Morgunblaðið - 11.05.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.05.2019, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Nýlegt 5 herbergja einbýli með bílskúr á einni hæð í Ásahverfi, Reykjanesbæ. Sérsmíðaðar innréttingar, vönduð eign. Stærð 207,3 m2 Verð kr. 63.500.000 Fitjaás 12, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Á2. hæð ÞekkingarsetursVestmannaeyja, þar semáður var vinnslusalurFiskiðjunnar, hefst í dag minningarmót um Bergvin Oddsson, skipstjóra og útgerðarmann á Gló- faxa VE. Það er Taflfélag Vest- mannaeyja sem heldur mótið í sam- vinnu við fjölskyldu Bergvins, en hann var einn af sterkustu skák- mönnum Eyjanna. Þegar hafa meira en 50 skákmenn skráð sig til leiks, þar af margir gamlir félagar Berg- vins úr skákinni. Má þar nefna Arn- ar Sigurmundsson, Andra Hrólfs- son, Einar B. Guðlaugsson, Sigurjón Þorkelsson, Karl Gauta Hjaltason, Þórarin Inga Ólafsson, Pál Árnason og Stefán Gíslason. Einnig teflir sonur Bergvins, Lúðvík, fyrrverandi alþingismaður. Nokkrir stórmeistarar verða með auk greinarhöfundar; Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefáns- son og Hjörvar Steinn Grétarsson. Tefldar verða átta umferðir með tímamörkunum 15 5. Ný tímamörk í heims- meistaraeinvígi Tímamörkin á mótinu í Eyjum eru í góðum takti við þá þróun sem er að eiga sér stað í skákinni á alþjóðavettvangi. Þó hefur FIDE nýlega skrúfað klukkuna aðeins til baka með tilliti til næsta heims- meistaraeinvígis árið 2020, en þá verða 60 fyrstu leikirnir án auka- tíma en síðan bætist við kortér og 30 sekúndur eftir hvern leik. Mótaröðin, Grand Chess Tour 2019 hófst í borginni Abidjan á Fíla- beinsströndinni í Afríku á miðviku- daginn. Þar fer fremstur heims- meistarinn Magnús Carlsen. Tefldar eru níu atskákir og 18 hrað- skákir. Eftir fyrstu tvo keppnisdagana hafa verið tefldar sex umferðir at- skáka og þar stefnir allt í sömu átt; Magnús Carlsen er að rúlla mönn- um upp hægri vinstri, hefur unnið fjórar skákir og gert tvö jafntefli og hefur 10 stig. Nakamura kemur næstur með 8 stig og þar á eftir kemur Wei Yi frá Kína. Gefin eru tvö stig fyrir hvern sigur í atskák- inni og eitt stig fyrir sigur í hrað- skák. Hægt er að fylgjast með keppn- inni í dag í beinni útsendingu sem hefst klukkan 14 í dag og á morgun á Chessbomb.com eða Chess24.com. Missti þráðinn í fimmta leik Lokaorðið í þessum pistli á Þröst- ur Þórhallsson, en í skák hans í loka- umferð HM öldungasveita 50 ára og eldri í keppni Íslands og Ísrael lagði hann að velli skákmann sem er þekktur fyrir mikla þekkingu á byrj- unum. Sá missti þráðinn eiginlega strax eftir óvæntan fimmta leik Þrastar, en þá kom upp staða sem hann hafði alls ekki reiknað með að tefla. Með sigrinum tryggði Þröstur sér silfurverðlaun 5. borðsmanna: HM öldungasveita, Ródos 2019; 7. umferð: Þröstur Þórhallsson – Yehuda Gruenfeld Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. f3 e5 6. Rb3 Be6 7. c4 a5 8. Be3 a4 9. R3d2 Da5 10. Ra3 Heldur niðri peðaframrás á mið- borði og drottningarvæng. 10. … Rbd7 11. Be2 Be7 12. 0-0 0-0 13. Rdb1! Skemmtileg endurskipulagning. 13. … Hfc8 14. Dd2 Bd8 15. Rc3 Bb6 16. Hfd1 Bc5 17. Rab5 Re8 18. Bxc5 dxc5 19. f4 exf4 20. Dxf4 Dd8 21. e5! Eftir þennan leik er svarta staðan nánast óteflandi. Riddari er á leið til e4 og biskup á f3. 21. … De7 22. Bf3 Rb6 23. Rd5! Eftir þennan leik fær svartur ekk- ert við ráðið. 23. … Rxd5 24. cxd5 Bd7 25. Rc3 b5 26. d6 Df8 27. Bxa8 Hxa8 28. Rd5 h6 29. Re7+ – og Gruenfeld gafst upp, 29. … Kh8 er svarað með 30. Rg6+! og 29. … Kh7 með 30. De4+ og hrókur- inn fellur. FIDE kynnir ný tímamörk fyrir næsta heimsmeistaraeinvígi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Með örum tækni- breytingum síðustu ára hefur fjöldi nýrra raf- tækja á markaði marg- faldast. Snjalltæki, far- tölvur, spjaldtölvur og nettengd heimilistæki hafa síðastliðin ár fyllt jólapakkana. Nú virðist þó sem markaðir séu víða að mettast. Árið 2018 er fyrsta árið sem sala á snjallsímum var minni en árið á undan. Fram að því hafði aukningin verið í tveggja stafa tölu í nokkur ár. Pistlahöfundur hefur, eins og aðrir, endurnýjað tölvu sína og síma þegar við á. En hvað með allar upplýsing- arnar í gömlu tækjunum? Þær hverfa ekki – og það sem verra er, nú er gamla tækið hætt að fá uppfærslur frá framleiðanda, annaðhvort vegna ald- urs eða vegna notkunarleysis. Því er auðveldara að ná upplýsingum úr þeim tækjum en ella hefði verið. Það eru þó ekki aðeins tölvur heldur einnig USB-- minniskubbar og utanáliggjandi harðir diskar sem geymt geta viðkvæm gögn – og við leggjum til hliðar án þess að hugleiða hvaða gögn þar eru geymd. Sumir taka sér tíma til að eyða gögnum af gömlum tækjum. Ekki átta sig þó allir á að trygg eyðing fæst ein- ungis með því að yfirskrifa gögnin, helst oftar en einu sinni. Best er að gera það með sérstökum þar til gerð- um hugbúnaði. Þeir eru sennilega fleiri sem láta tækin frá sér án þess að huga að eyðingu gagnanna, e.t.v. í vortiltekt nokkrum árum síðar þegar gögnin eru gleymd. Hvað leynist í notuðum tækjum? Bandaríski öryggisráðgjafinn Josh Frantz ákvað á síðasta ári að athuga hversu mikið af gögnum leyndist í gömlum tækj- um sem voru til sölu. Fyr- ir 600 dollara, eða um 74 þ.kr., keypti hann 41 far- tölvu, 27 minniskort og USB-minniskubba, 11 harða diska og sex snjall- síma. Hann hófst síðan handa við að leita á tölv- unum og tækjunum, m.a. með heimagerðu forriti. Af þeim 85 tækjum sem Frantz keypti voru að- eins tvö sem innihéldu engar upplýsingar frá fyrri eiganda. Aðeins þrjú tæki geymdu dulkóðuð gögn, hin tækin voru öll án dulkóðunar. Með eigin forriti fór Frantz í gegnum gögnin sem tækin höfðu að geyma. Þannig fann hann persónuupplýsingar af ýmsu tagi sem nánar má lesa um í heimildum sem fylgja þessari grein. Hvernig á maður að losa sig við gömul tæki? Flestir snjallsímar bjóða upp á eyð- ingu gagna. Þann valmöguleika má auðveldlega finna í stillingum símans. Þegar kemur að tölvum má auðveld- lega finna leiðarvísa á netinu. Hið sama á við um geymslumiðla eins og harða diska og USB-minniskubba. Best er að þú, sem notandi tækis, sjáir sjálfur um að eyða gögnum af gömlu tæki áður en þú lætur það frá þér, fremur en að treysta á að sá næsti sem fær tækið í hendur sé samviskusamur og geri það fyrir þig. Einnig má nýta sér þjónustu fyrirtækja, t.d. Gagnaeyðingar, sem sérhæfa sig í öruggri gagnaeyðingu ef ekki er ætlunin að selja tækin eða gefa. Persónuupplýsingar sem við skiljum eftir í gömlum tækjum verða þar áfram nema þeim sé eytt með tryggum hætti. Heimildir https://blog.rapid7.com/2019/03/19/buy-one- device-get-data-free-private-information- remains-on-donated-devices/ https://www.strategyanalytics.com/strategy- analytics/blogs/devices/smartphones/smart- phones/2019/01/31/global-smartphone- shipments-declined-on-a-full-year-basis-for- first-time-ever-in-2018 https://www.counterpointresearch.com/global- smartphone-market-declines-first-time- cy-2018/ Persónuupplýsingar skild- ar eftir í gömlum tækjum Eftir Svönu Helen Björnsdóttur » Persónuupplýsingar sem við skiljum eftir í gömlum tækjum verða þar áfram nema þeim sé eytt með tryggum hætti. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi Svanlaug Karlsdóttir Löve fæddist 8. maí 1919 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Jónína Jónsdóttir, saumakona í Reykjavík, og Sophus Carl Löve, skipstjóri og vitavörður á Horni. Svanlaug giftist 22.6. 1946 Gunnari Salómon Péturssyni, f. 16.10. 1921 á Ísafirði, d. 19.12. 2004, pípulagningameistara og byggingaverktaka. Svanlaug og Gunnar bjuggu á Reynimel 86 í Reykjavík. Þau voru barn- laus. Svanlaug lét sig dýravernd- unarmál mikið varða alla tíð og var hún aðalhvatamaður að stofnun Kattavinafélags Ís- lands árið 1976. Hún var for- maður félagsins frá upphafi til dauðadags. Var félagatala Kattavinafélagsins orðin 900 þegar Svanlaug lést. Starfsemi félagsins fór öll fram á heimili þeirra Gunnars. Bæði var kom- ið með heimilislausa ketti þangað og eins voru þar geymdir heimiliskettir í tak- markaðan tíma gegn vægu gjaldi. Ljóst var samt að útvega þyrfti sérhúsnæði undir starf- semina og var hafist handa við að útbúa það í Stangarhyl 2, en Svanlaugu entist ekki aldur til að sjá það verða tilbúið. Katt- holt var opnað 1991. Svanlaug lést 30. apríl 1987. Merkir Íslendingar Svanlaug Löve Verðlaunahafar í eldri flokki. F.v. Stephan Briem sem varð í 2. sæti, Vignir Vatnar Stefánsson sem sigraði og Arnar Milutin Heiðarsson sem varð þriðji. Þrír efstu á Íslandsmótinu í skólaskák, yngri flokki. F.v. Gunnar Erik Guð- mundsson sem varð í 2. sæti, sigurvegarinn Benedikt Briem og Benedikt Þórisson sem varð í 3. sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.