Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ Í TEL AVIV
Jóhann Ólafsson
blaðamaður
Eggert Jóhannesson
ljósmyndari
Það væri ekki vitlaust fyrir Euro-
vision-aðdáendur að bóka fljótlega
gistingu í Rotterdam um miðjan
maí á næsta ári. Einhvern veginn
virðist eins og allir hafi ákveðið að
Hollendingurinn Duncan Laurence
skuli standa uppi sem sigurvegari í
Eurovision hér í Tel Aviv.
Ísland verður númer 17 í röðinni
í flutningi kvöldsins, en 26 þjóðir
eru í úrslitunum. Miðað við veð-
banka er íslenska laginu spáð of-
arlega í keppninni, voru Hatarar
þannig í 8. sæti í gærkvöldi skv.
vefsíðunni Eurovisionworld.com.
Ég verð að viðurkenna, nú þegar
úrslitin ráðast í kvöld, að ég skil
ekki af hverju hollenska lagið er
svona vinsælt. Erlendur blaðamað-
ur sagði mér í gær að líklega væri
lagið svona vinsælt vegna þess að
Laurence er nakinn í tónlistar-
myndbandinu. Ég læt ekki nekt
hans gabba mig og vona innilega
að eitthvert annað atriði vinni.
Önnur lönd sem gætu unnið eru
Svíþjóð, Ástralía, Rússland og
mögulega Ítalía. Ástralska atriðið
er ótrúlega flott og flytjandinn,
Kate Miller-Heidke, er algjör töff-
ari. Mögulega er ég litaður af því
að hún ræddi við mig fyrir utan
hótelið í vikunni og sagðist elska
Hatara. Nei, það truflar ekkert og
álit mitt á henni er vegna þess að
atriðið minnir mig á Frozen í fæð-
ingarorlofinu.
Persónulega finnst mér hin lögin
sem gætu unnið, Rússland, Svíþjóð
og Ítalía, ekkert sérstök en ég er
víst ekki sammála meirihlutanum.
Fyrir utan okkar frábæra atriði
ættu áhorfendur að fylgjast sér-
staklega vel með lagi Svisslendinga
og Norðmanna. Ef lag svissneska
nafna míns nafna míns Luca Hänni,
„She Got Me“, verður ekki sumar-
smellur er ég illa svikinn. Hann
getur sungið, dansað og virðist
vera með öll hárin á hausnum. Það
er ekki laust við smá öfund.
Hvar endar Hatari?
Norska atriðið er auðvitað stór-
kostlega skemmtilegt og furðulegt.
Ég hlæ alltaf smá þegar samíski
rapparinn Fred Buljo „joikar“ og
allir í blaðamannaaðstöðunni taka
undir eins og þeir eigi lífið að
leysa.
Það getur verið heimskulegt að
spá um úrslit en ég geri það samt.
Því miður verður næsta keppni
haldin í Hollandi. Ég sé því miður
ekki alveg í kristalskúlunni minni
hvar Hatari endar nákvæmlega en
eitthvað segir mér að sjötta sætið
verði niðurstaðan. Kannski við
endum ofar ef Matthías og Klem-
ens taka upp myndband naktir?
Skilar nektin sigri í Eurovision?
Úrslitin í Eurovision fara fram í Tel Aviv í kvöld Lag Hatara komið í 8. sæti hjá veðbönkum
Morgunblaðið/Eggert
Eurovision Liðsmenn Hatara tóku æfingu í Tel Aviv í gær, fyrir úrslitakvöldið. Æfingabúningar voru notaðir hjá þeim Klemens, Matthíasi og félögum.
AFP
Sigurvegarinn? Hollendingurinn Duncan Laurence er sagður líklegur til sigurs í Eurovision í kvöld.
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
sp
ör
eh
f.
Haust 5
Sérlega skemmtileg ferð um Spán og Frakkland sem
einkennist af glæstum borgum, sjávarbæjum og
dásamlegri náttúrufegurð. Við heimsækjum m.a. Burgos
sem er sögufræg borg á hinum þekkta Jakobsvegi, förum
í hið fræga Guggenheimsafn í Bilbao, siglum á Garonne
ánni og skoðum fagrar hallir og hallargarða.
15. - 27. september
Fararstjórn: Steingrímur Gunnarsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 324.600 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Bilbao & Bordeaux
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þessir strákar hafa alltaf verið mjög uppátækjasamir
og hugmyndaríkir. Þeim hefur líka verið gefið að koma
sínu vel á framfæri eins og þátttaka þeirra núna í Euro-
vision sýnir best. Þeir eru með mikinn boðskap,“ segir
Tryggvi Sigurbjarnarson. Þau Tryggvi og Siglinde Sig-
urbjarnarson, sem er þýsk, eru afi og amma þeirra
Klemens Nikulássonar Hannigan og Matthíasar
Tryggva Haraldssonar sem eru tveir af þremur liðs-
mönnum Hatara sem keppa fyrir Íslands hönd í Euro-
vision í kvöld í Tel Aviv.
Klemens er dóttursonur þeirra Tryggva og Siglinde
og Matthías sonarsonur. Móðir þess fyrrnefnda er Rán
sem er lögfræðingur rétt eins og Haraldur Flosi, faðir
Matthíasar. „Frændurnir eru gjörólíkir,“ sagði Tryggvi
þegar Morgunblaðið ræddi við þau Siglinde í gær á
Hrafnistu í Reykjavík þar sem þau búa.
„Klemens hefur alltaf verið mjög lagtækur og góður í
handverki. Matthías Tryggvi er hins vegar mjög hógvær
og hefur alltaf átt með sér drauma um að verða skáld. En
þrátt fyrir að vera svona eins og hvor úr sinni áttinni
hafa þessir strákar náð vel saman og í tímans rás hafa
þeir alltaf verið talsvert hjá okkur ömmu sinni og afa.“
Siglinde segir að þau hjónin muni auðvitað fylgjast
með Eurovision í kvöld og þessum afkomendum sínum.
„Lögin eru kannski ekkert fyrir minn smekk en þetta
er heilmikil sýning og dansatriðin sem fylgja laginu gera
þetta líflegt,“ segir amman.
Hugmyndaríkir strákar
með mikinn boðskap
Amma og afi tveggja í
Hatara horfa á Eurovision
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hrafnista Tryggvi Sigurbjarnarson og Siglinde Sigur-
bjarnarson fylgjast af áhuga með strákunum sínum.