með kaupunum fer
eignarhlutur Stoða í Símanum úr 4,64%
í 8,11%. Með kaupunum verður félagið
fjórði stærsti hluthafi Símans á eftir
þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins,
Lífeyrissjóði verslunarmanna, Gildi og
LSR.
Miðað við dagslokagengi í Kauphöll í
gær nemur kaupverð hlutarins tæpum
1,3 milljörðum króna.
Bréf Símans hækkuðu skarpt í Kaup-
höll í gær og nam hækkunin í dagslok
7,83%.
Stoðir kaupa umtals-
verðan hlut í Símanum
STUTT
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
11. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.49 123.07 122.78
Sterlingspund 159.08 159.86 159.47
Kanadadalur 90.88 91.42 91.15
Dönsk króna 18.349 18.457 18.403
Norsk króna 13.995 14.077 14.036
Sænsk króna 12.695 12.769 12.732
Svissn. franki 120.14 120.82 120.48
Japanskt jen 1.1139 1.1205 1.1172
SDR 169.46 170.46 169.96
Evra 137.02 137.78 137.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2823
Hrávöruverð
Gull 1284.1 ($/únsa)
Ál 1766.0 ($/tonn) LME
Hráolía 70.23 ($/fatið) Brent