Morgunblaðið - 11.05.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.05.2019, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Einstaklega vel hannaðar íbúðir með yfirbyggðum þaksvölum sem eykur notagildi og nýtur sólar frá morgni til sólarlags að kvöldi. Tvö baðherbergi eru í öllum íbúðum og allar þriggja herbergja með mismunandi skipulagi. Sérstæði í lokaðri bílageymslu með rafhleðslustöð. Sölumenn Mikluborgar verða á staðnum. Opið hús mánudaginn 13. maí kl. 17-18 GRANDAVEGUR 42 A, B OG C OPIÐ HÚS F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hinn víðkunni og virti rússneski Terem-kvartett kemur fram í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Með kvartettinum koma fram gestasöngvararnir kunnu Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Tónleikarnir eru á vegum Oddfellowstúku nr. 5, Þórsteins, og rennur allur ágóði óskertur til líknarmála. Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 og hefur síðan komið fram á fjölda tónleika ár hvert, innan Rússlands sem utan. Meðlimirnir bera heiðursnafnbótina „heiðurslistamenn Rússlands“ og eru þekktir fyrir að leika afar fjöl- breytilega tónlist listavel. Kvartett- inn hefur tvisvar áður komið fram á tónleikum hér á landi, árin 2005 og 2007, við mikið lof tónleikagesta. Á seinni tónleikunum kom Diddú einn- ig fram og í kjölfarið hljóðritaði hún geisladisk með kvartettinum, Diddú og Terem, og kom hann út árið 2008. Á diskinum eru íslenskar dægurperlur, eins og „Vegir liggja til allra átta“, „Tondeleyó“ og „Dagný“ eftir Sigfús Halldórsson, „Litli tónlistarmaðurinn“ eftir Frey- móð Jóhannsson og „Sveitin milli sanda“ eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, auk laga eftir Nino Rota. Á tónleikunum munu einhver þess- ara laga hljóma, auk úrvals laga úr því fjölbreytilega lagasafni sem meðlimir Terem hafa á takteinum. „Frábærir músíkantar“ „Þessir strákar eru þjóðarger- semi Rússa, eru frábærir músík- antar og heilla alla upp úr skónum,“ segir Diddú þegar hún er spurð út í samstarfið við Terem-kvartettinn. Hún kynntist þeim þegar þeir léku fyrst hér á landi, í Salnum árið 2005, og segist hafa fengið einkaáheyrn- arprufu hjá þeim. „Við heilluðumst hvert af öðru og mér var boðið til samstarfs við þá. Við héldum tónleika saman hér á landi næst þegar þeir komu, 2007, „Þjóðargersemi Rússa“  Terem-kvartettinn leikur í Hörpu á morgun  Diddú og Ólafur Kjartan gestasöngvarar  „Hvar sem þessir drengir koma fram fellur fólk fyrir þeim“ Ljósmynd/Daniil Rabovsky Fjölhæfir Terem-kvartettinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu og spila þeir allrahanda tónlist, á sinn hátt. og síðan var ákveðið að skella sér í plötuupptöku í Pétursborg. Okkur leið svo vel saman, það var allt í takti hjá okkur.“ Diddú segist hafa haldið til Pétursborgar til móts við kvart- ettinn á hrunárinu 2008. „Ég var hjá þeim í þrjár vikur, við æfingar og upptökur, og það endaði með tónleikum í Fílmarmóníuhöllinni. Þessir strákar kynntust í rúss- neska hernum þar sem þeim voru sem betur fer ekki færð vopn heldur hljóðfæri. Þeir fundu sig svakalega vel í tónlistinni, stofnuðu kvart- ettinn svo árið 1986 og slógu strax í gegn. Þeir hafa starfað saman síðan. En platan okkar týndist því mið- ur gjörsamlega í látunum við hrun- ið.“ Íslensk lög á diski með Diddú Diddú segir að á tónleikunum muni hún syngja nokkur íslensku laganna sem eru á plötunni en líka einhver rússnesk lög, rétt einsog Ólafur Kjartan mun gera. „Þeir buðu mér aftur út að syngja með sér og meðal annars komum við í einni ferðinni fram í Kreml- tónlistarhöllinni í Moskvu. Hún tek- ur mörg þúsund manns og var sneisafull á tónleikunum. Það var dásamlegt ævintýri, ári eftir að diskurinn kom út.“ Þegar Diddú er spurð út í laga- valið á diskinum segist hún hafa sungið ýmis íslensk lög fyrir þá Ter- em-liða. „Þeir heilluðust gjör- samlega af lögunum eftir Fúsa, fannst hann vera mjög alþjóðlegur lagahöfundur og flottur tónsmiður. Þeir skynjuðu vel dýrðina í lögunum hans,“ segir hún en fimm lög eftir Sigfús Halldórsson eru á diskinum. „En þessir strákar geta spilað allt milli himins og jarðar og útfæra allt á sinn hátt, á ofboðslega skemmti- legan máta. Þeir spurðu mig mikið út í íslensku textana og vildu lita sínar útsetningar út frá þeim. Þeir spila líka alla klassísku meistarana, rétt eins og ABBA. Og það er allt jafn flott og skemmtilegt, og maður grætur yfir flutningnum, þeir eru svo djúpir í því sem þeir gera. Hvar sem þessir drengir koma fram fellur fólk fyrir þeim,“ segir Diddú. Terem hefur leikið við setningu Ólympíuleika, við opinberar heim- sóknir rétt eins og í tónleikasölum úti um heimsbyggðina. Og nú liggur leið þeirra í Hörpu. Sigrún Hjálmtýsdóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson Stórsveit MÍT, Menntaskóla í tón- list, heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu á morgun kl. 14 og verður efnisskráin að mestu helguð lögum af plötunni Ella and Basie! frá árinu 1963 en á henni syngur Ella Fitz- gerald þekkt djasslög með stórsveit Counts Basies, í útsetningum Quincys Jones. Fleiri verk verða á skránni og þá m.a. tengd Frank Sinatra. Stórsveit MÍT skipa 17 af lengst komnu djassbrautarnem- endum MÍT en 12 af söngvurum skólans taka lagið. Aðgangur er ókeypis. Stjórnandi stórsveitar- innar er Snorri Sigurðarson. Stórsveit MÍT leikur í Hörpu Kát Stórsveit MÍT á góðri stundu. Tónleikaröð til styrktar Hallgríms- kirkju í Saurbæ í Hvalfirði hefst á morgun kl. 16 með tónleikum í kirkjunni og er hugmyndin með röðinni að viðhalda staðnum sem menningarstað. Guðmundur Sig- urðsson organisti leikur verk eftir Friðrik Bjarnason, Dietrich Buxte- hude, Johann Sebastian Bach, Jó- hann Jóhannsson, Smára Ólason, George Shearing og Johann Pach- elbel á orgelið og mun kór kirkj- unnar líka flytja nokkur lög. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Hallgrímskirkja í Saurbæ styrkt Kirkjan Hallgrímskirkja í Saurbæ. Myndlistarkonan Anna Niskanen opnar sýningu á grafíkverkum í sal félagsins Íslensk grafík í Hafnar- húsinu, hafnarmegin, í dag kl. 17. Sýningin nefnist Hover, float og er umfjöllunarefnið flóð og fjara, vatn og aðdráttarafl jarðar. Verkin eru unnin með ljósmyndaaðferð sem nefnist cyanotype og eru unnin á pappír og silki. Þau voru áður sýnd í Photographic Center Peri í Turku í Finnlandi fyrir tveimur árum og á sýningunni sem opnuð verður í dag má sjá fleiri verk. Niskanen er finnsk, býr og starf- ar í Helsinki en dvelur nú hér á landi á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún er með meistaragráðu í ljósmyndun og hef- ur sýnt víða. Anna Niskanen opnar Hover, float Finnsk Anna Niskanen myndlistarmaður. Ísland – Tékkland er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 19. Tónleik- arnir eru afrakstur samstarfs sem styrkt er af Erasmus+ en í því koma saman nemendur Tónlistar- skóla Kópavogs og Tónlistarskól- ans í Karlovy Vary í Tékklandi og flytja kammer- og þjóðlagatónlist frá Íslandi og Tékklandi. Verkefnið hefur staðið frá hausti, að því er fram kemur í tilkynningu en 20 nemendur Tónlistarskóla Kópa- vogs heimsóttu Karlovy Vary í febrúar á þessu ári og nú eru hér á landi 19 nemendur frá Karlovy Vary við æfingar og tónlistarflutn- ing, auk þess að kynna sér líf ís- lenskra jafnaldra sinna. Verkefnastjórar eru flautuleik- ararnir Pamela De Sensi og Eydís Franzdóttir. Aðgangur að tónleik- unum í kvöld er ókeypis. Ísland –Tékkland í Salnum í kvöld Einbeitt Ungir hljóðfæraleikarar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.