Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 53

Morgunblaðið - 11.05.2019, Side 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimasíðuna islandshus.is ÖFLUGAR UNDIRSTÖÐUR Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 18. Á tónleikunum verða flutt þjóðlög frá ýmsum löndum og verk eftir Jón Múla Árnason, Einojuhani Rauta- vaara, John Tavener og Auði Guð- johnsen. „Barbörukórinn hefur und- irbúið þessa tónleika með Hilmari Erni Agnarssyni og fengu þau nám- skeið í austurevrópskum söngstíl hjá svissneskri kórstýru, Abelíu Nord- mann, og tyrkneskri söngkonu, Giz- em S. Simsek,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig: „Sagan segir að ung stúlka frá Hafnarfirði hafi verið kosin ungfrú Reykjavík og þá voru nú Hafnfirðingar stoltir. Hún heldur á vit ævintýranna og uppgötvar að heimurinn er uppfullur af góðu fólki, ást, umhyggju og gleði. Heimurinn er góður. Hún heldur af stað frá Reykja- vík til Englands þar sem hún hittir elskhuga á vor- dögum. Þaðan fer hún til Wales og svo til Finnlands þar sem hún fær að kynnast myrkrinu en það er þó alltaf ljós í myrkrinu. Í Aust- ur-Evrópu kynnist hún búlgörskum söngkonum sem gaspra og slúðra rétt eins og íslenskar ungmeyjar og frá austrinu fer hún alla leið til Banda- ríkjanna þar sem hún hittir sjálfa gyðjuna Dolly Parton, þvílíkt ævin- týri. Á endanum ákveður hún að snúa aftur heim því heima er jú alltaf best.“ Harpa Arnardóttir leikkona mun leiða gesti á vit ævintýranna. Fröken Reykjavík fer í heimsferð Harpa Arnardóttir Ragnar Hólm Ragnarsson opn- ar myndlistarsýn- inguna Sumarljós í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. Þar sýnir hann nýjar vatns- litamyndir sem birta okkur ljós og skugga í ís- lensku landslagi. Sýningin verður opin helgina 11.-12. maí frá kl. 14-17 og aftur helgina 18.-19. maí en einnig eftir samkomu- lagi frá 11.-19. maí. Ragnar er ný- kominn heim frá Fabriano á Ítalíu þar sem hann á mynd af Herðubreið á einni stærstu vatnslitahátíð heims. Á Ítalíu sótti hann líka námskeið hjá Raffaele Ciccaleni en áður hefur Ragnar numið af vatnslitamálurum á borð við Björn Bernström og Klaus Hinkel, að ógleymdum Guðmundi Ármann Sigurjónssyni. Sumarljós er 16. einkasýning Ragnars sem hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sumarljós Ragnars í Mjólkurbúðinni Ragnar Hólm Ragnarsson Það er mjög áhrifaríkt að koma inn í ís- lenska skálann, í innsetningu Hrafnhildar Arnardóttir,“ segir Nína Hjálmarsdóttir, dansgagnrýnandi Morgunblaðsins. Hún er stödd í Feneyjum, hefur verið að skoða hinn viðamikla Feneyjatvíæring, þann 58., og var í fyrrakvöld viðstödd opnun ís- lenska skálans með innsetningu Hrafn- hildar, sem þekkt er sem Shoplifter. Verk hennar, Chromo Sapiens, er gert úr ein- kennisefni hennar, hári. „Innsetningin er mjög falleg og greini- lega gríðarlega mikil vinna sem liggur að baki. Hvaðan kemur allt þetta hár!?“ veltir Nína fyrir sér. „Þetta er eins og að ganga inn í gin skrímslis og við taka þrjú rými með mismunandi litapallettum. Hrafnhild- ur á mikið hrós skilið fyrir verkið.“ Það var troðið út úr dyrum við opnun ís- lenska skálans og löng röð fyrir utan af fólki sem vildi komast inn, enda segir Nína hann þekktan fyrir að vera með skemmti- legasta partíið við opnun tvíæringsins. Gestir gengu gegnum listaverk Hrafnhild- ar og komu þá í stóran bakgarð þar sem ís- lenskir plötusnúðar lék kröftuga suðræna tónlist sem gestir dönsuðu við. Eftir að Hrafnhildur hafði haldið stutta tölu steig hljómsveitin HAM á svið en hún samdi og flytur hljóðmynd verksins. „HAM lék eft- irlætislag listakonunnar, „Animalia“, og tók allmörg önnur lög. Mesta stemningin var eflaust þegar þeir léku „Dauð hóra“. Síðan tóku fleiri plötusnúðar við, það var frábær stemning og mikið dansað.“ Nína bætir við að Íslendingar hafi líklega verið hátt í helmingur gesta og „þetta var örugglega besta partíið í Feneyjum“ – og eru þau þó mörg. Í gær var tvíæringurinn opnaður fyrir almennum gestum en á miðvikudag og fimmtudag var blaðamönnum, listamönn- um, söfnurum og safnafólki boðið að skoða sýningarnar. „Hér eru margar svakalegar týpur og ótrúlega glæsilega búnar,“ segir Nína. „Og stemning hefur verið mjög góð á svæðinu.“ Segja má að tvíæringurinn sé tvískipt- ur. Annars vegar eru þjóðarskálarnir en að þessu sinni taka 87 þjóðir þátt. Um helmingur þeirra er á gamla kjarnasvæð- inu, í garðinum Giardini, en hinir eru í allrahanda húsnæði sem þjóðirnar leigja út um borgina og er íslenski skálinn einn þeirra en hann er í gömlu vöruhúsi á eyj- unni Giudecca. Hinn hlutinn er aðalsýn- ingin sem er nú á ábyrgð sýningarstjórans Ralphs Rugoff og nefnist „Megir þú lifa á áhugaverðum tímum“. Sú sýning er bæði sett upp í ítalska skálanum í Giardini og í hinni fornu skipasmíðastöð Arsenale. Þegar Nína er spurð um eftirlætissýn- ingar og verk sem hún hefur séð þá nefnir hún franska skálann, sýningu Lauru Prov- ost, sem margir spá aðalverðlaunum tvíæringsins og eins þann argentínska, með verki Thomasar Saraceno. „Þar hafa kóngulær spunnið vefi í þrjá mánuði en hafa nú verið fjarlægðar og eftir sitja vef- irnir sem listaverk og það hefur vakið mikla lukku,“ segir hún og bætir við að þá hafi hún hrifist mikið af verki hinna kín- versku Sun Yuan and Peng Yu. Þau sköp- uðu vélmenni sem sópar sífellt að sér blóð- kenndum vökva sem vekur hughrif. „Það er gríðarlega margt áhugavert hér. Verk listamanna úr minnihlutahópum eru áberandi og satt best að segja er sér- kennilegt að sjá hvíta spariklædda gesti, sem eru í meirihluta, horfa á þau. En það er greinilegt að sýningarstjórinn reynir að fanga það sem er að gerast nákvæmlega núna í samtímalistinni og þess vegna er svo gaman að vera hérna,“ segir Nína. Morgunblaðið/Nína Hjálmarsdóttir Slammað Hljómsveitin HAM samdi og flytur hljóðverkið í innsetningu Hrafnhildar í íslenska skálanum. Hljómsveitin tróð upp í opnunarpartíinu og vakti mikla lukku, að sögn viðstaddra. Morgunblaðið/Nína Hjálmarsdóttir Litagleði „Innsetningin er mjög falleg og greinilega gríðarlega mikil vinna sem liggur að baki,“ segir rýnir Morgunblaðsins um innsetningu Hrafnhildar í íslenska skálanum. „Gríðarlega margt áhugavert hér“  Húsfyllir var við opnun íslenska skálans í Feneyjum, með verki Hrafnhildar Arnardóttur  Hljómsveitin HAM lék fyrir gesti Vélmenni Umtalað verk hinna kínversku Sun Yuan and Peng Yu, Can’t Help Myself, vélmenni sem sópar blóði. Arsenale Í gamalli reipaverksmiðju er stór hluti aðalsýn- ingar tvíæringsins, með fjölda forvitnilegra verka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.