Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 42
42 MINNINGAR Aldarminning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
✝ Jens Mein-hard Berg var
frá Funningsbotni
á Austurey í Fær-
eyjum, f. 1. októ-
ber 1925. Hann
lést í Brákarhlíð
30. apríl 2019.
Móðir: Marin
Kristianna Berg,
f. Gaard, frá
Oyndarfirði á
Austurey, f. 1898,
d. 1986. Faðir: Johannis
Berg, útvegsbóndi frá Eldu-
vík á Austurey, f. 1899, d.
1990. Meinhard var næst-
elstur barna þeirra en hin
eru: Helga Kristina, f. 1923,
búsett á Englandi; Johanna
Sofie, f. 1928, búsett í Þórs-
höfn; Ragnhild, f. 1930, bú-
sett í Þórshöfn; Edit Sedia, f.
1932, búsett í Þórshöfn og
Danmörku; Martin, dó eins
árs.
Eiginkona Meinhards var
Sigríður Sigurbjörg Þor-
steinsdóttir, f. 1923, d. 2015.
Foreldrar: Þorsteinn Einars-
son frá Skáney í Reykholts-
dal, f. 1892, d. 1984, og Jón-
ína Agata Árnadóttir frá
Flóðatanga í Stafholts-
tungum, f. 1891, d. 1934.
Börn Sigríðar og Meinhards:
1)Þorsteinn Jens Berg, f.
16.2. 1960, d. 15.3. 1963. 2)
Jónína Kristín Berg, f. 3.9.
1962, búsett í Borgarnesi.
Börn: a) Jón Bjarnason, f.
1982, eiginkona Pálína Fann-
ey Guðmundsdóttir, f. 1986,
búsett í Neskaupstað. Börn:
Kristjana Salný, f. 2013,
Helgi Fannberg, f. 2015,
Bjarni Freyr, f. 2018. b) Sig-
urbjörg Ösp Rúnarsdóttir
Berg, f. 1996, búsett í Sví-
þjóð. Dóttir: Freyja Ahsoka
Robinsdóttir, f. 2013. 3) Jó-
hannes Berg, f. 5.11. 1964,
eiginkona Sólveig Jónas-
dóttir, f. 21.3. 1962, búsett í
Mosfellsbæ. Dóttir: Svanhild-
ur Helga Berg, f. 2000, unn-
usti Gunnar Már Vilhjálms-
son, f. 2000, búsett á Húsavík.
Dóttir: Camilla Von Gunnars-
dóttir Berg, f.
2016.
Meinhard ólst
upp við sjósókn
og búskap. Hann
gekk í barnaskóla
í Elduvík en fór
ungur á vertíðir
og var þá kokkur
og háseti í róðr-
um á Íslands-
miðum. Til Ís-
lands kom
Meinhard 1944, þá fyrst til
starfa í Laugabæ í Bæjarsveit
og svo víðar þar í sveit. Hann
var við nám í Bændaskól-
anum á Hvanneyri og útskrif-
aðist sem búfræðingur 1954.
Árið 1957 giftust þau Mein-
hard og Sigríður, hófu bú-
skap í Giljahlíð í Flókadal þar
sem þau bjuggu í tvö ár en
fluttust þá til Færeyja í eitt
ár og bjuggu í Funningsfirði
og síðan í Havnadali í ná-
grenni Þórshafnar. Frá Fær-
eyjum fluttust þau til Íslands,
að Giljahlíð í Borgarfirði, þar
sem Sigríður gerðist bústýra
hjá Jóni bróður sínum. Mein-
hard stundaði vinnu annars
staðar við ýmis störf, þó að-
allega við landbúnað og
byggingarvinnu í héraðinu.
Meinhard var einn af stofn-
félögum Björgunarsveitar-
innar Oks en eftir að þau
hjónin settust að í Borgarnesi
1996 gafst meiri tími til fé-
lagsstarfa í félögum eldri
borgara í Borgarfirði og
Borgarnesi og í Kiwanis.
Einnig vannst meiri tími til
ferðalaga, handverks, og síð-
ast en ekki síst íþrótta en
hann var einkar leikinn í
boccia og pútti og síðustu
gullmedalíunnar vann hann
til orðinn níræður. Meinhard
var fjölfróður, minnugur á
ættir, fólk og sögu í Fær-
eyjum og á Íslandi.
Síðustu þrjú árin dvaldi
Meinhard á dvalarheimilinu
Brákarhlíð.
Útförin fer fram frá Reyk-
holtskirkju í dag, 11. maí
2019, klukkan 14.
Meinhard Berg var nágranni
okkar á Hæli í Flókadal í mörg
ár, allt til haustsins 1991, þegar
veru okkar þar lauk. Hann var
ekki aðeins nágranni heldur líka
hjálparhella, tók við fjósverkum
föður okkar, þegar hann þurfti
að sinna störfum utan heimilis
eða dvelja á sjúkrastofnun.
Eftir lát föður okkar var
Meinhard fastur vetrarmaður á
Hæli frá hausti 1985 til vors
1991 og gerði þannig móður okk-
ar og móðurbróður fært að
halda áfram búskap.
Fyrst og fremst sinnti hann
kúahirðingu og mjöltum en
greip í önnur verk, þegar þurfti,
yfirleitt óumbeðinn.
Á síðustu árunum var fátt í
heimili á Hæli og lítið um gesta-
komur. Því skipti móður okkar
miklu máli félagsskapur við
Meinhard. Það var mikilvægt
fyrir hana að geta spjallað við
hann, lundgóðan og umtals-
fróman, sem brá sér oft af bæ
milli mála og kom aftur með
fréttir af því, sem gerðist í sveit-
inni. Það braut upp einhæft líf
bóndakonu, sem ekki fór oft af
bæ.
Samfundum við Meinhard
fækkaði með árunum, en alltaf
fagnaði hann móður okkar og
okkur systkinunum með sömu
ljúfmennskunni og áður.
Að leiðarlokum þökkum við
Meinhard sérstakan hlýhug í
garð móður okkar og við sjálf
fyrir afburðagóð kynni og erum
þess viss að hann hefur átt góða
heimvon.
Björk, Ásgeir, Ingunn
og Helga Ingimundarbörn
frá Hæli.
Jens Meinhard
Berg Mér er það bæði
ljúft og skylt að
minnast Hans G.
Andersen þjóðrétt-
arfræðings og
sendiherra á aldar-
afmæli hans. Hann
fæddist í Winnipeg
12. maí 1919 og lést
23. apríl 1994.
Hans G. Ander-
sen hóf störf sem
þjóðréttarfræðing-
ur í utanríkisráðuneytinu árið
1946 að loknu laganámi við Há-
skóla Íslands og framhaldsnámi í
þjóðarétti í Toronto og New
York. Hann samdi þegar árið
1948 frumvarp til landgrunns-
laganna svonefndu sem kváðu á
um vísindalega verndun fiski-
miðanna á landgrunninu og
mynduðu síðar grundvöll fyrir
öllum útfærslum íslensku fisk-
veiðilögsögunnar. Hans gegndi
sem kunnugt er lykilhlutverki
við útfærslu lögsögunnar í
áföngum allt þar til 200 sjómílna
markinu var náð. Ljóst er að
landhelgismálið skipti sköpum
fyrir efnahagslegt sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar. Þá miklu
velmegun þjóðarinnar sem fylgdi
í kjölfar útfærslu lögsögunnar
má ekki síst þakka störfum hans
á þessu sviði. Jafnframt lagði
Hans drög að afmörkun land-
grunns Íslands utan 200 sjó-
mílna í suðri en því verkefni er
ekki lokið.
Hans G. Andersen hafði sem
einn fremsti sérfræðingur heims
á sviði hafréttar veruleg áhrif á
þróun réttarreglna á þessu sviði,
ekki síst á mótun hafréttarsamn-
ings Sameinuðu þjóðanna. Haf-
réttarsamningurinn var sam-
þykktur í lok þriðju
hafréttarráðstefnunnar árið 1982
en Hans var formaður sendi-
nefndar Íslands á ráðstefnunni.
Um er að ræða eina heildstæða
alþjóðasamninginn sem gerður
hefur verið á sviði hafréttar og
er hann talinn meðal helstu af-
reka Sameinuðu þjóðanna.
Starfssvið Hans takmarkaðist
ekki við hafréttarmál. Á fyrstu
starfsárum hans í utanríkisráðu-
neytinu var lagður sá grunnur að
öryggismálum þjóðarinnar sem
við njótum enn í dag. Hann átti
drjúgan þátt í gerð varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin árið 1951
og tók þátt í undirbúningi að-
ildar Íslands að Atlantshafs-
bandalaginu. Þessi mál áttu síð-
ar eftir að tengjast
landhelgismálinu með afgerandi
hætti. Það var fyrst og fremst
aðild okkar að Atlantshafsbanda-
laginu og hið farsæla varnarsam-
starf okkar við Bandaríkin á tím-
um kalda stríðsins sem gerði
Hans G. Andersen
Íslendingum kleift
að sigrast á and-
stæðingum sínum í
landhelgismálinu.
Samhliða starfi
sínu að hafréttar-
málum gegndi Hans
G. Andersen ýms-
um sendiherrastörf-
um erlendis. Var
hann fyrst fasta-
fulltrúi Íslands hjá
Atlantshafsbanda-
laginu og síðar sendiherra í Par-
ís, Stokkhólmi og Ósló. Síðustu
þrettán ár starfsferilsins gegndi
hann sendiherrastarfi í Banda-
ríkjunum, fyrst í Washington og
síðan embætti fastafulltrúa hjá
Sameinuðu þjóðunum í New
York, uns hann fékk lausn frá
embætti fyrir aldurs sakir árið
1989. Fór vel á því að hann
skyldi ljúka 43 ára ferli sínum í
utanríkisþjónustunni á þeim stað
þar sem hann vann stórvirki fyr-
ir íslensku þjóðina í hafréttar-
málum.
Á fullveldisdaginn árið 2001
efndi Hafréttarstofnun Íslands
til athafnar í Hátíðarsal Háskóla
Íslands til að heiðra minningu
Hans G. Andersen. Við það tæki-
færi færði fjölskylda Hans Haf-
réttarstofnun lagabókasafn hans
að gjöf til varðveislu í Lögbergi.
Jafnframt var afhjúpuð brjóst-
mynd af Hans sem velunnarar
hans áttu veg og vanda af og
færðu stofnuninni til varðveislu
en henni var einnig komið fyrir í
Lögbergi.
Á skjöldinn undir brjóstmynd-
inni eru skráð eftirfarandi orð:
„Hans G. Andersen var einn
fremsti og færasti sérfræðingur
heims á sviði hafréttarmála.
Hann lagði lagalegan grundvöll
að útfærslu íslenskrar lögsögu
úr þremur í 4 sjómílur 1952, 12
sjómílur 1958, 50 sjómílur 1972
og loks 200 sjómílur 1975 – svo
og landgrunnsréttinda út fyrir
þau mörk. Hann var aðalráðgjafi
allra ríkisstjórna Íslands sem
höfðu forystu um útfærslu lög-
sögunnar og öflun viðurkenning-
ar á henni. Virðing og traust sem
hann naut leiddi til verulegra
áhrifa hans á þróun hafréttar,
þar á meðal mótun hafréttar-
samnings Sameinuðu þjóðanna –
og vann hann þjóð sinni einstakt
gagn.“
Enginn Íslendingur getur
óskað sér betri eftirmæla og
enginn efast um að hann á þau
fyllilega skilið. Það er því vel við
hæfi að við heiðrum minningu
Hans G. Andersen þjóðréttar-
fræðings og sendiherra á aldar-
afmæli hans.
Sturla Sigurjónsson,
ráðuneytisstjóra.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru
GUÐRÚNAR ÞORGERÐAR
SVEINSDÓTTUR,
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Kirkjuhvols fyrir hlýju og góða umönnun.
Leifur Guðmundsson Guðrún Jóhannsdóttir
Gunnar R. Leifsson Birgit Myschi
Sara Leifsdóttir Trausti Kristjánsson
langömmu- og langalangömmubörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa
okkur samúð og vináttu vegna fráfalls
HELGU HAFSTEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem
önnuðust Helgu í veikindum hennar á
krabbameinsdeild SAK og Heimahlynningu
fyrir ómetanlegan stuðning og umhyggju.
Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir Hólmar Sigmundsson
Hafdís Þorbjörnsdóttir Ingi Jóhann Friðjónsson
Birta Júlía Þorbjörnsdóttir
Ingibjörg Kristinsdóttir
Hulda Hafsteinsdóttir Júlíus Jónsson
Þórunn Hafsteinsdóttir Guðni Þór Jósepsson
Ylfa og Frosti Snær
Við þökkum fyrir sýnda samúð við fráfall
sambýlismanns míns og vinar,
HREINS SUMARLIÐASONAR,
fv. kaupmanns.
Sigrún Clausen
og fjölskylda
Hjartans þakkir fyrir kveðjur, hlýhug og
samúð vegna andláts elskulegs
eiginmanns míns, föður og stjúpföður,
SIGURÐAR FINNBJARNAR MAR
vélfræðings,
sem lést þriðjudaginn 2. apríl.
Sæunn G. Guðmundsdóttir
Kristín Ingibjörg Mar
Birna Mar
Steinunn Mar
Jóhanna Laufey Ólafsdóttir
Steinunn Fjóla Ólafsdóttir
Guðrún Katrín Ólafsdóttir
Berglind Eva Ólafsdóttir
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SVÖVU ÁRNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
Baðsvöllum 7, Grindavík.
Sérstakar þakkir fá Anna Þórhildur
Salvarsdóttir læknir, Heimahjúkrun í
Grindavík og starfsfólk kvennadeildar 21A fyrir alúðleg störf og
hlýhug.
Benóný Þórhallsson
Þórhallur Ágúst Benónýsson
Sigríður Fjóla Benónýsdóttir Hólmar Már Gunnlaugsson
Berglind Benónýsdóttir Ómar Davíð Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðurbróðir okkar,
GÍSLI GUNNAR KRISTINSSON,
Bói,
málari,
Ásavegi 2, Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
þriðjudaginn 23. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Kristinn A. Hermansen
Jóhanna Hermansen
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma,
langamma og systir,
ÞÓRHALLA SVEINSDÓTTIR,
Fífuhvammi 15,
lést 8. maí á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn
21. maí klukkan 13.
Jón Kristinsson
Ragnhildur Jónsdóttir Brynhildur Jónsdóttir
Sigríður Haraldsdóttir Magnús Halldórsson
ömmubörn, langömmubörn og systkini