Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hafnar kröfum umhverf- isverndarsamtaka og veiðifélaga um að réttaráhrifum nýrra starfs- og rekstrarleyfa Fiskeldis Austfjarða verði frestað eða framkvæmdir stöðvaðar. Telur nefndin ekki for- sendur til að beita þessum ákvæðum í þessum tilvikum. Umhverfisstofnun veitti Fiskeldi Austfjarða starfsleyfi til eldis á 9.800 tonnum af laxi á ári í sjókvíum í Berufirði og 11 þúsund tonnum í Fá- skrúðsfirði, þó þannig að hluti eld- isfisksins verði ófrjór. Mat- vælastofnun veitt rekstrarleyfi fyrir sama eldi. Náttúruverndarsamtök Íslands, náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Veiðifélag Breiðdæla, Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár kærðu útgáfu leyfanna og kröfðust þess að ákvörðun um þær yrði felld úr gildi. Rökin eru meðal annars þau að laxeldið gæti stefnt lífríki ánna í Vopnafirði og Breiðdal í hættu, þar á meðal villtum laxa- og silunga- stofnun. Þótt úrskurðarnefndin hafi ekki fallist á stöðvun framkvæmda mun hún áfram fjalla um þau álitamál sem uppi eru og kærð eru. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Berufjörður Úrskurðarnefnd stöðvar ekki útsetningu laxaseiða í Berufirði og Fáskrúðsfirði samkvæmt nýjum leyfum Fiskeldis Austfjarða. Hafna stöðvun fram- kvæmda við laxeldi „Það er ótrúlega margt sem getur kallað á þörf fyrir rýmingu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, fram- kvæmdastjóri almannavarnanefnd- ar höfuðborgarsvæðisins, aðspurður hvers konar vá þætti helst geta orðið til þess að gripið yrði til rýming- aráætlunar höfuðborgarsvæðisins. „Við þurfum vonandi sjaldan að beita rýming- aráætlun og helst aldrei. Það sem getur látið á þetta reyna er senni- lega atburður sem okkur dettur ekki í hug að geti orðið,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að þegar litið væri um öxl varðandi rýmingar kæmu stórir eldsvoðar fyrst upp í hugann, til dæmis Hring- rásarbruninn sem varð árið 2004. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig hraun og ekki öll mjög gömul. Ekki er hægt að útiloka eldgos og það að hraun fari aftur að renna á svæðinu. Einnig getur þurft að rýma vegna mengunar, til dæmis í tengslum við bruna. „Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur eins og aðra. Undanfarin ár höfum við séð flóð á svæðum þar sem ekki höfðu komið flóð áður svo menn vissu til,“ sagði Jón Viðar. Hann segir mikilvægt að eiga rým- ingaráætlun til að styðjast við komi til þess að flytja þurfi fólk á milli svæða í stórum stíl. Rýming er ekki brottflutningur Fram kom í bókunum borgarráðs- fulltrúa á fundi borgarráðs Reykja- víkur í fyrradag að rýmingaráætl- unin sem þar var kynnt horfi einungis til rýmingar ákveðinna svæða innan höfuðborgarsvæðisins. „Það er alveg rétt,“ sagði Jón Við- ar. „Rýming er innan svæðis. Það er kallað brottflutningur þegar fólk er flutt af svæðinu. Við ákváðum að taka þetta í skrefum og fá fyrst góð- an grunn varðandi rýmingu. Síðar verður skoðað hvort það þarf að gera áætlun um brottflutning. Slík áætlum myndi einnig snerta ná- grannasveitarfélögin. Það að flytja íbúa höfuðborgarsvæðisins í nágrannabyggðir er stórt verkefni og hefði mikil áhrif.“ Óskað eftir ábendingum Jón Viðar kvaðst vona að hægt yrði að fullgera rýmingaráætlunina á þessu ári. Nú fara í hönd kynning- arfundir hjá sveitarfélögunum. „Ég vona að við fáum margar góð- ar ábendingar frá sveitarfélögunum. Það mun reyna mikið á starfsfólk þeirra ef kemur til rýmingar. Sveit- arfélögin reka viðkvæma starfsemi sem þarf að halda áfram þrátt fyrir mögulega rýmingu. Það á t.d. við um stofnanir og ýmsa þjónustu í heima- húsum. Það verður að meta vand- lega hvort það borgar sig að rýma sum hús frekar en að reyna að halda starfseminni áfram á sama stað. Þetta á til dæmis við um sjúkrahús, hjúkrunarheimili og fleira.“ Áætlunin snýst um almenning Jón Viðar sagði að eftir væri að ákveða hvernig rýmingaráætlunin verður kynnt þegar hún er fullgerð. „Þessi áætlun snýst um almenning og er gerð fyrir viðbragðsaðila, hvernig þeir eiga að standa að rým- ingu. Stór hluti af því verður upplýs- ingagjöf. Það er mikilvægt að fólk vilji fara eftir fyrirmælum ef kemur til rýmingar,“ sagði Jón Viðar. Ef til rýmingar kemur þarf að taka tillit til fjölmargra þátta. Fjöldi erlendra ferðamanna er hér allan ársins hring, flestir á sumrin en þá jafnvel tvöfaldast íbúafjöldi höfuð- borgarsvæðisins. Jón Viðar sagði einnig að ólíkir aldurshópar þyrftu ólíka nálgun. „Það sást í Vestmannaeyjagosinu 1973 að þar var eldra fólk sem hrein- lega neitaði að yfirgefa heimili sín. Slíkt getur aftur gerst og þá þurfum við að kunna að taka á því,“ sagði Jón Viðar. Vonandi þarf aldrei að rýma  Margt getur kallað á rýmingu Jón Viðar Matthíasson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Drög að rýmingaráætlun fyrir höfuð- borgarsvæðið voru rædd á fundi borgarráðs Reykjavíkur í fyrradag. Lagt var fram bréf Jóns Viðars Matt- híassonar, framkvæmdastjóra al- mannavarnanefndar höfuðborgar- svæðisins, starfsáætlun nefndarinnar 2019-2022 og drög að rýmingaráætl- un fyrir höfuðborgarsvæðið. Í bréfi almannavarnanefndarinnar segir m.a.: „Rýmingaráætlun hefur þann tilgang að forða fólki á höfuð- borgarsvæðinu úr varhugaverðum aðstæðum og flytja það á milli borg- ar- og bæjarhluta eða hverfa ef að- stæður krefjast. Áætlunin er í drög- um og mun fá frekari umfjöllun í haust.“ Þar segir einnig að fram- kvæmdastjórinn óski eftir því að fá að kynna starfsáætlunina og rýmingar- áætlunina fyrir sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Rýming innan svæðis Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bentu á í bókun að rýming- aráætlunin tæki á rýmingu innan höf- uðborgarsvæðisins en ekki út úr borginni. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að slík áætlun verði unnin til viðbótar þeirri sem nú hefur verið unnin,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins gerði einnig bókun og sagði m.a. að það væri mikið áhyggjuefni að Sunda- braut væri ekki komin og að ekki væri búið að festa flugvöllinn í Vatnsmýri í sessi. Þá benti hann á þá hættu sem fylgir umfangsmiklum olíuflutningum úr Örfirisey í gegnum Geirsgötu. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins benti á það í bókun að ljóst væri að engar áætlanir væru til um það ef forða þyrfti fólki frá Reykjavík og Seltjarnarnesi, t.d. vegna náttúru- hamfara. Leiðbeinandi áætlun Í inngangi að rýmingaráætluninni segir m.a. að hana sé hægt að virkja komi til þess að rýma þurfi húsnæði, svæði, hverfi eða bæjarhluta vegna almannavarnaástands. Hana er hægt að virkja óháð tegund eða ástæðu rýmingar. „Rýmingaráætlunin er til leiðbeiningar en felur ekki í sér end- anleg fyrirmæli. Þannig geta stjórn- endur ákveðið að breyta starfstilhög- un með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.“ Uppfæra á áætlunina á a.m.k. fjög- urra ára fresti en fara yfir hana ár- lega. Bent er á það í áætluninni að í janúar 2018 hafi verið 222.484 íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Yfir sumartím- ann geti sú tala tvöfaldast þegar er- lendir gestir eru meðtaldir. Einnig sé þar töluverður fjöldi erlendra gesta yfir aðra mánuði ársins. Jarðskjálftar og eldstöðvar Höfuðborgarsvæðið er jarðfræði- lega hluti af Reykjanesskaga. Þar eru jarðskjálftar algengir og þar eru þekkt þrjú eldstöðvakerfi. Vestast er Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið er miðsvæðis og austast eru Brenni- steinsfjöll og Hengill. Eldgos hafa orðið á 700 til 1.000 ára fresti. Síðasta goshrinan stóð frá 1211 til 1240. Jarð- skjálftahrinur eru algengar á Reykja- nesskaga, minni skjálftar hafa verið ráðandi og er fjöldi þeirra um 1.000 á ári. Áætlun um að forða fólki úr ógnandi aðstæðum  Drög að rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins kynnt Morgunblaðið/Júlíus Eldsvoði Reykmökkinn frá eldsvoðanum hjá Hringrás 2004 lagði yfir nálæg fjölbýlishús. Húsin voru rýmd og íbúarnir fluttir í neyðarathvarf. Rýmingaráætlunin » Almannavarnir, lögreglan, ríkislögreglustjóri og Rauði krossinn komu að gerð rým- ingaráætlunar fyrir höfuðborg- arsvæðið. » Þar er m.a. fjallað um stað- hætti á svæðinu, virkjun áætl- unarinnar, rýmingar af ýmsu tagi, hagnýt atriði varðandi stjórnun rýminga og verkefni hinna ýmsu viðbragðsaðila sem koma að rýmingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.