Morgunblaðið - 11.05.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Konunglega hestasýningin, Royal
Windsor Horse Show, sem haldin er
árlega í bænum Windsor skammt
fyrir utan London, stendur nú yfir.
Elísabet Englandsdrottning lét sig
ekki vanta og kom akandi í Range
Rover bíl sínum á sýninguna, sem er
sú stærsta sinnar tegundar í Bret-
landi og hefur verið haldin síðan
1943.
Drottningin fagnaði 93 ára afmæli
sínu í síðasta mánuði, engar spurnir
hafa borist af því að hún hyggist
skila inn ökuskírteininu eins og
margir jafnaldrar hennar hafa gert
og af og til má sjá hana undir stýri á
einhverjum bíla sinna.
Elísabet Englandsdrottning fagn-
aði nýverið fæðingu áttunda barna-
barns síns, sonar Harrys prins og
Meghan hertogaynju af Sussex.
AFP
Drottning ekur bíl Elísabet II Englandsdrottning einbeitt undir stýri á Range Rover bíl sínum. Hún varð 93 ára
þann 21. apríl síðastliðinn og lítinn bilbug virðist vera að finna á drottningunni hvort sem er í starfi eða leik.
Tiginn bíl-
stjóri sat
undir stýri
París. AFP. | Liao Yiwu hefur fengið viðurnefnið
Solsjenitsín Kína vegna andófsskrifa sinna.
Hann er þeirrar hyggju að „öllum heiminum
stafi ógn“ af Kína og rakti viðhorf sín í samtali
við fréttaveituna AFP.
Liao var settur í fangelsi fyrir að skrifa ljóð,
sem bar yfirskriftina „Fjöldamorð“, um mótmæl-
in á Torgi hins himneska friðar. Hann telur að
það væri betra fyrir mannkyn ef efnahagsrisinn
skipti sér upp.
„Draumur minn er að Kína verði skipt upp í
um 10 lönd eða svo,“ sagði hann í tilefni af út-
komu nýjustu bókar sinnar, Byssukúlur og óp-
íum, á frönsku. „Ástæðan er sú að í dag stafar
öllum heiminum ógn af Kína.“
Í bókinni, sem hefur verið bönnuð í Kína eins
og önnur skrif höfundar, eru sagðar sögur tuga
fórnarlamba blóðbaðsins á Torgi hins himneska
friðar þegar hermenn myrtu fjölda mótmælenda
í Peking árið 1989.
Í Kína er með öllu bannað að tala um blóðs-
úthellingarnar, sem einnig eru kenndar við 4.
júní.
„Það er mér ekki ofarlega í huga að snúa aftur
til Kína,“ segir Liao, sem hefur búið í útlegð í
Berlín frá 2011. „Ég myndi vilja fara til fæðing-
arslóða minna í Sichuan – þegar það fær sjálf-
stæði. Þá myndi ég með ánægju snúa aftur.“
Liao er sextugur að aldri. Hann er skáld og
tónlistarmaður. Hann hefur einnig fjallað um líf
fátækra í Kína. Hann var pyntaður í fangelsi að
því er mannréttindasamtök hafa greint frá og
eftir að hann var látinn laus sætti hann ofsókn-
um lögreglu. Hann sagði AFP að hann væri
mjög svartsýnn á framtíð Kína undir stjórn Xi
Jinpings forseta, sem yrði sífellt gerræðislegri í
stjórnarháttum.
„Fyrir þrjátíu árum héldum við að þróunin
yrði í átt til lýðræðis. Nú snýst allt um að maka
krókinn,“ segir hann.
„Öll vestrænu ríkin, sem gagnrýndu Kína eftir
fjöldamorðin, keppa nú hvert við annað um að
eiga viðskipti við böðlana jafnvel þótt þeir haldi
áfram að handtaka fólk og drepa.“
Hann talaði háðslega um þá staðreynd að dótt-
ir Xi Jinpings hefði lært við Harvard-háskóla
ásamt börnum annarra leiðtoga í kommúnista-
flokknum. „Meira að segja hjákonur leiðtoganna
fá námsstyrk,“ sagði hann, til að læra við banda-
ríska háskólann.
Barátta fyrir sannleikanum
„Þeir sem eru ósáttir eru settir til hliðar en
þeir sem vilja græða peninga án þess að gagn-
rýna flokkinn geta gert það sem þeir vilja,“ sagði
hann.
Liao telur að hvað sem öðru líði hafi Torg hins
himneska friðar verið tímamótaviðburður í kín-
verskri samtímasögu. „Fyrir mig eins og alla
Kínverja voru þetta straumhvörf,“ sagði hann.
„Þú mátt ekki nefna fjöldamorðin í Kína, það
er bannað. Mín barátta er að koma sannleik-
anum um það sem gerðist til skila til eins
margra manna og ég get.“
Hann sagði að þremur áratugum síðar „vitum
við ekki enn nákvæmlega fjölda fórnarlamb-
anna“.
Mannréttindasamtök telja að á milli 2.600 og
3.000 manns hafi látið lífið eftir að 200.000 her-
menn voru sendir til að umkringja höfuðborg
Kína.
Í skeytum bresku utanríkisþjónustunnar sem
voru birt 2017 kemur fram að fyrst á eftir hafi
verið talið að um 10.000 manns hefðu fallið.
„Hópurinn mæður Torgs hins himneska friðar
hefur birt 202 nöfn, en við vitum að það voru
miklu fleiri,“ sagði Liao.
Ungur maður tók sér stöðu fyrir framan skrið-
dreka og varð að tákni hinna friðsamlegu mót-
mæla. „Við vitum ekki einu sinni nafn hans eða
örlög,“ bætti hann við.
„Vestrænir fjölmiðlar gáfu honum nafnið
Wang Weilin, en það var búið til. Við vitum ekk-
ert um hann þótt hann sé tákn milljóna manna,
sem voru á móti harðstjórninni 4. júní,“ sagði Li-
ao.
Bókinni Vitnisburðir eftir Liao um tíma hans í
fangelsi í Kína hefur verið líkt við Gúlag-eyja-
klasann eftir Alexander Solsjenitsín og hún hlaut
mikið lof hjá Liu Xiaobo, kínverska andófsmann-
inum, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels og lést
árið 2017 eftir að hafa setið í fangelsi árum sam-
an.
Landamæri og landakröfur eru ákaflega við-
kvæm mál í Kína og hugmyndir um að skipta
landinu upp eru líklegar til þess að vekja hörð
viðbrögð.
Í fyrra gagnrýndu kínversk stjórnvöld hót-
elkeðjuna Marriot harðlega fyrir að skrá Taívan
– ásamt Tíbet og Hong Kong – sem sérstök lönd.
Kínverjar líta á þau sem landsvæði á sínu valdi.
Í maí bað bandaríska fataverslunarkeðjan Gap
kínversk stjórnvöld afsökunar vegna stutt-
ermabols sem sýndi kínverska meginlandið, en
ekki Taívan. Kínverjar viðurkenna ekki lýðveldið
Taívan og telja það uppreisnarhérað sem bíði
þess að sameinast meginlandinu að nýju.
Andófsmaður telur
betra fyrir Kína að land-
inu verði skipt upp
AFP
Andófsmaður Liao Yiwu hefur verið í fangelsi.
Segir gerræði fara vaxandi
Ljóst er að Afríska þjóðarráðið
(AMC), stjórnarflokkurinn í Suður-
Afríku, hélt
meirihluta sínum
á þingi landsins í
kosningum sem
fóru fram í vik-
unni.
Þegar búið var
að telja nærri
90% atkvæða í
gær hafði flokk-
urinn fengið 57%
atkvæða. En það
er minnsta fylgi
sem flokkurinn hefur fengið frá því
Nelson Mandela leiddi hann fyrst til
sigurs árið 1994.
Cyril Ramaphosa tók við emb-
ættum flokksleiðtoga og forseta
landsins á síðasta ári þegar flokk-
urinn neyddi Jacob Zuma til að
segja af sér vegna landlægrar spill-
ingar sem þreifst í skjóli hans.
Ramaphosa hét umbótum og að
ráðist yrði gegn spillingu þegar
hann tók við stjórnartaumunum en
þær umbætur hafa gengið hægt,
einkum vegna andstöðu frá stuðn-
ingsmönnum Zuma, sem enn gegna
valdamiklum embættum í flokknum
og ríkisstjórn landsins.
Sjálfur sagði Ramaphosa í vikunni
að kosningarnar mörkuðu nýja dög-
un, endurnýjun og von.
ANC
heldur
völdum
Minnsta fylgi
í aldarfjórðung
Cyril
Ramaphosa
Deilt var um laga-
frumvarp um end-
urbyggingu Notre
Dame-dómkirkj-
unnar á franska
þinginu í gær, en
kirkjan brann að
hluta 15. apríl síð-
astliðinn. Frum-
varpið kveður á um að endurbygg-
ingunni verði lokið sumarið 2024,
innan fimm ára, þegar Ólympíu-
leikarnir verða haldnir í París. Þykir
sumum það helst til knappur tími.
Franck Riester, menningarmál-
áðherra Frakklands, sagði í umræð-
unum í gær að það, að ætla sér fimm
ár í viðgerðir á kirkju sem tók 200 ár
að byggja, væri vissulega metnaðar-
fullt markmið. Fjölmargir einstakl-
ingar og fyrirtæki hafa gefið fé til
verksins og þegar hefur safnast um
einn milljarður evra, en sérfræðingar
telja að viðgerðin muni kosta 600-700
milljónir evra.
FRAKKLAND
Deilt um Notre
Dame-frumvarp
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi