Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 36
36 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Í dag kveðjum við kæran vin okkar, Höskuld Sveinsson, sem er látinn eftir erfið veikindi. Knattspyrnufélagið Valur naut krafta Höskuldar um langt árabil, en fyrir utan þátt- töku í almennu foreldrastarfi var hann virkur sjálfboðaliði um árabil og starfaði m.a. á vettvangi barna- og unglingar- áðs knattspyrnudeildar félags- ins þar sem hann sinnti starfi gjaldkera í um áratug. Höskuldur var mjög ná- kvæmur í öllum sínum verkum og því hentaði honum vel að vera gjaldkeri og stýra fjár- öflun unglingaráðsins eins og rækjusölu og 17. júní-sölu sem hann sinnti alla tíð af alúð og mikilli samviskusemi og skilaði miklum tekjum sem nýttist vel til að efla starf yngri flokka. Síðar annaðist hann um tíma öryggisgæslu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna í knattspyrnu og öðrum tilfall- andi verkefnum við þá fram- kvæmd og naut sín vel á Hlíð- arenda með ýmsum góðum félögum og vinum. Hann kaus að taka ekki að sér fleiri verkefni en hægt væri að sinna með góðu móti og var hann ákaflega traustur í því sem hann tók sér fyrir hendur og allt sem hann tók að sér vann hann vel og óaðfinnan- lega. Margs er að minnast frá þessum árum og alltaf var stutt í grínið hjá Höskuldi og já- kvæðni. Hann var gæddur mörgum góðum kostum, var traustur, nákvæmur, ákveðinn og fylginn sér. Hann hlustaði af athygli á sjónarmið annarra og tók mið af þeim. Fótbolti átti hug hans allan og var Valur alltaf liðið hans og auk þess var hann mikill stuðn- ingsmaður Manchester United. Höskuldur og eiginkona hans, Helena Þórðardóttir, hafa búið um árabil búið í Hlíðunum í Reykjavík, nánar tiltekið á fallegu heimili sem þau bjuggu fjölskyldu sinni í Suðurhlíðum. Börnin þeirra tvö, Sveinn Skorri Höskuldsson og Sólveig Lóa Höskuldsdóttir, byrjuðu ung að sækja æfingar hjá Knattspyrnufélaginu Val, tóku þau hjónin strax virkan þátt í foreldrastarfi og ýmsu sem tengist íþróttaiðkun barna og unglinga. Sveinn Skorri æfði aðallega knatt- spyrnu með yngri flokkum en Sólveig Lóa hafði mestan áhuga á handbolta og hefur leikið með öllum yngri flokkum, ungmennaliðinu og meistara- flokki kvenna hjá Val í hand- bolta. Helena hefur á undanförnum árum verið virkur sjálfboðaliði á Hlíðarenda og hefur hún einkum staðið vaktina í miða- sölu á heimaleikjum ásamt góð- um og samhentum hópi og von- andi á félagið eftir að njóta krafta hennar áfram. Á sorgarstund er okkur þakklæti efst í huga. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Vals eru Höskuldi færðar alúðar þakkir fyrir tryggð hans og störf á vettvangi félagsins. Við vottum Helenu Þórðar- dóttur, eftirlifandi eiginkonu hans, innilega samúð og einnig börnum þeirra, Sveini Skorra og Sólveigu Lóu. Minning um Höskuldur Sveinsson ✝ HöskuldurSveinsson fæddist 26. júlí 1954. Hann lést 25. apríl 2019. Útför Hösk- uldar fór fram 10. maí 2019. góðan mann og fé- laga lifir. Fyrir hönd Knattspyrnufélags- ins Vals, Guðni Olgeirsson og Jón Höskuldsson. Daglegt amstur tekur á. Við látum smámuni vefjast fyrir okkur. Fjas og þras út af engu. Þegar tekist er á við stóru málin, líf og dauða, kærleik og ást, sést hvað öllu máli skiptir: Fjöl- skyldan og traustir vinir. Höskuldur vinur minn var mikil hetja. Hann greindist með MND-sjúkdóminn árið 2012 en hafði líklega fengið fyrstu einkenni árið 2009. Hann tókst á við baráttuna af æðru- leysi og hélt ætíð sínu jafn- aðargeði, staðfestu og grá- glettnum húmor. Við Höski kynntumst í MH. Hann var þremur árum eldri, það skipti engu máli. Höski átti fádæma gott plötusafn og það var unun að fá einkadiskótek heima hjá honum þar sem hann kynnti mér jafn ólíka músík- anta og Ink Spots og Doors. Hann lék með frábæru skólaliði MH í körfubolta sem burstaði skólamótin. Leikgleði og bar- átta einkenndi hann. Að afloknu námi Höskuldar í arkitektúr í Svíþjóð urðum við nágrannar í Drápuhlíðinni og Magga mín vann fyrir Húsnæð- isstofnun þar sem Höski starf- aði um langa hríð. Með börn- unum tókst vinátta í Hlíðaskóla og Val og þar unnu þau Helena og Höskuldur mikið sjálfboða- starf. Starf þeirra Helenu og Möggu fyrir Göngum saman hnýtti enn fastar hnútana. Með veikindum Höska breyttist allt. Við Höski og vin- ur okkar Gulli Halldórs geng- um til rjúpna haustið 2011. Erf- itt var að komast um í snjónum og við hlógum að bjargarleysi okkar. En Höski stóð ekki upp. Við Gulli tosuðum hann á fæt- ur; okkur var brugðið. Fljót- lega upp úr þessu nefndi Höski máttleysi í fótum. Síðan tók við löng þrautaganga og margir ósigrar. Handrið var komið, þá þurfti hjólastól. Lyftan var komin, hún bar ekki rafmagns- stól. Bíll með stýripinna var kom- inn, þá þvarr máttur í höndum. Við tveir stunduðum Grensás- laug í nokkur ár og þar fékk Höski frábæra aðstoð og þjálf- un. Þar varð einnig að segja stopp. Styrkur Höskuldar var stór- kostleg hæfni hans til að nýta sér stafræna tækni við að stjórna tölvu með augunum. Hann skrifaði texta hraðar en ég geri. Hann stýrði íslensk- um og sænskum sjónvarpsrás- um, tók upp plötu- og geisla- diskalagerinn á tölvuna. Fylgdist með ferðum okkar Gulla um heiminn, skráði öll skilaboð og myndbrot niður. Skráði allar heimsóknir umönn- unaraðila og gaf einkunnir! Síðustu misserin var nánast enginn máttur eftir, hann gat þó alltaf talað skýrt. Síðasta vetrardag horfði hann á fót- bolta og var ekki sáttur með sína menn. Sendi mér SMS og sagðist skipta um stöð. Það sama kvöld vildi hann ljúka við að afrita síðustu plöt- una í safninu í tölvuna. Eftir nætursvefn lagði hann sig og vaknaði aldrei meir. Sumardaginn fyrsta kvaddi Höskuldur Sveinsson þetta líf, heima hjá fjölskyldunni. Nú er vinur minn frjáls úr líkama sínum. Hann var traust- ur fjölskyldufaðir og sá ekki sólina fyrir Helenu, Skorra og Lóu. Við eigum minningu um mikinn gleðigjafa og traustan vin. Hann glataði aldrei sjálfs- virðingu sinni og hélt reisn til hinsta dags. Blessuð sé minning Höskuld- ar Sveinssonar. Þórólfur Árnason. Takk fyrir frábæra samfylgd síðustu þrjú árin þar sem við fórum í ca. 99 ferðalög saman. Ég á fartinni með góðan síma með stóran gagnapakka, send- andi myndir, vídeó og skilaboð á gamlan vin í Reykjavík. Höskuldur við tölvuna á Skype, fylgdist með í öllu sem fram fór og skipti sér af. Við ferðuðumst á þennan máta um nær öll lönd Evrópu, fimm borgir í Rússlandi, fjórar borg- ir í USA og til Toronto í Kan- ada. Saman skoðuðum við Rauða torgið og Kreml svæðið í Moskvu mjög vandlega, CN turninn í Toronto, Seattle Center, Istanbúl og Konya i Tyrklandi, Auschwitz-safnið í Póllandi og að sjálfsögðu allar helstu borgir Evrópu. Fríhafnir hér og þar voru skoðaðar og gjarnan vildi Höskuldur fá myndir af fallegustu flugfreyj- unum. Það var engin hindrun að Höskuldur væri með MND á svo háu stigi og í vonlausri stöðu og gæti eingöngu stjórn- að skjánum með augunum. Hans góði húmor gerði okkur kleift að halda þessu ferðalagi endalaust áfram allt fram á síð- asta dag. Að lokum fylgdi Höskuldur mér til Alsír, en þar var staðar numið. Dánartilkynningin kom að morgni 25. apríl. Kvöldið áð- ur horfðum við á fótbolta sam- an frá Englandi. Höskuldur bundinn við hjólastól í Reykja- vík og ég á hóteli í Alsír. Næsta ferð og sú fyrsta án ferðafélaga míns síðustu árin er að fara til Íslands til að vera viðstaddur útförina. Kem til með að sakna hans því hann var frábær ferðafélagi og mikil ánægja fyrir mig að vera í sam- bandi. Það verður einmanalegt fyrir mig að halda áfram í vinnuferðum um heiminn án hans. Hvíldu vel, Höskuldur Sveinsson. Þín verður minnst lengi sem drengsins sem neit- aði að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir erfið og langdregin örlög. Gunnlaugur Halldórsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég sendi Helenu, Sveini Skorra og Sólveigu Lóu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórdís Gunnarsdóttir. Vináttan er á meðal eftir- sóknarverðustu gæða lífsins. Í gegnum góð tengsl við okkur sjálf og annað fólk verðum við hamingjusöm. Því er fyrir mik- ið að þakka að hafa frá mennta- skólaárunum og til friðsældar efri áranna verið svo heppinn að njóta vináttu Höskuldar, sem við kveðjum í dag. Skyndi- lega var ég orðinn einn af fjöl- skyldunni og heimili þeirra mér AKRANESKIRKJA | Messa kl. 14. Prestur Jón Ragnarsson. Kirkjukórinn og Sveinn Arnar Sæmundsson org- anisti leiða söng. AKUREYRARKIRKJA | Mæðradags- messa kl. 11. Kvennakór Akureyrar og Kvennakór Háskóla Íslands syngja undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þór- steinsdóttur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri prédikar. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Brúðuleikhús, Bibl- íusaga og söngur. Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir leiða stundina. Benjamín Gísli Einarsson leikur á flygilinn. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Fé- lagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt. Ræðumaður verður Sveinn Þráinn Jóhannesson, ættaður frá Sæ- bóli í Aðalvík. Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, Bjartur Logi Guðna- son leikur á orgel. Kaffisala Aðalvík- inga í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni. Verð kr. 1.500 á mann. Athugið breyttan messutíma. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn og barnakór kirkjunnar syngja undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestar kirkjunnar, Arnór Bjarki Blomsterberg og Kjartan Jónsson, annast fræðslu og altarisþjónustu. Að lokinni guðsþjónustu verður grill og hoppukastalar. BESSASTAÐAKIRKJA | Vorhátíð barnanna kl. 11. Lærisveinar Hans leiða lofgjörðina. Svo verður haldið í Brekkuskóga 1. Þar verða grillaðar pylsur, hoppukastali og andlitsmálun. Síðdegisguðsþjónusta kl. 17 og fund- ur með foreldrum fermingarbarna sem fermast vorið 2020. Lærisveinar Hans spila, organisti Árni Heiðar, Mar- grét djákni og sr. Hans Guðberg. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syng- ur, organisti er Örn Magnússon. Að- alsafnaðarfundur að lokinni messu. Ensk bænastund kl. 14. Prestur Tos- hiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Göngumessa kl. 11 undir leiðsöng Daníels Ágústs. Gengið í Elliðaárdalinn um klukku- stund og áð á nokkrum stöðum með ritningarlestri og hugleiðingu. Hress- ing í safnaðarheimilinu á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Bára Friðriksdóttir. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars Páls- sonar. Rosemary Ramses Oduor syng- ur einsöng. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni, þar sem safnað verður fyrir fótboltadrengjum frá Got Agulu til að komast á Rey Cup í Laugardal. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prest- ur Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Aðalfundur dómkirkjusafnaðarins efir messu eða kl. 12.30 í safnaðarheimilinu, Lækj- argötu 14a. Kaffi og kleinur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 10.30. Einkum sungnir sálmar og önnur andleg ljóð og lög eftir Egils- staðabúann Hrein Halldórsson. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Tor- vald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju syng- ur. Harmonikuleikur: Hreinn Halldórsson og Torvald Gjerde. Kaffi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son þjónar. Kvennakórinn Cantabile syngur við guðsþjónustuna undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Arn- hildur Valgarðsdóttir spilar undir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð í Hellisgerði. Skrúðganga fer af stað frá kirkjunni kl. 11. Lúðra- sveit Hafnarfjarðar leiðir gönguna. Hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir dag- skrána í Hellisgerði og á eftir verður boðið upp á grillaðar pylsur. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Guðmundur Guðmunds- son þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots org- anista. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Félag hjúkr- unarfræðinga býður til guðsþjónustu klukkan 11 á alþjóðadegi hjúkr- unarfræðinga. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar og Rósa Kristjánsdóttir djákni prédikar. Hátíðarkór hjúkrunarfræð- inga syngur undir stjórn Bjargar Þór- hallsdóttur sem syngur einsöng. Kristín Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu og Hilmar Örn Agnarsson er organisti. Sunnudagaskóli á neðri hæð kl. 11. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti er Ásta Haraldsdóttir. Messuhópur þjónar ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur. Verðandi mæður sér- staklega velkomnar á mæðradaginn. Kaffi fyrir og eftir messu. Miðvikudagur 15. maí kl. 12.30-18: Ferð í Reykholt í Borgarfirði. Skráning í síma 528 4410 í síðasta lagi fyrir há- degi 13. maí. Verð kr. 3.500. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, org- anisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur undir hennar stjórn. Meðhjálparar Guðný Aradóttir og Bryn- dís Böðvarsdóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og fermingarafmælishátíð kl. 11. Þeim sem fermdust í kirkjunni fyrir 50, 60, 70 og 80 árum er boðið að koma. Fulltrúar afmælisárganganna flytja hugvekju og lesa. Jón Helgi og Þórhild- ur annast prestsþjónustu, Þorvaldur Örn Davíðsson leikur á orgelið og fé- lagar úr Barbörukórnum syngja. Á eftir snæða fermingarafmælisgestir há- degisverð í safnaðarheimilinu sem kostar kr. 2.500 og þarf að tilkynna þátttöku í síma 5205700. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 með léttu sniði. Kordía, kór Háteigs- kirkju, syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir. Grill og samfélag á eftir í garði kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar hefst í safnaðarheimili kl. 12.30. Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðs- þjónusta kl. 13. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðna- son. Almennur söngur. Vinir og vanda- menn heimilisfólks velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking ser- vice. Lofgjörðarkvöld Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13 með lofgjörð, fyrirbænum og barnastarfi. Gestir frá Færeyjum í heimsókn og Jógvan Steintún pred- ikar. Kaffi að samverustund lokinni. KÁLFATJARNARKIRKJA | Árlegur kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Kór Kálfatjarn- arkirkju syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur organista. Skólakór Stóru-Vogaskóla syngur undir stjórn Alexöndru Chernyshovu. Magnús E. Kristjánsson fv. forseti kirkjuþings pré- dikar. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson þjóna fyrir altari. Fermingarbörn fyrri ára sérstaklega velkomin. Kaffisala Kvenfélagsins Fjólu í Álfagerði á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingar- messur kl. 11 og kl. 14. Heiðarskóla- skólabörn fermd af sr. Fritz Má Jörg- enssyni og sr. Erlu Guðmundsdóttur. Kór Keflavíkurkirkju syngur við athafn- irnar undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópa- vogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Væntan- leg fermingarbörn 2020 og forráða- menn þeirra eru boðin sérstaklega til messunnar. Að lokinni messu verður aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgelið og félagar úr Fílharmóníunni syngja. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur þjónar ásamt messu- þjónum og kirkjuverði. Léttur hádeg- isverður eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli klukkan 11. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar og félagar í kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng und- ir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Sunnudagaskóli í umsjón Emmu, Garðars og Gísla. Kaffi í safn- aðarheimili á eftir. Þriðjudag 14. maí kl. 20 verður kyrrð- arbæn í kirkjunni. Fimmtudag 16. maí helgistund í Há- túni 10 kl. 16. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Samverustund, tón- list og sögur. Guðsþjónusta kl. 20. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu og Óskar Einarsson annast meðleik á píanó. Séra Dís Gylfadóttir þjónar. Að lokinni guðsþjónustu verða drengir úr Fjöl- greinastarfi Lindakirkju að selja vöffl- ur og annað góðgæti. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson. Samfélaga og kaffisopi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameig- inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Yfirskrift: Ávextir. Ræðu- maður: Jón Kristinn Lárusson. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessa laugardag 11. maí kl. 11 og sunnudag 12. maí kl. 11. Kirkjukórinn og raddir úr Unglingakórnum syngja, organisti Ester Ólafsdóttir. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organ- isti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Mæðradagurinn. Sóknar- prestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Þóra H. Passauer leið- ir almennan safnaðarsöng. Kaffiveit- ingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknar- prestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Þjóðbúningamessa kl.13.30. Hvetjum við alla sem eiga þjóðbúning síns heimalands að mæta í honum. Pálínu- boð/messukaffi í Þjórsárveri að lok- inni messu. Kór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir söng, org- anisti er Ingi Heiðmar Jónsson og prestur Guðbjörg Arnardóttir. VÍDALÍNSKIRKJA | Vorhátíð kl. 11- 13. Barnakór Vídalínskirkju og ung- lingakór Vídalínskirkju syngja. Brúðu- leikrit, stuttmynd frá TTT frumsýnd, nýtt myndband með barnakórnum frumsýnt, Sirkus Íslands, andlitsmáln- ing, grillaðar pylsur og hoppukastalar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur og Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar fyrir altari. Hressing í safnaðarsal á eftir. Orð dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fáskrúðsfjarðarkirkja. Minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.