Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
35.800.000,-
Flyðrugrandi 8, 107 Reykjavík
Falleg 2ja herbergja íbúð - 50.4 m2
Falleg 2ja herb.íbúð með stórum sólríkum svölum í nýlega viðgerðu húsi
við Flyðrugranda. Stofa og eldhús opið út í eitt. Gott svefnherbergi með
fataskápum. Baðherbergi með baðkari. Þvottahús á hæð. Laus fljótlega.
✆ 585 8800
Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum
Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800
Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515
Grenimelur 29, 107 Reykjavík
Falleg og mikið endurnýjuð hæð, 99 m2
3ja-4ra herbergja hæð í þríbýlishúsi við Grenimel. Stór og björt stofa.
Svefnherb. inn af stofu. Annað stórt svefnherbergi. Þvottahús innan
íbúðar (var áður barnaherbergi). Góð hæð á frábærum stað.
55.900.000,-
69.800.000,-
Glæsileg 3-4ra herb - 143 m2 bílastæði laus strax
Glæsileg íbúð á jarðhæð í nýlega byggðu (2016) lyftuhúsi. Íbúðin er inn-
réttuð á vandaðan hátt. Eldhús og borðstofa samliggjandi með útgangi á
stóra timburverönd. Rúmgóð svefnherb. Þvottahús í íbúð. Eign í sérflokki.
Langalína 20, 210 Garðabær
Opið hús
laugard 11. maí
13:30 til 14:00
64.900.000,-
3ja-4ra herb. 133,3 m2 + 11,5 fm sólstofa laus strax
Afar falleg og björt íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi
fyrir 55 ára og eldri. Stórar og bjartar stofur í suður með útgangi í yfir-
byggða sólstofu með verönd þar út af. Tvö góð svefnherb. Baðherbergi.
Gestasnyrting. Þvottahús í íbúð.
Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík
50 ára Helgi er frá
Pulu í Holtum í Rangár-
vallasýslu en býr í
Reykjavík. Hann er bif-
vélavirki og vinnur hjá
BL, byrjaði þar fyrir ári
en hefur lengst af unn-
ið hjá Brimborg.
Maki: Svanhvít Ósk Jónsdóttir, f. 1974,
þjónusturáðgjafi hjá Sjóvá.
Börn: Eva Ýr, f. 1996, Hugrún Líf, f.
2000, og Ólafur Kristófer, f. 2002.
Systkini: Heiðrún, f. 1971, Erlendur Karl,
f. 1977, og Elín Drífa, f. 1981.
Foreldrar: Ólafur Kristján Helgason, f.
1946, og Katrín Samúelsdóttir, f. 1950,
fv. bændur á Pulu. Þau eru bús. á Hellu.
Helgi Ólafsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að stökkva ekki upp
á nef þér af minnsta tilefni. Það eru
einhver óveðursský á lofti en þau hverfa
innan viku.
20. apríl - 20. maí
Naut Lánið leikur við þig og þér er ekk-
ert of gott að baða þig í ljómanum af
aðdáun annarra. Einhver talar við þig
undir rós, reyndu að halda ró þinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að hemja löngun þína
til að vanda um við aðra í dag. Taktu
þér tíma til að rækta þig og áhugamál
þín.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Eitt og annað smálegt þarft þú
að klára áður en þú getur einbeitt þér
að næsta verkefni. Ástin svífur yfir
vötnum og þér finnst allir vegir færir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver vill vingast við þig í dag.
Reyndu að halda í hefðir fjölskyldunnar.
Þú sérð ekki sólina fyrir smáfólkinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver valdabarátta er í gangi í
kringum þig. Vertu raunsæ/r og horfstu
í augu við sannleikann. Hann gerir þig
fjálsa/n.
23. sept. - 22. okt.
Vog Málstaður þinn vinnur æ fleiri á sitt
band og mest munu gleðja þig sinna-
skipti gamals vinar. Hæfileikfólk tekur
þig með í hópinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það hefur ekkert upp á sig
að vera með stöðuga eftirsjá og sjálfs-
gagnrýni. Láttu ekkert standa í veginum
fyrir hamingju þinni. Reyndu að fara
meðalveginn í nágrannaerjum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að koma af stað já-
kvæðu orkuflæði í líkama þínum.
Gakktu vasklega til verks og hentu öllu
því sem þvælist fyrir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Tafir og truflanir í vinnunni
hafa haldið aftur af þér að undanförnu.
Þú vinnur til verðlauna. Gættu tungu
þinnar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þín bíða listræn viðfangsefni
á næstunni, sama hvert lifibrauð þitt er.
Fjölskyldumeðlimur kemur þér á óvart.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert í ójafnvægi og veist ekki í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Ekkert er
eins pirrandi og að vera óviðbúin/n
þegar möguleikarnir bjóðast.
var áður fyrr í bókmenntaráði Al-
menna bókafélagsins. Einnig stóð
hann að heildarútgáfu á verkum föð-
ur síns, Sigurðar Nordal. Hann kom
að stofnun tímaritsins Nýtt Helgafell
og var ritstjóri 1956-1959. Starf hans
fyrir tímaritið varð þó að víkja fyrir
efnahagsmálunum eftir því sem hlut-
formaður Landsvirkjunar frá upp-
hafi, 1965 til 1994.
Jóhannes hefur þó ekki einvörð-
ungu sinnt efnahagsmálum á ævi
sinni. Hann var lengi formaður vís-
indadeildar Vísindaráðs og síðar Vís-
indaráðs. Hann var forseti Hins ís-
lenska fornritafélags 1969-2018 og
J
óhannes Nordal fæddist 11.
maí 1924 í Reykjavík og
ólst upp á Baldursgötu og
var alltaf í sveit á sumrin,
lengst af á Torfastöðum í
Biskupstungum og Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal.
Jóhannes lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1943
og var inspector scholae síðasta árið.
Hann fór til náms til Englands og
lauk BS-prófi í hagfræði 1950 frá
London School of Economics og
doktorsprófi frá sama skóla árið
1953. Doktorsritgerð hans fjallaði um
þjóðfélagsþróun á Íslandi frá 18. öld
til nútímans.
Þegar Jóhannes kom aftur til Ís-
lands að námi loknu fór hann beint í
Landsbankann sem þá var bæði við-
skiptabanki og seðlabanki. „Ég vann
eingöngu að málum sem tengdust
seðlabankahlutverkinu. En auðvitað
kynntist maður ýmsu sem sneri að
viðskiptabankanum, enda í sömu
stofnun. Svo var ég í tvö ár settur
bankastjóri í Landsbankanum.“
Jóhannes varð einn af seðla-
bankastjórum í upphafi þegar bank-
inn var stofnaður 1961 og varð for-
maður bankastjórnar árið 1964.
Hann gegndi því embætti til ársins
1993 og varð nokkurs konar ímynd
Seðlabankans á þeim tíma. Á þessum
langa tíma sátu hér tíu forsætisráð-
herrar og íslenskt efnahagslíf og
samfélag tók stórtækum breyt-
ingum.
Jóhannes segir að stofnun Seðla-
bankans hafi verið beint framhald af
þeirri stefnubreytingu sem kom með
Viðreisnarstjórninni. „Við Jónas
Haralz vorum ráðgjafar ríkis-
stjórnainnar fyrir undirbúning og
framkvæmd stefnunnar, og markmið
hennar var að koma á jafnvægi í ís-
lenskum efnahagsmálum og gera
henni kleift að afnema höftin og end-
urreisa lánstraust Íslendinga erlend-
is. Þetta voru skörp skil í efnahags-
sögu Íslands á 20. öldinni, þegar
tókst endanlega að skilja við innflutn-
ingshöftin sem voru sett fyrst 1931.“
Jóhannes varð formaður í stór-
iðjunefnd árið 1961 sem sá um bygg-
ingu Búrfellsvirkjunar og samninga
um stofnun álbræðslunnar í
Straumsvík. Hann var stjórnar-
verk Jóhannesar hjá Seðlabankanum
jókst.
„Af hjáverkum mínum hefur mér
fundist einna mest gaman að sinna
fornritafélaginu, ekki síst af því að
þar er ég að fylgja að vissu leyti í fót-
spor föður míns, sem var einn af
frumkvöðlum þess að félagið var
stofnað og útgáfustjóri þess í mörg
ár.“ Jóhannes gat jafnframt í hlut-
verki seðlabankastjórans stuðlað að
því að Skarðsbók var keypt til lands-
ins en hún er nú í safni Árna Magnús-
sonar, en faðir Jóhannesar vann mik-
ið að því að semja við Dani um að
skila handritunum. „Það er einn
merkasti samningur sem gerður hef-
ur verið í veröldinni.“
Jóhannes er enn við góða heilsu og
fylgist vel með því sem gerist hér
heima og erlendis.
Fjölskylda
Eiginkona Jóhannesar var Dóra
Guðjónsdóttir Nordal, f. 28.3. 1928, d.
26.5. 2017, húsmóðir og píanóleikari.
Foreldrar hennar voru hjónin Guð-
jón Ólafur Guðjónsson, f. 13.8. 1901,
d. 17.7. 1992, bókaútgefandi, og
Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri – 95 ára
Fjölskyldan Jóhannes og Dóra á níræðisafmæli hans ásamt börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barna-
barnabarni. Herdís og Dóra Tómasdætur voru staddar erlendis sem og Sigurður og fjölskylda hans.
Seðlabankastjóri í nær 30 ár
Með dætrunum Frá vinstri: Marta, Salvör, Bera, Jóhannes, Guðrún og Ólöf.
40 ára Laufey er frá
Neskaupstað en býr í
Kópavogi. Hún er leik-
skólakennari og
deildarstjóri á leikskól-
anum Læk.
Maki: Gunnar Már
Gunnarsson, f. 1978,
tölvunarfræðingur hjá Origo.
Börn: Þórarinn, f. 2008, og Sigurður
Árni, f. 2012.
Systkini: Þórfríður Soffía, f. 1983, og
Ægir Guðjón, f. 1987.
Foreldrar: Þórarinn Viðfjörð Guðnason,
f. 1949, vann í álverinu í Reyðarfirði, og
Katrín Gróa Guðmundsdóttir, f. 1956,
skólaliði í grunnskólanum í Neskaupstað.
Þau eru búsett í Neskaupstað.
Laufey Þórarinsdóttir
Til hamingju með daginn
Þessi duglega stúlka,
Ísold Rún Pálsdóttir,
seldi leikföng við Bón-
us í Naustahverfi á Ak-
ureyri og gaf Rauða
krossinum við Eyjafjörð
afraksturinn, 8.180
krónur. Rauði krossinn
þakkar henni kærlega
fyrir.
Hlutavelta