Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 Glæsilegt nýtt, átta íbúða, fjölbýli með lyftu í vinsælu hverfi í Garðabæ. Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna. Stærðir frá 122- 138 fm verð frá 63.9 millj. Öllum íbúðum fylgja rúmgóð stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Laugardaginn 11. maí frá 13:00-14:00 Sunnudaginn 12. maí frá 13:00-14:00 Ársfundir lífeyrissjóða eru að öllum jafnaði fá- mennir og tiltölulega stuttir. Svo var þó ekki á ársfundi Frjálsa lífeyris- sjóðsins í fyrra. Þar var fjölmenni á löngum fundi. Vonandi verður einnig góð mæting á árs- fundinum, sem haldinn verður næstkomandi mánudag, enda eru margir í framboði til stjórnar og fyrir liggja tillögur frá stjórn og frá einum stjórnarmanni um breytingar á samþykktum sjóðs- ins. Það er vel að áhuginn skuli vera mikill enda stendur Frjálsi fyrir frelsi í lífeyrismálum sem hefur reynst mik- ilvægt í þróun lífeyriskerfisins. Frá stofnun sjóðsins hafa sjóðfélagar get- að valið að ráðstafa hluta af skylduið- gjaldi í séreign sem er erfanleg og býður upp á sveigjanlegar út- greiðslur. Enginn lífeyrissjóður, sem er opinn öllum, býður upp á að ráð- stafa eins háu hlutfalli skylduiðgjalds í séreignarsparnað. Sjóðfélagar Frjálsa velja að greiða í sjóðinn og eru ekki undir neinni nauðung. Líki þeim ekki starfsemi sjóðsins, þá geta þeir hvenær sem er ákveðið að greiða iðgjöld í annan sjóð og flutt séreign sína úr sjóðnum. Um 60 þúsund sjóð- félagar hafa valið að greiða í sjóðinn og enginn frjáls sjóður er með eins marga virka sjóðfélaga. Á síðasta ári völdu tæplega 23 þúsund sjóðfélagar að greiða iðgjöld til sjóðsins. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Síðastliðið eitt ár er ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins 8,2%-14,1%, sl. 5 ár 5,8%-8,9% og sl. 10 ár 7,2%-10,7% á ársgrundvelli. Frjálsi í umbreytingarferli Stjórn Frjálsa hefur í sameiningu unnið að breytingum á samþykktum sjóðsins, m.a. í ljósi umræðna á síðasta ársfundi og ábendinga frá Fjármálaeft- irlitinu um nauðsyn þess að gæta að orðsporsáhættu vegna rekstrarsamn- ings sjóðsins við Arion banka. Stjórnin leggur til við ársfund að samþykktum verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðili Frjálsa. Þetta er meginbreyting því allt frá stofnun Frjálsa 1978 hefur nafn rekstraraðila verið bundið í sam- þykktum sjóðsins. Nú er í fyrsta skipti í 40 ára sögu vikið frá þessu með tillögu um að stjórn verði veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármála- fyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Breytingatillaga eins stjórnarmanns snýr að því að gera stjórnina einráða um að ákveða rekstraraðila. Það er hinsvegar lykilákvæði í breytingar- tillögu meirihluta stjórnar við sam- þykktir sjóðsins, að hyggist stjórn gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2⁄3 hluta greiddra atkvæða. Aukinn meirihluti til breytinga á grunnsamþykktum hef- ur verið reglan hjá Frjálsa og er til þess fallin að skapa festu í stjórn- skipan. Tillagan er í samræmi við ályktun sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði, tak- markar vald stjórnar og gerir það eng- um vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Sjóðfélagar kjósa stjórn Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýr- ingu til fjármálafyrirtækis. Nýlega ákvað stjórn að framkvæmdastjóri sjóðsins yrði gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Jafnframt að innri endur- skoðun bankans verði flutt frá rekstrar- aðilanum, Arion banka, til endurskoð- unarfélags. Til að stuðla að gagnsæi var samningur við rekstraraðila gerður op- inn öllum á vef sjóðsins. Að loknum árs- fundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóð- félögum í samræmi við ákvörðun sjóð- félaga í fyrra. Lýkur þá skipun rekstrar- aðila á minnihluta stjórnar. Einhverjir hafa látið að því liggja að það vaki fyrir stjórn Frjálsa að binda sjóðinn enn frekar við Arion banka. Eins og hér hefur verið rakið er það fjarri lagi. Þvert á móti er með tillögum stjórn- ar verið að ryðja allri bindingu úr sam- þykktum sjóðsins. Jafnframt verður lýð- ræðið eflt í sjóðnum með rafrænum kosningum sem auka möguleika sjóð- félaga til þess að hafa áhrif. Eftir Ásdísi Evu Hannesdóttur og Magnús Pálma Skúlason »Með tillögum stjórnar er verið að ryðja allri bindingu úr samþykktum sjóðsins. Magnús Pálmi Skúlason Höfundar eru formaður og varafor- maður stjórnar Frjálsa. asdis@norden.is magnus@logskil.is Frjálsi óbundinn rekstraraðila Ásdís Eva Hannesdóttir Í kjölfar einhliða skrifa sem Morgun- blaðið birti mánudag 4. mars sl. finn ég mig knúinn til að rita nokkur orð. Þar virð- ist vitnað í fyrrverandi starfsmann Félags- bústaða sem í skjóli nafnleyndar setur fram alvarlegar at- hugasemdir um mig og mín störf sem framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Hvert er tilefni birtingar skrifa af þessu tagi og hver er fréttin? Á rótgrónum vinnustað, þar sem hlutirnir hafa verið framkvæmdir með svipuðu sniði í áratugi, getur eðlilega skapast óöryggi meðal starfsfólks þegar breytingar standa fyrir dyrum. Slíkar aðstæður sköp- uðust á árunum 2016-2018 hjá Fé- lagsbústöðum þegar tekist var á um skipulag framkvæmdadeildar félags- ins. Komið höfðu upp atvik sem bentu til þess að skilgreina þyrfti betur ábyrgð og verklag í verkefnum deild- arinnar og beita þyrfti á markvissari hátt verkefnastjórnun við úrlausn þeirra. Einnig þyrfti að bjóða út með skipulögðum hætti og gera ramma- samninga um verkefni deildarinnar, þó það kynni að reynast flókið í út- færslu og framkvæmd. Það var í skýrum samhljómi við stefnu stjórn- ar fyrirtækisins. Um þetta ríkti engu að síður ágreiningur og andstaða meðal starfsmanna deildarinnar sem smitaði út frá sér og hafði áhrif á starfsanda í fyrirtækinu í heild. Þegar ekki næst með samtölum og samvinnu að vinna úr ágreiningi er varðar atriði þar sem stefna er skýr kann nauðlendingin að vera sú að leiðir skilji. Það varð raunin í þessu tilviki því á fyrri hluta árs- ins 2018 hættu eða var sagt upp stórum hluta starfsfólks framkvæmdadeildar Félagsbústaða. Það var, úr því sem komið var, talið eina færa leiðin til að ná fram nauðsynlegum breyt- ingum á verklagi og vinnustaðamenningu sem þar ríkti. Eðli málsins samkvæmt gengu ekki allir sáttir frá borði. Var í samráði við starfsfólk leitað til ráðgjafa til þess að vinna að góðum starfsanda innan fyrirtækisins og frekari þróun á skipulagi. Síðastliðið haust ákvað ég að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Sú ákvörðun tengd- ist ekki ofangreindum starfsmanna- málum enda voru þær aðgerðir sem gripið var til á fyrri hluta ársins 2018 farnar að skila tilætluðum ár- angri. Með ákvörðun minni vildi ég hins vegar stuðla að sátt um þetta mikilvæga félag og gefa nýrri stjórn svigrúm til að takast á við þær áskoranir sem blöstu við. Hver er fréttin? Eftir Auðun Frey Ingvarsson Auðun Freyr Ingvarsson »Með ákvörðun minni vildi ég stuðla að sátt um þetta mikilvæga félag og gefa nýrri stjórn svig- rúm til að takast á við þær áskoranir sem blöstu við. Höfundur er fv. framkvæmda- stjóri Félagsbústaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.