Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Spáforrit sem hjálpa konum sem greinast með stökkbreytingu í BRCA-geni við ákvarðanatöku eru í stöðugri þróun, að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár. Laufey er ein af þeim sem flytja erindi á opnu húsi Brakkasamtak- anna, samtaka sem standa vörð um hagsmuni BRCA-arfbera, sem er haldið á morgun. Laufey segir konur sem greinast með stökkbreytingu í BRCA-geni, stökkbreytingu sem getur aukið lík- urnar á krabbameini umtalsvert, standa frammi fyrir stórum spurn- ingum, ekki síst ef þær eru ungar. „Þegar ung kona fær að vita að hún sé með stökkbreytingu í BRCA-geni þarf hún að taka ákvörðun um það hvort hún gangist undir fyrirbyggj- andi aðgerðir, hvort hún eigi að láta taka af sér brjóstin og fjarlægja eggjastokkana. Spurningin er ekki bara um hvort heldur líka hvenær þörf sé á því, hvort hún megi bíða í tíu ár og t.d. gefa sér tíma til að eignast börn.“ Greinast á ýmsum aldri Það er mismunandi hvort og hve- nær konur sem hafa stökkbreytingu í BRCA-geni fá brjóstakrabbamein þó áhættan sé almennt talsvert meiri. „Þó þú sért með þessa stökk- breytingu þá er mjög misjafnt hvort þú fáir brjóstakrabbamein og hve- nær. Það er mjög mikil dreifing á aldri við greiningu og svo veit mað- ur um níræðar konur sem hafa aldr- ei fengið brjóstakrabbamein, eða neitt krabbamein, og eru samt með þessa stökkbreytingu. Aðrar fá krabbamein mjög ungar,“ segir Laufey. Þess er vænst að svokölluð spá- forrit geti hjálpað til við þessa ákvarðanatöku. „Það eru greinilega mjög margir aðrir þættir en stökk- breytingin sem skipta máli í þessum efnum. Það er erfðabreytileiki hér og þar í erfðaefninu okkar sem hef- ur áhrif á brjóstakrabbameins- áhættu okkar allra, líka ef maður er með stökkbreytinguna. Þessi spáforrit er því hægt að nota til þess að finna út hvaða konur eru með verstu samsetninguna af þessum þáttum erfðabreytileika og hvaða konur þá bestu. Það er tals- verður munur á áhættu þeirra á að fá brjóstakrabbamein fyrir ákveðinn aldur.“ Við þennan erfðabreytileika eru svo lagðir þekktir áhættuþættir. „Til að gera það skarpara og sjá hvort og þá hvenær maður er líkleg- ur til að greinast. Þá er hægt að bæta inn þekktum áhættuþáttum brjóstakrabbameins, eins og hve- nær maður byrjaði á blæðingum, brjóstaþéttni, hvenær maður átti fyrsta barnið sitt og hversu mörg ef maður er orðinn það gamall.“ Laufey segir að Íslensk erfða- greining og Krabbameinsskrá séu í startholunum að þróa slíkt spáforrit í sameiningu en eins og þekkt er setti Íslensk erfðagreining vefinn arfgerd.is í loftið í fyrra þar sem fólki býðst að fá skorið úr um hvort það sé með stökkbreytingu í BRCA- geni. „Íslensk erfðagreining er nátt- úrlega með frábær gögn, þessar arf- gerðarupplýsingar fyrir svo margar konur og auðvitað eru margir með stökkbreytinguna inni í þeim hópi. Svo erum við með upplýsingar frá Krabbameinsfélaginu um ýmsa áhættuþætti svo við erum með mjög fín gögn til að leggja okkar lóð á vogarskálina.“ Tilefni opna hússins á morgun er opnun nýrrar vefsíðu Brakka- samtakanna þar sem ítarlegri upp- lýsingar um BRCA-genið verða að- gengilegar. Fjölbreyttur hópur sérfræðinga og annarra leggur til efni á nýja vefsíðu en hluti þeirra kemur til með að flytja erindi á opna húsinu á morgun. Þar á meðal eru Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, og Kristján Skúli Ásgeirsson. Opna húsið verður í Íslenskri erfðagreiningu frá kl. eitt til hálffimm á morgun. Spáforrit auðvelda ákvarðanir  Ný tækni greiðir fyrir ákvarðanatöku í kjölfar greiningar á stökkbreytingu í BRCA-geni  Áhættuþættir og erfðabreytileikar lagðir saman  Stökkbreyting leiðir ekki endilega af sér mein Ljósmynd/Krabbameinsfélag Íslands Skoðun „Horfur arfbera sem fá brjóstakrabbamein eru ekki verri en kvenna sem fá sambærilegan sjúkdóm,“ segir Laufey. Reglulegar skoðanir skipta þó sköpum, bæði hjá arfberum stökkbreytta gensins og þeim sem ekki bera það. 46.500 nýtt Arfgerð » 46.500 Íslendingar hafa sóst eftir upplýsingum um það hvort þeir séu með stökkbreyt- ingu í BRCA2 geninu í gegnum vefsíðuna arfgerd.is. » Vefsíðan er á vegum Ís- lenskrar erfðagreiningar en af þeim sem Íslensk erfðagrein- ing hefur rannsakað hafa 370 greinst með stökkbreytinguna. » 34.100 manns reyndust ekki vera með breytileikann. » 11.922 eiga enn eftir að gefa sýni. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Mikil þörf er á klínískum leiðbeiningum fyrir karlmenn sem greinast með stökkbreytingu í BRCA-geni að sögn Önnu Margrétar Bjarnadóttur, formanns Brakka- samtakanna. Slíkar upplýsingar verða þó brátt aðgengilegar á vef Brakkasamtakanna. „Karlmenn gleymast oft í umræðunni. Karlmenn geta líka verið arfberar og ef þeir eru t.d. með BRCA- stökkbreytingu í geni eykst áhættan á krabbameini í blöðruhálskirtli verulega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að stökkbreytingin eykur hættuna á að fá sjúkdóminn fyrr á lífsleiðinni og að fá alvarlegri sjúkdóm.“ Karlar út undan í umræðunni VÖNTUN Á KLÍNÍSKUM UPPLÝSINGUM FYRIR KARLMENN Anna Margrét Bjarnadóttir Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost- naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi. Föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí 2019 – Báða dagana frá kl. 10-17 Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. Komið og upplifið hið stórkostlega MUSHOLM FRI hús Dagverðarnes 24, 311 Skorradalshreppur Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt að nálgast í síma 696-9899 Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum OPIÐ HÚS Sunnudaginn 26. maí kl. 13-16 EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 19 18 9 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út fram- kvæmdir við gerð útivistarsvæðis og landmótun við Leirtjörn í Úlfars- árdal. Kostnaðaráætlun verkefnisins er 250 milljónir króna og áætlaður framkvæmdatími er júní til sept- ember 2019. Fram kemur í greinargerð að um sé að ræða framkvæmdir í tengslum við stækkun íbúðahverfisins í Úlf- arsárdal, norðan Skyggnisbrautar. Land milli nýrrar íbúðabyggðar og Leirtjarnar verður mótað m.a. með gerð útivistarstígs, komið verður fyrir vatnsrásum vegna ofanvatns frá íbúðabyggðinni, gróðursetningu og gerð grasflatar til leikja. Þá fær Leirtjörn fasta bakka og rennsli frá henni verður stýrt um farveg í gili austan byggðarinnar, niður í Úlf- arsá. Á bökkum Leirtjarnar verði komið fyrir votlendisgróðri og gerð- ur hólmi í tjörninni. Framkvæmdir eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag og eiga að viðhalda og auka líffræðilegan fjöl- breytileika og skapa fjölskrúðugt og fjölskylduvænt umhverfi í námunda við íbúðabyggðina. Samhliða þessum framkvæmdum verður áfram unnið við að ljúka gatnagerð á svæðinu í takt við þróun byggðar. sisi@mbl.is Úlfarsárdalur Umhverfi Leirtjarnar er talið kjörið svæði til útivistar. Nýtt útivistarsvæði  Borgin lætur móta land við Leirtjörn í Úlfarsárdal  Verkið verður boðið út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.