Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samþykki á ársreikningi borgar-
innar þarf ekki að fela í sér sam-
þykki einstakra gerninga.
Trausti Fannar Valsson, dósent í
lögfræði við Háskóla Íslands, kemst
að þessari niðurstöðu í áliti sem
hann vann að beiðni endurskoðunar-
nefndar Reykjavíkurborgar. Varðar
álitið minnisblað fjármálaskrifstofu
borgarinnar í kjölfar skýrslu innri
endurskoðunar Reykjavíkurborgar
um svokallað braggamál.
„Undirritaður er ekki sammála
þeirri afstöðu skrifstofu fjármála hjá
Reykjavíkurborg að samþykkt eða
staðfesting á ársreikningi feli í sér
samþykki þeirra fjárhagslegu ráð-
stafana sem þar er lýst,“ skrifar
Trausti Fannar um þetta atriði.
Farið fram úr samþykktum
Til upprifjunar vann Innri endur-
skoðun Reykjavíkurborgar úttekt
sem kom út í desember sl. um svo-
kallað braggamál. Þar var fjallað um
fjárheimildir sem lágu til grundvall-
ar við uppbyggingu braggans.
„Farið var fram úr samþykktum
fjárheimildum og þess var ekki gætt
að sækja um viðbótarfjármagn áður
en stofnað var til kostnaðar en það
er brot á sveitarstjórnarlögum og
reglum borgarinnar. Heildarkostn-
aður nú í desember er kominn í 425
m.kr. en úthlutað hefur verið heim-
ildum að fjárhæð 352 m.kr. Svo virð-
ist sem hvergi hafi verið fylgst með
því að verkefnið væri innan fjár-
heimilda,“ sagði þar orðrétt.
Eftir útkomu skýrslu Innri endur-
skoðunar borgarinnar ritaði fjár-
málaskrifstofa borgarinnar minnis-
blað sem er dagsett 5. febrúar.
Þar sagði meðal annars orðrétt:
„Þegar ársreikningur er lagður
fram og samþykktur í maímánuði
fyrir næstliðið ár er borgarstjórn að
samþykkja útgjöld og rekstur borg-
arinnar fyrir árið. Með þeim hætti
hefur borgarstjórn þegar samþykkt
öll fjárútlát sem féllu til á árinu 2017
vegna verkefnisins Nauthólsvegur
100. Það er því að mati fjármála-
skrifstofu ekkert sem kallar á frek-
ari samþykkt á fjárheimildum.“
Tæki minnisblað til skoðunar
Það gerðist næst í málinu að Ey-
þór Laxdal Arnalds, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, lagði
fram beiðni um að endurskoðunar-
nefnd Reykjavíkurborgar tæki til
umfjöllunar áðurnefnt minnisblað
skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu.
„Ef túlkun fjármálaskrifstofu er
rétt þá þarf Reykjavíkurborg ekki
að hafa áhyggjur af greiðslum sem
ekki er heimild fyrir eða flóknu eftir-
liti, því hægt er að ljúka málinu ári
eftir með undirritun borgarfulltrúa
á ársreikningi,“ skrifaði Eyþór m.a.
Það var svo hinn 28. mars sl. sem
endurskoðunarnefndin óskaði eftir
lögfræðilegu áliti á efni erindisins
frá Eyþóri Arnalds. Hið lög-
fræðilega álit kom til umræðu í
borgarráði á fimmtudaginn var.
Trausti afmarkaði viðfangsefnið
með því að spyrja hvort afla bæri
heimildar til aukinnar fjárheimildar
með viðauka við fjárhagsáætlun. Þá
þegar „verkefni hefur verið skýrlega
afmarkað í fjárhagsáætlun sveitar-
félags með ákveðinni fjárveitingu en
kostnaður fer umfram hana án þess
að aukinnar fjárheimildar sé aflað
hjá borgarstjórn eða borgarráði á
því ári sem um ræðir“.
Trausti segir svarið ekki einfalt og
vísar til reglugerða og sveitarstjórn-
arlaga. Hann minnir á að þegar árs-
reikningur er staðfestur sé tekin af-
staða til þess hvort hann sé saminn í
samræmi við lög og reglur.
„Staðfesting ársreiknings felur
ekki í sér samþykki einstakra gern-
inga eða lögmæti greiðslna, heldur
aðeins það að meðferð fjármuna og
efnahagsleg staða sé og hafi verið
með þeim hætti sem ársreikning-
urinn greinir. Ef ársreikningur,
gögn sem honum fylgja eða skýr-
ingar við hann bera með sér upplýs-
ingar um tiltekna gerninga, fjárútlát
eða sambærilegt, kann það að verða
sveitarstjórnarmönnum tilefni til að-
gerða, og ætti þá jafnframt að gæta
þess að ekki verði þar óþarfa dráttur
á,“ skrifar Trausti Fannar.
Deilt um lagaheim-
ildir í braggamálinu
Dósent er ósammála fjármálaskrifstofu borgarinnar
Morgunblaðið/Hari
Í Nauthólsvík Kostnaður við braggann var meiri en upphaflega var áætlað.
Drög að frumvarpi til nýrra laga um
leigubifreiðar hafa verið birt í sam-
ráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Markmið með frumvarpinu er að
auka frelsi á leigubifreiðamarkaðnum
og tryggja örugga og góða þjónustu
fyrir neytendur, segir í frétt á vef
Stjórnarráðsins.
Meðal breytinga sem lagðar eru til
eru afnám takmörkunarsvæða og
fjöldatakmarkana atvinnuleyfa, af-
nám skyldu leigubifreiða til að hafa
afgreiðslu á leigubifreiðastöð og
breyttar kröfur til þeirra sem hyggj-
ast starfa sem leigubifreiðastjórar.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því
að til verði tvær tegundir leyfa sem
tengjast akstri leigubifreiða. Annars
vegar atvinnuleyfi, sem mun veita
réttindi til að aka leigubifreið í eigu
rekstrarleyfishafa í atvinnuskyni, og
hins vegar rekstrarleyfi, sem mun
veita réttindi til að reka eina leigu-
bifreið sem er í eigu rekstrarleyfis-
hafa eða skráð undir umráðum hans.
Þá eru gerðar breytingar á skilyrð-
um til að mega reka leigubifreiðastöð
og rekstrarleyfishöfum heimilað að
framselja hluta af skyldum sínum
með samningi til leigubifreiðastöðvar.
Einnig er gert ráð fyrir því að heimilt
verði að aka án þess að gjaldmælir sé
til staðar í bifreið, í þeim tilfellum þeg-
ar samið hefur verið fyrirfram um
heildarverð fyrir ekna ferð. Þá er gert
ráð fyrir því að gera megi ólíkar kröf-
ur til merkinga bifreiða eftir því hvort
þær séu búnar gjaldmæli eða ekki.
Þá er nýjum lögum ætlað að
tryggja að íslenska ríkið standi við al-
þjóðlegar skuldbindingar samkvæmt
samningnum um evrópska efnahags-
svæðið. Allir hafa tækifæri til að
senda inn umsögn eða ábendingar en
frestur til að skila umsögn er til og
með 20. júní næstkomandi.
Frumvarpið byggist að megin-
stefnu til á tillögum starfshóps um
heildarendurskoðun regluverks um
leigubifreiðaakstur sem skipaður var
í október 2017 en skilaði tillögum í
formi skýrslu í mars 2018. Núgildandi
lög eru frá árinu 2001.
Breytt lög um
leigubíla kynnt
Markmiðið að auka
frelsi á markaðnum
Morgunblaðið/Ómar
Leigubílar Til stendur að breyta
regluverkinu hér á landi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það kemur mér alltaf hálfpartinn á
óvart hversu margir eru móttæki-
legir. Það virðist vera dulinn flam-
enco-áhugi á Íslandi. Oft kemur fólk
til mín eftir tónleika sem segist hafa
farið til Andalúsíu fyrir mörgum ár-
um og lært að dansa og aðrir sem
hafa farið til að læra söng,“ segir
Reynir Hauksson gítarleikari sem
búsettur er í Granada á Spáni en
hefur síðustu ár haldið fjölda flam-
enco-tónleika hér á landi. Hann
heldur nokkra tónleika á næstu dög-
um.
Hann segir að þetta fólk sem
kannski hafi farið til Andalúsíu fyrir
þrjátíu árum til að læra að dansa eða
syngja hafi haft litla möguleika til að
sjá flamenco á Íslandi þar til nú.
„Áhuginn er töluverður og hefur
komið mér á óvart. Ég hugsa að
hann verði meiri á næstu árum,“
segir Reynir. Hann heimsótti
nokkra tónlistarskóla í vor til að
leika á gítarinn og halda fyrirlestur
um flamenco og varð var við nokkra
forvitni nemendanna um tónlist-
arstefnuna.
Reynir er nú á leiðinni í tónleika-
ferðalag til Íslands, að þessu sinni
með fjóra Spánverja með sér; gít-
arleikara, söngvara og tvo dansara.
Fyrstu tónleikarnir verða í Land-
námssetrinu í Borgarnesi þriðjudag-
inn 21. maí. Þá verður hann aðeins
með söngvara með sér og einnig á
tónleikum sem verða í Mengi á mið-
vikudag og á Hvanneyri á fimmtu-
dag. Allur hópurinn verður síðan
með á tveimur danssýningum í Saln-
um í Kópavogi um næstu helgi. Á
laugardag verður jafnframt mast-
erclass í Salnum þar sem farið verð-
ur yfir sögu flamenco og þátttak-
endur fá tækifæri til að spreyta sig í
dansi, gítarleik og söng. Kynnir á
tónleikunum verður Kristinn R.
Ólafsson.
Trúboðið heldur áfram
Reynir flutti til Andalúsíu fyrir
þremur árum til að nema flamenco-
gítarleik og býr nú og starfar í Gran-
ada sem flamenco-listamaður.
Hann heldur áfram trúboðsstarfi
sínu í þágu listarinnar hér á landi.
„Mér líður vel með að fá tækifæri til
að flytja flamenco á Íslandi og fá
tækifæri til að búa úti á Spáni og
læra þessa listgrein. Ég bý svo vel
að fólkið í kringum mig er svo mikið
hæfileikafólk á þessu sviði að ég er
alltaf að læra eitthvað nýtt.“
Flamenco Irene la Serranilla dansari, Reynir Hauksson gítarleikari, Jacób
de Carmen söngvari, Jorge el Pisao gítarleikari og Paco Fernández dansari.
Dulinn flamenco-
áhugi á Íslandi