Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Pepsi Max-deild karla
FH – KA.................................................... 3:2
Stjarnan – HK .......................................... 1:0
Breiðablik – Víkingur R........................... 3:1
Staðan:
Breiðablik 3 2 1 0 7:3 7
FH 3 2 1 0 6:3 7
Stjarnan 3 1 2 0 3:2 5
Fylkir 2 1 1 0 5:2 4
KR 2 1 1 0 4:1 4
ÍA 2 1 1 0 5:3 4
KA 3 1 0 2 4:6 3
Víkingur R. 3 0 2 1 5:7 2
Valur 2 0 1 1 3:4 1
Grindavík 2 0 1 1 1:3 1
HK 3 0 1 2 2:5 1
ÍBV 2 0 0 2 0:6 0
Inkasso-deild karla
Afturelding – Leiknir R.......................... 2:1
Andri Freyr Jónasson 27., Ásgeir Örn Arn-
þórsson 81. – Sólon Breki Leifsson 75.
Rautt spjald: Ingólfur Sigurðsson (Leikni)
16.
Grótta – Þróttur R................................... 2:2
Kristófer Orri Pétursson 58., Pétur Theó-
dór Árnason 90. – Ágúst Leó Björnsson 44.
(víti), 67. Rautt spjald: Dagur Guðjónsson
(Gróttu) 43.
Fram – Fjölnir.......................................... 3:2
Unnar Steinn Ingvarsson 17., Hlynur Atli
Magnússon 39., Helgi Guðjónsson 61. –
Hans Viktor Guðmundsson 44., Jón Gísli
Ström 53.
Staðan:
Leiknir R. 2 1 0 1 5:3 3
Þór 1 1 0 0 3:1 3
Víkingur Ó. 1 1 0 0 2:0 3
Njarðvík 1 1 0 0 3:2 3
Keflavík 1 1 0 0 2:1 3
Fjölnir 2 1 0 1 4:4 3
Fram 2 1 0 1 4:4 3
Afturelding 2 1 0 1 3:4 3
Þróttur R. 2 0 1 1 4:5 1
Grótta 2 0 1 1 2:4 1
Haukar 1 0 0 1 1:2 0
Magni 1 0 0 1 1:4 0
Inkasso-deild kvenna
Haukar – Tindastóll ................................ 0:1
Jacqueline Altschuld 77.
ÍA – FH...................................................... 1:1
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 62. – Selma
Dögg Björgvinsdóttir 55.
Augnablik – Grindavík ........................... 3:1
Leikskýrsla enn óbirt.
EM U17 karla
Lokakeppni á Írlandi:
Portúgal – Ísland..................................... 4:2
Bruno Tavares 32., Fábio Silva 46., Paulo
Bernardo 76., Filipe Cruz 84. – Ísak B. Jó-
hannesson 37., Mikael Egill Ellertsson 71.
Rússland – Ungverjaland........................ 2:3
Lokastaðan:
Ungverjaland 3 3 0 0 6:3 9
Portúgal 3 2 0 1 6:4 6
Ísland 3 1 0 2 6:8 3
Rússland 3 0 0 3 5:8 0
Ungverjaland og Portúgal í 8-liða úrslit.
KNATTSPYRNA
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
amlegt ka
nýmalað,
en in h l i.
ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi.
s
k
é V ð jK k ffi
y
KAPLAKRIKI/
GARÐABÆR/ÁRBÆR
Andri Yrkill Valsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bjarni Helgason
Það er óhætt að segja að um fátt
verði meira rætt en dómgæsluna eft-
ir leik FH og KA í Pepsi Max-deild
karla í knattspyrnu í gær, en fyrstu
þrír leikir þriðju umferðar fóru þá
fram. FH marði þá 3:2 sigur í Kapla-
krika og er enn ósigrað í deildinni
eftir tvo sigra og eitt jafntefli.
Óánægjan með dómgæsluna kem-
ur úr báðum áttum, en þó sér-
staklega frá KA-mönnum enda virt-
ust þeir rændir augljósri vítaspyrnu í
uppbótartíma þegar Sæþór Olgeirs-
son var togaður niður af fyrrverandi
KA-manninum Guðmanni Þórissyni.
Hreint galið að horfa framhjá því og
það á ögurstundu. Fyrr í leiknum
höfðu FH-ingar svo verið hundfúlir
að fá ekki víti þegar brot var dæmt
utan teigs sem virtist fyrir innan, en
þeir fengu þó víti upp úr því og voru
því ekki eins yfirlýsingaglaðir um
dómgæsluna eftir leik.
Það má hins vegar taka undir með
Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH, sem
sagði það hundfúlt að dómgæslan
skyldi vera aðalumræðuefnið eftir
svona skemmtilegan fótboltaleik.
Hann var það svo sannarlega og
flottir taktar sáust á báða bóga. FH-
ingar pressuðu mun meira og hefðu
hæglega getað skorað fleiri mörk,
sérstaklega í fyrri hálfleik, en KA-
menn komust vel í takt við leikinn
eftir hlé og uppskáru tvö góð mörk.
Gunnar Nielsen, markvörður FH,
fór á slysadeild eftir að hafa meiðst á
hendi í leiknum og er það áhyggju-
efni fyrir Hafnfirðinga ef hann verð-
ur frá. Halldór Orri Björnsson
stimplaði sig vel inn með tveimur
mörkum og þá stjórnaði Björn Daní-
el Sverrisson sóknarspilinu af stakri
snilld. Hjá KA kemur allt sóknarspil
frá Hallgrími Mar Steingrímssyni,
sem skoraði flott mark úr auka-
spyrnu, en liðið barðist saman sem
heild. Nú er spurning hvernig norð-
anmenn taka mótlætinu sem mætti
þeim, en ljóst er að þeir munu gera
öllum liðum erfitt fyrir í sumar.
Glæsimark Hilmars
Stjarnan vann sinn fyrsta leik í
sumar er HK kom í heimsókn í
Garðabæinn. Lokatölur urðu 1:0, þar
sem huggulegt mark Hilmars Árna
Halldórssonar réð úrslitum. Hilmar
fékk boltann rétt utan vítateigs HK-
inga og sneri honum snyrtilega í blá-
hornið fjær snemma í seinni hálfleik.
Sigur Stjörnumanna var verð-
skuldaður gegn bitlausum HK-
ingum og nægði heimamönnum
þokkaleg frammistaða. Stjarnan spil-
ar eflaust betur í einhverjum leikjum
í sumar og tapar. Spilamennska HK
var ekki upp á marga fiska og nokkur
skref til baka, eftir góðan leik gegn
Breiðabliki í síðustu umferð. Leik-
menn HK virtust feimnir gegn
sterku liði Stjörnunnar og hafði Har-
aldur Björnsson lítið sem ekki neitt
að gera í markinu hjá Stjörnunni.
FH-ingar
í góðum
málum
Halldór Orri tryggði FH sigur undir
lokin en dómgæslan umdeild
Morgunblaðið/Ómar
Fagnað Kolbeinn Þórðarson fær knús eftir annað marka sinna gegn Breiða-
bliki í gærkvöld en Kolbeinn hefur nú skorað þrjú mörk á leiktíðinni.
Dramatík FH-ingar
fagna einu þriggja
marka sinna í sigr-
inum á KA.
1:0 Halldór Orri Björnsson 6.
1:1 Hallgrímur Mar Steingríms. 52.
1:2 Elfar Árni Aðalsteinsson 65.
2:2 Björn Daníel Sverris. 75. (víti)
3:2 Halldór Orri Björnsson 87.
I Gul spjöldBjörn Daníel, Guðmann, Guð-
mundur og Pétur (FH), Ýmir, Hrann-
ar, Haukur, Torfi, Óli Stefán þjálfari,
Jajalo varamaður (KA).
FH – KA 3:2
M
Atli Guðnason (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Halldór Orri Björnsson (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Callum Williams (KA)
Daníel Hafsteinsson (KA)
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingríms. (KA)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 4.
Áhorfendur: 921.