Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 41

Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 ✝ RagnheiðurKristjana Benediktsdóttir (Kiddý) fæddist á Blikastöðum á Bíldudal 3. janúar 1949. Hún lést á heimili sínu 30. apr- íl 2019. Foreldrar henn- ar voru Benedikt G. Benediktsson vöru- bílstjóri frá Tálkna- firði, f. 23.8. 1927, d. 20.6. 2013, og Guðrún J. Kristjánsdóttir húsfreyja frá Selárdal, f. 1.7. 1926, d. 4.9. 2013. Systkini Ragnheiðar eru stúlka Bene- diktsdóttir, f. og d. 2.9. 1960, og Marín, f. 29.4. 2009. Guðbjörg J. Theódórs hársnyrtimeistari, f. 28.6. 1977, gift Jóni Hákoni Ágústssyni, f. 10.9. 1975, d. 15.5. 2014. Börn þeirra eru; Veronika Karen, f. 6.10. 2001, Sylvía Björt, f. 22.5. 2005, og Kristjana Maja, f. 23.6. 2009. Núverandi sambýlismaður Guðbjargar er Valgeir Ægir Ingólfsson, f. 31.10. 1966. Guðrún Jakobína hjúkrunarfræðingur, f. 2.4. 1986, sambýlismaður hennar er Þórður Þorsteinsson, f. 1.1. 1986, sonur þeirra er Jón Þor- steinn, f. 28.12. 2013. Útför Ragnheiðar (Kiddýar) fer fram frá Bíldudalskirkju í dag, 11. maí 2019, klukkan 16. Elínborg Anika Benediktsdóttir, f. 3.7. 1962. Ragnheiður var kvænt Jóni Brands Theódórs vélstjóra, f. 1.3. 1954. Saman eiga þau þrjú börn, þau eru: Benedikt Páll skipstjóri, f. 19.6. 1973. Bene- dikt er kvæntur Guðbjörgu Arnar- dóttur, börn þeirra eru Hilmar Örn, f. 8.7. 1994, Benedikt Guð- jón, f. 5.10. 1997, sambýliskona hans er Ísabella Perla Ólafs- dóttir, f. 19.5. 2000, Guðlaugur Skúli, f. 21.5. 1999, og Sunna Elsku mamma. Ég trúi hreinlega ekki að ég sitji hér og skrifi til þín minn- ingarorð. Ég átti ekki von á að þurfa að kveðja þig svona fljótt en lífið er ekki alltaf sann- gjarnt. Lífið án þín verður tóm- legt og mjög erfitt að venjast. Þú varst ein af þeim sem allir elskuðu og dáðu. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þig fyrir mömmu og fá að deila lífinu með þér. Það verður skrítið að heyra ekki í þér, það var ekki oft sem það leið dagur án þess að við heyrðumst, að geta ekki tekið upp tólið þegar mig vant- ar ráð við hinu og þessu því þú hafðir alltaf ráð við öllu og ég er viss um að þú hafir vitað næstum allt. Það var erfitt að finna manneskju sem var eins hjartahlý og góðhjörtuð og þú. Þú tókst öllum með opnum örmum, og það var alltaf opið hús á Grænabakkanum og þeg- ar einhver kom í kaffi til þín þá skipti ekki máli hvað var til mikið í ísskápnum, þú varst alltaf búin að töfra fram hlað- borð á augabragði. Þegar við hittumst öll fjölskyldan pass- aðir þú að það væri nóg af öllu og rúmlega það því það mátti alls ekki neinn verða svangur og voru afgangarnir yfirleitt nóg í aðra matarveislu. Elsku mamma, ég get ekki lýst því hvað ég mun sakna þín mikið og veit ekki hvernig lífið verður án þín. Mér finnst eins og það vanti á mig annan hand- legginn. Ég á þér svo mikið að þakka og væri ekki sú mann- eskja sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þig. Þú varst einstök manneskja og ég væri heppin ef ég næ einhvern tíma að vera hálf manneskjan sem þú varst. Takk fyrir að hafa alltaf haft þolinmæði við mig, ég veit að það var ekki alltaf auðvelt. Takk fyrir að gefa mér líf og takk fyrir að vera mamma mín. Ég elska þig að eilífu – Jón Þorsteinn biður að heilsa Ömmu Kiddý og sendir þér stórt knús. Við vitum að þú fylgist vel með okkur hvar sem þú ert og við söknum þín alltaf Þín dóttir Guðrún Jakobína. Elsku hjartans tengda- mamma mín, það er víst komið að kveðjustund. Það er margt sem þýtur í gegnum hugann þegar horft er yfir en efst í huga mér er þakklæti fyrir að fá að hafa þig í lífi mínu. Þú varst mér traust og góð vinkona, sem gott var að leita til. Þú varst börnunum mínum yndisleg amma og elskaðir ekk- ert meira en að hóa okkur öll- um saman til að njóta samvista. Þær stundir voru margar og þá sérstaklega allar helgarnar í Stórholti forðum daga, þar sem þrjár kynslóðir skemmtu sér saman og fengu aldrei nóg af. Fyrir allar þær stundir er ég þakklát. Með þá alvarlegu hjartabilun sem hrjáði þig á síðustu miss- erum gekk maður svo sannar- lega ekki að morgundeginum vísum með þér okkur við hlið. Ég er almættinu afar þakklát fyrir þá fallegu dánarstund sem þú fékkst, að skilja við heima hjá þér í firðinum þínum fal- lega, sem ég efast ekki um að hafi verið þér dýrmætt. Þú varst alveg einstök mann- eskja og hafðir áhrif á alla í kringum þig. Líf, fjör, gleði og létt andrúmsloft einkenndi nær- veru þína en einnig innilegheit. Styrktust bönd okkar enn frek- ar við þá erfiðu raun sem fjöl- skyldan gekk í gegnum við frá- fall elsku Nonna okkar, en á slíkum stundum sést að mínu mati best hve samheldin fjöl- skylda er. Það var mér einnig dýrmætt að geta stutt við þig við fráfall móður þinnar, en þá voruð þið Jón einmitt stödd heima hjá okkur Benna. Það er erfitt að hugsa til þess að stundir okkar verða ekki fleiri en við eigum dásamlegar minn- ingar sem gott er að ylja sér við. Takk fyrir allt, elsku tengda- mamma mín, líf mitt varð rík- ara við kynnin við þig. Við sjáumst á ný þegar minn tími kemur Tregatár, ljúf og sár, lífs okkar skilja slóðir. Minningar ylja um ókomin ár, þú varst mér sem önnur móðir. Þín tengdadóttir Guðbjörg. Með sorg í hjarta skrifa ég þessi orð um elsku frænku mína, hana Kiddý, sem nú er fallin frá eftir langa baráttu. Við höfum verið nánar frá barn- æsku, enda var hún aðeins níu mánuðum yngri en ég. Mæður okkar voru systkinabörn og góðar vinkonur. Fyrsta bréfið frá Kiddý fékk ég eftir að fjöl- skylda mín flutti suður frá Bíldudal, og var það með mörg- um A- og K-um sem voru staf- irnir okkar. Þá hefur hún verið þriggja ára. Við skrifuðumst alltaf á og urðu bréfin lengri með árunum. Kiddý var alveg einstaklega kát og skemmtileg kona, sannkallaður gleðigjafi. Það var svo gaman þegar hún kom í heimsókn suður, þá lifn- aði allt við heima hjá foreldrum mínum og við Kiddý sungum saman og dönsuðum við lögin í útvarpinu. Pabbi minn kallaði hana alltaf þriðju dóttur sína. Ekki var síður skemmtilegt að fara vestur á Bíldudal og hitta Kiddý og fjölskyldu hennar, og fara á sveitaböll. Minnistætt er þegar við fórum tvær einar í útilegu í Selárdalinn, gengum um melana milli Selárdals og Melstaðar og rifjuðum upp sög- una um ömmur okkar. Þá heils- uðum við upp á Gísla á Upp- sölum, fórum í kaffiboð til Hannibals, gengum upp í Vatnahvilft og fleira. Veturinn 1966-67 fórum við saman á Húsmæðraskólann að Lauga- landi í Eyjafirði og var það al- veg ógleymanlegur tími. Eftir að Kiddý flutti til Reykjavíkur vorum við mikið saman. Við fór- um út að skemmta okkur með hópi góðra vina. Við kynntumst mönnunum okkar, Bjarna Þór og Jóni, um 1970. Eftir að Kiddý og Jón fluttu til Bíldu- dals og við Bjarni Þór til Húsa- víkur þá hittumst við sjaldnar en samskiptaleiðin var síminn. Við Bjarni Þór fluttum svo til Hvammstanga haustið 1990 og þá varð styttra á milli og sam- bandið nánara, sérstaklega eftir að við fjölskyldan eignuðumst íbúð á Bíldudal. Þar nutum við þess að vera í góðum félags- skap með Kiddý og Jóni. Einn- ig var ómetanlegt á eiga þau að sem húsverði. Elsku Jón, Benni Palli, Guðbjörg, Guðrún Jakob- ína, Ella og fjölskyldan ykkar öll, við Bjarni Þór og fjölskylda okkar og Jenný systir mín, sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur, óskum þess að góður Guð, og fallegar minningar um elsku bestu Kiddý okkar megi um- vefja ykkur og styrkja í gegn- um þennan erfiða tíma. Árndís Alda Jónsdóttir. Þú varst einstökum eiginleik- um gædd, elsku vinkona, glað- vær, hláturmild, alltaf boðin og búin að aðstoða samferðafólk þitt og bæði falleg að utan sem innan. Ég kynntist þér fyrir rúmum 30 árum þegar ég fór héðan frá Patró yfir á Bíldudal að klippa og lita fyrir jól og aðra stórviðburði. Stundum átti ég ekki auðvelt með að komast yfir á Bíldó því ég er sjómanns- kona og með þrjú börn og vissi ekki alveg hvað ég gæti gert við þau á meðan en þér fannst það nú ekkert mál og hvattir mig til þess að taka þau með því þú gætir alveg passað þau. Það þáði ég stundum og þá var nú heldur betur líf í tuskunum því þú áttir líka þrjú börn. Börnin mín minnast þessara ferða með bros á vör. Það var aldrei logn- molla í kringum þig og alltaf nóg að gera hjá þér bæði í starfi og leik enda dróstu fólk að þér því þú hafðir svo góða nærveru og umhyggju fyrir öll- um. Þú hafðir lag á að hafa létt- leika í fararbroddi og stutt var í smitandi hláturinn þinn. Heils- an var ekki góð síðustu árin en þú tókst því með jafnaðargeði og sagðir að það væri allt í lagi með þig. Margs er að minnast og margs er að sakna en minn- ingarnar tekur enginn frá manni, þær geta yljað manni um ókomna tíð. Nokkrum sinn- um kíkti ég á þig á hjartadeild- ina þar sem þú dvaldir lengi í fyrra og einnig í byrjun þessa árs. Einu sinni kom ég seint til þín á laugardagskvöldi á hjarta- deildina síðastliðið sumar og við flissuðum og hlógum dátt í setustofunni fram yfir mið- nætti. Ég átti von á því að mér yrði hent út en nei, starfsfólkið umbar það og leyfði okkur að hlæja því það er svo hollt og gott. Þú varðst 70 ára 3. janúar síðastliðinn og mig langaði til þess að gera þér dagamun í til- efni af því nokkrum dögum seinna þegar ég var stödd í Reykjavík. Ég fékk leyfi hjá hjúkrunarfólkinu til þess að fara með þig út af spítalanum og bjóða þér út að borða. Við fórum á Nauthól ásamt Hafdísi vinkonu okkar beggja og þar nutum við samverunnar saman og ekki skemmdi fyrir að þar hittir þú óvænt æskuvinkonu þína. Eftir þessa upplyftingu skilaði ég þér síðan á réttum tíma til baka á spítalann. Þú þráðir að komast aftur heim á Bíldudal og þú fékkst þá ósk uppfyllta í febrúar og naust þess að vera á heimaslóðum þar sem þér leið best. Er það hafið eða fjöllin sem laða mig hér að eða er það fólkið á þessum stað? Ég tel að það eigi mjög vel við þig, elsku Kiddý mín, hjartað þitt sló á Bíldudal innan um fjöllin og fólkið þar. Elsku Kiddý vinkona, hvíl í friði. Ég votta Jóni, Benna, Guð- björgu, Guðrúnu, Ellu og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð og megi guðs englar vaka yfir ykkur öllum. Þín vinkona Sólrún Ólafsdóttir. Þegar sumarið er á næstu grösum minnir lífið á sig og hina óumflýjanlegu hringrás þess sem allir í heimi þessum eru undirorpnir. Leiðin okkar allra er eins og allt hefur sinn tíma. Við eigum það sameiginlegt að vera Bílddælingar. Staður- inn Bíldudalur er einstakur og fólkið líka, enda mótast sam- félagið af fjöllum, menningu, logni og fegurð. Ég gleymi aldrei sunnudagsferðunum sem þú og mamma fóruð með okkur krakkana inn í Reykja- fjörð í sund hér forðum daga. Þá var fjör. Einnig unnum við saman í rækjuvinnslunni í nokkur ár og alltaf varstu sama yndið við mig, elsku Kiddý mín. Æskuminningarnar að vest- an sé ég oft í hillingum og væri til í að upplifa þær aftur. Þú ert hluti af þessum æskuminn- ingum mínum þar sem þú ert ein af þeim konum sem ólu mig upp án þess þó að vera foreldri mitt. Þú og móðir mín voruð góðar vinkonur og þú komst oft í kaffi til mömmu og þá var frekar hlegið dátt held- ur en hitt, enda varstu hrókur alls fagnaðar. Þú vildir allt fyr- ir alla gera enda hreinræktuð öndvegiskona og öðlingur. Að ferðalokum er mér þakk- læti efst í huga fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú vild- ir öllum vel og varst alltaf boð- in og búin að hlaupa undir bagga ef með þurfti. Við fráfall þitt sendum við Jóni, Benedikt Páli, Guð- björgu, Guðrúnu Jakobínu, El- ínborgu og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hugurinn er hjá ykkur. Ég kveð þig og mun í ein- lægni minnast þín með hlýhug. Far og dvel í eilífum friði, elsku Kiddý mín, takk fyrir allt. Ljós í vorum hjörtum hér, hugljúft í minningunni. Ljósið fagurt færi þér, frið í eilífðinni. (ÍÖH) Ívar Örn Hauksson og synir. Ragnheiður Kristjana Benediktsdóttir Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og frænka okkar, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þriðjudaginn 9. apríl. Jarðarför hennar fór fram í kyrrþey mánudaginn 6. maí. Guðrún V. Vignisdóttir og Jón Hákon Vilbergs. Fjóla Heiðdal Steinarsdóttir Vignir Már Jónsson Sigríður Hlín Jónsdóttir Margrét Anna Vignisdóttir Hlynur Sigurður Vigfússon Lilja Rut Bech Hlynsdóttir Klara Jóhanna Hlynsdóttir Arna Víf Hlynsdóttir Dagnýr Vigfússon Hermann Ingi Dagnýsson Vigfús Kristján Dagnýsson Lára Björk Dagnýsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.