Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Fagmennska og þjónusta
ASSA ABLOY á heima hjá okkur
- Lyklasmíði og vörur
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Spennan mun nálgast suðu-
mark þegar líður á daginn hjá
stuðningsmönnum Hauka og
ÍBV. Liðin mætast í oddaleik um
hvort þeirra spilar um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik.
Vonandi verður leikurinn góð
auglýsing fyrir íþróttina.
Eins og úrslitakeppnin er iðu-
lega mikil skemmtun þá dregur
að mér finnst aðeins of oft fyrir
sólu þegar hasarinn er hvað
mestur. Hasarinn er síst minni
utan vallar þegar upp koma
deilumál eða atvik í leikjum.
Þessi stórskemmtilega íþrótt er
örugglega farin að líða aðeins
fyrir þetta hérlendis. Það hlýtur
að vera erfiðara að laða fólk að
íþróttinni þegar allt verður brjál-
að nánast á hverju ári.
Ég ræddi við fyrrverandi
íþróttablaðamann um daginn og
við vorum sammála um að visst
agaleysi birtist manni stundum í
leikjum í handboltanum hér
heima. Stundum eru þjálfararnir
verstir. Mennirnir sem krefjast
iðulega aga af sínum leik-
mönnum en láta sjálfir öllum ill-
um látum á hliðarlínunni. Hver
er til dæmis tilgangurinn með
því að eyða heilu og hálfu leikj-
unum í að tala við fólk á ritara-
borðinu? Er ekki dýrmætum
tíma launaðs þjálfara betur varið
í eitthvað annað í miðjum leik?
Eftir höfðinu dansa limirnir og
leikmenn eru farnir að taka upp
á því að liggja á vellinum í tíma
og ótíma eins og suðurevrópskir
knattspyrnumenn. Það þykir
mér ekki sjarmerandi hjá hand-
boltamönnum. Ætli Alfreð Gísla-
son hafi einhvern tíma verið
lengur en 2 sekúndur í gólfinu í
einu?
Hjá Haukum og ÍBV eru margir
virkilega góðir leikmenn. Síðasti
leikur var mjög skemmtilegur og
laus við leiðinlegar uppákomur.
Vonandi verður það raunin í dag.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
sinnum orðið fyrir valinu frá árinu
1968 þegar fyrst var ákveðið að veita
viðurkenningu þeim leikmanni sem
staðið hefði upp úr í deildinni.
Kristófer er að sjálfsögðu í úrvals-
liði Dominos-deildar karla en þar er
hann eini fulltrúinn úr Íslandsmeist-
araliði KR. Erlendir leikmenn koma
ekki til greina í lið ársins en besti er-
lendi leikmaðurinn var kjörinn Juli-
an Boyd úr KR. Matthías Orri Sig-
urðarson og Sigurður Gunnar
Þorsteinsson úr ÍR eru með Krist-
ófer í úrvalsliðinu, sem og Stjörnu-
mennirnir Ægir Þór Steinarsson og
Hlynur Bæringsson. Hlynur hefur
nú tíu sinnum verið valinn í úrvalslið
ársins á Íslandi, þrátt fyrir að hafa
spilað í Svíþjóð árin 2010-2016. Besti
þjálfarinn var valinn Borche Ilievski
sem óvænt stýrði ÍR í úrslitaeinvíg-
ið. Ægir var valinn besti varnar-
maður sem og prúðasti leikmað-
urinn.
Í úrvalsliði Dominos-deildar
kvenna er Helena eini fulltrúi meist-
ara Vals. Með henni eru þær Þóra
Kristín Jónsdóttir úr Haukum,
Gunnhildur Gunnarsdóttir úr Snæ-
felli, Bríet Sif Hinriksdóttir úr
Stjörnunni og Bryndís Guðmunds-
dóttir úr Keflavík. Bryndís hefur sjö
sinnum áður verið í úrvalsliðinu,
Helena fimm sinnum, Gunnhildur
tvisvar og Þóra einu sinni, en þetta
er í fyrsta sinn sem Bríet er valin.
Brittanny Dinkins úr Keflavík var
valin besti erlendi leikmaðurinn og
Auður Íris Ólafsdóttir úr Stjörnunni
var valin besti varnarmaðurinn.
Besti þjálfarinn var valinn Benedikt
Guðmundsson sem stýrði nýliðum
KR inn í úrslitakeppnina þar sem
liðið féll út í undanúrslitum gegn
meisturum Vals, 3:1. Þóra Kristín
var valin prúðasti leikmaðurinn.
Bestu ungu leikmenn deildanna
voru þau Birna Valgerður Benón-
ýsdóttir úr Keflavík og Hilmar
Smári Henningsson úr Haukum. Í
því vali komu til greina leikmenn
sem fæddir eru árið 2000 eða síðar.
Þess má til gamans geta að Birna
var einnig valin besti ungi leikmað-
urinn fyrir tveimur árum, en hún er
18 ára gömul líkt og Hilmar.
Besti dómari deildanna var valinn
Sigmundur Már Herbertsson,
fimmta árið í röð, en hann hefur nú
hlotið nafnbótina alls 13 sinnum.
Stóðu upp úr
annað árið í röð
Hlynur í úrvalsliðinu í tíunda sinn
Morgunblaðið/Gummi
Þau bestu Helena Sverrisdóttir og Kristófer Acox með verðlaunagripina.
KÖRFUBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Annað árið í röð urðu þau Helena
Sverrisdóttir og Kristófer Acox fyrir
valinu sem bestu leikmenn úrvals-
deildanna í körfubolta. Tilkynnt var
um kjörið á verðlaunahófi KKÍ í gær
en atkvæðisrétt hafa þjálfari, fyrir-
liði og formaður hvers félags. Rétt
er að taka fram að kjörið fer fram að
úrslitakeppni lokinni og tekur til alls
tímabilsins, en ekki bara deilda-
keppninnar eins og fyrirkomulagið
var fyrir nokkrum árum.
Helena er annar leikmaðurinn í
sögu Vals sem verður fyrir valinu
sem sú besta í úrvalsdeildinni, en í
ár vann liðið fyrstu þrjá titla sína.
Signý Hermannsdóttir var valin árið
2009. Þetta er í sjötta sinn sem Hel-
ena er valin best en hin fimm skiptin
var hún leikmaður Hauka.
Kristófer hlýtur nú nafnbótina í
annað sinn og er þetta þriðja árið í
röð þar sem sá besti kemur úr röð-
um KR. Jón Arnór Stefánsson var
valinn 2017. Alls hafa KR-ingar 13
Landsliðskonan Dagný Brynjars-
dóttir er í viðtali við bandaríska
blaðið The Oregonian í umfjöllun
um mæður í atvinnumennsku í
knattspyrnu. Þar er vakin athygli á
því að samtals spili aðeins sjö mæð-
ur í þessari níu liða deild. Lágar
tekjur og óvissa um rétt til fæðing-
arorlofs spili þar inn í.
Dagný er byrjuð að spila með
Portland Thorns á nýjan leik eftir
að hafa átt son í fyrra. „Það er svo
sannarlega hægt að gera bæði
[vera móðir og atvinnumaður], en
það er áskorun,“ segir Dagný.
Dagný ein aðeins
sjö mæðra
Ljósmynd/timbers.com
Með á ný Dagný var í byrjunarliði í
síðasta leik, í fyrsta sinn frá 2017.
Ægir Þór Steinarsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik sem lék með
Stjörnunni í vetur, er kominn til
Argentínu til að spila með liði
Regatas Corrientes í úrslitakeppn-
inni þar í landi. Regatas er í 7. sæti
af 20 liðum fyrir lokaumferðina
sem er leikin um helgina og er
öruggt með sæti í átta liða úrslitum.
Ægir verður annar íslenski
körfuknattleiksmaðurinn til að
spila í Argentínu. Pétur Guðmunds-
son hóf atvinnuferilinn þar árið
1980 þegar hann lék í hálft ár með
liði River Plate. vs@mbl.is
Ægir Þór fetar í
fótspor Péturs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Argentína Ægir Þór Steinarsson er
kominn á nýjar slóðir.
Íslenska U17-landsliðið í knatt-
spyrnu karla var grátlega nálægt
því að komast upp úr sínum riðli og
í 8-liða úrslitin á EM á Írlandi. Lið-
inu dugði jafntefli við Portúgal í
lokaleiknum en eftir að Ísland hafði
jafnað metin í tvígang skoruðu
Portúgalar tvö mörk á síðasta kort-
erinu og unnu 4:2-sigur.
Það verður því Portúgal en ekki
Ísland sem mætir Ítalíu í 8-liða úr-
slitunum á mánudag. Það breytir
því ekki að árangur íslenska liðsins
er frábær en sjaldgæft er að Ísland
eigi fulltrúa í lokakeppnum stór-
móta í fótbolta karla, sama í hvaða
aldursflokki það er.
Mörk Íslands skoruðu Skagamað-
urinn Ísak Bergmann Jóhannesson,
leikmaður Norrköping í Svíþjóð, og
Framarinn Mikael Egill Ellertsson
sem er leikmaður SPAL á Ítalíu.
Ísland endaði í 3. sæti síns riðils
með þrjú stig. Ungverjaland vann
riðilinn með fullt hús stiga og mæt-
ir Spáni í 8-liða úrslitunum, en
Portúgal hlaut sex stig í 2. sæti.
sindris@mbl.is
Ljósmynd/@uefacom
Mark Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar jöfnunarmarki gegn Portúgal í
gær en það reyndist duga skammt þar sem að Portúgal vann 4:2-sigur.
Korteri frá því að
fara í 8-liða úrslitin