Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 37
alltaf opið. Ef þau skruppu af
bæ var ég oft með í för og jafn-
vel þegar fjölskyldan fór til
Portúgal fylgdi ég með. Hösk-
uldur fór í öll hlutverk, var
fróður fararstjóri og ók um bæi
landsins eins og heimamaður.
Börnin ólust upp við að ég væri
meira og minna á heimilinu alla
tíð. Það er því þrautin þyngri
að minnast nú Höskuldar, sem
var svo stór hluti af sjálfum
mér. Einn lærdómur verður
mér samskipa inn í framtíðina;
að sönn vinátta er öllum verald-
arauði dýrmætari.
Engin forskrift er til fyrir
því hverjir verða vinir. Við
Höskuldur vorum eins ólíkir og
hægt var að vera. Tvennt
tengdi okkur þó sterkum bönd-
um, annars vegar skopskynið
og hins vegar áhugi okkar á
boltaíþróttum. Skopskyn Hösk-
uldar var alltaf tvírætt, en hin
síðari ár líka kaldhæðnislegt.
Um síðustu páska hafði hann
samband við mann sem leiddist
mikið fábreytileiki þessara
daga og vissi ekkert hvað hann
átti af sér að gera. Þá stóð ekki
á svari Höskuldar: „Af hverju
læturðu ekki bara krossfesta
þig?“
Þótt við hefðum ekki sama
skopskyn kunnum við að meta
húmor hvor annars og svo þró-
aðist með tímanum einkahúmor
okkar, afkvæmi aðferða okkar
við að sjá fremur hinar spaugi-
legu hliðar lífsins.
Höskuldur var hagleiksmað-
ur. Allt lék í höndum hans.
Þess naut heimili þeirra Hel-
enu. Þegar ég keypti íbúð í
Lönguhlíðinni, sem þarfnaðist
mikilla lagfæringa, standsetti
hann hana. Sjálfur þurfti ég
ekkert að gera nema vera
handlangari, en þó aðallega
gæta þess að vera ekki fyrir
honum til að verkið gengi hratt
og örugglega fyrir sig.
Þegar Höskuldur greindist
með alvarlegan sjúkdóm töluð-
um við bara einu sinni um þann
vágest. Við vorum sammála um
að maður veldi sér ekki sjúk-
dóm og að það væri ekki skyn-
samlegt að gefa honum ráðandi
hlut í lífi sínu, afstaðan gagn-
vart honum skipti öllu og að
sætta sig við það sem ekki yrði
breytt. Dauðinn er okkur öllum
leyndardómur, sumum vágest-
ur. Höskuldi var hann líkn.
Heimili er hreiður þar sem
við leyfum okkur að njóta ör-
yggis. Þar getum við fellt allar
varnir og verið við sjálf. Þar sá
ég annan Höskuld en þann töff-
ara sem hann hafði verið á
yngri árum. Hann var fyrir-
myndarheimilisfaðir og undi
sér hvergi betur en þar, hjálp-
legur, ósérhlífinn og framtaks-
samur um allt sem laut að við-
haldi og umbótum. Hann lifði
einföldu en innihaldsríku lífi og
lagðist snemma til hvíldar til að
geta vaknað fyrir allar aldir.
Umhyggja Helenu og gott sam-
félag við krakkana varð til þess
að hann sótti í að vera sem
flestum stundum í návígi við
þau. Hann uppskar líka sam-
heldna og ástríka fjölskyldu.
Helena og börnin eru búin að
standa sig frábærlega vel. Hún
er einstök kona, sterk, traust
og yfirburða dugleg. Hún vann
fullan vinnudag utan heimilis
og aðra fulla vinnu þegar heim
var komið. Það létti þeim Hösk-
uldi lífið að börnin skyldu búa
heima. Hugur okkar allra er nú
hjá þeim og Helenu.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Páll Þór Bergsson.
Ég var staddur í Skorradaln-
um þegar mér bárust fréttir af
andláti Höskuldar Sveinssonar.
Sumardagurinn fyrsti bar aldr-
ei þessu vant nafn með rentu,
fuglasöngur fyllti loftið, sól og
blíða.
Ég man fyrst eftir Höska
þegar hann nýfluttur heim frá
Svíþjóð kom inn á í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins í fjórða
flokki í körfubolta. Ég var í
KFR (seinna körfuknattleiks-
deild Vals) og þetta var á Há-
logalandi. Fullt hús og mikill
hávaði í áhorfendum, sem
börðu veggi og stöppuðu fótum,
svo bergmálaði í bragganum.
Höski mætti of seint en þjálfari
KR hafði sett hann á leik-
skýrslu. Hann jafnaði leikinn
og þá var framlengt. KFR var
komið í villuvandræði og þurfti
að reiða sig á minni spámenn
eins og mig og Höski sá um að
rúlla okkur upp. Á næstu árum
áttu þessi lið oft eftir að slást
um titla í mótum yngri flokka
og vinna á víxl. Höski var skap-
mikill keppnismaður og sást
ekki alltaf fyrir, þótti sumum
nóg um á stundum. Hann var
hávaxinn og brúneygur og
stelpunum í Hagaskóla þótti
hann agalega sætur. Það hef ég
frá fyrstu hendi.
Seinna vorum við bekkjar-
bræður í 1-A í MH. Við vorum
síðasti árgangurinn í bekkjar-
kerfi en í áfangakerfinu urðum
við svo brautryðjendur og hálf-
gerð tilraunadýr. Á þessum ár-
um vorum við mikið saman og
brölluðum ýmislegt. Foreldra-
hús Höska í Grænuhlíðinni
voru algengur samkomustaður,
þar var oft glaumur og gleði,
ekki síst þegar Haraldur
Bessason var í heimsókn hjá
Sveini Skorra og Vigdísi, enda
höfðingjar heim að sækja. Við
vorum í hópi fyrstu jólagæs-
anna haustið 1974, þ.e. fyrstu
stúdentanna sem útskrifuðust
um jól. Svolítið ráðvilltur hópur
enda engar hefðir eða siðir fyr-
irliggjandi. Næstu mánuði vor-
um við því með annan fótinn
áfram í MH milli þess sem við
sinntum skemmtanalífinu af
ákefð. Klúbburinn á fimmtu-
dögum og Sigtún um helgar.
Þetta var árið sem Stuðmenn
gáfu út Sumar á Sýrlandi og
Höska þótti góð hugmynd að
fara út á stoppistöð og sækja
strætóskilti til að geta hlustað
með meiri innlifun. Löggunni
þótti það ekki eins góð hug-
mynd.
Um haustið fór Höski til Sví-
þjóðar til náms í arkitektúr. Ég
fór svo í humátt á eftir til Kö-
ben ári seinna, en var mikið hjá
Höska í Lundi, enda hann altal-
andi á tungumálinu og meiri
Svíi en flestir. Ég flutti heim
tveim árum síðar en Höski lauk
námi og Helena kom til sög-
unnar. Eftir þetta skildi leiðir
svolítið. Við sinntum hvor sínu.
Hann starfaði sem arkitekt og
kom upp fallegu húsi og fallegri
fjölskyldu. Það var helst að við
hittumst í kringum Blúsbandið,
bílskúrssveit úr MH til 40 ára.
Höski var oftar en einu sinni
leynigestur á aðalfundum okkar
og hljómburðarmaður í Flatey,
þar sem bandið heldur stund-
um böll. Þar var hann manna
skemmtilegastur og hrókur alls
fagnaðar. Ekki get ég stært
mig af því að hafa lagt lið í
langri glímu hans við MND-
sjúkdóminn og ekkert sérlega
stoltur af því.
Hef úr fjarlægð dáðst að
hetjulegri framgöngu Helenu
við þessar erfiðu aðstæður.
Veit að vinur hans Þórólfur
hefur þar verið betri en enginn
og á þakkir skildar.
Innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar frá okkur
Maríu.
Kjartan Jóhannesson.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN KARL SIGURÐSSON
frá Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ laugardaginn 27. apríl.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn
17. maí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna.
Steingerður Gunnarsdóttir
Ragnhildur og Ingvar
Gunnar og Helle
Þórdís og Sindre
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN EINARSDÓTTIR,
áður til heimilis á Flókagötu 1,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 1. maí á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík.
Hún verður jarðsungin í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 14. maí
klukkan 13.
Fríða Bjarnadóttir Tómas Zoëga
Anton Bjarnason Fanney Hauksdóttir
Bjarni Bjarnason Kristín Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT GUÐRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5.
maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 14. maí klukkan 13.
Sigrún Einarsdóttir Gunnar Herbertsson
Halldóra Sigr. Einarsdótir
Þóra Kristjana Einarsdóttir Áskell Bjarni Fannberg
Jón Benedikt Einarsson Guðmundína Hermannsdóttir
Sólveig Jóna Einarsdóttir Hallgrímur Sigurðsson
Þórdís Stefánsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR VIKTORSSON,
fyrrv. flugstjóri,
lést föstudaginn 3. maí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 17. maí klukkan 13.
Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir
Kristján Hallgrímsson Guðrún D. Brynjólfsdóttir
Hrannar Hallgrímsson Heiða N. Guðbrandsdóttir
Auður Hallgrímsdóttir
og barnabörn
Ástkær systir okkar og frænka,
RAGNA MATTHÍASDÓTTIR,
Öldugötu 52, Reykjavík,
lést 4. maí.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 15. maí klukkan 13.
Sigríður Ólöf Matthíasdóttir
Bjarni Jón Matthíasson
Sigurjóna Matthíasdóttir
og fjölskyldur
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga
Okkar ástkæri,
STEFÁN MÁR HARALDSSON
sjóntækjafræðingur,
Daggarvöllum 5, Hafnarfirði,
lést 21. apríl á Sahlgrenska sjúkrahúsinu
í Gautaborg.
Útför hans fer fram í Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 14. maí klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarsjóð fyrir syni hans:
0327-13-720750, kt. 240684-2259.
Eva Dís Þórðardóttir
Alexander Rafn Stefánsson Patrekur Rafn Stefánsson
Helga S. Sigurðardóttir Haraldur Stefánsson
Sævar Ingi Haraldsson Sigurlaug Jónsdóttir
Kristinn Freyr Haraldsson Ásthildur Knútsdóttir
Guðbjörg Hjálmarsdóttir Þórður Rafn Stefánsson
og fjölskylda
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ÁSGERÐUR JAKOBSDÓTTIR,
áður Álfheimum 44,
lést á Hrafnistu í Reykjavík
sunnudaginn 21. apríl.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 13. maí
klukkan 13.
Ólafur Pálsson Sigrún Edda Hálfdánardóttir
Gunnar Rúnar Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
GÍSLI HALLDÓRSSON,
verslunarmaður,
Lækjasmára 8,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 7. maí.
Jarðsett verður frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 16. maí klukkan 13.
Ása Margrét Ásgeirsdóttir
Guðrún Katrín Gísladóttir Kristján Páll Ström
Ágústa Friðrika Gísladóttir Gísli Guðmundsson
Svava Halldórsdóttir Ágúst Árnason
barnabörn og barnabarnabörn