Morgunblaðið - 11.05.2019, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
O
NÁNAR Á
S A L U R I N N . I S
DA CAPO GUNNAR GUÐBJÖRNSSONVIÐTALSTÓNLEIKAR
18.05.19 KL.14.00
ÞÓRA
EINARSDÓTTIR
Sumarsýningar safnasafnsins í
Eyjafirði verða opnaðar í dag, laug-
ardag, klukkan 14. Safnið stendur
við þjóðveginn fyrir ofan Svalbarðs-
eyri og tekur tignarlegur rúmlega
fimm metra hár bláklæddur safn-
vörður þar á móti gestum og vísar
veginn inn á safnið. Innan dyra eru
björt og falleg rými þar sem gestir
geta notið listsýninga eftir lærða og
leika listamenn; þar fléttast saman
nútímalist, alþýðulist og handverk.
Stofnendur Safnasafnsins, Níels
Hafstein og Magnhildur Sigurðar-
dóttir, hafa í rúm 30 ár safnað af
ástríðu verkum helstu alþýðulista-
manna landsins, listamanna sem af
ýmsum ástæðum hafa verið á jaðr-
inum eða utanveltu við megin-
strauma, stundum kallaðir næfir eða
einfarar í myndlistinni, en eru í
reynd beintengdir sköpunarverkinu;
sannir, óspilltir og frjálsir.
Kíkó Korríró-stofan
Nú eru tólf ár síðan Safnasafnið
var opnað í núverandi mynd en tutt-
ugu og fjögur ár síðan það var stofn-
að. Auk hinna árlegu sumarsýninga
sem nú verða opnaðar koma í sumar
út þrjú rit á vegum safnsins. Eitt er
um Þórð Valdimarsson eða Kíkó
Korriró sem var listamannsnafn
hans en svokölluð Kíkó Korriró-
stofa var stofnuð á safninu eftir að
safnið fékk 120.000 verk eftir Þórð
„sem bjó lengi í Hollywood og var
þar í kreðsum með Hollywood-
stjörnum og litríku mannlífi“, eins
og segir í tilkynningu frá safninu.
Í tengslum við sýninguna Fuglar
sem er sýning á 360 fuglum í eigu
safnsins hefur Safnasafnið gefið út
nýja sýnisbók úr safneign, Sýnisbók
III, þar sem sjá má úrval verka frá
sýningunni og úr safneign. Þriðja út-
gáfan byggist á erindum og hugleið-
ingum þátttakenda í málþinginu
„Frá jaðri að miðju: Þróun íslenskr-
ar alþýðulistar og staða hennar í
dag“.
Ólíkar sýningar
Fjöldi starfandi listamanna sýnir
eða á verk í safninu í ár, auk verka
eftir lista- og handverksmenn sem
fallnir eru frá. Meðal sýnenda eru
Eygló Harðardóttir, sem nýverið
var valin Myndlistarmaður ársins,
og Atli Már Indriðason, listamaður
Listar án landamæra 2019.
Sýndar verða klippimyndir eftir
Kíkó Korriró og ljósmyndir sem
voru teknar af Þórði þegar hann
dvaldi ungur maður í Los Angeles
og hitti nokkrar af þekktustu kvik-
myndastjörnum þess tíma. Sýnd
verða málverk eftir Valdimar Bjarn-
freðsson sem kallaði sig Vapen, var
óvenjulegur myndlistarmaður og
lést fyrir skömmu. Við myndsköpun
sína beitti hann sömu aðferðum og
þegar spáð er í bolla. Hann hélt yfir
tug málverkasýninga og bar ein
þeirra heitið „Kaffibollinn er mitt
Internet“.
Magnhildur Sigurðardóttir sýnir
upphlut sem hún saumaði sam-
kvæmt hugmynd sem Sigurður Guð-
mundsson málari kynnti árið 1870.
Rúna Þorkelsdóttir sýnir fataefni
sem unnið var í samvinnu við hönn-
uðinn Tao Kurihara hjá tískuhúsinu
Comme des Garcons en efnin eru
unnin út frá bókverkinu Paper-
flowers eftir Rúnu og þá verða sýnd
leirverk eftir ókunna höfunda, gerð
á vinnustofu Kleppsspítala á árunum
1980 til 1983.
Myndlistarmennirnir Auður Lóa
Guðnadóttir og Steingrímur Eyfjörð
hafa líka sett upp sýningar.
Safnasafnið er opið alla daga í
sumar, til 1. september.
Vapen Meðal sýninga í Safnasafni eru málverk eftir Valdimar Bjarnfreðsson (1932-2018) sem kallaði sig Vapen.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Safnasafnið Blár fimm metra hár safnvörður stendur norðan við björt og
rúmgóð húsakynni Safnasafnsins við austanverðan Eyjafjörð.
Fjölbreytileikinn í Safnasafninu
Ólíkar sýningar samtímalistamanna og úr safneign opnaðar í dag Eygló Harðardóttir og Stein-
grímur Eyfjörð meðal sýnenda Teikningar Kíkós Korrírós Þrjú rit koma út á vegum safnsins
Fuglar Hluti sýningarinnar á 360
fuglum sem eru í eigu safnsins.
Hæstiréttur Svíþjóðar ákvað í vikunni að synja Jean-
Claude Arnault um áfrýjunarheimild vegna dóms sem
hann hlaut á síðasta ári. Arnault, sem kvæntur er Kata-
rinu Frostenson sem um árabil sat í Sænsku akademí-
unni, var í október dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
nauðgun. Hann áfrýjaði þeim dómi til Hirðréttarins í
Svíþjóð (sambærilegur við Landsrétt hérlendis) sem í
desember þyngdi dóminn í tvö og hálft ár. Í tilkynningu
frá réttinum, sem Sænska ríkisútvarpi greinir frá, kem-
ur fram að Hæstiréttur hafi yfirfarið öll gögn málsins og
komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru nein lagaleg
álitaefni sem gæfu tilefni til áfrýjunarheimildar. Synjun
Hæstaréttar þýðir að dómur Hirðréttarins er endanlegur. Sama dag og
niðurstaða Hæstaréttar var opinberuð upplýsti Expressen að Karl XVI.
Gústaf Svíakonungur, hefði ákveðið að svipta Arnault Norðurstjörnu-
orðunni sem hann hlaut 2015, en orðan er virðulegasta heiðursmerki sem
erlendum ríkisborgara getur hlotnast í Svíþjóð. Ríkismarskálkur staðfestir
að Arnault hafi verið sviptur orðunni vegna nauðgunardómsins.
Arnault synjað um áfrýjunarheimild
Jean-Claude
Arnault
Þungarokkshljómsveitakeppnin
Wacken Metal Battle fer fram á tón-
leikastaðnum Húrra í Reykjavík í
kvöld og mun sigurvegarinn koma
fram á Wacken Open Air-þunga-
rokkshátíðinni í Þýskalandi í ágúst en
hún er sú umfangsmesta og fjöl-
mennasta sinnar tegundar í heim-
inum.
Sex hljómsveitir keppa í úrslitum
en 13 sóttust eftir því að komast í
keppnina. Fjölskipuð alþjóðleg dóm-
nefnd mun, auk gesta, velja eina að
lokum til þess að koma fram á hátíð-
inni í Þýskalandi og leika þar fyrir
mörg þúsund gesti. Mun hún jafn-
framt taka þátt í lokakeppni Wacken
Metal Battle auk sveita frá 29 lönd-
um. Efstu fimm sveitirnar hljóta svo
glæsileg og vegleg verðlaun.
Húsið verður opnað kl. 19 í kvöld
og Blóðmör, sigurvegari Músíktil-
rauna í ár, hefur leik kl. 19.30. Síðan
mun hver sveitin stíga á svið á fætur
annarri en þær sem keppa í ár eru
Alchemia, Keelrider, Morpholith, Pa-
ladin, Thrill of Confusion og Úlfúð.
Bókunar- og útgáfusamningar
Hljómsveitin Une Misère leikur
líka fyrir gesti en hún fór með sigur
af hólmi í keppninni þegar hún var
haldin síðast hér á landi. Une Misére
landaði fjórða sæti í keppninni árið
2017 og gerði í kjölfarið bókunar-
samning við eitt virtasta bókunarfyr-
irtæki heims í þungarokki, Doomstar
Booking. Í fyrra gerði sveitin svo út-
gáfusamning við eitt umfangsmesta,
óháða útgáfufyrirtæki heims í þunga-
rokkinu, Nuclear Blast. Það getur því
verið til mikils að vinna í Wacken Me-
tal Battle.
Fjölbreytt í ár
Skipuleggjandi keppninnar hér á
landi, Þorsteinn Kolbeinsson, segir
úrvalið í ár, hljómsveitirnar sex, held-
ur fjölbreyttara en áður hefur verið.
„Það hefur verið mikið af dauða-
rokki og harðara þungarokkinu en
núna er kannski eitt band sem fellur í
þann flokk og svo erum við með eitt
„power metal„ band, „stoner“ og
blúsað rokk þannig að ég myndi segja
að breiddin væri að aukast miðað við
fyrri ár. Og það sá ég líka bara í um-
sóknunum,“ segir Þorsteinn. Um-
sóknirnar voru 13 og er það svipaður
fjöldi og hefur verið hin síðustu ár, að
sögn Þorsteins.
Ásamt dómnefnd hafa áhorfendur
einnig atkvæðisrétt, sem fyrr segir
og hvetur Þorsteinn þá til að mæta
snemma og styðja sína sveit en at-
kvæðaseðlar verða afhentir við inn-
gang.
Styrktaraðilar keppninnar eru Rás
2 og einnig Hljóðfærahúsið, Tóna-
stöðin, Studio Hljómur, Studio Hljóð-
verk og Merkismenn, sem gefa vinn-
inga í keppninni á Íslandi.
Une Misére Sveitin sigraði í Wacken Metal Battle þegar keppnin var síðast
haldin. Hún gerði það gott í Þýskalandi og landaði tveimur samningum.
Til mikils að vinna
Wacken Metal
Battle-keppnin
haldin á Húrra
Morgunblaðið/Kristinn
Málmhaus Þorsteinn Kolbeinsson.